Morgunblaðið - 06.12.1987, Page 32
32 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987
Dansk-
íslenskt
aðventukvöld
DANSK-íslenska félagið heldur
aðventukvöld fyrir félagsmenn
og gesti þeirra nk. þriðjudag 8.
desember.
Aðventukvöldið hefst kl. 20.30
og verður í Geirsbúð (við hliðina á
Naustinu).
Tryggvi Ólafsson listmálari segir
frá lífinu í Kaupmannahöfn og
Guðmundur Ingólfsson leikur á
píanó.
Tryggvi Ólafsson
Fulltrúafundur Landssambandsins gegn áfengisbölinu:
Heilbrigðisáætlun
verði gerð sem fyrst
Kostnaður vegna áfengisneyslu nemur margföldum tekjum af áfengissölu
LANDSSAMBANDIÐ gegn áfeng-
isbölinu hélt fulltrúafund þriðju-
daginn 24. nóvember í Templara-
höllinni að Eiríksgötu 5 í
Reykjavík. Aðalefni fundarins var
erindi Guðmundar Bjarnasonar
heilbrigðis- og tryggingaráðherra
sem hann nefndi: Kostnaður
vegna áfengisneyslu og aðgerðir
sljórnvalda. Fundurinn samþykkti
ennfremur ályktun þar sem meðal
annars segir að kostnaður vegna
áfengisneyslu nemi margföldum
tekjum af sölu áfengis. í ályktun-
inni er þeim tilmælum beint til
alþingismanna að þeir ljúki sem
fyrst _ gerð heilbrigðisáætlunar
fyrir íslendinga, að minnsta kosti
áður en leyfi til sölu og dreifingar
áfengs bjórs kynni að verða sam-
þykkt.
í fréttatilkynningu frá Landssam-
5 írá Kodak
KODAK K4a Ódýr - einföld. Myndavélataska, gullfilma KODAK EF Innbyggður Ijósmælir, auðveld filmu-
og rafhlööur fylgja. 5 ÁRA ÁBYRGÐ. i/r o Qrjn ísetning. Gullfilma og rafhlöður fylgja.
r\n. 5 ÁRA ásyrgð.
KR. 3.800.-
KODAK MD Sjálfvirk filmufærsla og ASA-stilling. Gullfilma
og rafhlöður fylgja. 5 ÁRA ÁBYRGÐ. __
TILBOÐSVERÐ KR. 4.200.
KODAK AF1 Sjálfvirk filmufærsla, fókus og ASA-
stilling. Gullfilma og rafhlöður fylgja. 5 ÁRA ÁBYRGÐ.
KR. 6.900.-
KODAK AF2 Alsjálfvirk filmufærsla. Sjálfvirkur
fókus, flass og ASA-stilling. Sjálftakari. Gullfilma og
lithium-rafhlaða fylgja. 5 ÁRA ÁBYRGÐ.
KR. 10.400.-
5ára ábyrgð
H/ySTS PETERSEN HF
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT!
bandinu segir að Guðmundur Bjama-
son ráðherra hafi í erindi sínu dregið
saman helstu útgjöld ríkisins sem
beint eða óbeint megi rekja til neyslu
áfengis, svo sem kostnað vegna með-
ferðar drykkjusjúkra, dvalar á öðmm
sjúkrastofnunum og löggæslu. Af
erindi hans megi ætla að kostnaðúr
ríkissjóðs vegna áfengisneyslu sé
ekki minni en tekjur hans af áfengis-
sölu. Ráðherra hafi tekið fram að
hann tæpti aðeins á örfáum þáttum
og því væri ýmislegt vantalið. Ráð-
herra hafi ennfremur skýrt frá
verkefnum sem unnið sé að á vegum
ríkisins í ávana- og fíkniefnamálum.
í fundarlok var samþykkt að beina
eftirfarandi tilmælum til stjómvalda
og alþingismanna:
Alþjóða heilbrigðisstofnunin hefur
sent frá sér áskomn til aðildarþjóða
sinna, þar á meðal íslendinga, um
að draga úr áfengisneyslu um fjórð-
ung fram að næstu aldamótum. Þessi
áskomn er veigamikill þáttur í stefnu
stofnunarinnar um að allir verði heil-
ir heilsu árið 2000. Því er haldið fram
að með því að draga úr áfengis-
neyslu megi meðal annars minnka
vemlega tjón vegna sjúkdóma, slysa
eða afbrota.
Áfengisneysla kostar íslenskt
þjóðfélag, sem önnur, mikið. Rann-
sóknir, meðal annars í Bandaríkjun-
um og Svíþjóð, hafa leitt í ljós að
kostnaður þjóða vegna áfengisneyslu
nemur margföldum tekjum af sölu.
Kostnaður vegna sjúkdóma og slysa
er gífuriegur, en hér á landi er talið
að á milli 10 og 20% almennra
sjúkrarúma séu eingöngu notuð
vegna afleiðinga áfengisneyslu og
um 20% sjúklinga á geðdeildum
dveljist þar vegna áfengissýki og
lyfjamisnotkunar (Heimild: Neysla
áfengis, tóbaks, fíkniefna og ávana-
lyfla á íslandi. Landlæknisembættið
1982). Þar að auki er meðferð
drykkjusjúkra þungur baggi á
sjúkratryggingum. Löggæsla vegna
afbrota og óspekta kostar þjóðfélag-
ið stórfé og fleira mætti nefna sem
áfengisneysla veldur.
Þá verður að hafa í huga að náið
samband er á milli áfengisneyslu og
neyslu ólöglegra vimuefna eins og
kannanir, meðal annars hér á landi,
sýna (Heimild: Ólögleg ávana- og
fíkniefni á íslandi. Dóms- og kirkju-
málaráðuneytið, Reykjavík 1985).
Kannanimar sýna ennfremur að
venjulega hefst vímefnaneysla ungl-
inga á áfengi.
Vímuefnaneyslu fylgir skert sjálf-
stjóm og því óábyrg hegðun, meðal
annars hvað snertir kynlíf. Slíkt eyk-
ur hættuna á útbreiðslu eyðni sem
nú ógnar mannkyni.
Það væri í meira lagi óheppilegt
ef sala og dreifing á áfengum bjór
yrði leyfð í landinu. Þar er um nýtt
form áfengisneyslu að ræða og ljóst
að það örvar, ef til kemur, fólk til
áfengisneyslu umfram það sem nú
er, það er eykur heildameyslu áfeng-
is.
Fulltrúafundurinn skorar á al-
þingismenn að ljúka sem fyrst gerð
heilbrigðisáætlunar fyrir íslendinga,
að minnsta kosti áður en jafn veig-
amikið atriði og leyfí til sölu og
dreifingar áfengs bjórs kynni að
verða samþykkt. Bendir fundurinn á
álit stjómskipaðrar nefndar um
mörkun opinberrar stefnu í áfengis-
málum, en það hefur enn ekki hlotið
umfjöllun stjómvalda.
Ennfremur varar fundurinn við að
áfengisvamir verði lamaðar á sama
tíma og sölubúðum ÁTVR er fjölgað,
svo og vínveitingahúsum. Hvetur
fundurinn til að eflt verði starf lýð-
ræðislega kjörinna nefnda, svo sem
Áfengisvamarráðs sem kosið er af
Alþingi. Efling slíkra opinberra
stofnana er í samræmi við aðgerðir
nágrannaþjóða okkar, stuðlar að
öflugu forvamastarfi og samhæfír
og styrkir störf bindindissamtaka.
(Fréttatilkynning)