Morgunblaðið - 06.12.1987, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 06.12.1987, Qupperneq 32
32 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987 Dansk- íslenskt aðventukvöld DANSK-íslenska félagið heldur aðventukvöld fyrir félagsmenn og gesti þeirra nk. þriðjudag 8. desember. Aðventukvöldið hefst kl. 20.30 og verður í Geirsbúð (við hliðina á Naustinu). Tryggvi Ólafsson listmálari segir frá lífinu í Kaupmannahöfn og Guðmundur Ingólfsson leikur á píanó. Tryggvi Ólafsson Fulltrúafundur Landssambandsins gegn áfengisbölinu: Heilbrigðisáætlun verði gerð sem fyrst Kostnaður vegna áfengisneyslu nemur margföldum tekjum af áfengissölu LANDSSAMBANDIÐ gegn áfeng- isbölinu hélt fulltrúafund þriðju- daginn 24. nóvember í Templara- höllinni að Eiríksgötu 5 í Reykjavík. Aðalefni fundarins var erindi Guðmundar Bjarnasonar heilbrigðis- og tryggingaráðherra sem hann nefndi: Kostnaður vegna áfengisneyslu og aðgerðir sljórnvalda. Fundurinn samþykkti ennfremur ályktun þar sem meðal annars segir að kostnaður vegna áfengisneyslu nemi margföldum tekjum af sölu áfengis. í ályktun- inni er þeim tilmælum beint til alþingismanna að þeir ljúki sem fyrst _ gerð heilbrigðisáætlunar fyrir íslendinga, að minnsta kosti áður en leyfi til sölu og dreifingar áfengs bjórs kynni að verða sam- þykkt. í fréttatilkynningu frá Landssam- 5 írá Kodak KODAK K4a Ódýr - einföld. Myndavélataska, gullfilma KODAK EF Innbyggður Ijósmælir, auðveld filmu- og rafhlööur fylgja. 5 ÁRA ÁBYRGÐ. i/r o Qrjn ísetning. Gullfilma og rafhlöður fylgja. r\n. 5 ÁRA ásyrgð. KR. 3.800.- KODAK MD Sjálfvirk filmufærsla og ASA-stilling. Gullfilma og rafhlöður fylgja. 5 ÁRA ÁBYRGÐ. __ TILBOÐSVERÐ KR. 4.200. KODAK AF1 Sjálfvirk filmufærsla, fókus og ASA- stilling. Gullfilma og rafhlöður fylgja. 5 ÁRA ÁBYRGÐ. KR. 6.900.- KODAK AF2 Alsjálfvirk filmufærsla. Sjálfvirkur fókus, flass og ASA-stilling. Sjálftakari. Gullfilma og lithium-rafhlaða fylgja. 5 ÁRA ÁBYRGÐ. KR. 10.400.- 5ára ábyrgð H/ySTS PETERSEN HF UMBOÐSMENN UM LAND ALLT! bandinu segir að Guðmundur Bjama- son ráðherra hafi í erindi sínu dregið saman helstu útgjöld ríkisins sem beint eða óbeint megi rekja til neyslu áfengis, svo sem kostnað vegna með- ferðar drykkjusjúkra, dvalar á öðmm sjúkrastofnunum og löggæslu. Af erindi hans megi ætla að kostnaðúr ríkissjóðs vegna áfengisneyslu sé ekki minni en tekjur hans af áfengis- sölu. Ráðherra hafi tekið fram að hann tæpti aðeins á örfáum þáttum og því væri ýmislegt vantalið. Ráð- herra hafi ennfremur skýrt frá verkefnum sem unnið sé að á vegum ríkisins í ávana- og fíkniefnamálum. í fundarlok var samþykkt að beina eftirfarandi tilmælum til stjómvalda og alþingismanna: Alþjóða heilbrigðisstofnunin hefur sent frá sér áskomn til aðildarþjóða sinna, þar á meðal íslendinga, um að draga úr áfengisneyslu um fjórð- ung fram að næstu aldamótum. Þessi áskomn er veigamikill þáttur í stefnu stofnunarinnar um að allir verði heil- ir heilsu árið 2000. Því er haldið fram að með því að draga úr áfengis- neyslu megi meðal annars minnka vemlega tjón vegna sjúkdóma, slysa eða afbrota. Áfengisneysla kostar íslenskt þjóðfélag, sem önnur, mikið. Rann- sóknir, meðal annars í Bandaríkjun- um og Svíþjóð, hafa leitt í ljós að kostnaður þjóða vegna áfengisneyslu nemur margföldum tekjum af sölu. Kostnaður vegna sjúkdóma og slysa er gífuriegur, en hér á landi er talið að á milli 10 og 20% almennra sjúkrarúma séu eingöngu notuð vegna afleiðinga áfengisneyslu og um 20% sjúklinga á geðdeildum dveljist þar vegna áfengissýki og lyfjamisnotkunar (Heimild: Neysla áfengis, tóbaks, fíkniefna og ávana- lyfla á íslandi. Landlæknisembættið 1982). Þar að auki er meðferð drykkjusjúkra þungur baggi á sjúkratryggingum. Löggæsla vegna afbrota og óspekta kostar þjóðfélag- ið stórfé og fleira mætti nefna sem áfengisneysla veldur. Þá verður að hafa í huga að náið samband er á milli áfengisneyslu og neyslu ólöglegra vimuefna eins og kannanir, meðal annars hér á landi, sýna (Heimild: Ólögleg ávana- og fíkniefni á íslandi. Dóms- og kirkju- málaráðuneytið, Reykjavík 1985). Kannanimar sýna ennfremur að venjulega hefst vímefnaneysla ungl- inga á áfengi. Vímuefnaneyslu fylgir skert sjálf- stjóm og því óábyrg hegðun, meðal annars hvað snertir kynlíf. Slíkt eyk- ur hættuna á útbreiðslu eyðni sem nú ógnar mannkyni. Það væri í meira lagi óheppilegt ef sala og dreifing á áfengum bjór yrði leyfð í landinu. Þar er um nýtt form áfengisneyslu að ræða og ljóst að það örvar, ef til kemur, fólk til áfengisneyslu umfram það sem nú er, það er eykur heildameyslu áfeng- is. Fulltrúafundurinn skorar á al- þingismenn að ljúka sem fyrst gerð heilbrigðisáætlunar fyrir íslendinga, að minnsta kosti áður en jafn veig- amikið atriði og leyfí til sölu og dreifingar áfengs bjórs kynni að verða samþykkt. Bendir fundurinn á álit stjómskipaðrar nefndar um mörkun opinberrar stefnu í áfengis- málum, en það hefur enn ekki hlotið umfjöllun stjómvalda. Ennfremur varar fundurinn við að áfengisvamir verði lamaðar á sama tíma og sölubúðum ÁTVR er fjölgað, svo og vínveitingahúsum. Hvetur fundurinn til að eflt verði starf lýð- ræðislega kjörinna nefnda, svo sem Áfengisvamarráðs sem kosið er af Alþingi. Efling slíkra opinberra stofnana er í samræmi við aðgerðir nágrannaþjóða okkar, stuðlar að öflugu forvamastarfi og samhæfír og styrkir störf bindindissamtaka. (Fréttatilkynning)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.