Morgunblaðið - 06.12.1987, Page 69

Morgunblaðið - 06.12.1987, Page 69
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1987 C 69 Bréfkorn til stjórn- ar SYR Hann Tommi er týndur Tommi, stór og fallegur högni, fór að heiman frá sér í Snælands- hverfi í Kópavogi sunnudaginn 15. nóvember og hefur ekki sést síðan. Hann er ársgamall, blíður og róleg- ur og mjög gæfur. Tommi er gulbröndóttur en hvítur að framan og á bringunni og maganum, og hefur hvítar loppur. Þegar hann hvarf var hann með ljósbláa leðuról um hálsinn með rauðu merki, þar sem skráð var nafn hans og síma- númer. Ef einhver hefur orðið var við köttinn Tomma eða veit hvar hann gæti verið niður kominn núna er sá hinn sami vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 42139 eða 688943. Til Velvakanda Mér finnst vera orðið tímabært (og þótt fyrr hefði verið) að geta lélegra samgangna milli Seljahverf- is annars vegar og Hóla- og Fella- hverfís hins vegar. Einkum er mér hugleikið það bága ástand þeirra fjölmörgu nemenda sem þurfa að sækja Fjölbrautaskólann í Breið- holti úr Seljahverfí. Leið 18 ekur reyndar um Jaðarsel, um kl. 7.30 en skóli hefst hins vegar kl. 8.10, þannig að það eru um það bil 40 mínútur sem líða frá því að vagninn fer um Jaðarsel þar til skóli hefst, en þessi tími nægir hverri bifreið til þess að aka til Keflavíkur án þess að ekið sé hratt. Ekki ætti að þurfa að taka nema um 7 til 10 mínútur að aka frá Jaðarseli að F.B. Vitað er að sárafáir nemendur notfæra sér þessa lélegu þjónustu SVR og ýtir þetta vafalaust undir það að nemendur fjárfesti ótíma- bært í bifreiðum um leið og þeir fá aldur til, þannig að kaup og rekstur eigin bifreiðar verður fljótt fjár- hagslegur baggi á þeim og jafnvel áhyggjuefni. Vil ég nú sicora á stjóm SVR að gera nú skjóta brag- arbót á þessari þjónustu við nemendur búsetta í hverfínu. Barnakarl í Seljahverfi Um innf lutning á plöntum Til Velvakanda. Vegna fyrirspumar í Velvakanda þann 13. nóvember sl., um hver veiti leyfi fyrir innflutningi á plönt- um, get ég upplýst eftirfarandi: Innflutningur á plöntum er frjáls, svo fremi sem þeim fylgja heilbrigð- isvottorð, gefíð út af réttum aðila (opinber stofnun í hverju landi). Á þessu eru þó tvær takmarkanir. 1) Landbúnaðarráðuneytið get- ur takmarkað innflutning á plöntum eða plöntuafurðum til að vemda innlenda framleiðslu af sömu teg- und. 2) í gildi er bann við innflutningi á barrtijám frá löndum utan Evr- ópu. Reglur um innflutning plantna em orðnar gamlar og eru nú í end- urskoðun. Rannsóknastofnun landbúnaðarins annast framkvæmd þessara reglna. Stofnunin getur veitt undanþágur frá kröfunni um heilbrigðisvottorð. Til þess að mönnum sé ekki mismunað, hefur ákveðinni stefnu verið fylgt í þess- um undanþágum. Ekki er amast við því þótt farþegar taki með sér einstaka blómvendi (afskorin blóm). Farþegum frá Norðurlöndunum er heimilt að taka með sér einstaka pottaplöntur (stofuplöntur). Við búferlaflutninga frá einhveiju Norðurlandanna er heimilað að teknar séu með stofuplöntur sem tilheyra eðlilegri búslóð. Loks er heimilað að menn taki með sér tak- markað magn blómlauka frá Norðurlöndum og Hollandi án vott- orðs, sé um órofnar verslunar- umbúðir að ræða. Ástæðan fyrir því að svo mjög er takmarkað við Norðurlönd í und- anþágum er sú, að þau vandamál (sjúkdómar og meindýr) sem hér er við að glíma eru svipuð og á hinum Norðurlöndunum og því minni hætta á að með plöntunum berist nýir sjúkdómar eða meindýr. Þegar ný reglugerð hefur tekið gildi, sem verður væntanlega á næsta ári, verður hún kynnt þannig að sem flestum verði ljóst hvaða reglur gilda um innflutning á plönt- um. Sigurgeir Ólafsson, Rann- sóknastofnun landbúnaðarins. Þesslr hringdu .. Reiðhöllin - afléttið kvöldbanni Ragnheiður og Ásthildur - höfðu samband: „Við grátbiðjum Bobby og Tony um að halda áfram að fá erlenda tónlistarmenn til landsins þó tón- leikar Coek Robin í Reiðhöllinni hafí ekki verð betur sóttir. Þá skorum við á yfírvöld að aflétta banni á tónleika í Reiðhöllinni eftir kl. 19, því það var að öllu leyti þessu banni að kenna að tónleikamir voru svona illa sóttir. Hvers vegna er ekki bannaður aðgangur að Lækjartorgi eftir kl. 19? Það eru jafn erfiðar samgöng- ur milli Lækjartorg8 og t.d. Breiðholts og Reiðhallarinnar og Breiðholts eftir að skemmtistaðir loka.“- Ráðhúsið er á viðeigandi stað Gestur hringdi: „Ráðhús Reykjavíkur á skilyrð- islaust að vera á mjög virðulegum stað og það er alveg tilvalið að reisa það við Tjörnina. Og enn vil ég segja eins og ég sagði hér í Velvakanda þegar Reykjavíkur- borg átti stórafmæli, að dugur, dáð og drengskapur hefur jafnan einkennt störf Davíðs Oddssonar borgarstjóra." Stapinn er í Njarðvík Bogi Þorsteinsson hringdi: „Ég var ekki ánægður með fréttaflutning Moggans af skák- mótinu sem haldið var í Stapa í Njarðvík fyrir skömmu því frétta- menn virtust halda að Stapinn væri í Keflavík. Ein fréttaklausan bar meira að segja fyrirsögnina „Titilveisla í Keflavík" og varð mér þá nóg boðið. Þessi misskiln- ingur virtist einnig ríkjandi í ljósvakafjölmiðlunum." Eru stóru-brandaj ól núna? Erna hringdi: „Við erum héma nokkur sem höfum verið að deila um hvort jólin núna geti kallast stóm- brandajól eða hvort þau séu einungis venjuleg brandajól. Get- ur einhver þjóðháttafræðingur upplýst okkur um þetta?" Dökkbláar buxur Dökkbláar buxur urðu eftir á blakmóti í Digranesi 22. nóvem- ber en hvítur háskólabolur tekinn í misgripum fyrir þær. Vinsamleg- ast hringið í síma 97-71139. Svört taska Stór svört taska með litlum skó hangandi á hliðinni tapaðist f Hollywood hinn 21. nóvember. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband við Sigríði í síma 22480 frá kl. 8 til 17. „ Fyrsti varctíbrsct'irtn okkar." Varðar ekkert um sfðustu ósk þfna um vélbyssu. HÖGNI HREKKVÍSI *»V

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.