Morgunblaðið - 19.12.1987, Side 1
96 SÍÐUR
STOFNAÐ 1913
289. tbl. 75. árg._______________________________LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins
Æðisgengnar
Gert Gijdssen dómari og þeir skákmeistaramir,
Garrí Kasparov og Anatólíj Karpov, bera hér saman
bækur sínar eftir að síðasta skákin í heimsmeistara-
einvíginu fór í bið. Karpov var í óskaplegu tímahraki,
Reuter
lokasekúndur
hafði aðeins tæpa mínútu á síðustu átta leikina,
og sauð upp úr meðal áhorfenda þegar héldu fyrir
misskilning, að hann hefði ekki náð mörkunum.
Grænland:
Vaxandi
áhyggjur
af alnæmi
Nuuk. Frá N J. Bruun, fréttaritara Morg-
unblaðsins.
í Grænlandi hafa menn vaxandi
áhyggjur af útbreiðsiu alnæmis
þar í landi en nú hafa tveir menn
bæst í hóp smitaðra og eru þá sjö
alls. Er einn kominn með öll sjúk-
dómseinkenni og er þar um að
ræða ínúfta, þann fyrsta, sem sýk-
ist af sjúkdómnum.
Ole Groth, yfirlæknir sjúkrahúss-
ins í Nuuk, segir, að allt fram á
síðasta sumar hafi vísindamenn talið,
að af erfðafræðilegum ástæðum
væri fnúftum lítt hætt við að sýkjast
af alnæmi jafnvel þótt þeir smituðust
af því. Jens Misfeldt, landlæknir á
Grænlandi, segir, að ástæða sé til
að óttast skjóta útbreiðslu sjúk-
dómsins í landinu og bendir á, að
sárasótt sé þar 700 sinnum algeng-
ari en í Danmörku. Smithættan sé
mikil enda lauslæti mikið meðal ungs
fólks.
Bandaríkin:
Sovéskum
sendimanni
vísað burt
Washington, Reuter.
SOVÉSKUM sendimanni hjá Sam-
einuðu þjóðunum var í gær vísað
frá Bandaríkjunum og honum
gefið að sök að hafa „misnotað
stöðu“ sína. Er það orðalag jafnan
notað um njósnir.
Charles Redman, talsmaður ut-
anríkisráðuneytisins, sagði, að
Mfkhaíl Katkov, öðrum ritara við
sovésku sendinefndina hjá SÞ, hefði
verið skipað að koma sér burt úr
landinu hið bráðasta þar sem hann
hefði misnotað stöðu sína og verið
„staðinn að verki" í New York í
fyrradag.
Brottrekstur Katkovs á sér stað
þegar aðeins vika er liðin frá því að
leiðtogar ríkjanna undirrituðu sam- .
komulag um útrýmingu skamm- og
meðaldrægra kjamorkueldflauga, en
á þessu stigi þykir ólíklegt, að
brottvísunin hafi alvarlegar afleið-
ingar fyrir samskiptin.
Bandaríkin:
Þingnefndir ákveða
nýjar skattaálögur
Skimað eftir kafbátum.
Svíþjóð:
Kafbátaferð-
unum fækk-
ar ekkert
Stokkhóimi. Frá Erik Liden, fréttaritara
Morgunblaðsins.
ÖRUGGAR sannanir eru fyrir
þvf, að ókunnir kafbátar hafa
margsinnis farið inn fyrir sænska
lögsögu á þessu ári. Kemur þetta
fram f nýrri skýrslu frá Bengt
Gustafsson, yfirmanni sænska
hersins. Er ekki sagt berum orð-
um, að Sovétmenn eigi f hlut en
Carl Bild, leiðtogi Hægriflokksins,
segir ástæðulaust að vera með
feluleik f því efni.
Á þessu ári hefur 30 sinnum verið
skýrt frá ókunnum kafbátum við
Svíþjóð og er enginn vafi talinn leika
á um tfu tilfelli. Hafa vélarhljóðin
verið tekin upp, ummerki eftir kaf-
báta hafa fundist á sjávarbotni og
náðst hafa myndir af sjónpípum.
Níkolaj Ryzhkov, forsætisráðherra
Sovétríkjanna, er væntanlegur til
Stokkhólms 11. janúar nk., og hafa
talsmenn borgaraflokkanna krafist
þess, að Ingvar Carlsson forsætisráð-
herra tali tæpitungulaust við hann
um kafbátsferðimar.
Varð til að stöðva gengisfall dollarans
og valda mikilli hækkun í Wall Street
Washíngton, London, Reuter.
Skattanefndir beggja deilda Bandarikjaþings hafa orðið sammála
um að hækka skatta á næstu tveimur árum um 23 milljarða doll-
ara. Varð þessi ákvörðun til að stöðva gengisfall dollarans, í bili
að minnsta kosti, og f Wall Street hækkuðu hlutabréf mikið f verði.
Skattahækkanimar koma í fram-
haldi af samkomulagi þingsins og
ríkisstjómarinnar um að minnka
íjárlagahallann um 76 milljarða
dollara á tveimur ámm. Verða
skattamir hækkaðir um níu millj-
arða dollara á næsta ári en um 14
árið 1989. Lenda þeir að mestu.á
fyrirtækjum og felast að sumu leyti
í breyttum bókhaldsreglum. Þá
verða ríkisútgjöld einnig lækkuð,
skattaeftirlit hert og ríkiseignir
seldar. Áhyggjur af vaxandi fjár-
laga- og viðskiptahalla í Banda-
ríkjunum áttu mestan þátt í
verðhruninu, sem varð í október sl.
Ronald Reagan forseti hótaði í
gær að beita neitunarvaldi gegn
útgjaldaafgreiðslu þingsins og með-
fylgjandi ráðstöfunum í skattamál-
um ef þingmenn héldu sig ekki við
samkomulag þings og stjómar um
niðurskurð. Pulltrúar beggja þing-
deilda em nú að fjalla um 600
milljarða dollara útgjaldafmmvarp,
það hæsta í sögunni, til að ríkis-
stofnanir geti starfað eðlilega út
Qárlagaárið.
Þegar viðskipti hófust í kauphöll-
inni í Tókýó var gengi dollarans
lægra en nokkm sinni fyrr, 125,55
jen fyrir dollarann, en hækkaði
nokkuð þegar fréttir bámst um
skattahækkanasamkomulagið í
Washington. Fréttimar höfðu einn-
ig þau áhrif í Wall Street, að Dow
Jones-vísitalan hækkaði um 50,90
stig í gær og hefur þá hækkað um
108 stig í vikunni. Er það mesta
hækkun, sem um getur á einni viku.
Haft var eftir heimildum í Bonn
í gær, að leiðtogar sjö-ríkja-hópsins
svokallaða hefðu ræðst mikið við í
síma um nánari samvinnu í efna-
hagsmálum, en ekkert hefur enn
verið ákveðið með fund eða sameig-
inlega yfirlýsingu.
Reuter
Þær eru dálftið hugsi þessar
starfsstúlkur í kauphöllinni f
Tókýó, enda var gengi dollara
gagnvart jeni lægra en nokkru
sinni fyrr þegar viðskiptin hóf-
ust.
Síðasta skákin
heimsmeistaraeinvíginu í bið:
Ahorfendur öskruðu og
veinuðu af hugaræsingu
Kasparov á örlitla sigurvon — Karpov nærri fallinn á tíma
Sovilía. Reuter.
SÍÐASTA skákin f einvfgi þeirra Garrfs Kasparov og Anatólíjs
Karpov um heimsmeistaratitilinn f skák fór í bið f gær og var
Kasparov talinn hafa dáUtlar sigurlfkur. Við borð lá, að Karpov
félli á tíma og var spennan meðal áhorfenda þá svo mögnuð, að
margir veinuðu af hugaræsingu.
„Karpov átti í dag í höggi við
tvo herramenn, Kasparov og klukk-
una,“ sagði stórmeistarinn Eduard
Gufeld um skákina, sem fór rólega
af stað en breyttist síðan í æðis-
gengið kapphlaup Karpovs við
tímann. Hafði hann aðeins tæpa
mínútu fyrir átta leiki áður en
skákin fór í bið og þegar tölvu-
klukkan í forsalnum varð of fljót
til að sýna, að tíminn væri liðinn,
öskruðu áhorfendur og veinuðu af
æsingi og töldu víst, að Karpov
væri búinn að tapa.
Kasparov tefldi varlega, forðað-
ist uppskipti og styrkti stöðu sína
smám saman. Þegar Karpov var í
mesta tímahrakinu fómaði Ka-
sparov peði fyrir sóknarfæri en
Karpov tókst þó að koma í veg
fyrir yfirvofandi ófarir. Hann er
hins vegar peði undir í biðskák-
inni. Sovéski stórmeistarinn Tamas
Georgadze sagði það vera sitt mat,
að helmingslíkur væri á sigri Kasp-
arovs og jafntefli.
Ef Kasparov vinnur skákina á
morgun, sem hefst klukkan 15.30
að fsl. tíma, verður það einsdæmi
í skáksögunni því að það hefur
ekki komið fyrir áður, að nokkur
hafi þurft að vinna síðustu skákina
í heimsmeistaraeinvígi og látið
verða af þvi.
Sjá skákskýringu á bls 40.