Morgunblaðið - 19.12.1987, Side 10

Morgunblaðið - 19.12.1987, Side 10
r r l 10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987 f myrkrinu heyrir frelsið raddir okkar í jaðri hugarins Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Enn er skrattanum skemmt. Stúlkan á bláa hjólinu III. Þýðandi: Þuriður Baxter Útg. Isafold 1987 Fyrri bækumar tvær um Leu, stúlkuna á bláa hjólinu og reynslu hennar til góðs og ilis í Frakklandi seinni heimsstyrjaldarinnar fengu hér góðar viðtökur og er nú komið þriðja og síðasta bindið. Það er komið árið 1944 í upp- hafí þriðju bókar og tekið að halla undan fæti fyrir Þjóðvetjum, en innrásin Bandamanna enn ekki haf- in. Tryllingur franskra svikara og hemámsliðsins, grimmd og við- bjóður færist í aukana eftir því sem örvænting þeirra vex. Af fullkomnu miskunnarleysi em andspymu- menn, ellegar þeir sem á einn eða annan hátt em gmnaðir um stuðn- ing við neðanjarðarhreyfínguna, að ekki sé minnst á kommúnistana, teknir, pyndaðir og sendir í fanga- búðir, ef þeir em þá ekki dauðir vegna pyndinganna. Á setrinu Montillac em þær Lea og Camille, sem er gift æskuást Leu. Ásamt ungum syni Camille og öldmðum fóstmm. Áður hafði kom- ið fram, að það lítur út fyrir að fjölskyldan glati setrinu úr höndum sér vegna ágimdar og svika ráðs- mannsins Fayard. Mathias sonur hans hefur gengið í lið með Þjóð- veijum, en ást hefur hann alltaf borið til Leu og þar kemur að hann bjargar lífí hennar og Camille með því að láta þær vita að þær séu gmnaðar um „föðurlandssvik." Þær hrekjast á milli staða, fela sig nokkra daga á einum stað og verða síðan að leita annað. Föðurbróðir Leu Adrien Delmas, prestur, er meðal fyrirferðarmestu leiðtoga andspymuhreyfíngarinnar og hann kemur til sögunnar á nýjan leik, eftir að ekki hafði spurzt til hans lengi. Adrien er sanntrúaður maður, en það kemur að því að hann tekur að sér að drepa fransk- an svikara og fremur sjálfsmorð síðar. Þegar þær Camille og Lea hafa vitjað bemskuheimilis síns komast svikarar á snoðir um það og Cam- ille er drepin, en fyrir stakt harð- fylgi Leu kemst hún á brott með bamið Charles. Öðm hveiju skýtur hinn dular- fulli Francois Tavemier upp kollin- um. Lea hafði kynnzt honum fyrir stríðið og eiginlega aldrei botnað í, hvaða hlutverki hann gegndi, þótt það komi í ljós seint og um síðir. Milli þeirra hafa myndazt tengsl, en hún skilur sjálfa sig ekki alis kostar, hún laðast að honum gegn vilja sínum og ástafundir þeirra em hinir líflegustu. Þar kemur að París fellur, en baráttunni er ekki lokið og margir vinir Leu láta lífíð þá mánuði sem eftir em styijaldarinnar. Lea sjálf tekur að sér sjálfboðavinnu hjá Rauða krossinum, en sögunni lýkur á Montillac, þar sem hún hófst á ámm áður. Regine Deforges Stríðið breytir venjulegu fólki í ófreskjur eða hetjur. Laðar fram það bezta eða versta í manneskj- unni og Regine Deforges skrifar þessa bók af ákefð og mikilli leikni, og nær fram stérkum áhrifum. Lea sem í upphafí ferðar var hamslaus og ærslafengin hefur þroskazt og breytzt og lítur lífíð og mannfólkið, ekki beinlínis öðmm augum, en af meiri skynsemd, þó svo að gmnnt sé á ærslunum og heitum skaps- munum. Að mínum dómi er þessi þriðja og síðasta bók um stúlkuna á blá hjólinu þeirra skemmtilegust og jafnframt sú, sem mest skilur eftir. Þýðing Þuríðar Baxter er yfír- leitt góð, en prófarkalestur hefði mátt vera betri og stundum em óþarfa klaufavillur. Karen Blixen.Ævisaga eftir Parmenia Migel Arnheiður Sigurðardóttir og Eygló Guðmundsdóttir þýddu Útg. ísafold 1987 I formála segir Parmenia Migel frá því, hvemig leiðir hennar og Karen Blixen lágu saman. Sumarið 1962 skömmu áður en hún lézt hittust þær í síðasta sinn og Blixen tók af henni loforð að hún skrifaði ævisögu sína. Migel segist hafa gefíð það loforð með glöðu geði, en ýmsar ástæður komu í veg fyr- ir, að hún gæti lokið verkinu fyrr en nokkram ámm síðar. Karen Blixen er sveipuð ævin- týraljóma í margra hugum. Enda lífshlaup hennar nokkuð óvenjulegt um margt, einkum og sér í lagi er vera hennar í Afríku á fyrstu áratugum aldarinnar. Þar stjómaði hún stómm búgarði, reyndi að rækta kaffí og stundaði lækningar á innfæddum og fékkst við kennslu. Lýsingar hennar sjálfrar. á þessu lífí em svo litríkar, að það er kannski varla við því að búast að bætt verði um betur. En þessi bók er um margt upp- lýsandi og fysileg. Uppvöxtur hennar og samband hennar við föður sinn, sem svipti sig lífí, þeg- ar hún var bam að aldri og móðir hennar stóð uppi ein með fímm böm. Að vísu svo umkringd fjöl- mennri fjölskyldu sem nánast tók yfír heimilishaldið, að Karen fannst henni varla vært á heimilinu. Ótvír- ætt listfengi var í systkininum, aðallega systmnum og sjálf var Karen ákveðin í að verða listmál- ari og fékk til þess samþykki ijölskyldu sinnar. Sem henni virð- ist hafa þótt sjálfsagt mál, en hlýtur að hafa verið jafn borgara- legri fjölskyldu nokkuð stór biti í háls. Þótt ýmsir álíti nokkrar mynda Karen Blixen merkar, virð- ist hún sjálf hafa misst trú á að fyrir henni lægi að mála ódauðleg listaverk. Hún hafði kynnzt óendurgold- inni ást, og þegar sænskur aðals- maður og frændi hennar Bror Blixen biður um hönd hennar, grípur hún tækifærið að komast á burt frá fjölskyldunni og kannski iifír í henni vonin um hjónabands- sælu. Bror Blixen hafði þá ákveðið Afríkuferðina og Blixen þótti það merkilegt, hversu hann breyttist þegar þangað var komið. Heima hafði verið litið hálfpartinn niður á hann og engir virtust hafa trú á honum, en þegar til Afríku er kom- ið og þau sezt að á búgarðinum, fer hann að gera sig dreissugri. Karen lýsir svertingjunum, vin- um sínum fyrir Migel af nærfæmi og húmor og þá mildast tónninn enn, þegar hún kynnist ástinni í lífí sínu Denys ævintýramanni. Þau eiga saman góð ár, en engin má sköpum renna og þegar hann ferst, er hmnið að verða hjá henni sjálfri, svo að hún verður að halda heim. Ráðþrota og biluð að heilsu, komin á fímmtugsaldur, grípur hún í að fara að skrifa á ný, en hún hafði fengizt við að skrifa nokkrar smásögur þegar hún var um tvítugt. Hún öðlaðist skjótan frama og miklar vinsældir, þótt Bókin um Trvggva Ólafsson Myndllst Bragi Ásgeirsson Nýlega kom út bók um hinn góðkunna málara Tryggva Ól- afsson, sem í meira en aldarfjórð- ung hefur verið búsettur í Kaupmannahöfn, og mestan hluta þessa tíma í borginni miðri. Tryggvi hefur allan tímann ræktað heimaslóðir vel og var m.a. einn af aðalmönnum í SÚM, meðan sá félagsskapur var og hét. Þá hefur hann heimsótt gamla landið reglulega, vitjað heimaslóða í Neskaupstað og haldið allar sínar stærstu og viða- mestu sýningar hér í Reykjavík. Frama sinn hefur hann þannig öðm fremur hlotið á íslandi og hefur þannig nokkra sérstöðu varðandi íslenzka málara búsetta erlendis og gert hafa garðinn frægan þar, sýna heimaslóðum minni ræktarsemi á sýningavett- vangi. Skýringin á þessu er vafalítið sú, að Tryggvi hefur haft meira samneyti við landa sína erlendis en ég veit dæmi um hjá starfs- bræðmm hans, auk þess sem í hús hans hefur ratað ótölulegur fjöldi íslendinga, gestkomandi í borginni við sundið. Tryggvi hefur líka óvenjumik- inn áhuga á íslenzkum þjóðmálum og er hér stíft á vinstri kantinum, eins og maður segir, sem og marg- ir hollvinir hans og félagar. Pólitík leiði ég þó hjá mér, nema þá listapólitík, þótt ég sé þess vel vitandi, að margur í þeim herbúð- um vilji sem slg'ótast gleyma þeim mönnum, er kenna sig við listir og em ekki samheijar þeirra í lífsskoðunum. Það sýnir þó þverstæðumar í lífí og list, að sumir þessara manna halda einná mest upp á listamenn, sem létu stjómmál og þjóðmál lönd og leið, á meðan þeir lifðu. Þannig heldur t.d. Tryggvi Ólafsson óumdeilanlega mest upp á snilling hins tvívíða flatar og hreinu litasamsetninga, Henri Matisse. Sá mikli málari sýndi ekki neinn sérstakan áhuga á mannlegri tilvem, hann tjáði ekki trúarlega, þjóðfélagslega eða dramatíska tilfínningu, en skýr- leiki hans vó upp á móti þeim takmörkunum, — ef takmarkanir skyldi kallast hjá manni, sem jafn algerlega gekkst upp í list sinni og sá í formi, lit og línu guðdóm sköpunarverksins. Og afstaðan til sköpunarverks- ins er vafalaust pólitík í sjálfu sér... — Bókin um Tryggva Ólafsson er gefín út af Listasafni ASÍ og bókaútgáfunni Lögbergi, sem Sverrir Kristjánsson stýrir, og er þetta sjöunda bókin, sem sam- vinna þessara aðila fæðir af sér. Hún er í sama broti og hinar bækumar og tæplega hundrað síður að stærð líkt og þær flest- ar. Hönnun og frágangur er í besta lagi sem áður, en þar var ábyrgur Torfi Jónsson. Litgrein- ing, setning, fílmuvinna, prentun og bókband er í háum gæðaflokki og sá prentsmiðjan Oddi um þá hlið málsins. Ljósmyndun flestra myndverkanna ánnaðist Kristján Pétur Guðnason, en annarra Peter Bak Jensen og hafa þeir komist prýðisvel frá sínum hlut. Texta bókarinnar rita þeir Thor Vilhjálmsson, rithöfundur, og Halldór Bjöm Runólfsson, listsagnfræðingur. Rithöfundur- inn. segir frá ævi og uppvexti Tryggva, náms- og listaferli svo og löngum kynnum sínum af hon- um og fléttar inn í frásögnina áhrifum mynda listamannsins á sig og ýmsum hugleiðingum um tilurð þeirra. Sagnfræðingurinn aftur á móti heldur sig að mestu við útlistanir á sjálfum myndur.um og hinum ýmsu áhrifum, sem Tryggvi hefur orðið fyrir um dagana. Thor Vilhjálmsson þræðir lífsferil Tryggva all nákvæmlega, en fer þó frekar hratt yfír sem vera ber, enda Tryggvi enn á besta aldri eða 47 ára og þannig ennþá engin ástæða til að fara mjög í saumana varðandi ævi hans. Farið er nærfæmum vinar- höndum um efnið og því vísast komið til skila, sem Tryggvi sjálf- ur vildi helst sjá um sig á prenti, enda ber textinn á köflum eilítinn keim af viðtali. Er hann hefur að segja frá listaferli Tryggva, vitnar hann í gamalt viðtal við lista- manninn, þar sem Tryggvi segir, „að við gætum komizt af án þeirra rithöfunda og skálda, sem ekki taka pólitíska afstöðu, og notazt við íslendingasögumar. Hann tel- ur þá listamenn skrökva sem segist ekki fást við samfélag nútí- mans. Sjálfur tók hann róttæka afstöðu í samræmi við uppmna sinn o g hataðist við þjóðfélagslegt ranglæti, kúgun, styijaldir og hörmungar sem mönnum em bún- ar af öðmm mönnum og sam- félaginu". Hér er Tryggva lýst rétt, en á þessu er sá vamagli, að Tryggvi er ekki alinn upp í þjóðfélagi styij- alda og hörmunga — slíkt sér hann úr íjarlægð — langri íjar- lægð, því að uppistaða pólitískra mynda hans á sjötta áratugnum er nmikið til Viet-Nam-stríðið. Stundum vilja menn og gleyma því, að það era fleiri, sem hatast við þessa þætti tilvemnnar, en skoðanabræður þeirra. Þessi kafli í list Tryggva er langt frá hans sterkasti um list- ræn tilþrif, og það er einmitt þegar beinum pólitískum boðskap sleppir, að Tryggvi fer að blómstra sem málari. Um þetta hljóta þeir að hafa verið sammála er tóku saman bókina, því að flest- ar myndanna í henni em frá sfðustu 10 ámm, er Tryggvi hugs- ar æ meir um hreint myndrænt inntak málverka sinna. Texti Thors rís einnig hæst, er Tryggvi Ólafsson hann gleymir pólitískri skírskotun og tekur að lýsa inntaki mynd- anna, svo sem þær koma honum fyrir sjónir myndrænt séð með skírskotun í nútíð og fortfð. Það er t.d. rétt, að sumar myndir Tryggva búa yfír „hugarvakn- ingu, líkt og góður skáldskapur í margræðu ljóði". Erfíðara er að fóta sig á texta sagnfræðingsins, því að hann er á köflum í skýjunum af goðsagna- kenndri hrifningu og frásagnar- gleði, jafnvel á smáatriðum í sumum myndanna. Þá kemur hugsunarháttur Hall- dórs Bjöms naumast með öllu heim og saman við hugarheim listamannsins, svo sem marka má af textanum, þá er Tryggvi segir að sig minni, að hvít skuggamynd í einu málverkinu sé einfaldlega komin úr ítölskum ferðapésa frá Pompei. Telur hann, að hún sé af guðinum Appolóni. Þetta setur sagnfræðingurinn í miklum um- búðum í samband við styttuna af Apoxýómenosi, íþróttamanninum sem skefur af sér leirinn, eftir Lýsippos, hinn fomfræga hirð- myndhöggvara Alexanders mikla! Á þann hátt rembist hann eins og ijúpa við staur við að tengja myndheim Tryggva háleitum goð- sagnaheimi og leitar þá oft langt yfir skammt. Þannig úir og grúir texti sagnfræðingsins af vægast sagt langsóttum framslætti, sem kemur lesandanum mjög í opna skjöldu. Og eitt er víst og það er, að formáli sem slíkur er ekki ritað- ur fyrir alþýðu manna, sem þetta fólk telur sig fulltrúa fyrir. Og máski er það undarlegt, að myndin sem verið er að lýsa á jafn ábúðarmikinn hátt er ekki í bókinni! Og í annan stað hef ég sjaldan séð vísað til annarrar eins nafna- mnu meistara úr heimslistinni og sér stað í þessari ritgerð. Slíkar hástemmdar lýsingar falla um sig sem innantómt orðagjálfur.og upp í huga minn kemur sígild setning, sem vitur maður mælti eitt sinn af munni fram: „Ef þú vilt að orð þín hafí áhrif, þá verður þú að segja álit þitt með fáum og vel völdum orðum, skipulega og skömlega frambomum. Orðin em líkust sólargeislum, því meir sem þeir em saman dregnir í brenni- gleri, því dýpra brenna þeir." Þetta mættu listsagnfræðingar að ósekju gaumgæfa... Val mynda í bókina virðist mér ágætt sé tekið mið af síðasta ára- tug en ég skil ekki af hveiju eldri myndum er nær algjörlega hafn- að, t.d. frá óhlutlæga skeiðinu, æsku hans og skólaárum, og jafn- vel engin mynd er frá Saltholmen. Það gerir ævisögukennda textana næsta óraunhæfa. Og hér er enn einu sinni komið þetta séríslenzka fyrirbæri er var innflutt della fyr- ir mörgum áratugum sem ætlar að verða furðu lífsseig. Minna má á að myndverk frá fyrri tíma- skeiðum segja miklu meira um listamenn og þróun þeirra en Qöl- skyldu- og tækifærisljósmyndir. En þó að margt vanti í þessa bók, sem margur hlýtur að sakna þá er heilmikið af listamanninum Tryggva Ólafssyni í henni og það er kannski aðalatriðið...

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.