Morgunblaðið - 19.12.1987, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987
21
Hefðbundin gengislækk-
un í jólapakkanum frá Jóni
eftir Svavar Gestsson
Annir á alþingi. Það er ekkert
nýtt, en aldrei fyrr hefur öllu
tekjukerfí ríkisins verið umsteypt
á tveimur vikum. Hvað er að ger-
ast?
Þingmenn Alþýðubandalagsins
hafa tekið á móti skattaárásum
ríkisstjómarinnar með myndar-
legum hætti á þessum síðustu
þingvikum. Enginn má við margn-
um. Þingmeirihluti stjómarflok-
kanna er slíkur að hugsanlegt er\
að stjóminni takist að koma í
gegn skattafrumvörpum sínum.
Hvað er í þeim frumvörpum?
1. Þegar rikisstjórnm tók tíl
starfa ákvað hún skatta á þjóð-
ina sem nema á næsta ári 3.700
millj. kr.
2. Þegar ríkisstjórain lagði
fram fjárlagafrumvarpið var
bætt við 2.000 millj. kr. á ári.
3. Þegar fjárlagafrumvarp-
ið er tekið til 2. umræðu er
bætt við 2.050 miljj. kr.
Samtals er hér um að ræða
heildarskattahækkun sem nem-
ur 7.750 miiy. kr. Þá er gert
ráð fyrir því að veltubreytingar
og aukin söluskattsinnheimta
skili i viðbót um 1.000 milþ'ón-
um króna. Samtals era hér á
ferðinni auknar tekjur ríkisins
upp á 8.750 milljónir króna eða
um 1.500 millj. kr. frá því að
rfldsstjórain kom til valda.
Matarskatturinn er lang-
hæsti liðurinn i þessari skatt-
lagningu eða 5.750 millj. kr.
Þar með er ríkisbúskapurinn
orðinn 24,7% af landsframleiðslu
og hefur aldrei verið hærri að
mati Þjóðhagsstofnunar, a.m.k.
ekki síðustu 15 árin.
Ríkissjóður í
jaf nvægi — en_______
Það er mikilvægt að ríkissjóður
sé í jafnvægi en það hrekkur
skammt þegar aðrar efnahags-
stærðir byggja á veikum grunni.
Þá er hinn trausti ríkissjóður eins
og hús sem er reist á sandi. Hvem-
ig eru aðrar efnahagsstærðir:
Minnkandi kaup-
máttur launa
1. Kaupmáttur launa fer lækk-
andi þessar síðustu vikur. Hann
mun einnig versna næstu vikur
vegna þess að breytingar ríkis-
stjómarinnar á óbeinum sköttum
munu ekki skila sér sem verð-
lækkanir heldur sem verðhækkan-
ir.
Hallarekstur út-
flutningsgreina
2. Utflutningsatvinnuvegimir
eru reknir með stórfelldum halla
þannig að rætt er um óhjákvæmi-
lega gengislækkun strax eftir
áramótin, ekki aðeins af forráða-
• mönnum iðnaðarins heldur einnig
af opinberum aðilum eins og
Seðlabankanum.
Hæstu ránvextir í heimi
3. Vextir eru hærri en nokkm
sinni hefur áður verið og mikið
hærri en í samkeppnislöndum
okkar.
Vaxandi verðbólga
4. Meðan verðbólga fer stöðugt
lækkandi í helstu viðskiptalöndum
okkar fer verðbólga vaxandi hér
á landi. Verðbólguhraðinn er
margfalt meiri en í viðskiptalönd-
um okkar.
Meiri viðskiptahalli
á næsta ári
5. Viðskiptahallinn í ár er á
fímmta milljarð króna og spáð er
Svavar Gestsson
„Það er mikilvægt að
ríkissjóður sé í jafn-
vægi en það hrekkur
skammt þegar aðrar
efnahagsstærðir
byggja á veikum
grunni. Þá er hinn
trausti ríkissjóður eins
og hús sem er reist á
sandi.“
verulegri aukningu viðskiptahall-
ans á næsta ári.
Óhjákvæmileg
viðbrögð
6. Ráðstafanir ríkisstjómar-
innar í skattamálum, skattalækk-
anir, kalla óhjákvæmilega á
viðbrögð verkalýðshreyfíngarinn-
ar og samtaka launafólks þegar
kemur fram á næsta ár. Þannig
er ljóst að verkalýðshreyfíngin
getur ekki liðið þá kauplækkun
sem felst í flárlagafrumvarpi
ríkisstjómarinnar.
Hinn trausti ríkissjóður byggist
því á veikum forsendum. Ríkis-
sjóður sem tekur til sín 24,7%
landsframleiðslunnar í helsjúku
hagkerfí getur ekki talist traustur
jafnvel þó að hann sýni reiknings-
legt jafnvægi. Ríkissjóður lifír
ekki á loftinu, forsenda þess að
hann sé traustur og að kaup-
máttur launa standist er meðal
annars sú að útflutningsatvinnu-
vegimir séu ekki í hættu. Það em
þeir nú.
Hvað gerir ríkis-
stjómin?
Fjármálaráðherra hefur lýst því
yfír að ríkisstjómin telji óhjá-
kvæmilegt að gripið verði til
umtalsverðra efnahagsaðgerða.
Hveijar gætu þær verið?
Fj ármálaráðherra sagði á Al-
þingi eina nóttina fyrir nokkm að
ekki yrði gripið til hefðbundinnar
gengisfellingar. Hvað er óhefð-
bundin gengisfelling? Það hefur
ekki enn komið fram, en ráð-
herrann benti á tvennt:
1. Forráðamenn atvinnuveg-
anna hafa ekki krafíst gengis-
lækkunar. Það er eðlilegt
q'ónarmið þeirra vegna þess að
gengisfelling er skammgóður
vermir og hún breytir aðeins
augnablik stöðu atvinnugreina því
auðvitað hlýtur fólk að krefjást
hærri launa í kjölfar gengislækk-
unar, auðvitað hefur hún í för
með sér aukna verðbólgu og þar
með aukinn kostnað útflutnings-
greinanna á ný.
2. Ráðherrann taldi að ríkis-
stjómin yrði því að leita annarra
leiða. Hveijar em þær?
í fyrsta lagi taldi hann nauð-
synlegt að ríkisstjómin reyndi að
stuðla að jákvæðri niðurstöðu
kjarasamninga. Ef ráðherra á við
kjarasamninga sem byggjast á
forsendum fjárlaganna er hann
að gera kröfíi um að samið verði
um kauplækkun. Engin ríkisstjóm
hefur verið fíær því en núverandi
ríkisstjóm að stuðla að jákvæðu
andrúmslofti í kringum kjara-
samninga. Allar hennar ráðstaf-
anir til þess að kalla á viðbrögð
launafólks á íslandi sem hlýtur
að kreQast bóta fyrir þá kjara-
skerðingu, einkum láglaunafólks,
sem felst í ráðstöfunum ríkis-"
stjómarinnar til þessa. Það er því
beinlínis hlálegt að ráðherrann
sem ber meginábyrgð á þessum
efnahagsráðstöfunum skuli nú allt
í einu eftir það sem á undan er
gengið muna eftir hinu vinnandi
fólki í landinu og ætlast til þess
að það þakki fyrir kjaraskerðing-
una og matarskattinn! Það er til
of mikitn mælst að ekki sé
fastar að orði kveðið.
í annan stað kvað ráðherrann
nauðsynlegt að tekið yrði á vanda-
málum fj ármagnsmarkaðarins. Ja
héma, frá höfundum ránvaxta-
stefnunnar. Alþýðuflokkurinn
bar þá stefnu fram fyrstur flokka
hér á landi þar sem Sjálfstæðis-
flokkurinn lék undir á fyrstu fíðlu.
Viðskiptaráðherra Alþýðuflokks-
ins hefur algerlega hafnað því að
ríkisstjómin gripi inn í vaxtaokrið
á nokkum hátt. Samt em raun-
vextir hærri hér en nokkurs staðar
annars staðar, ránvextir sem em
að sliga almenning og atvinnulíf.
Markaðslögmálin verða að fá að
sanna sig sagði ráðherra við-
skiptamála í útvarpinu að kvöldi
16. desember.
Viðskiptaráðherrann hafnar því
að tekið verði á vöxtunum.
Hvað er þá eftir til ráða? Það
er bersýnilegt að ríkisstjómin
undirbýr hefðbundna gengislækk-
un „fljótlega" svo notað sé orð
Qármálaráðherra. Nú hefúr ijár-
málaráðherra pakkað gengisfell-
ingunni í orð og í fjárlagafrum-
varp sem er reist á sandi. Um
jólin tekur ríkisstjómin utan af
pakkanum og innihaldið en Hefð-
bundin gengisfelling. Þannig er
fastgengisstefíian orðin sagn-
fræði.
Höfundur er þingmaður fyrir Al-
þýðubandaiagið ÍReykjavík.
AUPING ER HANNAÐUR FYRIR ÞIG!
1
m
2
AUPING, Hollenski rúmbotninn
er einn fullkomnasti rúmbotn á
markaðinum í dag.
AUPING rúmbotninn er byggður
upp á sérofnu neti sem lagar sig
að líkamanum.
AUPING botninn er loftdrifinn og
með einu handtaki ér hægt að stilla
höfðalagið á meðan legið er í rúminu,
Hægt er að hækka botninn til höfða
og einnig til fóta. Fólk eyðir stórum
hluta ævinnar í rúmum sínum ýmist
við afslöppun, lestur eða svefn.
AUPING er því án efa lykill að betra
lífi. Og leitin að réttri mýkt er óþörf.
AUPING botnar eru fáanlegir í öll
rúm frá Ingvari og Gylfa og flest
önnur rúm.
AUPING er hannaður fyrir þig.
VERÐIÐ ER SANNGJARNT
Grensásvegi 3, sími 681144, (áður ingvar og Gyifi).