Morgunblaðið - 19.12.1987, Side 33

Morgunblaðið - 19.12.1987, Side 33
33 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987 Koji Soga, markaðsstjóri Mitsubishi Motors Corporation, Káre Foss, fulltrúi norska umboðsins, Stefán Sandholt, sölustjóri hjá Heklu hf. og Ásgeir Þórsteinsson, þjónustusljóri í bíladeild Heklu. „Flóðabílar“ Heklu hf.: Verksmiðjuábyrgð á bílunum MITSUBISHI-bílarnir, sem lentu í flóðunum í Drammen í Noregi í október síðastUðnum, eru nú að koma á götuna. Þeir hafa verið skoðaðir af BifreiðaeftirUtinu og ekki verið gerðar athugasemdir við ástand þeirra. Þó fæst ekki skráð sérstaklega í skráning- arskirteini bifreiðanna athuga- semd um að þær hafi lent í flóðum. Forráðamenn Heklu hf. boðuðu í gær til blaðamannaf undar um þessa bíla og gerðu grein fyrir málavöxtum ásamt fulltrúum frá hinum norska umboðsaðila Mitsub- ishi og fulltrúa framleiðanda. Fram kom í máli þeirra, að alls voru keyptir hingað til lands 362 bílar af gerðunum Mitspbishi Galant, Colt, Lancer og Space Wagon. Verð bflanna á götuna hér er u.þ.b. 65 til 70% af venjulegu verði nýrra bfla sömu gerðar. Ástæður þess að bílamir voru ekki settir á markað í Noregi eru þær, að sögn Kare Foss, fulltrúa norska umboðsins, að ekki fékkst afsláttur á opinberum gjöldum í samræmi við verðfall á bflunum. Þess vegna var ekki hægt að bjóða þá á nægilega lágu verði í Noregi. Hins vegar seldi norska umboðið sendibfla þar í landi, sem einnig höfðu lent í sama flóði, en voru ekki í jafn háum tollaflokki og fólksbflamir og þess vegna var hægt að lækka verð þeirra nægilega mikið. Hingað til lands voru þessir bflar seldir beint frá hinu norska umboði til Heklu hf. að frumkvæði Norðmanna og í samráði við framleið- andann. Upphaflega var ætlunin, að starfsmenn Heklu hf. keyptu bflana, en þar sem um svo marga bfla er að ræða var hluti þeirra seldur á almenn- um markaði. Fulltrúar frá Heklu hf. fóru utan í byijun desember til þess að skoða bflana og ganga úr skugga um að þeir hefðu ekki orðið fyrir alvarlegu, skemmdum í flóðinu. í greinargerð frá Heklu hf. um málið segir, að þar sem vatnsdýpt var mest hafi flætt þriggja senti- metra djúpt vatn inn á gólf bflanna og að í vatninu hafi verið óverulegt saltmagn, enda að mestu úr Dramm- en-ánni. Ennfremur að allir bflarnir hafi farið í sérstaka meðferð úti í Noregi þar sem þeir voru hreinsaðir og þurrkaðir og allir viðkvæmir hlut- ar þeirra prófaðir sérstaklega, þ. ám. rafkerfi og hemlabúnaður. Fulltrúar allra hlutaðeigandi aðila Heklu hf., norska umboðsins og hins japanska framleiðanda fullyrða, að þessir bflar séu í fullkomnu lagi og í alla staði jafn öruggir í umferðinni og aðrir nýir bflar. Öllum bflunum fylgir venjuleg verksmiðjuábyrgð. Bifreiðaeftirlit ríkisins skoðaði sérstaklega íjórar bifreiðir úr fyrstu sendingunni að viðstöddum fulltrúum frá FÍB og Umferðarráði. í niðurstöð- um eftirlitsins „... kom ekkert það fram, sem bent gæti til þess, að þær hafi orðið fyrir þeim skaða að um- ferðaröryggi sé stefnt í hættu með því að leyfa notkun þeirra," eins og segir í greinargerð Heklu hf. Allir bflamir verða með sérstakri auðkenningu f ábyrgðarskfrteini, auk þess sem Hekla hf. mun reyna að fylgjast með þeim við eigendaskipti í framtíðinni, skv. óformlegu sam- komulagi við kaupendur. Nú eru komnir 117 bílar til lands- ins af þessum flóðbflum, hinir koma í tveimur sendingum næstu daga. Allir eru þessir Mitsubishi-bílar þegar seldir. Afmælisbók Pólýfónkórsins: í ljósi líð- andi stundar í TILEFNI30 ára afmælis Pólý- fónkórsins hefur verið gefin út bókin „í ljósi líðandi stund- ar“, sem rekur hinn einstæða feril kórsins allt frá fyrstu tón- leikum kórsins 1958 til tónleika kórsins í Hallgrímskirkju í des- ember 1986. í bókinni er fjöldi mynda, þar á meðal frá utanferðum kórsins til Ítalíu og Spánar og einstæðum atburðum eins og er kórinn söng fyrir páfa í.Vatíkaninu 1985. Dr. Sigurbjöm Einarsson, Ragnhildur Helgadóttir, Jón Ás- geirsson tónskáld og Thor Vil- hjálmsson eru meðal þeirra sem rita greinar í bókina, og einnig er þar að fínna umfjöllun í blöðum um starfsemi kórsins frá upphafí. Strax á fyrsta útgáfudegi seld- ust yfír 200 eintök af bókinni, og í dag, laugardaginn 19. desem- ber, áritar Ingólfur Guðbrandsson stjómandi Pólýfónkórsins bókina í verslun Pennans í Kringlunni milli kl. 16 og 19. Vaka-Helgafell sér um dreif- ingu á bókinni og fæst hún í öllum Ingólfur Guðbrandsson stjórn- andi Pólýfónkórsins. bókaverslunum. í tilefni afmælisins hefur einnig verið gefín út hljómplata með völdum köflum úr Messíasi eftir G.F. Hándel og heildarútgáfa verksins á geisladisk. Um dreif- ingu plötunnar sér Skífan. HJALPARSVEITAR SKATA I REYKJAVIK OG HAFNARFIRÐI SÖLUSTAÐIR: Snorrabraut 60, Reykjavík (Skátahúsið) Félagsheimilið Hraunvangi, Hafnarfirði Blómabúðin Dögg, Bæjarhraun 26, Hafnarfirði g OPNUNARTÍMI: Mánudaga-föstudaga kl. 14-22 S/ fU/ Laugardaga og sunnudaga kl. 10-22 STYRKIÐ SKÁTA í STARFI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.