Morgunblaðið - 19.12.1987, Page 40

Morgunblaðið - 19.12.1987, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987 Jóhanna Bogadóttir verður með sýningu á vinnustofu sinni nm helgina. Jóhanna Bogadóttir sýnir í vinnustofu sinni JÓHANNA Bogadóttir heldur myndlistarsýningu á vinnu- stofu sinni að Hjarðarhaga 48, 4. hæð, helgina 19.-20. desem- ber. Á sýningu Jóhönnu verða nýj- ar grafíkmyndir, málverk og teikningar ásamt eldri verkum. Jóhanna hefur verið með vinnustofu í París síðastliðna mánuði og hélt nýlega sýningu í London í boði íslendingafélags- ins þar á 1. des. hátíð í Royal Festíval Hall. Vinnustofusýning Jóhönnu er opin kl. 14.00-22.00 um helgina. Jólasöngvar í Bústaðakirkju Barnaverndarráð íslands vegna aug- lýsinga um stríðsleikföng: Alþingi taki auglýsing- ar sem snerta böm til ítarlegrar umfjöllunar Helgileikur í Fríkirkjunni ásunnudaginn FJÓRÐA í aðventu, sunnudaginn 20. desember, verður helgileikur fluttur í Fríkirkjunni í Reykjavík og hefst sýningin kl. 15.00. Flytjendur helgileiksins eru heimilisfólk sambýlisins í Skaftholti í Gnúpveijahreppi. Leikurinn íjallar um faeðingu frelsarans og hafa leik- aramir lagt mikla vinnu í undirbún- ing sýningarinnar. Leikstjóri er Amþrúður Sæmundsdóttir. Aðstandendur flytjenda ætla að bjóða upp á kaffisopa að lokinni sýningunni. (Fréttatilkynning) Barnaguðs- þjónusta í Dómkirkjunni Á MORGUN, sunnudag, verður barnaguðsþjónusta i Dómkirkj- unni og hefst hún kl. 11. Það er áratuga hefð, að sunnu- daginn fyrir jól sé aðeins ein messa í Dómkirlqunni, bamaguðsþjónusta á morgunmessutímanum. Svo verð- ur einnig að þessu sinni. Bömin úr kirkjuskólanum sýna þar helgileik, sem túlkar jólaguð- 3pjallið. Leiknum stjóma þau Egill Hallgrímsson og Ólafía Siguijóns- dóttir, sem leiða bamastarf Dómkirkjunnar í vetur. Lúðrasveit Laugamesskólans leikur undir stjóm Stefáns Þ. Stephensen. Sr. Þórir Stephensen talar við bömin um jólin. Loks verður almennur söngur, sem Dómkórinn leiðir, og Marteinn H. Friðriksson leikur á orgelið. Jafnan hefur verið flölmennt við þessar athafnir, og foreldrar eða afar og ömmur hafa gert mikið að því að koma með bömunum. Er þess vænst, að svo verði enn og við getum skapað ánægjulega stund í Dómkirkjunni á morgun (Frá Dómkirkjunni) Leiðrétting- FÖÐURNAFN dr. Einars Stef- ánssonar, augnlæknis, misritað- ist undir mynd af honum á bls. 161 Morgunblaðinu í gær og biðst blaðið afsökunar á þvi. Föður- nafn Einars komst hins vegar rétt til skila i fréttinni um að honum hefði verið veitt prófess- orsembættið í augnlæknisfræði við Háskóla íslands. GENQISSKRÁNING Nr. 241. 18. desember 1987 Kr. Kr. Toll- EIn.Kl.0a.1S Kaup Sala gangl Dollarí 36,13000 36,25000 36,59000 Sterlp: 66,40700 66.62800 66,83200 Kan. dollari 27,66900 27,76100 27,99900 Dönskkr. 5,79150 5,81070 5,77360 Norskkr. 5,69110 5,71000 5.73200 Sænskkr. 6,12060 6,14090 6,13210 Fi. mark 9,00550 9,03540 9,05420 Fr.franki 6,59610 6,61800 6,55910 Belg. franki 1,06590 1,06940 1,06700 Sv. franki 27,46480 27,55610 27,24500 Holl. gylllni 19,83420 19,90010 19,79230 V-þ. mark 22,32040 22,39450 22,32460 lt. líra 0,03031 0,03041 0,03022 Aust. sch. 3,16860 3,17910 3,17280 Port. esc. 0,27260 0,27350 0,27220 Sp. peseti 0,32850 0,32960 0,33090 Jap. yen 0,28584 0,28679 0,27667 Irsktpund 59,32500 59,5230 59,23000 SDR 50,29870 50,46580 50,20290 ECU 46,00970 46,16260 46,04300 Tollgengi fyrir desember er sölugengi 30. nóv. Sjólfvirkur símsvari gengisskráningar er 62 32 70. Flskvarð 6 uppboðsmörk- uðum 15. desember. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Meðal- Magn Halldar- verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 34,46 30,7 1.058.483 Ýsa 37,15 17.7 656.343 Karfi 17,09 72,1 1.232.230 Ufsi 17,12 68,3 1.168.983 Steinb. 18,51 4,3 80.810 Langa 24,14 4,9 98.810 Koli 34,00 2,5 86.034 Annað 26,38 2,9 131.916 Sam- 22,27 202,7 4.513.082 tals Selt var aðallega úr Otri, Eini og Krossvík. Selt verður aðallega úr Krossvík og Stakkavik nk. mánudag. AÐ VENJU liðinna áratuga er allri fjölskyldunni boðið til sér- stakrar guðsþjónustu i Bústaða- kirkju næsta sunnudag, þann fjórða i aðventu. Þar flytja böm- in sig úr baraaguðsþjónustunni yfir í tíma hinnar almennu messu, klukkan tvö síðdegis, og er áherzla lögð á undirbúning jólanna og höfðað til allra aldurs- hópa. Kórinn úr Breiðagerðisskólanum flytur nokkur verk og bömin úr Fossvogsskóla sýna helgileik, sem unnið hefur sér fastan og vinsælan sess í þessari guðsþjónustu. Þá mun Einar Öm Einarsson tenórsöngvari syngja og við hljóðfærið er Jónas Þórir. En mikil áherzla er lögð á almennan söng og fá allir kirkju- gestir í hendi sérstakt söngvablað, enda hefur aldrei skort á, að vel sé tekið undir. Þá verður lesin saga, en fram að þessu hefur ætíð verið frumflutt saga eftir Ingólf Jónsson frá Prestbakka í þessari guðsþjón- ustu við nálægð jóla. „Bamavemdarráði íslands hafa borist áskoranir frá eftirtöldum aðil- um: Friðamefnd fóstrufélags ís- lands, Samtökum herstöðvaand- stæðinga, Félagi þroskaþjálfa, Fóstrufélagi íslands, Kennarasam- bandi íslands og Menningar- og friðarsamtökum íslenskra kvenna. Þar er skorað á bamavemdarráð að beita sér fyrir banni á auglýsingum um stríðsleikföng. Af þessu tilefni telur bamavemd- arráð ástæðu til þess að láta frá sér fara eftirfarandi yfirlýsingu: Bamavemdarráð Islands fagnar því að hafin er umræða hér á landi um áhrif auglýsinga á böm. Bann á framleiðslu, sölu og auglýsingum á stríðsleikföngum hefur verið til um- ræðu víða um heim. Umræðan hefur snúist mikið um hvort slík leikföng séu skaðleg fyrir böm og hvort bann við sölu og auglýsingum á þess- háttar leikfongum eigi rétt á sér. Bamavemdarráð telur að áhrif auglýsinga og fjölmiðla á böm séu tvímælalaust mikil, en erfítt geti verið að meta hversu óheillavænleg þau eru. Því verði að taka meginaf- stöðu til 1) á algjörlega að banna auglýsingar sem hafa böm sem markhóp og 2) ef svo er ekki, hvaða auglýsingar á að heimila. Ráðið bendir á að lítil sem engin umræða hefur farið fram um þessi mál hér á landi. Meira hefur borið á kröfum um að banna skuli auglýs- ingar um stríðsleikfong vegna þeirra slæmu áhrifa sem þær hafi á böm. Ráðið dregur í efa að slíkt bann eitt og sér dragi úr ofbeldi og ofbeldis- hugsunarhætti. Bamavemdarráð vill eindregið hveija einstaklinga, foreldra og faghópa til umræðu og skrifa um þessi mál. í slíkri umræðu, mætti leitast við að skilgreina hvað eru stríðsleikföng, meta áhrif þeirra á böm og ræða leiðir til þess að bregðast við þeim vanda. Vill barnavemdarráð jafnframt hvetja til þess að Alþingi taki augiýs- ingar, sem snerta böm sérstaklega, til ítarlegrar umfjöllunar og setji ákveðnar reglur eða lög þar að lút- andi. Bamavemdarráð telur að umfjöll- un um stríðsleikföng sé hluti af stærra máli sem brýnt er að taka afstöðu til. í umræðu um auglýsing- ar- á stríðsleikföngum og hættu á skaðsemi þeirra vill ráðið því hvetja til að umræðan snúist meira um hvemig sé hægt að stuðla að bættum uppvaxtarskilyrðum og andlegri veliíðan bama. Það er eindregin skoðun ráðsins að ef böm fá þá grundvallartilfinningu í uppeldinu að þau séu elskuð og virt og geti treyst öðrum, hafí þau ekki eins mikla þörf fyrir að fá útrás fyrir neikvæðar tilfínningar og böm sem verða þessa ekki aðnjótandi. Böm sem verða oft fyrir því í umgengni við fullorðna, eða sjá mikið af mynd- efni, þar sem tjáningarmáti og hegðun fullorðinna einkennist af yfirgangi og valdbeitingu, munu ekki skynja að friður og samvinna séu sérstaklega eftirsóknarverð. Uppeldi og samskiptahættir sem minnka slíkt eru sennilega áhrifa- ríkastir tíl að draga úr óeðlilegri eftirsókn í stríðsleikföng.“ (Frá Bústaðakirkju.) Kasparov heldur enn í vonina Skýk Margeir Pétursson Þegar 24. og síðasta skákin í einvígi Kasparovs og Karpovs í Sevilla fór í bið i gær, hélt Kasparov enn í vonina um að vinna skákina og jafna metin. Hann hefur drottningu, biskup og fjögur peð, en Karpov drottningu, riddara og þijú peð. Kasparov á sem sagt peði meira i endatafli, en peðin eru öll á sama væng og það gerir vinningstilraunir erfiðar. Þrátt fyrir að staðan sé einföld er hún geysilega vandmetin. Líklega ætti Karpov að halda jafntefli með beztu vöra, sem þó verður vafalaust Iöng og ströng. Ef honum tekst það hefur hann endurheimt heims- meistaratitilinn. Spádómar um úrslit eru mjög vafasamir, því margir klukkutím- ar eru vafalaust eftir af skákinni. Spænski landsliðsþjálfarinn, sovézki stórmeistarinn Tamas Georgadze, hitti líklega nærri markinu þegar hann sagði að það væru helmingslíkur á sigri Kasp- arovs. Þótt 23. skákin hafi verið hrika- lega spennandi hefur þessi nú þegar slegið henni alveg við. Lfkléga verða þessar tvær skákir þær frægustu í margra alda sögu skáklistarinnar. Hún fór þó rólega af stað, Kasparov fór að dæmi Karpovs, leitaði á ný mið, tefldi rólega og beið færis. Upp kom afbrigði Réti byijunar, sem þeir Botvinnik, Smyslov, Tal, Korchnoi og Larsen hafa allir beitt, en nú á dögum nýtur það lítilla vinsæida á meðal stórmeistara. Karpov hefði lfklega átt að geta jafnað taflið, en mistókst það og eftir 21 leik hafði Kasparov vissa stöðuyfírburði. Þá virtist Karpov fara alveg úr sambandi, hann fann enga áætlun, þótt hann notaði mikinn tíma og sífellt hallaði und- an fæti. Það má teljast afrek af hans hálfu að vera ekki með gjörtapað tafl nú, eftir að hafa átt þijár mínútur eftir á tólf ieiki og aðeins tæpa mínútu á þá átta síðustu, í þessari líka hörmungar- stöðu. Undir lokin var allt orðið vit- laust í leikhúsinu þar sem einvígið fór fram, skiljanlega réðu áhorf- endur ekkert við sig í æsingnum. Spánveijarnir fara líklega að taka skákina fram yfír nautaatið. Há- marki náði sefjunin þegar raf- magnsklukka í forsalnum sýndi tíma Karpovs útrunninn. Áhorf- endur sáu ekki á skákklukkuna sjálfa og héldu að Karpov væri fallinn á tíma. Þá upphófust gífur- leg læti, en Karpov átti í raun nokkrar sekúndur eftir og fallvís- irinn hékk því uppi „á lakkinu" eins og stundum er sagt. Skákunnendur mega vera þakklátir Karpov og Kasparov fyrir þessa stórkostlegu sýningu, hvemig svo sem einvígið fer hafa þeir báðir sýnt yfirburðasnilld sína og ættu báðir skilið að vera heims- meistarar. 24. einvígisskákin: Hvítt: Gary Kasparov Svart: Anatoly Karpov Enski leikurinn 1. c4 - e6 2. Rf3 - Rf6 3. g3 - d5 4. b3 - Be7 5. Bg2 - 0-0 6. 0-0 - b6 7. Bb2 - Bb7 8. e3 - Rbd7 9. Rc3 Einmitt vegna svarleiks Karpovs er hér oftar leikið 9. De2. 9. - Re4 10. Re2!? Þetta er ný hugmynd í stöð- unni, en leikurinn sýnir vel að Kasparov vill fyrir alla muni forðast uppskipti. Hér hefur áður verið leikið 10. Dc2 og De2. 10. - a5 11. d3 - Bf6 12. Dc2 - Bxb2 13. Dxb2 - Rd6!? Sérstaklega með tilliti til stöð- unnar í einvíginu vekur það furðu að Karpov skuli ekki hafa leikið 13. — Ref6, sem er traustari leik- ur. Riddarastaðsetningin á d6 á ekki við, eftir að staðan opnast og hvítur hefur sett hrók á d línuna. 14. cxd5 - Bxd5 15. d4 - c5 16. Hfdl — Hc8 17 Rf4 — Bxf3 Með þessum uppskiptum er Karpov að viðurkenna að honum hefur ekki fyllilega tekist að jafna taflið, því í framhaldinu verður biskup hvíts mjög öflugur. Leikur- inn er þvingaður, því eftir 17. — Ba8? 18. dxc5 - Rxc5 19. De5 — Rce4 20. Rh5 tapar svartur a.m.k. peði. 18. Bxf3 - De7 19. Hacl - Hfd8 20. dxc5 - Rxc5 21. b4! Þetta er eina áætlunin sem gefur hvítí möguleika á að halda frumkvæðinu. 21. — axb4 22. Dxb4 - Da7 23. a3 - Rf5 Frá og með þessum leik virðist Karpov tefla án skynsamlegrar áætlunar, en leikur þessum ridd- ara fram og tíl baka. Eini tilgang- urinn með leiknum virðist vera sá að skipta upp á hrókum, en nyt- samari leikur vár 23. — g6, eða 23. — h6. Þá kom 23. — Da5!? vel til greina, en Karpov hefur greinilega verið dauðhræddur við að taka af skarið í skákinni. 24. Hbl - Hxdl-F 25. Hxdl - Dc7?! 26. Rd3! - h6 Karpov hefur nú teflt svo óná- kvæmt að hann er lentur í nauðvöm. Nú lendir hann í mjög óþægilegri leppun á c línunni, en eftir 26. - Rxd3 27. Hxd3 - g6 28. Hb3 — Hb8 29. a4 er staðan þá þegar orðin vonlaus. Hins veg- ar kom til greina að „lofta út“ með 26. — g6. Ef Karpov hefði leikið þeim leik, hefði hann ekki tapað peðinu á f7 í framhaldinu. 27. Hcl - Re7 28. Db5 - Rf5! 29. a4 - Rd6 30. Dbl - Da7 31. Re5! Eitraður leikur að fá á sig í tímahraki. Það er vart um annað að ræða fyrir Karpov en að taka peðið sem boðið er upp á. Hvítur hótaði bæði 32. Rc6 og 32. a5! 31. — Rxa4 32. Hxc8+ — Rxc8 33. Ddl! - Re7 34. Dd8+ - Kh7 35. Rxf7 - Rg6 36. De8 Kasparov uppsker laun frá- bærrar taflmennsku með því að vinna peð. Það er hæpið að hann hafi getað haldið áfram sókninni. T.d. 36. Rd6 - Rc5 37. h4 — Dal+ 38. Kh2 — Ddl og svartur hefur mótspil. 36. - De7 37. Dxa4 - Dxf7 38. Be4 - Kg8 39. Db5 - Rf8 40. Dxb6 - Df6 41. Db5 - De7. í þessari stöðu fór skákin í bið og Kasparov sem hefur hvítt lék biðleik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.