Morgunblaðið - 19.12.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 19.12.1987, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987 Laufey Eyvinds dóttír - Kveðjuorð Fædd 19. desember 1917 Dáin 1. desember 1987 í dag, 19. desember, hefði kær vinkona mín, Laufey Eyvindsdóttir, orðið sjötug, en hún lést hinn 1. þessa mánaðar f Landspítalanum eftir stutta en þunga legu. Hún hafði barist við erfiðan sjúkdóm að meira eða minna leyti frá 16 ára aldri. Aldrei man ég þó eftir að hafa heyrt hana minnast á veikindi sín að fyrra bragði. Bjó ég þó í nábýli við hana í tuttugu ár og var '-•rmikill samgangur á milli heimil- anna. Foreldrar Laufeyjar voru Sigur- lilja áigurðardóttir og Eyvindur Þórarinsson, skipstjóri. Þau voru þekkt fyrir dugnað og myndarskap á sinni tíð. Laufey ólst upp á stóru heimili f hópi átta systkina. Nú er aðeins eftir systirin Guðfinna, en með þeim systrum var afar kært og þær samrýndar alla tíð. Þann 31. maí 1941 gekk Laufey það mikla heillaspor að giftast eftir- lifandi manni sfnum, Guðlaugi Stefánssyni, útgerðarmanni frá Gerði í Vestmannaeyjum. Hann bar hana alla tíð á örmum sér, stóð sem klettur við hlið hennar í öllu hennar veikindastrfði og reyridi á allan hátt að létta henni byrðina. Ég trúi ekki að margir fari í sporin hans. Bömin urðu þijú, drengur er lést skömmu eftir faeðingu og dætumar Inga og Guðfínna, sem umvöfðu móður sína kærleika og hjálpsémi. Atvikin hög- uðu því svo að Guðfínna var ennþá meira með móður sinni. Held ég að á engan sé hallað þó sagt sé að umhyggja hennar var einstök. Bamabömin em orðin sjö, efnileg og falleg. Öll færðu þau ömmu sinni birtu, yl og margar gleðistundir. Það var ekki aðalstign sem gerði Laufeyju að hetju í okkar augum og svo eftirminnilega, heldur and- legur þroski hennar og æðruleysi. Hún lét ekki mikið yfír sér, var ein- staklega hógvær og látlaus f allri framkomu, hlý og glettin á góðúrn stundum. Henni var ekki tamt að láta tilfínningar sínar í ljós eða skipta sér af málefnum annarra. En með ofurlítilli kímni og vinalegu brosi stráði hún birtu í kringum sig svo öllum leið vel S návist hennar. Hún hafði mikla ánægju af lestri góðra bóka og var fróð um marga hluti. Yndi hafði hún af allri góðri tónlist og gladdist innilega yfír að nafna hennar og dótturdóttir skyldi feta tónlistarbrautina. Þó að heimil- ið og velferð flölskyldunnar væri aðaláhugamál Laufeyjar þá kom hún vfðar við. Naut sín vel við fé- lagsstörf. Hún var m.a. um tíma í forsvari fyrir Rebekkustúkuna nr. 3, Vilborgu LOOF í Vestmannaeyj- um. Fórst henni það framúrskar- andi vel úr hendi. Vegna lasleika gat ég ekki fylgt Laufeyju síðasta spölinn, en hugur minn dvelur hjá henni og fjölskyldu hennar, sem ég votta af alhug samúð mína og bið og vona að þið öll sjáið ávallt til sólar á nýja árinu. Um leið og ég kveð vinkonu mína, Laufeyju Ey- vindsdóttur, vil ég þakka allar þær gleðistundir, sem ég átti með henni ogfjölskyldu hennar, tryggð hennar og vináttu. Ég bið þann er öllu ræður að bera hana „til hærra lífs, til ódauðlegra söngva". Guðrún Gunnarsson Góðar bækurtilað LESA AFTUR OG AFT Páll Líndal REYKJAVIK Sögustaóur vió Sund Alþýðlegt fræðirit um sögu og sérkenni höfuðborgarinnar Reykjavík Páls Líndals er Reykjavík okkar allra. Bókin er hafsjór fróðleiks um sögu höfuðborgarinnar og þróun. Efninu er raðað í stafrófsröð, þannig að hver gata, hvert sögufrægt hús og hvert ömefni er uppsláttarorð. Nú er komið út annað bindið í þessari uppsláttarritröð um Reykja- vík, sem ráðgert er að verði fjögur. Ritstjóri er Einar S. Arnalds og myndaritstjóri Örlygur Hálfdanar- son. Mjög er vandað til verksins og í bindunum íjórum verða hátt á i j þriðja þúsund gamalla og nýrra mynda, málverka, teikninga og uppdrátta. Ritið verður í heild sinni ein ýtarlegasta og glæsilegasta heimild um höfuðborgina, sem til er. Ómissandi jafnt fróðleiksþyrst- um sem fagurkerum. Dýrmæt og falleg eign. Einum hefúr hún forðað frá* örkumlum, öðrum hefur hún gefið* þrótt til þess að sigrast á erfíðum sjúkdómum sem taldir eru ólækn- andi. Saga Ástu grasalæknis er saga konu sem varið hefur öllum sínum tíma og kröftum öðrum til heilla. Hún býr yfir þekkingu til lækninga sem varðveist hefur í ætt hennar í aldaraðir og gengið mann fram af manni. Atli Magnússon skráir hér sögu Ástu og þrettán einstaklingar svara því hvers vegna kunnátta af þessu tagi fær þrifist nú á dögum hátækni og vísindahyggju.( Þrautgóðirá raunastund, 18 bindi björgunar-og sjó slysasögu íslands eftir Steinar' J. Lúðvíksson ritstjóra. Þetta bindi fjallar um árin 1969, 1970 og 1971. Meðal þeirra atburða sem rifjaðir eru upp má nefna strand Halkions við Meðallandssand, eldsvoðann í Hallveigu Fróðadóttur, björgun breska togarans Caesars við Arnarnes og björgun 11 manna af Arnfirðingi öðrum. Bók sem ekki má vanta í safnið. ( Saga og sérkenni höfuðborgarinnar í máli og myndum I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.