Morgunblaðið - 19.12.1987, Page 71

Morgunblaðið - 19.12.1987, Page 71
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1987 71 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þessir hringdu .. Sýnið betri bíó- myndir S.T. hringdi: „Mér fínnst að Ríkissjónvarpið hafí ekki lagt nógu mikla áherslu á að sýna góðar bíómyndir að undanfomu. Ríkissjónvarpið ætti einnig að sýna fleiri bíómyndir því þær eru besta sjónvarpsefnið. Það er ekki furða þó Stöð 2 vegni betur í samkeppninni þar sem þeir eru með miklu meira af bíó- myndum og það úrvals myndum. Sjónvarpið hlýtur að geta gert betur hvað þetta varðar.“ Hvers vegna mat- arskattur? Anna hringdi: „Ekki skil ég hvað stjómvöld- um gengur til að ætla að leggja háa skatta á matvömr núna um áramótin, en þá skilst mér að t.d. fiskur hækki um 25 prósent. Hvers vegna era utanlandsferðir, Tillaga um lausn umferðai K*ri VetrmkaiMÍi Það hefur mildð verið rsett um umferðaröngþveitið hér.i borginni. IBQum befur Qðlgað ivo n\jög að umferðarhnátar myndast hvar- vettna og hvergi er bOmitjBði «ð mikinn koatnað fyrir fóUc og er ÖU- um til ima. Ég td mig hafa lauan á þeaau vandamáU aem áreiöanlega myndi leyaa það að verulegu leyti og ekki koeta mikið. Hún er að fólk fengi ókeypia far með SVR. að koa notkun einkabfla minnka of feröarþunginn að sama Bflaataeðavandra aðgunnL Ég aka bílar og þess háttar lúxus ekki fremur skattlagður? Ég skil ekki hvemig Alþýðuflokkurinn getur réttlætt að vera í forsvari fyrir þessum nýju neyslusköttum sem munu koma þyngst niður á lág- launafólki." Hafið ókeypis með strætó Sigrún hringdi: „Ég vil taka undir með Reyk- víking sem skrifar í Velvakanda hinn 13. desember og leggur til að dregið verði úr umferðaröng- þveitinu hér í borginni með því að fólk fái ókeypis far með stræt- isvögnunum. Þetta myndi áreið- anlega draga mikið úr notkun einkabfla og verða til þess að strætisvagnamir yrðu meira not- aðir. Að vísu yrði nokkur kostnað- ur af þessu fýrir Reykj avíkurborg en það yrði þó lítil upphæð miðað við það sem sparaðist í rekstri einkabfla. Ég held að þetta sé hagkvæm lausn." Ljótur verknaður Til Velvakanda. Orðsending til þess/þeirra, sem fjarlægðu perumar af litlu, fallegu gfenitijánum við Geitastekk 7 þann 16. desember: Ég veit að þér/ykkur hefði rannið til rifja grátur lítillar stúlku hér í húsinu þegar hún sá hvað gert hafði verið við trén. Hún grét ekki mest vegna peranna sem voru horfnar, eða vegna þess að ekki logaði lengur á trénu. Hún grét yfir því að þeir skuli vera til sem hafa gaman af slíkri iðju. Og virðast m.a.s. leggja metnað sinn í að ganga „almennilega" frá verkinu. í þessu tilviki var þess gætt að örugglega slokknaði á öllum peranum, en til þess þurfti að taka a.m.k. 10 perar á mismunandi stöðum, og það er hreint ekkert auðvelt að ná þeim út. Já, það er mikið á sig lagt. Hvemig væri nú að leyfa jólaljós- unum víðs vegar um borgina að lýsa og reyna að njóta þeirra. Til þess eru þau þama, okkur öllum til yndis- auka. Gleðilegjól! I.M. Víkveiji skrifar Ljósvakamiðlamir em iðulega á dagskrá í þessum pistli, enda honum ætlað að vera vettvangur fyrir hversdagslegt rabb um daginn og veginn. Víkvetja er reyndar ekki gmnlaust um að að áhuginn á ljós- vakamiðlunum sem umræðuefni sé ekki einskorðaður við þennan pistil heldur hafí þeir að sumu leyti verið að taka við hlutverki veðursins í samræðum manna á milli. Sem seg- ir þó líklega meira um veðurfarið heldur en ljósvakamiðlana. Það verður hins vegar að taka það fram að baki þessari kenningu Víkvetja liggja engar fræðilegar rannsóknir. A hinn bóginn hefur Víkvetja verið að framkvæma á sjálfum sér lauslega athugun á ljós- vakanotkun sinni og komist að því sér til undrunar að eftir því sem þessum miðlum fjölgar, þá verður hann minna háður þeim. Eftir að sjónvarpsstöðvamar urðu tvær til að mynda, er Víkveiji orðinn miklu vandlátari á hvað hann horfir og hafí hvorag stöðin neitt á boðstólum sem hugurinn gimist, er einfaldlega ekki kveikt á sjónvarp- inu heima í stofu. Þar með er skyndilega orðinn til frítfmi — til lesturs, til að dytta að einhvetju heima fyrir eða til að stunda menn- inguna. Sömu sögu er að segja af hljóð- varpsnotkuninni. Fyrir utan aðal- fréttatíma Ríkisútvarpsins hefur Víkverji helst lagt við hlustir að morgni. Hann er hins vegar orðinn svo leiður á þessum nútíma morg- unþáttum, sem léttu rásimar þtjár byggja á, að hann stendur sig iðu- lega að því að leita skjóls frá allri popptónlistinni, fréttum af umferð og innihaldslausum viðtölum, og hverfur þá sæll á náðir gömlu Guf- unnar eða Ljósvakans, ef hann hlustar þá yfírleitt á hljóðvarp. Víkvetji veit auðvitað ekki að hvað miklu leyti hann er dæmigerð- ur ljósvakaneytandi en hefur þó á tilfínningunni að svona sé um fleiri farið. Fjölmiðlafræðingar geta hald- ið því fram að þessi viðbrögð séu einungis til vitnis um að fjölgun ljós- vakamiðlanna hafí valdið slíkri útþynningu á dagskrárefni þessara miðla að almenningur sé hættur að hlusta og horfa. En Víkvetja er alveg sama. í hans huga hefur flölg- un þessara miðla leitt til þess að hann hefur loks náð fullum þroska sem ljósvakaneytandi og lært að meta þögnina og friðinn. í því flest frelsun hans. XXX Stjómmálamenn tala iðulega um það við hátíðleg tækifæri hvflík nauðsyn sé á því að hleypa fleiri stoðum undir íslenskt atvinnulíf og nefna þá gjaman íslenskan há- tækniiðnað sem líklegan vaxtar- brodd. Þess vegna er fróðlegt að lesa niðurstöður á úttekt Iðnaðar- blaðsins á stöðu íslensks rafeinda- iðnaðar um þessar mundir. Þar segir: „í landinu era nokkur tiltölulega fámenn rafeindafyrirtæki sem veita um 150 manns atvinnu. Flest þeirra eiga rætur að relcja til upphafs 8. áratugarins en nokkur hafa verið endurskipulögð siðan. Þau starfa svo til öll á sviði sjávarútvegs en hafa einnig fengist við verkefni sem tengd era orkufrekum iðnaði og virkjunarframkvæmdum. Flest hafa þau fengis við útflutning. Það virðist vera samdóma álit þeirra iðnrekenda og forráðamanna stofnana sem við ræddum við að forsenda þess að rafeindaiðnaður- inn eflist á næstu áram sé stóraukið áhættufjármagn til vöraþróunar og markaðssetningar heima og erlend- is. Þá virðist einnig vera skortur á hátækniþekkingu og að ein leiðin til að afla hennar sé að auka sam- vinnu við háskólastofnanir og erlenda aðila. Einnig þurfum við að stórauka þekkingu á markaðs- málum. Æ fleiri iðnfyrirtæki hafa gefíst upp á framleiðslu rafeindavöru en súið sér í auknum mæli að innflutn- ingi. Þar með eram við að efla iðnað í Kóreu og Japan en drepa í dróma einn af vaxtarsprotum íslensks at- vinnulífs sem komandi kynslóðir þurfa að byggja afkomu sína á. Það reynir á íslensk fyrirtæki, stjómvöld og samtök og stofnanir atvinnuveganna, ef á að stöðva þessa þróun..." Svo mörg vora þau orð. En fínnst ekki einhvetjum sem hann hafí heyrt þetta allt áður, t.d. um fata- iðnaðinn hér á landi, en varia hefur farið fram hjá neinum hvemig nú er komið fyrir þeirri grein. Er það eitthvert náttúralögmál hér á landi að við megum horfa upp á heilar atvinnugreinar koma og fara? Er eitthvað til ráða? Spyr sá sem ekki veit. All'ir kraJdccurnir { ékóianum þinum scndu pcr kí/eiju og ósk um gó&an bftta." HÖGNIHREKKVÍSI „ LÁTTU A1IS SA'IAIOCA/A /V1EÐALINU HANS... Anmars vill hann ekki taka Þae>." ÍSLENSKA SPÁDÓMSBÓKIN Guðni Björgólfsson SPÁDÖMS Frábær bók um SPILASPÁ, LÓFALESTUR og BOLLASPÁ. Fæst í öllum bókaverslunum og einnig póstsend í pöntunarsíma 62 34 33. Útgáfufélagið BR©S

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.