Morgunblaðið - 30.12.1987, Page 11

Morgunblaðið - 30.12.1987, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1987 11 Prudence (Guðrún Gísladóttir) á bekknum hjá sínum sálfræð- ingi, sem leikinn er af Harald G. Haralds. Prudence (Guðrún Gísladóttir), sem leitar að eiginmanni í einka- málaauglýsingum dagblaðanna og Bruce (Kjartan Bjargmunds- son), sem býr í ástarsambandi með Bob, en vill líka búa með konu, sem hann auglýsir eftir. Þar borar hver í sinn eigin nafla Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir nýjan gamanleik „Al- gjört rugl“ eftir bandaríska leikskáldið Christopher Durang Sálfræðingur Bruce, Frú Wallis (Valgerður Dan), reynir að hjálpa Bruce og ástvini hans Bob, en á sjálf við sin vandamál að stríða. LEIKFÉLAG Reykjavíkur frumsýnir í kvöld nýjan banda- rískan gamanleik „Beyond Therapy“, sem í islenskri þýð- ingu Birgis Sigurðssonar, rithöfundar, ber heitið „Algjört rugl“. Leikritið er dæmigerður „svartur gamanleikur11, hæðin satíra á velferðarþjóðfélagið og yfirborðsmennskuna á okk- ar siðustu og bestu „tfmarita- timum“, tímum glansmynda og gerviþarfa; grát-brosleg lýsing á nútímafólki sem leitar angi- starfullt að lífsfyllingu og ást, með aðstoð létt-geggjaðra sál- fræðinga, en nær ekki áttum og finnur engan frið í sinni stressuðu sál. Höfundur verksins er Christop- her Durang, ungur Bandaríkja- maður, sem er höfundur margra gamanleikja sem náð hafa miklum vinsældum þar vestra. Durang er leikari að mennt, nam listina í leiklistardeild Yale-háskólans í Bandaríkjunum og vakti strax að námi loknu athygli fyrir samvinnu sína með leikskáldunum Albert Innaurato (þeir sömdu saman leikritið The Idiots Karamazov) og Sigoumey Weaver (Das Lusit- ania Songspiel) og lék Durang í þessum verkum. Allir gamanleikir Durangs hafa vakið mikla athygli og hafa sumir þeirra unnið til verðlauna. Þykja verk hans mjög nýstárleg, bæði að efni og ytra búningi. Leikstjóri sýningar Leikfélags Reykjavíkur á „Algéru mgli“ er Bríet Héðinsdóttir, leikmynd og búningar em eftir Karl Aspelund, Láms Bjömsson annaðist lýsingu og með hlutverkin í sýningunni fara Kjartan Bjargmundsson, Guðrún S. Gísladóttir, Valgerður Dan, Harald G. Haraldsson, Jakob Þór Einarsson og Þröstur Leó Gunnarsson. En hvað er „svartur gamanleikur" og á hveiju byggist hann? Það em Guðrún Gísladóttir og Kjartan Bjargmundsson, sem fara með aðalhlutverkin í sýning- unni, sem svara því: „Það er svona kvikindislegur húmor," svarar Guðrún, „og byggir á því að það sem er hlægi- legt em innvortis vandamál fólksins, en ekki aðstæður þess. Það rýnir hver á sjálfan sig. Sál- fræðingarnir líka. Það þykjast alltaf allir vera að hjálpa hinum við að leysa vandamál, en komast aldrei út fyrir sín eigin." Hvaða vandamál helst? Kjartan: „Aðalvandamálið sem Bmce á við að stríða er að hann er „bísexúal". Hann gerir sér þó enga grein fyrir að þetta er vanda- mál og þetta verður að megin- vandamáli þeirra sem em í kringum hann.“ „Ég get ekki séð að Pmdence eigi við neitt vandamál að stríða," segir Guðrún. „Hún vill ná sér í mann og vill að sá maður sé mjög sterkur, en hún vill líka vera sjálf- stæð. í rauninni em allar persón- umar í verkinu bara rammvilltar því þær mæna allar á naflann á sjálfum sér. Það er til ein skrýtla um svona Ameríkana: Það var einu sinni maður sem sat og hugs- aði í sjö ár. Þá leit hann niður og sá að hann hafði nafla. Hann hugsaði um það í sjö ár og komst að þeirri niðurstöðu að taka skrúf- jám og bora í naflann. Þá duttu af honum rasskinnamar. Ævi- starfi hans var lokið. „í þessu verki em allir að leita hamingjunnar, en þegar hún finnst ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, er leitað til sálfræðing- anna. Að því leyti er þetta mikil satíra á bandarískt samfélag. Sál- fræðingar em ekki eins mikið lausnarorð hér og í Bandaríkjun- um. Við höldum að ástæðan fyrir því, sé kannski sú að við höfum alls konar spákonur og grasa- lækna og hver veit hvað. Maður hittir ekki svo manneskju að hún sé ekki á einhveijum grasa- eða vítamínkúr. Þetta fólk getur talað um vítamínin sín og grösin og sjálft sig. Það fær athygli á með- an. Og þeir sem leita sálfræðings, þurfa mest að tala — fá athygli." „Vissulega eigum við við sömu vandamál að stríða og koma fram hjá persónunum í leikritinu," seg- ir Guðrún, „ástleysi, einmana- kennd og óhamingju. Að því leyti er leikritið ekki fjær íslenskum manneskjum en amerískum. Hitt er annað að hér er allt svo_ miklu smærra í sniðunum. Við á íslandi erum alltaf tiltölulega nálægt fjöl- skyldum okkar. Ég held að fólk sé miklu meira einmana í stór- borgum úti í heimi, en maður sér á einkamálaauglýsingum DV að hér er til einmana fólk líka. Ég held að vandamál okkar séu meira samfélagslegs eðlis. Hér er ekki nokkur leið að halda heimili. Venjulegir launþegar standa varla undir því. Þetta fólk í leikritinu á nóg af peningum, en það á ekki nóg af vinum. Og þetta fólk á raunverulega bágt, því að í borg eins og New York, þar sem leik- ritið gerist, búa nokkrar milljónir og þar verður fólk bara að hafa einhvern sem telur því trú um að það sé einhvers virði. Þá koma sálfræðingar að góðum notum. En þeir búa auðvitað líka í þessu milljónasamfélagi og eru ekkert of vissir með sjálfa sig. Auðvitað er Durang ekki að gera grín að þessum aðstæðum, því þetta er ekki um aðstæður fólksins, eins og við vorum að segja, heldur er hann að hæðast að því að fólki skuli ekki detta í hug að leita að hamingjunni annars staðar en í naflanum á sjálfu sér. Meira að segja hamingjuleitin er fallin inn í eitthvert munstur sem enginn kemst út úr.“ ssv Lítill ýsu- afliáárinu Reiknað með tals- verðri aukningn á næstu árum ÝSUAFLI hefur á þessu ári verið nokkru minni en fiskifræðingar lögðu til og heimilaður var. Afl- inn fer líklega ekki mikið yfir 40.000 tonn en leyfilegur.afli var 55.000 tonn. Orsakir þessa eru ekki fyllilega Ijósar, en árgangur ýsunnar frá 1985 er sá stærsti, sem mælst hefur frá því um 1960 og því líkur á vaxandi afla á næstu árum. Nú eru að hefjast rannsóknir á lífslíkum ýsu eftir að hún hefur smogið möskva. Einar Jónsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að kannski hefði stofninn verið ofmetinn, sér staklega eldri árgangar, en mikið væri af smáýsu í sjónum. Afli hefði þó glæðzt á haustmánuðum og tals- vert fengizt af stórri ýsu í köntun- um. Þá vantaði upplýsingar um sókn í ýsuna, en hún réði auðvitað miklu um aflann. Ýsuárgangurinn frá 1985 væri sá stærsti, sem mælzt hefði í 20 til 30 ár og gæti það leitt til mikils afla næstu árin, yrði ekki of mikið drepið af henni smárri. Um 1960 hefðu komið fram tveir mjög stórir árgangar og ýsu- afli hefði þá farið yfír 100.000 tonn. Hafrannsóknastofnun er nú með í bígerð rannsóknir á lífslíkum ýsu eftir að hún hefur smogið möskva. Rannsóknir þessar verða í Grindavík, en hingað til hafa menn talið að ýsan dræpist, verði hún fyrir hreisturskemmdum. Það hefur haft áhrif á umræður um möskva- stærð á ýsuveiðum og hafa ýmsir talið að vegna þess væri betra að hafa möskvann mjög smáan svo ýsan næðist frekar öll, en dræpist ekki í sjónum eftir að hafa smogið í gegn. Einar Jónsson sagði, að fyrst í stað yrði lifandi ýsa og þorsk- ur tekin úr trolli og sett í ker og athugað hve lengi fískamir lifðu. Síðar meir yrði svo reynt að líkja eftir aðstæðum við veiðamar í þar til gerðum tilraunatanki. Norræna húsið: Tónleikar Musica Nova MUSICA Nova verður með tón- leika í Norræna húsinu sunnu- daginn 3. janúar nk. Þar flytur Nýi músíkhópurinn verk eftir Berio, Stockhausen, Atla Heimi Sveinsson og Hauk Tómasson. Tvö þessara verka verða frum- flutt. Flytjendur á tónleikunum eru Ásdís Valdimarsdóttir, Sigurður Flosason, Sigurður Halldórsson, Guðni Franzson, Kolbeinn Bjarna- son, Pétur Grétarsson, Emil Frið- finnsson, Snorri_ Sigfús Birgisson og Guðmundur Óli Gunnarsson. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.