Morgunblaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1987 17 sérfræðingar í flesturn greinum enda eru við spítalann eftirfarandi deildir: Endurhæfingadeild, geðdeild, háls-, nef- og eymalækningadeild, heila- og taugaskurðlækningadeild, lyflækningadeild, rannsóknardeild, röntgendeild, skurðlækningadeild, slysadeild, svæfinga- og gjörgæslu- deild og þvagfæraskurðlækninga- deild. Læknaráð spítalans er ráðgef- andi stofnun, er ráðgjafi spítala- stjómar og annarra heilbrigðisyflr- valda eftir því sem við á varðandi læknisþjónustu, samstarf og sam- hæfingu starfskrafta, rekstur, stjómun byggingar og nýtingu Borgarspítalans og tengdra stofn- ana. í læknaráði Borgarspítalans eiga sæti yfirlæknar, sérfræðingar spítalans, aðstoðarlæknar í ársstöð- um og einn fulltrúi annarra aðstoð- arlækna frá hverri deild. Hver deild tilnefnir sinn fulltrúa í stjóm lækna- ráðs. Mörg mál koma til afgreiðslu í læknaráðinu. Formaður þess nú er Örn Smári Arnaldsson, yfirlækn- ir röntgendeildar. — Hveijir eru helstu þættir i starfi læknaráðs? Innan læknaráðsins em starfandi ýmsar nefndir sem taka til umfjöll- unar margs konar málefni er stjóm læknaráðs kýs að vísa til þeirra. Helstu nefndirnar em starfsnefnd, stöðunefnd, fræðslunefnd, kennslu- nefnd, lyfjanefnd, skipulagsnefnd og bráðanefnd, en auk þess em oft skipaðar ýmsar nefndir sem taka að sér að vinna sérstök tímabundin verkefni. Auk þess að stýra fundum í stjórn og framkvæmdastjóm læknaráðsins situr formaður þess í framkvæmdastjórn spítalans og þar eru til umræðu og umlj'öllunar mörg málefni er snerta starfsemi spítal- ans í stóm og smáu. Formaður læknaráðs situr einnig alla stjórnarfundi spítalans. Sá tími er fer til stjómunarstarfa hefur sífellt farið vaxandi og gefur það augaleið að minni tími gefst til að sinna læknisstörfum þann tíma sem menn em í þessu embætti, en for- maður læknaráðs er valinn til tveggja ára og aðeins má endur- kjósa hann einu sinni. — Hefur orðið breyting á þessum stjórnunarstörfum lækna? Já, vissulega hefur orðið breyt- ing, sem ef til vill er fyrst og fremst fólgin í því að stjórnunarstörfin kreíjast meiri tíma en áður var og ekki óeðlilegt að læknar taki meiri þátt en áður í fjárhagslegri ábyrgð á rekstri deilda sinna. Mér fínnst að læknar hafi ekki sýnt stjómunar- störfum nægjanlegan áhuga fram að þessu, en á því em eflaust nokkr- ar skýringar. I fyrsta lagi er lítið um slíka kennslu í læknadeild og í öðm lagi er skiljanlegt að læknar með margra ára sérnám að baki vilji fyrst og fremst starfa við sitt fag og í þriðja lagi vantar kannski áhuga á stjórnunarstörfum. Með fjölgun lækna á síðustu ámm og á komandi ámm má búast við breyt- ingum á þessu. Vantar heildarstefnu — Hver er framtíð Borg- arspítalans? Hún er vissulega ekki nógu skýr og það stafar sennilega af því að ekki hefur verið til nægjanlega fast- mótuð heildarstefna í sjúkrahús- málum á höfuðborgarsvæðinu. En eins og flestir vita hefur Borgarspít- alinn þróast í þá átt að vera aðalslysaspítali landsins. Frá hon- um er rekin neyðarþjónusta í samvinnu við Landhelgisgæsluna og neyðarbíll staðsettur í Borg- arspítalanum, þó enn vanti nokkuð á að sú þjónusta sé alltaf til staðar. Hér hafa einnig risið upp sjúkra- deildir sem ekki hafa verið til staðar á öðmm spítölum og hefur það ef til vill ráðist meira af tilviljun en heildarstefnu. Uppbygging spítal- ans hefur gengið of hægt og mér finnst að borgarstjórn Reykjavíkur og þingmenn Reykjavíkur þurfi að beijast af meiri krafti en að undan- förnu fyrir málefnum Borgarspítal- ans í góðri samvinnu við heilbrigðis- yfirvöld til að tryggja það að þessi stofnun veiti það traust og öryggi sem nauðsynlegt er fyrir alla lands- menn. Veikasti hlekkurinn má ekki vera þar sem öryggið á að vera mest. Þótt Borgarspítalinn sé 20 ára og löngu orðinn stór er hann þó ekki fullbúinn. Úr skrifstofu Jó- hannesar Pálmasonar, fram- kvæmdastjóra spítalans, sést vel yflr spítalalóðina. Alls er lóðin rúm- lega 20 hektarar þannig að ljóst er að horft var til framtíðar þegar spítalanum var úthlutað lóðinni. Möguleikar til stækkunar em því miklir. í framtíðinni er gert ráð fyrir ýmsum byggingum svo sem nýjum sjúkradeildum og þjónustu- deildum auk möguleika á bygging- um hjúkrunarheimila á lóð spítalans. B-álman Þetta er þó allt framtíðarsýn því enn er B-álmu ólokið, en það telur hann brýnasta verkefnið í dag. Byggingin er 7 hæðir auk kjallara og em þar nú starfræktar tvær sjúkradeildir auk sjúkraþjálfunar og aðstöðu í kjallara. Enn er ólokið verki við fjórar sjúkradeildir auk sameiginlegs rýmis. I það þarf 100 milljónir króna á ári í þijú ár og brýnt að ljúka framkvæmdum enda skortur á sjúkrarúmum fyrir aldr- aða mikið vandamál. Hvorki framkvæmdastjórinn né formaður læknaráðs vom spurðir hvers þeir óskuðu spítalanum helst í afmælisgjöf, en ljóst er að gjöf við hæfí væri að fá íjármagn til að ljúka við byggingu B-álmunnar. Þar fyrir utan er endalaust hægt að gauka að spítalanum fjármunum til tækjakaupa. í þeim efnum hefur hann átt sína hauka í homi. Spítal- anum hafa í gegnum árin borist ýmsar góðar gjafír frá líknarfélög- um og hafa þær reynst ómetanleg- ar. Þá hafa ýmsir velunnarar spítalans stoftiað félag sem heitir Félag velunnara Borgarspítalans og má segja að það sé eins konar samn- efnari í þessum efnum. Eins og vikið var að í upphafí leggja margir sitt af mörkum í þeirri stöðugu baráttu sem háð er á Borgarspítalanum fyrir heilbrigði og bata. Þar er leitast við að mæta þörfum sjúklinga og vandamanna þeirra. I því sambandi má m.a. nefna hvers konar endurhæfingu og félagsráðgjöf. Á árinu 1985 bættist enn við heildarmyndina. Þá réð spítalinn sr. Sigfínn Þorleifsson til að gegna starfi sjúkrahúss- prests. Allir þeir þættir sem hér hefur verið drepið á og aðrir ótald- ir stefna að einu marki; velferð sjúklinga. Aðhlynning þeirra til líkama og sálar greiðir fýrir lækn- ingu og líkn. JT Á háls-, nef- og eyrnadeildinni. Frá gjörgæsludeild. Á deild E-6. Herdís Herbertsdóttir, hjúkrunarfræðingur, og Frið- finna Hrólfsdóttir spjalla saman. Fyrrum fasteignasali: Fimmtán mánaða fangelsi fyrir fjársvik SAKADÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt fyrrum fasteignasala í Reykjavik í 15 mánaða fangelsi fyrir fjársvik. Maðurinn keypti íbúðir og seldi þær jafnharðan aftur, en stóð seljendum ekki skil á andvirði þeirra. A rúmlega 6 mánaða tímabili árið 1982 hafði hann af viðsemjendum sfnum samtals um 1,5 milljónir króna. Það gerði hann með því að festa kaup á fímm íbúðum í Reykjavík og nágrenni og selja þær jaftiharðan aftur. Hann hagnýtti sér verulegan hluta söluandvirðisins til persónulegra nota og til greiðslu eldri Qárskuldbindinga, en vanefndi jafn- framt að mestu greiðsluskyldur sínar við seljendur fasteignanna. Á sama tíma var fjárhag hans svo komið, að hann átti ekki fyrir skuldum, sem leiddi til þess að hann var úrskurðað- ur gjaldþrota f apríl 1983. Við skiptameðferð reyndist aðeins unnt að greiða 8% af kröfum í bú hans. í niðurstöðu dómara, Helga I. Jónssonar, segir að við mat á refs- ingu verði að hafa hliðsjón af því, að maðurinn hafi bakað flestu af því fólki, sem átti viðskipti við hann, verulegt fjárhagstjón með þeirri hátt- semi sinni. Því þyki hæfíleg refsing 15 mánaða fangelsi, en til frádráttar komi 17 daga gæsluvarðhald. Þá var honum gert að greiða allan sakar- kostnað, þar með talin laun veijanda síns, Jóns Oddssonar, hrl., 100 þús- und krónur. VESTURBÆR Fornaströnd Bauganes Nýlendugata Einarsnes Látraströnd AUSTURBÆR Lindargata 39-63 o.fl. Skipholt 1-38 Skipholt 40-50 Síðumúli Ármúli Stigahlíð 37-97 UTHVERFI Njörvasund MIÐBÆR Grettisgata 37-63 o.fl. Hverfisgata 4-62 Barónsstígur4-33 o.fl. Laugavegur 32-80 o.fl. KÓPAVOGUR Nýbýlavegur 5-36 Laufabrekka o.fl. 2Barjjtttt&taí»Í&
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.