Morgunblaðið - 30.12.1987, Page 16

Morgunblaðið - 30.12.1987, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1987 BORGARSPÍTALINN 20 ÁRA Yel búinn og vandaður — ýmsu þó enn ólokið Spítali er hús sem aldrei sefur. Á virkum dögum og hátí- ðum, um daga og nætur fer þar fram stöðug barátta. Á spítala er líf allan sólarhringinn allt árið — en stundum óhjákvæmi- lega líka dauði. Sjúklingarnir berjast við sjúkdóma dyggilega studdir af starfsmönnum spítalans. Þar koma allir við sögu, hver annast sinn þátt og leggur sitt af mörkum í heildarmynd- ina. Þáttur sumra er áberandi, störf annarra fara kannski ekki eins hátt. Nútímaspítali er líka orðin flókin stofnun og sérhæfð. Spítalinn verður að geta brugðist við næstum hvaða heilbrigðisvanda sem er. Það eru þær kröfur sem almenningur gerir til hans í dag. Til þess hefur Borgarspítalinn í Reykjavík verið reistur og fagnar hann nú 20 ára starfsafmæli. Borgarspítalinn í Fossvogi teygir anga sína talsvert út fyrir Fossvoginn. í Amarholti á Kjalamesi er hluti geðdeildar, þar er endurhæfíngar- og langlegu- deild fyrir geðsjúka. Þá er útibú frá geðdeild í Templarahöllinni og deildin rekur ennfremur meðferð- arheimili við Kleifarveg fyrir böm og unglinga. Við Grensásveg er aðalendurhæfingardeild spítalans. í tengslum við Grensásdeild er rekin hjúkmnardeild fyrir lang- legusjúklinga í Heilsuvemdarstöð- inni við Barónsstíg. Þá er rekin hjúkmnardeild fyrir aldraða í Hvítabandi við Skólavörðustíg. Á homi Þorfínnsgötu og Eiríksgötu er rekin lítil skurðlækningadeild í húsakynnum Fæðingarheimilis Reykjavíkur sem tilheyrir Borg- arspítalanum. Spítalabyggingin í Fossvogi er T-laga og em álmurnar ýmist sex eða sjö hæða. Upp úr miðjunni ~ gengur svo tuminn, sjö hæðir í viðbót. Þar er m.a. aðsetur fyrir stjómendur spítalans, læknis- fræðibókasafn og fleira. Á síðasta ári vom liðlega 1000 stöður við Borgarspítalann. Af þeim vom tæpar 800 við spítalann í Fossvogi en hinar við útideildimar sem svo em nefndar. Starfsmenn em þó fleiri eða nærri 1400 enda mikið um hlutastörf. Langur aðdragandi Þótt Borgarspítalinn sé í raun aðeins 20 ára höfðu borgaryfírvöld löngu áður lagt á ráðin um spítala- byggingu enda vom þau gagnrýnd nokkuð á ámnum kringum 1935 til 1945 fyrir lítil framlög til sjúkra- hús- og heilbrigðismála. Landspítal- inn tók til starfa árið 1930 en fáum ámm seinna var skortur á sjúkra- rúmum. Þá var spuming hvort borgaryfírvöld ættu að _ standa að byggingu sjúkrahúss upp á eigin spýtur eða í samvinnu við ríkisvald- ið. í árslok 1948 var fyrsta skrefið stigið, skipuð nefnd til að undirbúa byggingu sjúkrahúss. Hálfu ári síðar lagði hún til að reist yrði 325 sjúkrarúma bygging í Fossvogi. Næstu árin var íjallað um þessa hugmynd á ýmsum stöðum, hún mótuð frekar og lagfærð og síðan byijað að teikna. Arkitektar vom Gunnar Ólafsson og Einar Sveins- son. Haustið 1953 er síðan sam- þykkt í borgarstjóm að hefjast handa, skipuð byggingamefnd sem tók við af undirbúningsnefnd og stjómaði hún verkinu ásamt arki- tektunum. Byggingarframkvæmdir vom á þessum ámm háðar Qárfestingar- leyfum frá yfírvöldum og árin 1954 til 1960 fengust leyfí fyrir alls 26 milljónir króna. Var hægt að steypa upp húsið á þessum ámm, en það var fyrst eftir 1960 að fór að ganga hraðar þegar fjárfestingarhömlum hafði verið aflétt. Ýmsar breytingar hefur þurft að gera á byggingunni á þessum langa hönnunar- og bygg- ingartíma svo sem að fjölga sjúkra- rúmum, stækka slysadeild og breyta ýmsu skipulagi innanhúss. Þama reyndi á samvinnu húsam- eistara og forstöðumanna einstakra deilda óg kostuðu þessar breytingar furðu lítið rask. Röntgendeildin fyrst Röntgendeildin varð fyrst deilda til að hefla starfsemi í Borgarspítal- anum, hinn 6. maí 1966. Röntgen- deildir sem fyrir vom í borginni höfðu í mörg ár búið við gífurlegt álag og var hér nauðsynlegt að bæta úr brýnni þörf. Formlega er spítalinn þó ekki opnaður fyrr en 28. desember 1967, þegar fyrsti legusjúklingurinn er fluttur á lyf- lækningadeild spítalans. Meðal fyrstu starfsmanna sem réðust til Borgarspítalans var Sig- urlín Gunnarsdóttir hjúkmnarfor- stjóri. Hún hóf störf árið 1964 og fór í þriggja mánaða kynnisferð til Norðurlanda til undirbúnings sem hún kvaðst hafa haft mjög gott af. Hún undirbjó opnun sjúkradeilda og skipulagði hjúkmnarþjónustuna. — En hefur ekki eitt og annað breyst á þessum 20 árum? Það hefur mikið breyst á 20 ámm, sérstaklega á síðustu 10 ámm, í þá vem að sjúklingar á spítalanum em veikari en áður. Þurfí menn í rannsóknir leggjast þeir ekki lengur inn heldur fara á . göngudeild. Það er líka hægt að gera miklu meira fyrir sjúklinga í ,dag en var, allri tækni hefur fleygt fram. Þessir mikið veiku sjúklingar krefjast því meiri umönnunar, meiri mannafla og sérþekkingar og það á ekki síst við um hjúkmnarfræð- inga. Breytingin er líka fólgin í því að umsetning er mun hraðari, aðgerðir em viðameiri, lyfjameðferð flóknari og sjúkdómar og meðferð þeirra taka stöðugum breytingum. Hjúk- mnarþjónustan er því orðin margþætt. Hjúkmnarstjóm er skip- uð hjúkmnarforstjóra og fimm hjúkrunarframkvæmdastjórum. Hún ber ábyrgð á hjúkmnarþjón- ustunni sem veitt er á spítalanum og er málsvari hjúkmnarliðs gagn- vart stjórn spítalans. Hjúkmnarfor- stjóri situr í framkvæmdastjóm sjn'talans og er í ýmsum nefndum. Á vegum hjúkmnarstjórnar starfa meðal annars hjúkmnarfræðingar sem annast fræðslu hjúkmnarliðs, sýkingavamir, samskipti við skóla og ýmis önnur verkefni. Mörg sérsvið — Og færðu alltaf nóg af fólki? Það má segja að skortur á hjúkr- unarfólki sé stöðugur þessi árin. En hjúkmnarliðið hér er alveg ein- stakt og hér svíkst enginn undan ábyrgð í því að veita alla nauðsyn- lega þjónustu. Stöður hjúkmnar- fræðinga í dag em 214 og mannaðar 85%. I þessum stöðum em 85 í fullu starfí og 170 í hluta- störfum. Um sjúkraliða er svipað að segja, þar em 175 stöður og mannaðar 76%, 43 í fullu starfi og 155 í hlutastörfum. Auk þessa em ófaglærðir starfsmenn í aðhlynn- ingu og ýmsum aðstoðarstörfum innan hjúkmnarþjónustunnar. Hjúkmn er mjög breitt svið og hægt er að sérhæfa sig í ýmsum þáttum hjúkmnar allt eftir áhuga hvers og eins. Hjúkmn er vissulega kreíjandi starf en gefur mikla lífsfyllingu og vitanlega þurfa hjúk- mnarfræðingar viss vinnuskilyrði sem gera þeim kleift að starfa í samræmi við þekkingu sína, hæfni og reynslu. — Á hveiju byijaðirðu hérna? Fyrst vann ég að undirbúnings- störfum í gráum sjúkrastofunum og fylgdist með gangi mála. Það var margs að gæta varðandi endan- legan frágang innréttinga og þess háttar og í þettáfóm fyrstu mánuð- imir. Árið 1966 fékk ég aðstoð og við skipulögðum innkaup á hjúkr- unarvömm og fleim og fljótlega var farið að auglýsa eftir fólki. Sigurlín segir að með flutningi hjúkmnardeildarinnar frá Heilsu- verndarstöðinni hafi starfsemin hafíst. Sjúklingar og starfsfólk flutti og þá strax hafi tekist að skapa þann samstarfs- og þjónustu- anda sem haldist hafi alla tíð síðan. Þessi spítali hefur líka verið í stöð- ugri uppbyggingu, bæði hér í Fossvogi og útideildunum, og það verður langt þangað til svona gerist aftur, að spítali vaxi frá gmnni og upp í 500 rúma spítala á fáum árum. Margar deildir margir sérfræöingar Við Borgarspítalann em stöðu- gildi lækna tæplega 90. Þar em Örn Smári Arnaldsson (t.h), formaður læknaráðs, og Jóhannes Pálma- son, framkvæmdastjóri Borgarspítalans. Sigurlín Gunnarsdóttir, hjúkrunarforstjóri. Morgunblaaið/Svefrir Ein mikilvægasta þjónustudeildin er rannsóknadeild Borgarspítalans. Á samráðsfundi á öldrunardeild. Ársæll Jónsson, yfirlæknir, fyrir miðri mynd, stýrir fundi. Farið yfir röntgenmyndir. r

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.