Morgunblaðið - 30.12.1987, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 30.12.1987, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1987 SÖGUR, SAGA OG ÞJOÐ Bókmenntir GuðmundurHeiðar Frímannsson Magnús Magnússon: Landið, sagan og sögurnar. Vaka/Helgafell, 1987, 176 bls. Það er ekki ofmælt að segja að í íslendingasögunum sé að finna kjama íslenzkrar menningar. Þær hafa mótað hugsunarhátt fslend- inga meira en nokkur annar einn hlutur. Þetta er alls ekki neitt, sem þarf að harma, heldur að skilja. Ef við viljum skilja íslenzka menn- ingu, verðum við fyrst og fremst að skilja sögumar. Þetta merkir ekki, að ekkert annað hafi mótað menninguna í þessu landi í gegnum aldimar. Slík staðhæfíng væri eins og hver önnur fírra. En ef við hygð- umst skilja íslenzka menningu án þess að skilja sögumar, værum við að vinna vonlaust verk frá upphafí: Okkur vantaði það, sem mestu máli skiptir. Þetta eru engin ný sannindi og á hveijum tíma hafa verið gefnar út bækur, þar sem leitazt er við að varpa ljósi á hlutverk sagnanna á íslandi. Hveijum sæmilega skyni bomum íslendingi er það nokkurt kappsmál að öðlast skilning á menningu sinni og fortíð. Hann þarf ekki að stunda rannsóknir í sagnfræði eða fomleifafræði til þessa, einungis að lesa og hugsa um þær fomar bækur, sem eru inn- viðir íslenzkrar menningar frá upphafí. Það er nokkur lenzka nú um stundir að örvænta um íslenzka menningu vegna þess að erlend áhrif kæfí hana, sérstaklega slævi ensk áhrif tilfinninguna fyrir íslenzku máli. En ég held að engin ástæða sé til að örvænta. Það er Magnús Magnússon hins vegar alltaf ástæða til þess að smáþjóð eins og íslendingar hugsi af alvöru um hlutverk sitt í heimi líðandi stundar, gildi menningar sinnar og hafí áhyggjur af farsæld eigin menningar. Menning smáþjóð- ar getur aldrei orðið sjálfsagður hlutur, vegna þess að hún krefst þess að vakað sé yfír henni og ýmislegt lagt af mörkum til að halda henni við. Þetta er töluvert öðruvísi en háttar til hjá öðrum þjóðum og stærri. Það, sem_ hefur dugað bezt í þessu skyni, eru íslend- ingasögur og þær munu eflaust gera það áfram um ófyrirsjáanlega framtíð. Magnús Magnússon er vel kunn- ur á Islandi og ekki síður á Bret- landseyjum. Hann hefur ritað ýmislegt um fom fræði, þýtt íslenzkar bækur á ensku og síðast en ekki sízt hefur hann stýrt feiki- vinsælum spumingaþætti hjá BBC-sjónvarpinu, Mastermind. Fyrr á þessu ári kom út í Bretlandi bókin Iceland Saga, þar sem meg- intexti þeirrar bókar, sem nú er komin út á íslenzku, Landið, sagan og sögurnar, birtist. Sú bók vakti nokkra athygli á Bretlandseyjum og seldist lengi vel í Skotlandi og höfundurinn kom fram í sjónvarpi við að kynna hana. Það er mikið þing fyrir íslendinga að hafa mann eins og Magnús Magnússon svo framarlega í þjóðlífi Breta. Hann vekur athygli á landi og þjóð með þeim hætti, að mark er á tekið. Og hann hefur ýmislegt að segja Is- lendingum, eins og sjá má af þessari nýju bók. í þessari bók er rakið efni nokk- ura helztu íslendingasagna og tengt við sögulega atburði á þjóðveldisöld og síðar. Hann fellir þessa frásögn síðan saman við lýsingu á upp- götvunum í fomleifafræði og ýmisleg smærri atriði, sem skipta oft miklu máli, en vilja gjaman gleymast. Bókin er mjög læsilega skrifuð og þýðingin hefur tekizt vel, en í örfáum tilvikum er þýðing- arblær á setningu eða orðalagi, eins og þegar sagt er að menntun Snorra Sturlusonar í Odda hafí „mótað hann fyrir lífíð". En þetta er ekki til neinna lýta. Ég hygg, að fleirum gæti farið eins og mér, að fínnast þetta vera eins og byijendabók í Islandssögu í fyrstu tveimur köflunum. En það er ástæða til að láta það ekki á sig fá, því að það er fjöldamargt stór- fróðlegt í bókinni, sem ætti að upplýsa íslenzka lesendur. Það leik- ur ekki á tveim tungum að Magnus Magnússon er fróður um sögu ís- lands og kann ágætlega að segja frá. Hann kann sérstaklega að nýta sér nákvæma þekkingu sína til að varpa ljósi á ýmis mikilvæg söguleg atriði. Þar var sumt, sem ég hafði ekki séð áður. Skáldskapartími Steins Békmenntir Jóhann Hjálmarsson MAÐURINN OG SKÁLDIÐ STEINN STEINARR. Sigfús Daðason setti saman. Reykholt 1987. Sigfús Daðason segir um tilgang- inn með bókinni Maðurinn og skáldið Steinn Steinarr: „Sú samantekt um Stein sem birtist í þessari bók, er ekki annað en ágrip, en ætlast var til að þetta ágrip gæti þénað bæði sem lýsing á manninum, uppruna hans, mótun og æviferli, og sem inngangur að skáldskap hans. Þjóðsögur hafa myndast um Stein, rangar hug- myndir og tilbúnar „staðreyndir" verið á kreiki, og er vonandi að þessi bók geti leiðrétt eitthvað af því, en auðvitað er enn margt ósagt um Stein.“ Meginmál bókarinnar, ritgerð Sigfúsar um Stein, er í rýrara lagi og vægast sagt ágripskennt. En vissulega má ýmislegt á því græða. Einkum eru þar margar heimildir um manninn, en færri um skáldið. Út af fyrir sig er líka nokkurs virði vitnisburður skálds um skáld. Ekki sakar að Sigfús þekkti Stein vel og Steinn lét sér annt um Sigfús. Sigfús leggur áherslu á að skáld- skapartími Steins hafí verið stuttur. Milli Ferðar án fyrirheits og Tímans og vatnsins líða sex ár og eftir út- komu síðarnefndu bókarinnar yrkir Steinn lítið. Átta árum síðar kemur heildarútgáfa ljóða hans: Ferð án fyrirheits — Ljóð 1934-1954. í þeirri bók eru nokkur áður óútgefin ljóð. I Kvæðasafni og greinum (1964) er að fínna ljóð sem ekki höfðu áður birst á prenti og þar eru ljóðin þijú sem Steinn birti í Nýju Helgafelli 1956 og 1957 skömmu fyrir dauða sinn: Formáli á jörðu, Kreml og Don Quijote ávarpar vind- myllumar. Áður óprentuð Ijóð hafa Sigfús Daðason birst eftir Stein síðan,. m.a. í Skími 1973. í Maðurinn og skáldið Steinn Steinarr birtust í fyrsta sinn í bók nokkur ljóð eftir Stein og einnig frumgerð Tímans og vatnsins sem hann nefndi Dvalið hjá djúpu vatni. Meðal skýringa Sigfúsar á því hvers vegna ekki kom meira frá Steini af ljóðum er sú að Steinn „hafi smámsaman komist að þeirri niðurstöðu að skáldskapur krefðist mjög mikils af iðkendum sínum, mikillar listar, mikils vits, mikillar þekkingar, og hann hafí þegar fram í sótti vantreyst sér til að leggja slíkt af mörkum sem listin krafð- ist“. Þessu til áréttingar vitnar Sigfús í nætursamtal við Stein. Nú hljóta flest skáld að lifa þær stundir þegar efasemdir gera vart við sig og alltaf er hægt að gera betur. Síðustu ljóð Steins eru tal- andi dæmi um að nýtt tímabil var að hefjast í list hans, hann reiðubú- inn sem fyrr að senda hugsun sína út í veröld heimsku, ofbeidis og dauða. En hann þurfti sinn tíma líkt og önnur skáld og var ekki nema 49 ára þegar hann lést. Um efni eftir Stein sem fyrirferð- „Rómversk leturgerð barst til Islands með Hróðólfi og þeim bisk- upum öðrum sem sendir voru hingað til lands. En stafrófið sem þeir fluttu með sér hafði tvö tákn sem voru ekki til í latínu: „ð“ og „þ“. Þau voru engilsaxnesk, þótt þau séu ekki lengur notuð í ensku. Þegar íslendingar fóru að skrifa bækur á móðurmáli sínu notuðu þeir því enskt lágstafaletúr." (Bls. 109.) Þetta litla atriði, sem er ekk- ert smámál, segir langa sögu. Atriði af þessu tæi finnst mér vera mestur fengur að í þessari bók. Hann seg- ir líka frá daglegu lífí víkinganna, húsakosti og ýmislegu öðru, sem sýnir betur en aðrir höfundar hafa gert hversu venjulegir og óvenjuleg- ir víkingamir voru. En það er fleira, sem gerir þetta mjög eigulega bók en góður texti. Myndir eru margar í bókinni og mjög vel valdar og tengjast textan- um og hafa prentazt skýrt og vel. Þetta er bók, sem er ekki einvörð- ungu fyrir áhugamenn um Islands- sögu, heldur ætti hver Íslendingur að hafa af henni verulegan fróðleik og mikla skemmtun. Og það, sem er kannski mest um vert, þá ættum við að njóta íslendingasagnanna betur en áður. Saga Ólafs Þór- hallasonar — Álfasagan mikla Bækur Steinn Steinarr armikið er í Maðurinn og skáldið Steinn Steinarr segir Sigfús: „Textar Steins hafa verið valdir í bókina í þeim tilgangi að sýna sem yfirgripsmesta mynd af manninum og skáldinu. Þeir eru flestir úr bók- um Steins, en nokkrir hafa ekki komið á bók fyrr en nú.“ Sama hlutverki eiga að gegna blaðaviðtöl við Stein og aðra og ýmsir aðrir vitnisburðir um Stein sem Sigfús ljær rúm í bókinni. Segja má að sjaldan sé góð vísa of oft kveðin, en flest er þetta kunnugt þeim sem á annað borð kæra sig um að vita eitthvað um Stein. Myndefni bókarinnar er aftur á móti góður fengur. Eg er satt að segja ekki viss um að hvaða gagni þessi samantekt Sigfúsar Daðasonar kemur. Höfðar hún fyrst og fremst til gamalla aðdáenda Steins eða mun henni auðnast að vekja áhuga nýrra les- enda og ljóðavina? Að mínu viti er Sigfús meira í staðreyndatali en að hann kafí djúpt. Ritgerðin er á köfl- um skemmtileg, einkum þar sem textinn leynir á sér, verður tvíræður og jafnvel margræður. Jón Gíslason Skáldsaga frá 18. öld. Höfundur: Eiríkur Laxdal. Þorsteinn Ant- onsson og María Anna Þorsteins- dóttir sáu um útgáfuna. Bókaútgáfan Þjóðsaga 1987. Hér er loksins komin á prent elsta varðveitta skáldsagan á íslensku. Saga Ólafs Þórhallasonar — Álfa- sagan mikla. Þetta er mikið verk hátt á fimmta hundrað blaðsíður. Raunverulega er þessi skáldsaga merkur liður í bókmenntasögu þjóð- arinnar, og má það sæta furðu, að hún skuli ekki hafa verið prentuð fyrr. Það er mjög lofsamlegt fram- tak að gefa hana út og sérstaklega af hendi útgefandans. Útgefendur rita yfír sögunni inn- gangsorð. Sagan skiftist í fyrsta vökulestur, annan vökulestur, þriðja kvöldvökulestur og fjórða vökulestur. Síðan er kafli um höf- undinn og söguna, og þá tilvísanir og heimildir. Það er alveg furðulegt, að aldrei hefur neitt að gagni verið ritað um þessa sögu, þrátt fyrir það, að hún er fyrir marga hluta sakir hin merk- asta. Hún er vel rituð á góðu máli, stílföst og hrein í list sinni og upp- byggingu. Rituð í sönnum anda kristninnar, syndin hvergi á yfir- borðinu heldur framin meðal álfa og huldra jarðarbúa, rík í fram- kvæmd og fullnægir þörfum leit- andi lesanda ástarsögu. Allt eru þetta góð einkenni að eftirsóttu marki í skáldsögu á líðandi stund. En hvað? Eiríkur Laxdal höfundur sögunn- ar var menntaður maður eftir mati samtíðarinnar, stúdent og stundaði nám í Háskóla Kaupmannahafnar. En hann var auðnuleysingi, flakk- ari og ölmusumaður, var víða kærkominn gestur vegna fróðleiks síns og frábær sagnamaður. Hann kunni vel að segja frá og móta efni sitt í lifandi búning, eins og Ólafs- saga ber njeð sér. Heimildir eru ekki miklar um Eirík, en hann var kvennagull og átti ástir kynstórra kvenna. Hann var djákni um stund en missti emb- ættið og eru sakir óljósar. Hann var kunnugur víða um land og nam ógrynnin öll af álfa-, huldufólks- og þjóðsögum. Það er alveg ör- uggt, að hann auðgaði stórlega þjóðsagnasjóð þjóðarinnar og sum- ar kynjasögur álfa, huldufólks og fleiri eru upphaflega í varðveislu í mótun og gerð hans. Þegar Eiríkur gisti á bæjum sagði hann eða las sögur sínar, enda skiftir hann þeim í vökur. Þegar ég var að alast upp þekkti ég fólk, sérstaklega gamlar konur, sem kunnu mjög líkar kynjasögur og eru í Ólafssögu. Man ég hrafl úr þeim sumum. Mér þóttu þær sérstaklega skemmtilegar og hafði mikið yndi af þeim. Þær voru næst- um því eins skemmtilegar og Þorláksljóð, sem sumt gamalt fólk kunni í uppvexti mínum og var óspart að þylja yfir mér, unglingn- um. Ég las prentuðu útgáfu Ólafs- sögu af mikilli ánægju. Hún var mér að nokkru upprifjun, því ég las hana fyrir nokkrum árum á Lands- bókasafni. Ólafssaga Þórhallasonar er mótuð af erlendum fyrirmyndum. Höfundurinn er lesinn í samtíðar- sagnagerð og á stundum eru kaflar í verki hans líkar því og hann þýði þá eða endursegi. Viðfangsefni hans eru aðallega ástafar með álf- og huldukonum, mörgum fögrum og gimilegum. Fyrirmyndir hans eru sennilega þúsund og ein nótt og fleiri slíkar sögur, ritaðar af sið- prúðum kristnum höfundum, sem færa sögusvið ástalífs persóna sinna yfir í hulda heima álfa og jarðbúa. Eins og ég hef þegar sagt, er Ólafssaga ekkert rannsökuð, nema það sem útgefendur leggja hér til málanna. Það er að vissu marki ágætt, en þarfnast meiri saman- burðar við erlend rit. Sama er að greina um skilgreiningu Eiríks á þjóðlegum venjum, en talsvert er af þeim í sögunni, og sumar æva- fomar, að ég held. Kunnátta hans í fjarlægum landshlutum er líka talsvert brengluð að mér virðist, en ekki einskis virði. Öfgar og furður eru honum rík til nota, og er það miðaldalegt að vissu marki. Sagan er kjörinn skemmtilestur og er mér ekki grunlaust um, að skáld og rit- höfundar hafí sótt í hana fyrir- myndir og mótað þær í verk sín að vild. Kaflinn um höfundinn er ágætur, ritaður á mjög lipru og hreinu máli. Að honum er mikill fengur. Bókin er mjög vel gefin út, jafnt prentun, form og band. Það er mikill fengur að útgáfu þessarar bókar. ÖRBVLGJUOFNM^ Æ-ASP^abab

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.