Morgunblaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1987 Göfugar hugsjónir Sjálf- stæðisflokksins þarf að efla eftirSigurð Helgason Það fer ekki á milli mála, að Sjálfstæðisflokkurinn er á alvar- legum tímamótum, en við síðustu kosningar fékk flokkurinn 27,2% fylgi hjá þjóðinni, sem ekki virð- ist hafa aukist nema lítillega miðað við síðustu skoðanakánn- anir. Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður árið 1929 og hefur oft- ast verið með um 40% fylgi á landsmælikvarða, en jókst eða minnkaði um allt að 5% eftir því, hvernig honum hafði vegnað á kjörtímabilinu. Það var ljóst að til þess að ná svo miklu fylgi, þá þurfti að reka víðsýna og göfuga hugsjónastefnu sem höfðaði til þjóðarinnar, jafnframt varð hún að vera raunsæ og í samræmi við breytta tíma. Það var og mikið lán fyrir Sjálfstæðisflokkinn, að forystumenn hans voru í fremstu víglínu í sjálfstæðisbaráttu þjóð- arinnar og var þeim mikið að þakka farsælar lyktir þess máls með stofnun lýðveldisins árið 1944. Á forystumönnum flokks- ins hvíldi og aðalábyrgð á samstöðu íslands og annarra vestrænna þjóða. Er enginn vafi á því, að einmitt með þessu sam- starfi við aðrar þjóðir hefur okkur tekist að standa trúan vörð um hugsjónir lýðfrelsisins og mann- réttinda hér á landi. Það var og lán Sjálfstæðisflokksins að þeir hafa haft forystu í stækkun land- helginnar, einu mesta hagsmuna- máli þjóðarinnar, og aðalsigrar hafa unnist undir þeirra forystu. Fjölmargt fleira mætti rekja í taepra 60 ára sögu Sjálfstæðis- flokksins, en of langt mál yrði að rekja nánar í þessari grein. Með allt þetta í huga er ef til vill ekkert óeðlilegt að Sjálfstæð- isflokkurinn hafi haft svo fast varanlegt fylgi hjá þjóðinni og algjört forystuhlutverk. Hér verð- ur einnig að hafa í huga að flokkurinn hefur byggt fylgi sitt á víðsýnni umbótastefnu og í hans röðum hafa verið litríkir einstakl- ingar af öllum stéttum og frá öllu landinu. Það er rétt að oft var tekist á um ólíkar skoðanir og áherslur á fundum, en þegar upp var staðið, þá voru þessar mis- munandi skoðanir og sjónarmið til þess að styrkja hann útávið. Ábyrgum flokksmönnum var ljóst, að sameinuð var hægt að vinna stórsigra, en sundrað lið í orustu er með öllu vonlaust og aðeins býður hættunni heím. Hafa verður í huga að áherslur stjóm- málaflokka þurfa að breytast og er það einmitt einkenni lifandi stjómmálaflokks. Naflaskoðun Það er nauðsynlegt sérhveijum stjómmálaflokki, þegar i ljós hef- ur komið mikið fylgistap, að gera sér grein fyrir helstu ástæðum í þeirri von að hægt sé að taka á vandanum með festu og áræði og ná þannig til kjósenda að nýju. Það er í tísku að kalla slíkt nafla- skoðun og mun það gert hér, enda þótt nafngiftin sé hvimleið. Það em að mínu mati þijár meginástæður fyrir fylgistapi Sjálfstæðisflokksins, sem nánar skulu raktar. í fyrsta lagi hefur um nokkurra ára skeið verið að þróast mikil klíkustárfsemi innan flokksins. Þær beijast um völdin en ekki um stefnur. Þegar klíkuslagur er í algleymingi innan flokka þá er oftast beitt ólýðræðislegum vinnubrögðum og þá gleymist sú staðreynd að þessir sömu flokks- bræður og systúr eiga að vera samheijar, þegar til kosninga kemur. Hér er að mínu mati höfuðá- stæða þess að margur hefur hrakist úr almennri stjómmála- þátttöku. Allir starfandi stjóm- málaflokkar eiga við svipuð vandamál að stríða og því fer það stöðugt í vöxt að hin almenna þátttaka í stjómmálum fari minnkandi og flokkamir missa margt afbragðs fólk, til starfa. Með ólýðræðislegum vinnubrögð- um er hættunni boðið heim og fylgistap oftast á næsta leiti. Nauðsynlegt er að hafa þetta í huga, þegar taka á út orsakir fylgistaps Sjálfstæðisflokksins. I öðm lagi fínnst mér að mörg- um - af grundvallarskoðunum sjálfstæðismanna hafi verið vikið til hliðar. Höfum í huga að hið frjálsa athafnalíf er til þess að öll þjóðin geti tryggt sér sem best lífskjör. Skilningur og samúð milli stétta og héraða er lífakkeri þjóðarinnar. Sjálfstæðisflokkur- inn verður aldrei það afl, sem hann var og getur orðið nema að fólkið í landinu hafi á tilfinning- unni að þeim sé fyrir bestu að stefna hans verði mikils ráðandi. Að mínu mati er það nauðsynlegt að endurvinna traust almennings í landinu. Nánar verður gerð grein fyrir helstu stefnumálum Sjálf- stæðisflokksins síðar í grein þessari. í þriðja lagi, en um það snúast umræður aðallega, var klofningur innan Sjálfstæðisflokksins við síðustu þingkosningar. Borgara- flokkurinn fékk við síðustu kosningar 10,9% fylgi, en talið er að hann hafi tekið mest frá Sjálfstæðisflokknum. Samtals hafa þessir flokkar 38,1% fylgi, en það var nálægt því sem vænta mátti að Sjálfstæðisflokkurinn einn myndi hafa haft. Hér verður og að hafa í huga að einhver hluti af kjósendum Borgaraflokksins var ekki frá okkur kominn. Það er skoðun mín, að af því þær aðstæður, sem raktar voru hér að framan, voru fyrir hendi, þá skapaðist einmitt möguleiki fyrir framboð Borgaralistans. Einnig er ekki vafi að framkoma Sjálf- stæðisflokksins gagnvart Alberti Guðmundssyni var ekki pólitískt rétt, enda sýna úrslit kosninganna að það var skoðun hins almenna kjósanda. Við þær aðgerðir fannst mér og að ekki væri gerður nægj- anlegur skilsmunur á ráðherra- ábyrgð og ábyrgð þingmanna. Það er rétt að gera sér grein fyr- ir því að hjá öllum vestrænum lýðræðisríkjum eru gerðar mjög strangar kröfur til ráðherra og eru ráðherrar látnir víkja vegna minnstu yfírsjóna og í sumum til- vikum þarf ekki sök að vera sönnuð, heldur nægjanlegt, ef við- komandi ráðuneyti, sem ráðherra fer með stjóm á, hafi gert mis- tök. Oft fá þeir ráðherrar sem orðið hafa að hætta full völd að nýju innan síns flokks, þegar ein- hver tími hefur liðið. Hér skal gerð grein fyrir þremur mjög nærtækum tilvikum, sem öll eru mjög lærdómsrík fyrir okkur. Ritt Bjerregaard varð að segja af sér Sigurður Helgason „Þessi síðustu orð Olafs Thors til sjálfstæðis- manna eiga að berg- málast í stefnu og störfum Sjálfstæðis- flokksins og í þessum anda er hægt að ná til kjósenda að nýju. Af fullum heilindum verða f lokksmenn að taka höndum saman og bjóða öllum þátttöku.“ ráðherradómi fyrir nokkrum árum, þegar í ljós kom að hún hafði lifað á rándýru hóteli í París á kostnað ríkisins, sem ekki þótti sæmandi. Hún varð að sjálfsögðu þingmaður áfram og er í dag næst valdamesti forystumaður Verkamannaflokksins í Dan- mörku og öruggt ráðherraefni flokksins. Annað dæmi er Cecil Parkinson, sem var ráðherra í stjómn Thatcher, en varð að víkja vegna hneykslanlegs ástarsam- bands við einkaritara sinn, en er nú ráðherra að nýju og spáð mikl- um frama í íhaldsflokknum. Þá skal nefnt, að dómsmálaráðherra Svía, Sten Wickbom, varð að segja af sér ráðherraembættinu fyrir skömmu, vegna slælegra vinnubragða lögreglu Stokk- hólmsborgar í leit að morðingja Olofs Palme og vegna stroks þekkts njósnara þar í landi. Við athugun kom í ljós, að dómsmála- ráðuneytið hafði fengið upplýs- ingar um heimsókn fangans til eiginkonu og ekkert aðhafst. Hér skipti ekki máli, hvort ráðherra hefði fengið þessar upplýsingar sjálfur. Ég held að við getum öll verið sammála um það, að ekkert af ofangreindum tilvikum hefði leitt til þess hér á landi að ráð- herra segði af sér. Það er aftur ljóst að mikill vandi er að innleiða slíkar reglur og þarfnast hvert mál ítarlegrar rannsóknar. Haf- skipsmálið svokallaða var stórmál á okkar mælikvarða, sem hefur haft alvarlegar afleiðingar. Ósk um að ráðherra yrði að víkja, ef ástæða var til þess, varð að taka strax til afgreiðslu og upplýsingar lágu fyrir, en ekki löngu síðar skömmu fyrir kosningar. Rétt þykir í þessu sambandi að vekja athygli á því, að hjá öllum vest- rænum ríkjum verða þingmenn ekki sviptir umboði sínu, nema um mjög alvarlegt refsibrot sé að ræða, þar sem dómur er fallinn eða að sök er ótvíræð. Eru aðeins örfá dæmi um sviptingu þingsæta hjá öðrum þjóðum. I öllum um- ræðum hér hefur mér fundist þessum hugtökum ruglað saman. Ég vil ítreka nauðsyn þess að heilbrigt almenningsálit er öflug- asta aðhald í lýðfijálsu landi gagnvart stjómvöldum á hveijum tíma og er mikil þörf á að þess gæti meir í framtíðinni, en hingað til. „Ég á sjö börn í landi • •• / • * it Og SJO 1 SJO Þessi orð viðhafði Ólafur Thors eitt sinn við Birgi Kjaran. Hér átti hann vitaskuld við að hann þurfti að halda saman Sjálfstæð- isflokknum, sem í voru allar stéttir, sætta þurfti byggð og borg, ungt fólk og eldri kynslóð- ir. Þetta var list, sem honum var einstaklega lagin. Það er bæði hollt og gott á þessum tímamótum í dag að minnast okkar fjölhæfa og stórgáfaða leiðtoga og þá ekki síst þeirra hæfileika hans að vera talinn einn mesti samningsmaður, sem þjóðin hefur eignast. Á þessa hæfileika reyndi oft í lífi hans við ýmsar aðstæður, því að hann var lengur forsætisráðherra, en nokk- ur annar. Hér verður nær ein- göngu minnst atvika úr sögu Sjálfstæðisflokksins og er í þessu sambandi m.a. stuðst við hina gagnmerku bók um ævi og störf Olafs Thors eftir Matthías Jó- hannessen, ritstjóra. í upghafi skal bent á þá staðreynd, að Ólaf- ur Thors átti stærstan þátt í Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída: EINFÆTTIR FARFUGL AR Fyrir framan skrifstofuna hjá okkur er sjóvamargarður, en hlið hússins, sem að honum snýr, er að mestu úr gleri. Miklum tíma dags hjá okkur eyðum við í símanum, svo augun eru þá oft laus og liðug og geta skoðað lífíð á vamargarðinum. Með sanni má segja, að þar sé oft um auðugan garð að gresja. Þama hafa vetursetu um 20 pelíkanar og 12 til 15 tildrur, sem skyldar eru lóunni okkar og ekki ólíkar henni í útliti. Á íslandi bíðum við með óþreyju eftir því að vorið komi og farfuglamir snúi aftur til varplanda sinna frá suðlægum slóð- um. Hér í Flórída er þetta alveg öfugt. Við hlökkum til þess tíma, þegar pelíkanamir og tildrumar koma frá sumardvöl á norðlægari slóðum og setjist á vegginn okkar. Það gerist síðla á haustin en svo kveðjum við þessa vini okkar snemma á vorin. Pelíkaninn fer ekki ýkja langt, aðeins um 1000 km upp til Georgíu og Suður-Karólínu. Tildran flýgur aftur á móti níu sinnum lengri Ieið, eða alla leið til Labrador og Suður- Graenlands. Þvælist hún stundum til íslands, en er ekki sögð verpa þar nema sjaldan, samkvæmt Fuglabók AB 1964. Við fylgjumst vel með fuglalífínu á vamargarðinum okkar og þess vegna vitum við, að það eru að mestu sömu pelíkanamir og tildr- umar, sem hafa þar vetursetu ár eftir ár. Fyrirliði pelíkanahópsins er Lefty, og er hann svo nefndur, því á hann vantar hægri fótinn. Hann hefír komist af svona í mörg ár, og staulast um á stúfnum. Svo einkennilega vill til, að svipað er á komið með eina tildruna; á hana vantar allar þijár tæmar. Það eru komnar einar sex vikur síðan Lefty kom, og eru nú einnig komnir einir 10 af hans fylgifugl- um. Tildruhópurinn kom allur í einu eins og alltaf, fyrir rúmum mán- uði. Tildran tálausa var í farar- broddi og virtist vera feit og pattaraleg. Lefty og sú tálausa eru auðvitað vel málkunnug, hafandi búið saman á veggnum okkar í nokkra vetur. Stundum, á morgnana, þegar allt er kyrrt og fallegt og megnið af vonda fólkinu er ennþá sofandi, hefí ég heyrt þau vera að spjalla saman. Ég man vel, þegar ég heyrði þau, fyrir nokkrum ámm, vera að ræða um hin sameiginlegu líkams- lýti sín. „Það var kuldavorið 1985,“ sagði tildran, „og við vorum nýkomnar alla leið til austurstrandar Græn- lands eftir erfítt flug. Við vomm þreyttar og slæptar, og ætluðum að slappa af í nokkra daga áður en við hæfum hreiðurgerð." „Emð þið ekki ein af þessum tegundum, sem eyðir miklum tíma í vandað hreiður?" spurði Lefty. „Það em fáir, sem kasta eins vængjunum til hreiðurbyggingar- innar eins og þið pelíkanar, nema kannski krían. En vertu nú ekki að grípa fram í, þegar ég er að byija að segja þessa harmsögu af tánum mínum heitnum. Jæja, að kveldi annars dags vomm við stöllur að tildrast og stóðum flestar í hóp undir moldarbarði. Eg dró aðra löppina upp undir mig, eins og okk- ur er tamt, setti mig í góða jafn- vægisstellingu, og lét mér síðan renna í bijóst. Vaknaði ég eftir drykklanga stund og var þá kominn hörkugaddur. Mér til mikillar skelf- ingar sá, ég, að ég hafði staðið í smá polli og var nú fóturinn frosinn fastur." Sögumaður gjóaði augunum til vinar síns, Lefty, til að sjá, hvort ekki mætti merkja einhveija samúð hjá þessum stóra og klunnalega fugli. En hann sá ekkert og fyrtist við. „Ég leyfði mér nú að vona, að þú gætir sett þig í mín spor og skildir ef til vill angist mína. En mér sýnist nú bara, að þú sért að brosa að frásögn minni.“ Tildran var sármóðguð. „Ekki segja þetta, elskan mín. Þú hlýtur að hafa tekið eftir því áður, að þegar við pelíkanamir sitj- um hreyfíngarlausir, þá sýnist mörgum, að við séum sí-brosandi. Þetta er ekki rétt. Það er bara lag- ið á goggnum og pokanum, sem honum fylgir, sem gera þetta að verkum. Mér er svo sannarlega ekki hlátur í hug, og ég hefí með þér mikla samúð. Góða haltu áfram með söguna." „Nú jæja þá, þama stóð ég og gat mig ekki hreyft í marga tíma, en loks tókst mér að losa fótinn með því að gogga í ísinn. En tæm- ar hafði kalið, og eftir nokkum tíma duttu þær bara af fætinum. Þetta var sársaukafullt og erfítt til að byrja með, en svo vandist það. Þeg- ar ég stend á góða fætinum og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.