Morgunblaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1987 15 sameiningu íhaldsflokksins og Fijálslynda flokksins, en úr þess- ari sameiningu var Sjálfstæðis- flokkurinn stofnaður árið 1929. Fyrsti formaður hans var Jón Þorláksson, sem var stórgáfaður og mikilhæfur foringi. En árið 1934 tók Ólafur Thors við for- mennsku og hélt óslitið til ársins 1962, en þá tók við hinn gagn- merki stjómmálamaður Bjami Benediktsson. í stuttri frásögn verða rakin tvö atvik úr sögu Sjálfstæðisflokksins, þar sem mikil hætta var á varanlegum klofningi hans. Það reyndi mjög á stjómmálahæfileika Ólafs Thors, þegar honum tókst að mynda Nýsköpunarstjómina árið 1944, sem var við völd til ársins 1947. í þeirri stjóm vom Sjálf- stæðisflokkur, Alþýðuflokkur og Sósíalistaflokkurinn. Við myndun þessarar stjómar nutu sín allir kostir Ólafs, kjarkur, bjartsýni og viska. Hann þorði að taka áhætt- ur og tefla til sóknar og sigurs. En fímm mjög kunnir þingmenn Sjálfstæðisflokksins gáfu yfirlýs- ingu, að þeir styddu ekki ríkis- stjómina vegna þátttöku kommúnista. Það voru þeir Pétur Ottesen, Gísli Sveinsson, Jón Sig- urðsson, Þorsteinn Þorsteinsson og Ingólfur Jónsson. Að sjálf- sögðu var þetta mikið stjóm- máialegt áfall fyrir Ólaf og vora sumir þessara þingmanna meðal bestu vina hans. Er fróðlegast og best til þess að sjá hvemig sættir tókust er að vitna orðrétt til eins þeirra, Jóns Sigurðssonar frá Reynisstað, en hann segir. „Sam- fara þessu var drengskapur hans, góðvild og umburðarlyndi, sem allt átti sinn þátt í að styrkja flokkinn og afstýra sundrang eða klofningi, þegar snurða hljóp á þráðinn. Ef til vill koma þessir eðlisþættir Ólafs síðast fram er við Pétur Ottesen og Gísli Sveins- son neituðum að styðja ríkis- stjómina er Ólafur myndaði með þátttöku kommúnista. Var þá lagt hart að Ólafi af sumum flokks- mönnum okkar að reka okkur úr flokknum. Ólafur sinnti því ekki og víst er að hvorki Ólafur eða flokkurinn iðrast þess, að ekki var gripið til þeirrar refsingar." Fullar sættir tókust við næstu kosning- ar. Annað alvarlegt áfall var klofningur Sjálfstæðisflokksins í forsetakosningunum 1952, þegar Ásgeir Ásgeirsson var kosinn for- seti íslands. Sjálfstæðisflokkur- inn og Framsóknarflokkurinn höfðu ákveðið að styðja séra Bjama Jónsson, sem forsetafram- bjóðanda. En stór hluti Sjálfstæð- ismanna undir forystu Gunnars Thoroddsens, þáverandi borgar- stjóra, studdu framboð Ásgeirs Ásgeirssonar. Hér verður þetta ekki rakið nánar, en tekið skal fram að álit margra úr öllum flokkum var að forseti Islands hefði takmarkað pólitískt vald og litið meir á hann sem einingarafl þjóðarinnar, óháð stjómmála- flokkum. Segja má að þetta sjónarmið hafí ráðið síðan við val í forsetaembættið. Ólafur tók úr- slitum ilia, en reyndi aldrei að koma á hefndum. Hann valdi Gunnar Thoroddsen sem fjár- málaráðherra í Viðreisnarstjóm- ina, þegar hún var mynduð 20. nóvember 1959. Ábyrgir menn innan flokksins höfðu beitt sér fyrir sáttum og þar mun Bjami Benediktsson hafa átt dijúgan hlut að. Að lokum skal vitnað til setningar úr kveðjubréfí, er Ólaf- ur Thors sendi landsfundi Sjálf- stæðisflokksins árið 1962, en hann var þá farinn að heilsu og dró sig í hlé úr stjómmálum, en þar segir orðrétt: „Ég vona, að nú sem fyrr svífí andi einingar og vináttu yfír vötnunum og að göfugar hugsjónir samfara raun- sæi marki störf og stefnu fundar- ins landi og lýð til blessunar." Andi einingar og vináttu Þessi síðustu orð Ólafs Thors til sjálfstæðismanna eiga að berg- málast í stefnu og störfum Sjálf- stæðisflokksins og í þessum anda er hægt að ná til kjósenda að nýju. Af fullum heilindum verða flokksmenn að taka höndum sam- an og bjóða öllum þátttöku. Grandvallarstefna sjálfstæðis- manna er athafnafrelsi og tján- ingarfrelsi, en með því fá hæfíleikar og kraftar notið sín til fulls. Eignarréttur einstaklinga er tápmesti fjörgjafi allra fram- fara, en jafnframt þurfum við að beijast gegn hverskonar kúgun, fátækt og ofbeldi. í landi okkar þarf að tryggja að góð lífskjör verði varanleg almenningseign. Þannig mætti halda áfram, því af mörgum góðum stefnumálum er að taka. Ég vil að lokum ítrekað benda á forystuhlutverk Sjálfstæðis- flokksins í íslenskum stjómmál- um og heillavænleg áhrif stefnu hans á hag þjóðarinnar og stjóm- arfarið í landinu. Upplausn í stjómmálum og glundroði gæti haft alvarlegar afleiðingar. Það er trú mín að við getum á grand- velli stefnu Sjálfstæðisflokksins í anda einingar og vináttu unnið nýja sigra, landi og lýð til blessun- ar. Höfundur er bæjarfógeti á Seyðis- firði og sýslumaður í Norður- Múlasýslu. Nokkur orð um beyg- ingu landafræðiheita, ættarnafna og fleira eftirÁrna Böðvarsson Hinn 9. desember sl. birtist í DV athugasemd frá Sigurði Þor- kelssyni sem hann kallar „Um eignarfall og uppnefningu sér- nafna“ og um sama leyti sendi Vináttufélag íslands og Kúbu fjöl- miðlum ályktun þar sem mótmælt er lýsingarorðinu kúbskur sem hefur nokkrum sinnum verið not- að í stað „kúbanskur". Hvora tveggja er beint gegn málfari í Ríkisútvarpinu. Bæði þeir sem athugasemdina gerðu og lesendur eiga kröfu á svari, en eitt verður látið nægja. Sigurður spyr m.a.: „Hvaða vit er í því að kalla norsku borgina Bergen Björgvin? ... Og því er þá ekki notuð eignarfallsmyndin „Björgvins" í stað „Björgvinjar“?“ Þessu skal svarað fyrst. „Vin“ er kvenkynsorð sem allir íslensku- mælandi menn þekkja, t.d. „gróðurvin, vin í eyðimörk". Eign- arfall þess orðs er vinjar. Það er seinni hluti borgamafnsins Björg- vin og því er eignarfall þess Björgvinjar. Hins vegar er seinni hluti karlmannsnafnsins Björgvin sama og karlkynsorðið vinur, þótt -ur hafí horfíð aftan af og nafnið þá skipt um eignarfallsmynd. Þá er þess að geta að borgin Björgvin hefur borið þetta nafn frá upphafí og íslendingar kölluðu hana ekki annað, allt þar til betri skipaferðir hófust þangað samtímis bættum verslunarhátt- um hérlendis á síðustu öld. En í dönsku breyttist nafnið. Sú tunga varð allsráðandi í norskum borg- um og margir Norðmenn tóku snemma upp danska borgarheitið Bergen í stað hins norska Björg- vin. Því varð það mestu ráðandi í norsku, en þó heitir til dæmis biskupsdæmið þar „Björgvin bispedöme“. Að sjálfsögðu notuðu danskir kaupmenn dönsku um- myndunina Bergen, en ekki uppranalega nafnið Björgvin, og sama gerði útlenda skipafélagið sem hafði siglingar milli íslands og Noregs. Margir íslenskir versl- unarmenn tóku það upp eftir dreg tálausu löþpina upp undir mig, tekur enginn eftir því.“ „Eins og þú líklega getur ímynd- að þér var það ekki frost og kal, sem grandaði minni löpp,“ sagði Lefty, og nú var ekki laust við, að hann brosti í alvöru. „Ég var á veiðum hér rétt fyrir utan ströndina í jaðrinum á Golfstrauminum. Við voram búnir að steypa okkur nokkr- um sinnum og ég var kominn með tvo fiska í pokann. Ég rétt tyllti mér á sjóinn meðan ég var að sporð- renna fískunum, og vissi þá ekki fýrr en ég sá stærðar hákarl renna upp úr djúpinu og ætlaði hann að gleypa mig með húð og fiðri! Ég hóf mig til flugs í hvelli, en hann skellti skoltunum og klippti af mér hægri fótinn. Þegar ég var orðinn gróinn sára minna, vandist ég fót- leysinu. Slæmt er samt að geta ekki klórað sér í hægra eyranu, og svo er ég auðvitað ekki góður í sundinu; fer alltaf í hringi." í annað sinn heyrði ég kunningj- ana spjalla saman og kom þá ísland inn í samræðuna. Tildran hafði spurt Lefty að því, hvers vegna hann og félagar hans hefðu valið þennan varnargarð til vetursetu. „Mér fínnst við eiga mikið sam- eiginlegt með fólkinu, sem vinnur á þessari skrifstofu,“ sagði pelíkan- inn. „Það verslar með físk, en við myndum veslast upp, ef við fengjum ekki físk!“ „Þú segir nokkuð," sagði tildran tálausa, „við étum ekki fisk, heldur ýmis smádýr, sem finnast undir steinum. Þú hefír kannski heyrt, að enskumælandi fólk kallar okkur „tumstones" eða steinsnúara. Ég á einnig dálítið sameiginlegt með þessari skrifstofu, því þeir höndla þar íslenskan fisk og þar ku vera einn íslandsmaður. Eg hefí nefni- léga komið til íslands." Ég held ég hafi nú heyrt um ís- land,“ mælti Lefty. „Þar ku búa vont fólk, sem drepur hvali, og svo heyrði ég fyrir þremur árum, að það hefði skotið einn einmana bleik- an fla'mingóa, sem þangað þvæld- ist.“ „Það er alls ekki vont fólk á Is- landi," mótmælti tildtran, „þvert á móti. Flestir þar eru fuglavinir og miklir náttúruskoðaðarar. Ég og tveir vinir mínir voram komnir til Suður-Grænlands, fyrir þremur árum, held ég, þegar við lentum í fárviðri og hröktumst til íslands. Við slóumst í hóp með lóum, sem er dáður og elskaður fugl í landinu. Sem gefur að skilja varð ekkert úr varpi hjá okkur það sumarið, en við komust aftur til Grænlands við illan leik og fundum aftur flokkinn okk- ar. Ég get vel hugsað mér að fara aftur til íslands, og þá með varp fyrir augum auðvitað. Þú ættir að slást í hópinn, Lefty. Þú myndir verða frægur á íslandi!" Nú tísti í tildrunni. Lífíð gengur sinn vanagang á vamargarðinum okkar í vetur. En svo kemur vorið og þá hverfa far- fuglamir okkar á braut. Ef svo ólíklega skyldi vilja til, að þið rækj- ust á tálausa tildru og einfættan pelíkana heima á Fróni í sumar, þá látið þið mig vita. Höfundur er ræðismaður íslands íSuður-Flórída og framkvæmda- stjóri bjá fisksölufyrirtækiá Miami. Árni Böðvarsson „Allt málfar byggist á venju. Nýjung í máli vekur stundum fyrst í stað andúð þeirra sem hirða um málfar sitt, en sú andúð hverfur venjulega þegar nýj- ungin fer að verða algeng. þeim, en samtímis héldu aðrir ís- lendingar áfram að nota gamla heitið, Björgvin. Af þessu stafar þessi tvískinnungur í íslensku á seinni áratugum. Almennt era borgaheiti kven- kyns í íslensku, nema seinni hlutinn sé ótvírætt annars kyns (Stokkhólmur er karlkynsorð, vegna þess a hólmur er karlkyns- orð). Því beygjum við þau eins og kvenkynsorð þegar unnt er að koma því við, og segjum „til París- ar, til Rómar, til Berlínar, til Moskvu". Ekki þó allir. Sumir segja „til París, til Róm, til Berlín, til Moskva", og suma hefur þetta beygingarleysi meira að segja raglað svo rækilega að þeir era til með að segja „til Akureyri, til Hergilsey, til Vík í Mýrdal". Það er ekki rétt hjá Sigurði að eina borgin með íslensku nafni frá fomi fari sé Kaupmannahöfn. í Svíþjóð era borgimar Uppsalir, Stokkhólmur og Gautaborg (við köllum þær ekki Uppsala, Stock-' holm og Göteborg), í Noregi Þrándheimur (á norsku Trond- heim) og í Færeyjum Þórshöfn (fær. Tórshavn), svo að dæmi séu nefnd. Þá skal vikið að ályktun Vin- áttufélags íslands og Kúbu. Þar segir m.a.: „Lýsingarorðið kú- banskur er ólíkt hljomfegurra en kúbskur og hefur þar að auki alltaf verið notað og særir alls ekki íslenska máltilfínningu ein- sog kúbskur hlýtur að gera, eða hvar hafa menn séð þessa stafi saman í einni ranu: -bsk-?“ Þetta síðásta er rétt. Stafasambandið -bsk- er ekki til í ósamsettu orði íslensku. Samt er „kúbskur“ rétt myndað orð, af „Kúba“, en -b- er ekki heldur til milli sérhljóða í ósamsettu íslensku orði, þó að það sé í nafni Kúbu. Það er líka rétt að „kúbanskur", þríkvætt orð, er lipurra í flutningi en tvíliðurinn „kúbskur" sem þar að auki hefur stirt samhljóðasamband, en með „hljómfegurð" þríliðarins (kú- banskur) virðist vera átt bæði við hrynjandi orðsins og lipurð í flutn- ingi. Hitt er rangt að „kúbanskur" særi alls ekki málkennd þeirra Islendinga sem telja lýsingarorð- sendinguna -anskur og endinguna -ani í íbúaheitum vonda íslensku. Til þessa hefur ekki þótt boðlegt að nota lýsingarorð eins og „afrík- anskur, ameríkanskur, kóreansk- ur, marokkanskur, perúanskur“ eða íbúaheiti eins og „Afríkani, Ameríkani, Kóreani, Marokkani, Perúani“ í vönduðu íslensku máli. „Kúbani" og „kúbanskur" era af sama tagi. Því verður að leita annarra leiða ef við viljum sýna þjóðinni á Kúbu þá virðingu að tala um hana á vandaðri íslensku. Við höfum næg fordæmi um myndun lýsingarorðs og íbúaheitis af erlendum landaheitum. Með einkvæðum stofnum era ending- arnar -verjar (eintölu verji) um þjóðina og -verskur algengar í góðri íslensku, enda era orð eins og Kúbverji, kúbverskur bæði virðuleg og eðlileg. Þess mætti minnast í þessu sambandi að fyrir nokkram ára- tugum vora „ameríkani" og „ameríkanskur" algeng í mæltu máli hér. Nú er miklu fremur sagt „amerískur", skrípið sem endar á ,,-anskur" mikils til horfið úr mál- inu, en nafnorðið „Ameríkani" er algengt enn. Hvoragt þykir boð- legt í vönduðu máli, þó að mörgum þættu þau áður bæði „eðlileg" og „hljómfögur". Þetta var um landafræðiheiti. En Sigurður Þorkelsson minnist einnig á beyggingu ættamafna í athugasemd sinni í DV 9. desem- ber. Það er ekki rétt að „áður fyrr“ hafi ættamöfn ekki tekið eignarfallsendingu í íslensku. Þetta rakti Ingólfur heitinn Pálmason raunar rækilega í lítilli bók sem kom út í sumar, „Um ættarnöfn og erlend mannanöfn í íslensku". Þar kemur fram að frá því Isiendingar fóra að nota ætt- arnöfn hafa þau ýmist verið beygð eða óbeygð. í upphafi var algeng- ast að þau væra beygð, en á seinni áratugum hefur beygingin verið á undanhaldi. Hér verða dæmi ekki rakin, aðeins vísað í samantekt Ingólfs og bent á þá meginreglu í íslensku beygingakerfí að orð verður ekki beygingarlaust þó að annað orð hliðstætt því bætist við. Sá sem talar um „rit Nordals, ljóð Thoroddsens" verður þá líka að tala um „rit Sigurðar Nordals, ljóð Jóns Thoroddsens", nema hann vilji skipa sér í þann íjölmenna flokk sem óafvitandi stefnir að skemmdum á íslensku máli með því að fella niður beygingar. Að lokum þetta: Allt málfar byggist á venju. Nýjung í máli vekur stundum fyrst í stað andúð þeirra sem hirða um málfar sitt, en sú andúð hverfur venjulega þegar nýjungin fer að verða al- geng. Að þessu leyti gildir hið sama um góðar og vondar nýjung- ar, menn taka að telja þær eðlilegt og rétt mál þegar þeir venjast þeim, en til þess þurfa þeir ef til vill að nota þær sjálfír sjö sinnum eða jafnvel sjötíu sinnum. Höfundur er málfarsráðuna utur Ríkisútvarpsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.