Morgunblaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1987 47 Minning: María M. Krisíjáns- dóttirfrá ÞingvöUum Fædd 10. ágúst 1889 Dáin 15. desember 1987 „Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð, Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá.“ (Herdís Andrésdóttir.) Að morgni hins 15. desember síðastliðins andaðist amma mín í sjúkrahúsinu í Stykkishólmi eftir rúmlega tveggja ára legu þar. María fæddist í Litla-Langadal á Skógarströnd árið 1889. Foreldrar hennar voru Kristján Daníelsson og Ingibjörg Illugadóttir og var María annað bam þeirra hjóna af sjö systkinum en fjögur komust til full- orðinsára auk fósturbróður, sem nú er búsettur í Stykkishólmi. Um aldamótin voru aðrir tímar á íslandi en nú og ekki var um neina menntun að ræða fyrir unga fólkið þannig að María var sjálf- menntuð eins og meirihlutinn af hennar kynslóð. I foreldrahúsum nam hún öll venjuleg sveitastörf en auk þess lærði hún saumaskap í Stykkishólmi og eftir það var hún á ýmsum bæjum á Skógarströnd við saumaskap og ýmis störf. Einn- ig var hún við saumaskap hjá móðursystur sinni á Gríshóli í Helgafellssveit og þar kynntist hún mannsefninu sínu, Kristjáni Jó- hannssyni, syni Jóhanns Magnús- sonar og Ingibjargar Bergmann, sem bjuggu að Hofstöðum í Helga- fellssveit. Árið 1918 giftust María og Kristján og hófu þau búskap á Ytra-Leiti á Skógarströnd, en þar bjuggu þau í tvö ár. Þaðan fluttu þau að Litla-Langadal í sömu sveit °g bjuggu þar í eitt ár í sambýli við Daða, bróður Maríu. Lítið var um jarðnæði á þessum árum, og enn þurftu ungu hjónin að flytja búferlum, en nú fluttu þau að Þingvöllum í Helgafellssveit og hófu þar búskap árið 1921. Ekki hefur Maríu verið það létt að yfír- gefa Skógarströndina, því hún var mikill átthagavinur og á Skógar- ströndinni dvaldi hugurinn oft á Leiðrétting í minningargrein um Ásgeir Bjarnþórsson listmálara, sem birtist í Morgunblaðinu hinn 28. desem- ber, misritaðist nafn föðurömmu hans. Þar átti að standa Þórdís en ekki Ólöf Jónsdóttir. Sturla Friðriksson hljóðum stundum, þegar gesti bar að garði voru þeir oft á tíðum innt- ir eftir fréttum af Ströndinni, enda hafa það verið mikil viðbrigði fyrir hana að yfirgefa heimahaga sína, því að þá var þar blómleg byggð og hver bær setinn. Því fannst henni ekki mikið til Þingvalla koma, sem þá voru aðeins rýrt kot og þegar hún leit jörðina í fyrsta sinn spurði hún mann sinn hvar túnið væri, því að jörðin var nánast óræktuð en heyskapur stundaður í eyjum. Ungu fólki í dag væri hollt að hugsa um kjör fólks í upphafi þess- arar aldar, sem hafði ekki annað en hendumar að vopni og varð að heyja lífsbaráttuna upp á eigin spýt- ur. Vinnugleði og iðjusemi einkenndi líf þeirra Kristjáns og Maríu, enda man ég ekki öðruvísi eftir henni ömmu minni en að hún væri eitt- hvað að gera og alltaf var hún pijónandi og þó sjónin væri orðin lítil, sleppti hún ekki pijónunum fyrr en að kraftana þraut. Á fyrstu sjö búskaparárunum á Þingvöllum eignuðust þau þijú böm í viðbót og komust öll fjögur bömin á legg. Böm þeirra em: Kristján, búsettur í Grundarfirði, Ingibjörg, búsett í Gmndarfirði, gift Guð- mundi Runólfssyni útgerðarmanni, Unnur, búsett í Reykjavík, og Hall- varður Guðni, bóndi á Þingvöllum, kvæntur Sigurlínu Gunnarsdóttur. María átti oft við vanheilsu að stríða og þurfti því oft að dvelja löngum frá heimili sínu af þeim sökum en ánægð var hún að lok- inni hverri sjúkdómslegu að komast heim á sitt kæra heimili, þar sem eiginmaður hennar og böm gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að létta henni veikindin. Hún var heimakær kona og unni hag sínum best á meðal ástvina sinna. Á Þingvöllum unnu María og Kristján sitt ævistarf en sonur þeirra Hallvarður bjó með þeim í sambýli frá 1958 og tók síðan end- anlega við búinu ásamt fjölskyldu sinni árið 1971. Þau hjónin María og Kristján fluttu á dvalarheimilið í Stykkishólmi árið 1979. Kristján andaðist á sjúkrahúsinu þar árið 1984, þá 93 ára að aldri. Ari síðar fór María á sjúkrahúsið og dvaldi þar til dauðadags, enda heilsan orð- in lítil og kraftamir þrotnir eftir langa ævi og mikið ævistarf. Þó að María væri flutt frá Þing- völlum var hugurinn ekki síður þar en á Skógarströndinni. Ævinlega fylgdist hún vel með því sem var að gerast á sínu fyrrverandi heim- ili, hvort sem um var að ræða dagleg störf eða áframhaldi á þeirri uppbyggingu, sem að þau hjónin höfðu hafið. Hún unni Þingvöllum og var við þá kennd, enda eyddi hún meirihluta ævi sinnar þar við sín störf, sem hún vann af miklum myndarskap og samviskusemi. María var dagsfarsprúð og nægjusöm kona og skipti sjaldan skapi og lagði ævinlega gott til málanna. Aldrei heyrði ég hana hallmæla neinum og ekki man ég til þess að þeim hjónunum yrði sundurorða, enda voru þau samhent og samrýnd hjón allt til hinstu stundar. Heimili þeirra var alltaf gest- kvæmt, enda tekið vel á móti þeim gestum sem að garði bar og oft var þröngt á þingi. Heimsóknum til þeirra fækkaði ekki, nema síður væri eftir að þau fluttu á dvalar- heimilið, því að það var gott að koma til þeirra og spjalla við þau og þau voru ákaflega þakklát fyrir allar heimsóknir. Við systkinin vorum svo lánsöm að eyða uppvaxtarárum okkar á sama heimili og amma okkar og afi, en samvistimar við þau lít ég á sem sérstök forréttindi í þjóð- félagi þar sem það gerist æ sjald- gæfara að böm eigi þess kost að alast upp með öfum sínum og ömm- um. Samverustundimar sem ég átti með þeim em þær bemskuminning- ar, sem síðast fymast. Eftir að þau fluttu á dvalarheimilið leit ég oft til þeirra mér til ánægju og gleði og eftir að ég fór að heiman til náms, fannst mér ég aldrei koma heim í frí nema líta til þeirra í heim- sókn. Því er nú efst í huga mér þakklæti fyrir að fá að kynnast þessum góðu hjónum og minning- una um þau mun ég ávallt geyma vel í hjarta mér því að þeim mun ég aldrei gleyma. Blessuð sé minning þeirra beggja. Hrafnhildur Hallvarðsdóttir Hörður Hjörleifs- son - Minningarorð Blóma- og w skreytingaþjónusta w ™ hvertsemtilefniðer. ™ GLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ, Álfheimum 74. sími 84200 Spámaðurinn Gibran segir á ein- um stað: „í heimi hér er meira af gleði en sorg og aðrir segja: Nei, sorgimar eru fleiri. En ég segi þér, sorgin og gleðin ferðast saman að húsi þínu og þegar önnur situr við borð þitt, sefur hin í rúmi þínu. Þú vegur salt milli gleði og sorgar. Jafnvægi nærð þú aðeins á þínum dauðu stundum. Mér brá sannarlega í gær þegar ég hringdi til systur minnar og fékk að heyra að Hörður mágur hennar væri dáinn, hafði hann andast í svefni þá um nóttina, en kvöldinu áður setið glaður hjá vinafólki sínu og ekki kennt sér neins meins. Svona er stutt bilið milli lífs og dauða og við mannanna böm stöð- ugt minnt á þessa staðreynd. Hörður Hjörleifsson, sem við kveðjum í dag, fæddist í Reykjavík 3. aprfl 1937, sonur hjónanna Margrétar Ingimundardóttur og Hjörleifs Jónssonar. Hörður fæddist inn í stóran, glaðan systkinahóp, þar sem nóg var að starfa og fyrir þeim höfð góðvild í garð náungans og snyrtimennska. En sorgin heim- sótti þessa glöðu fjölskyldu ótt og títt og get ég vel ímyndað mér að hún hafi grafið sig dýpra í sál Harð- ar en við fengum séð og haft áhrif á líf hans og lífsstefnu. Hörður lærði kjötiðnað og var flinkur í sínu fagi. Fyrir um það bil 17 ámm hélt hann út í heiminn. Danmörk varð fyrir valinu, þar starfaði hann og bjó, þar til yfir lauk. Þegar ég hitti hann síðast var hann hingað kominn til að kveðja móður sína, Margréti, hinstu kveðju. Þá fann ég vel að hugur Harðar var í Dan- mörku, þar átti hann sína góðu vini og þar vildi hann búa. Eg kveð Hörð Hjörleifsson, þenn- Minning Þórður Helga- son, Þursstöðum Fæddur 30. desember 1916 Dáinn 18. október 1987 Það hefur lent í undandrætti hjá mér að festa á blað nokkur minn- ingarorð um vin minn og frænda, Þórð Helgason, en hann lést sunnu- dagsmorguninn 18. október síðast- liðinn í Landspítalanum í Reykjavík eftir uppskurð. Hann var á sjötug- asta og fyrsta aldursári, fæddur á Þursstöðum 30. desember 1916. Utför hans var gerð frá Borgames- kirkju en jarðsett var i Borgar- kirkjugarði, þar hvflir hann nú við hlið Helga, bróður síns. Fjölmenni var við 'utförina enda var Doddi vinsæll meðal vina og samverka- manna. Um kirkjunnar athöfn sáu þeir séra Röngvaldur Finnbogason, Staðarstað, og séra Þorbjöm Hlyn- ur Ámason, sóknarprestur á Borg. Munum við, sem við athöfnina vor- um, seint gleyma ræðu séra Röngvaldar, enda þekktust þeir vel, Doddi og hann. Doddi bar þung- an kross alla sína ævi, því ungur að árum fékk hann berkla, og þar í ofanálag stórslasaðist hann er hann hrapaði í klettum aðeins tíu ára gamall. Allt þetta markaði djúp spor í líf hans. Doddi var yngstur bama sæmd- arhjónanna Guðrúnar Magneu Þórðardóttur frá Gróttu á Seltjarn- amesi og Helga Jónasar Jónssonar frá Bálkastöðum, Hrútafirði, er bjuggu fjölda ára á Þursstöðum. Böm þeirra hjóna voru sex og hálf- systirin Ásgerður, er Helgi eignað- ist fyrir hjónaband. Þau sem á undan Dodda eru farin yfir móðuna miklu. Svava, húsmóðir, Reykjavík, Helgi, bóndi, Þursstöðum, Sigur- björg, húsfreyja, Reykjavík, og Ásgerður, húsmóðir, Borgamesi. Eftirlifandi systur hans em Jómnn, Ytri-Tungu, Staðarsveit, og móðir mín, Ingibjörg, Dvalarheimilinu, Borgamesi. Þó að Doddi væri svona mikið fatlaður, fór hann allra sinna ferða, jafnt á hestum, mótorhjóli, bátum og bflum. Hann fór margar leitir með Borghreppingum, sem skilamaður Helga bróður síns. í góðum veðmm vom slíkar ferðir skemmtilegar, en ótrúlega erfíðar annars. Doddi var alltaf látinn gæta hrossanna því hann átti erfitt með gang. Oft lenti hann í erfiðleikum með heimfús hrossin, en þar kom þolinmæðin honum að notum. Doddi var glaðvær, glettinn og fljótur til svars. Söngelskur og hafði gaman af að lyfta glasi, hann sagðist ætla að verða ópemsöngvari að þessu lífi loknu. Já, hann Doddi var ein- stakur maður, í gegnum erfiðleik- an góða dreng, fullviss þess að nú hafi hann fundið jafnvægið milli gleði og sorgar. Ég óska Herði góðrar ferðar í landinu þar sem sólin að eilífu skín. Helga Mattina Björnsdóttir ana sá hann alltaf björtu hliðamar. Mig langar að segja frá nýlegu atviki er henti Dodda, en þá var hann að færa okkur hjónum björg í bú, sem oft áður. Þá veltir hann bfl sínum á leiðinni, og ég fékk skilaboð um að koma til hans. Er ég var nýkominn, bar að vin hans og hann segir við Dodda: „Er allt á hvolfi, Doddi minn,“ og ekki stóð' á svari: „Já, bfllinn núna,“ svaraði Doddi og hló. Þetta svar lýsir Dodda vel, hann hafði lært á sinni-lífsleið að taka erfíðleikunum með einstöku æðmleysi. Doddi átti alltaf heimili á Þursstöðum, vann að búi með Helga bróður sínum og konu hans, Guðrúnu Tryggvadóttur, og reynd- ust þau hjón honum vel. Þeir bræður vom mjög samhentir, hress- ir og kátir. Það em mér ógleyman- legar stundir að koma í heimsókn á Þursstaði. Marga vetur vann Doddi í ísbiminum í Reykjavík og seinna hjá Hraðfrystihúsi Ólafsvík- ur, á báðum þessum stöðum sem gotumeistari, einnig var hann í fjölda ára hauststarfsmaður slátur- húss KB í Borgamesi. Alls staðar reyndist hann trúr í starfi. Mig langar að lokum að þakka öllum þeim sem með nærvem sinni vottuðu hinum látna virðingu og kvöddu hann hinsta sinni. Þakkir skulu færðar Guðrúnu, mágkonu hans, og bömum hennar, einnig til Lilju Bám, Guðfinns og Rúnars, samstarfsfólki hans við sláturhús KB, fyrir hlýja kveðju og öllum öðmm sem gerðu útför hans hlýja og virðulega. Eftirlifandi systmm hans og öðram ættingjum votta ég mína dýpstu samúð. Kannski hljóm- ar í himnasölum björt tenórrödd Þórðar Helgasonar. „Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka, nú gengin er sérhver þess gleði og þraut, það gjörvallt er runnið á eilífðar braut, En minning þess víst skal þó vaka.“ (V. Briem) Nú er byrðinni létt. Megi hann hvfla í friði. Magnús Kristjánsson, Hraunsmúla. Kirkjur á lands- byggðinni: Messur STÓRÓLFSH V OLSKIRK J A: Aft- ansöngur gamlársdag kl. 14. Sr. Stefán Lámsson. ODDAKIRKJA: Aftansöngur kl. 16 á gamlársdag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.