Morgunblaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1987 19 Hinir yngri félagar Guðmundar í stjómmálunum minnast hans sem glaðlynds og góðs félaga, sem margt vissi og góð ráð gat gefið. Sá aldarfjórðungur, sem Guð- mundur í. Guðmundsson var virkastur í stjómmálaforystunni em eitt sögulegasta tímabil í lífi þjóðar- innar. Þá var það styrkur að eiga víðsýna menn en fasta fyrir, kletta sem báran ekki braut. Benedikt Gröndal í dag verður Guðmundur í. Guð- mundsson jarðsunginn. Það verður skrítið að heyra ekki oftar móður mína segja: „Ég var að tala við hann Munda bróður." Samband þeirra var slíkt að ég á ekki von á að mörg systkini sýni hvert öðm aðra eins umhyggju. Það var reyndar skrítið þegar ég var yngri að heyra pabba og mömmu og Guðmund og Rósu tala um hvert annað eða heilsast með ávarpinu; krakkar. Ósjaldan heyrði ég á mínu heim- ili sagt: Eigum við aff skreppa til krakkanna? Krakkarnir ólust reyndar upp sitt hvomm megin við lækinn í Hafnarfirði. Guðmundur og Svanhvít móðir mín á Brekku- götu 1 og faðir minn, Gunnar Davíðsson, á Austurgötu 47. Guð- mundur og móðir mín dvöldu í foreldrahúsum, fyrst í Hafnarfirði og síðar í Reykjavík hjá afa og ömmu, Guðmundi Magnússyni og Margréti Guðmundsdóttur, þar til Guðmundur giftist Rósu Ingólfs- dóttur á árinu 1942. Móðir mín giftist síðar leikfélaga sínum, Gunn- ari Davíðssyni. Þar með vora krakkamir orðnir fjórir. Faðir minn, Gunnar, deyr 27. desember 1967. Það líður aldrei úr minni sú óeigingjama umhyggja og hjálpsemi sem Guðmundur þá sýndi systur sinni og ungum frænda. Nú tuttugu ámm síðar hverfur síðan, þann 19. desember sl., Guðmundur héðan frá okkur. Varla er að undra þó þeim mágkonum Rósu og Svönu þyki jólin erfíður tími. Ég þekkti Guðmund sjálfsagt betur en margir þekkja móðurbræð- ur sína. Ástæðan er sú að meðan afí og amma lifðu ólst ég upp í stórfjölskyldu með foreldmm, afa og ömmu, ömmusystur og frænku. Guðmundur var á þessum ámm sýslumaður og þingmaður. Alltaf gaf hann sér samt tíma til að líta til foreldra sinna og systur. Guð- mundur og Rósa komu því mjög oft á heimilið. Á þessum ámm var Guðmundur áhrifamikill stjórn- málamaður. Harður fylgismaður vestrænnar samvinnu og oft þátt- takandi í miklum átökum í heimi stjómmálanna. Hann var alltaf mik- ill félagshyggjumaður og einn aðal hvata- og stuðningsmaður við al- manna- og sjúkratryggingakerfi það sem við búum við nú. Þessa hlið þekkti ég þó lítið. Hvorki hafði ég áhuga né var stjórnmálaumræð- an borin á borð á samverastundum fjölskyldunnar. Sú hlið sem að mér sneri var frændinn, sem þó hann ætti fimm stráka, gleymdi aldrei litla frænda sínum. Ég held að Guðmundur hafi litið á það sem sjálfsagðan hlut að ekki væri gerður greinarmunur á eigin börnum og frændanum. Það var rík hans jafnaðartilfínning. Guðmundur valdi að hverfa úr átakaheimi stjórnmálanna. Hann gerðist sendiherra í mörgum lönd- um. Eftir að hann hætti afskiptum af stjórnmálum fékkst hann aldrei til að láta orð falla sem snertu stjómmálaumræðu. Jafnvel eftir að hann kom heim að loknum sendi- herrastörfum, kominn á eftirlaun, vildi hann ekki taka minnsta þátt i stjórnmálaumræðu, sagðist vera hættur. Alltaf var hann þó eindreg- inn jafnaðarmaður. Guðmundur átti góða ævi. Honum leið best á fallegu heimili sínu með Rósu, sonum, tengdadætmm, barnabörnum, öðr- um skyldmennum og góðum vinum. Á þessu heimili kvaddi hann þennan heim. Síðasta kvöldið átti hann góða stund og leið vel. Hann hlakk- aði til jólanna, fannst heilsan betri en hún hafði verið lengi. Hann vaknaði ekki morguninn eftir. Guðmundur fékk þann dauðdaga sem við öll óskum okkur að loknu hamingjusömu lífí. Af „krökkun- um“ em mágkonumar Svana og Rósa tvær eftir. Guðmundur og Gunnar hafa siglt niður lækinn út á hið stóra haf. Þessi orð em skrifuð til að kveðja góðan frænda. Guð blessi þig Rósa, syni, tengdadætur og bamaböm og gefí okkur öllum gott nýtt ár. Daddi í dag fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík útför Guðmundar I. Guðmundssonar, fyrrverandi ut- anríkisráðherra. Hann lést á heimili sinu í Reykjavík hinn 19. desember sl. Guðmundur í. setti svip á íslensk stjómmál um langt skeið. Hann var í forystusveit Alþýðuflokksins í hálfan þriðja áratug, lengstum sem þingmaður, og ráðherraembætti gegndi hann í rúm níu ár. Á fyrri hluta starfsferils síns og hinum síðasta starfaði hann sem embætt- ismaður ríkisins. Hann var sýslu- maður í Gullbringu- og Kjósarsýslu frá 1945—1956 og sendiherra frá 1965—1979. í öllum þessum störf- um reyndist Guðmundur í. einkar farsæll og úrræðagóður. Hann lauk miklu og vönduðu dagsverki tii gagns fyrir land og þjóð. Fyrir það stöndum við öll í þakkarskuld við hann að leiðarlokum. Guðmundur var fæddur í Hafnar- fírði 17. júlí 1909. Foreldrar hans vom Guðmundur skipstjóri Magn- ússon sjómanns í Hafnarfírði, Auðunssonar og Margrét Guð- mundsdóttir útvegsbónda á Bmnnastöðum á Vatnsleysuströnd Ivarssonar. Guðmundur lauk stúd- entsprófí frá Menntaskólanum í Reykjavík 1930 og lögfræðiprófi frá Háskóla íslands 1934. Fyrstu árin eftir lögfræðipróf starfaði hann á málflutningsskrifstofu Stefáns Jó- hanns Stefánssonar og Ásgeirs Guðmundssonar, fyrst sem fulltrúi en síðar sem meðeigandi allt til þess er hann var skipaður sýslu- maður árið 1945. Guðmundur í. vakti snemma á sér athygli fyrir góða lögfræðikunn- áttu og afdráttarlausa málafylgju. Tiltölulega .nýútskrifaður lögfræð- ingur var hann skipaður formaður nefndar til að gera tillögur um vinnulöggjöf. Þetta var árið 1936. Þá vom miklar ýfingar í stjóm- málum og innan verkalýðshreyfing- ar. Háði Guðmundur marga hildi við kommúnista á þessum ámm, en þeir fundu tillögum hans flest til foráttu. Tillögumar í formi fmm- varps urðu að lögum 1938, lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og stendur sú löggjöf enn næsta óbreytt. Er hún einn minnisvarði af mörgum um ágætt starf Guð- mundar. Árið 1942 fór Guðmundur í fram- boð fyrir Alþýðuflokkinn í Gull- bringu- og Kjósarsýslu og var í framboði fyrir hann þar meðan hin gamla kjördæmaskipan hélst, en síðan í Reykjaneskjördæmi, seinast 1963. Þegar Guðmundur fór fyrst í framboð var Ólafur Thors þing- maður Gullbringu- og Kjósarsýslu. Tókust þeir á fund eftir fund um hverjar kosningar. Þótti Guðmund- ur kænn og slyngur og hitti Ólafur þar fyrir verðugan andstæðing. Kunna menn enn að segja sögur af viðureign þessara tveggja stjórn- málagarpa, sem síðar gerðust samstarfsmenn í ríkisstjórn. Guðmundur sat á Álþingi frá 1942—1965 að frátöldum þremur ámm, en þá var hann varaþingmað- ur. Hann var utanríkisráðherra í nærfellt áratug eða frá 1956— 1965, en auk þess fjármálaráðherra 1958—59 í ráðuneyti Emils Jóns- sonar. í utanríkisráðherratíð Guðmundar var „kalda stríðið" í hámarki. Sumir minnast líklega bréfsins sem Khrústsjov skrifaði á sínum tíma ríkisstjórn íslands og snöfurlegs svars íslenzku ríkis- stjórnarinnar. En við stóðum líka í öðru stríði á þessum tíma, þorska- stríði, þegar við ákváðum 12 mflna landhelgi 1958. Sú viðureign stóð í tvö og hálft ár. Bretar sendu her- skipaflota á íslandsmið og er talið að þegar herskip þeirra vom hvað flest hafi þau verið um 30 talsins og allt að 5000 breskir sjóliðar við störf á þeim. Þá var Guðmundur í eldlínunni, talsmaður landsins út á við í snörpum snermm og síðan einn aðalsamningamaður íslend- inga þegar við tryggðum okkur sigur. Seinustu 14 ár starfsferils síns var Guðmundur í. Guðmundsson sendiherra íslands á erlendri gmnd, fyrst með aðsetur í London, síðan Bandaríkjunum, þá Svíþjóð og loks í Belgíu sem fastafulltrúi Islands hjá Atlantshafsbandalaginu. Eflns og títt er í íslenzku utanrík- isþjónustunni fylgdi sendiherrastarf í mörgum löndum hveijum þessara pósta. Þar við bættist að á sendi- herraámm sínum í Svíþjóð var Guðmundur fulltrúi íslands á Hels- inki-ráðstefnunni um öryggi í Evrópu. Á þessum ámm heyrði ég oft til þess vitnað hversu vel og farsællega Guðmundur leysti sendi- herrastörfín af hendi. Til þess var tekið hve skilmerkilegar skýrslur hans vom af gangi mála í hveiju því þjóðlandi þar sem hann var full- trúi og ekki síst af Helsinki-ráð- stefnunni. Sömuleiðis þótti aðdáunarvert, hve greiðan aðgang Guðmundur hafði að æðstu emb- ættis- og stjómmálamönnum hvarvetna þar sem hann var sendi- herra. Má þetta vera til marks um góða hæfileika Guðmundar. Þegar ég man fyrst eftir mér var Guðmundur I. bæjarfógeti í Hafnar- firði og sýslumaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Sýslumannskontór- inn var rétt neðar í götunni þar sem ég ólst upp, en bústaður Guðmund- ar var í Brekkugötu, undir Hamarsbrúninni. Gönguleið sýslu- manns að heiman á kontórinn lá um Bröttubrekku, sleðabrekku okk- ar krakkanna í hverfinu. Ég minnist þess að við fylgdumst með þessum hávaxna manni þegar hann skun- daði upp eða ofan brekkuna og þá var gert stutt hlé á sleðaferðum, rétt meðan yfírvaldið fór hjá. M*ér er í bamsminni þegar Guð- mundur kom á fundi á heimili foreldra minna. Erindið var skatta- mál, en þeir áttu saman sæti í yfírskattanefnd umdæmisins, Guð- mundur í. og faðir minn. Stór hluti af starfi nefndarinnar fór fram í ytri stofunni á heimili foreldra minna. Þar á meðal þeir fundir flestir, þegar kæmr vom teknar fyrir og úrskurðaðar. Ég man að föður mínum þótti gott að vinna með Guðmundi og úrskurðimir af- dráttarlausir og vel rökstuddir. I nokkra áratugi fylgdist ég síðan með Guðmundi og stjómmálavafstri hans úr fjarlægð, af blöðum og öðmm íjölmiðlum, stundum reynd- ar gloppótt vegna námsdvalar minnar erlendis. Eftir að Guðmundur kom heim frá sendiherrastörfum erlendis end- umýjuðum við kynnin. Ég komst að raun um að pólitískur áhugi Guðmundar í. var óbreyttur og það bar ósjaldan við að við röbbuðum saman um það sem efst var á baugi hveiju sinni. Slíkar stundir þóttu mér ánægjulegar og ég leyfi mér að ætla, að svo hafi einnig verið um Guðmund. Kann ég honum sér- stakar þakkir fyrir þessi kynni. Guðmundar I. verður vafalaust fyrst og fremst minnst sem áhrifa- ríks stjórnmálamanns og embættis- manns. Rökfastur, beinskeyttur og einarður málflutningur vom ein- kenni hans, hvort heldur var á sviði stjórnmálanna, við lögfræðistörf, ellegar í þeim embættum sem hann gegndi. Þessum einkennum Guð- mundar í. kynntist ég nokkuð, en aðrir þó vafalaust betur. Ég mun þó ekki síður minnast hlýleika, umhyggju og kímni, sem ég fann svo glöggt í fari Guðmundar. Guðmundur kvæntist eftirfar- andi konu sinni, Rósu Ingólfsdóttur, hinn 19. september 1942. Ég held að síst sé of djúpt í árinnni tekið þótt ég segi að þau hafi verið ein- staklega samhent og samrýnd. Varla hefur svo annars þeirra verið getið að ekki væri á hitt minnst. Á mínum heimaslóðum var ævinlega talað um Rósu og Guðmund í sömu andránni. Ég og fjölskylda mín flytjum Rósu, sonum, tengdadætmm og barnabörnum innilegar samúðar- kveðjur um leið og við kveðjum Guðmund í. með þakklæti fyrir ágæta samferð. Kjartan Jóhannsson Þegar Guðmundur ívarsson Guð- mundsson er kvaddur kemur margt upp í huga þeirra sem lengi áttu þess kost að starfa með honum, en svo var um marga Suðumesjamenn. Guðmundur var fæddur í Hafnar- fírði 19. júlí 1909. Foreldrar hans vom Guðmundur Magnússon skip- stjóri og kona hans Margrét Guðmundsdóttir. Guðmundur lauk prófí í lögfræði 1934. Meðan hann var við nám fór hann á sfldveiðar með föður sínum á sumrin og kynntist því af eigin kjömm sjómanna sem hann síðar átti svo eftir að starfa mikið fyrir, sem og verkamenn. Hér verður aðeins vikið að fáu einu. Fljótlega eftir að námi lauk varð Guðmundur lögfræðingur Alþýðusambands Is- lands og í því starfí markaði hann djúp spor sem standa óhögguð enn í dag. Guðmundur varð formaður milliþinganefndar sem undirbjó lög- in um stéttarfélög og vinnudeilur 1937—38. Lög þessi vom mjög umdeild í upphafí, einkanlega af kommúnistum, sem réðust óvægi- lega að Guðmundi vegna þessara „þrælalaga" eins og þeir kölluðu lögin í upphafi. En lögin standa óbreytt ennþá og þótt nokkrar til- raunir hafí verið gerðar til þess að breyta þeim hefur það ekki tekizt. Fyrst og fremst fyrir harða and- stöðu arftaka kommúnistaflokks- ins, sem ekki hafa mátt heyra minnst á nokkrar breytingar þess- ara laga, sem þeir á sínum tíma rægðu Guðmund mest fyrir. Mikil og margvísleg störf hlóðust fljótt á Guðmund, mörg tengd fé- lagsmálum og velferð alþýðumanna og síðar mál tengd utanríkismálum sem urðu hans aðalstarf lengst ævinnar. Fyrstu almenn kynni af Guðmundi hér á Suðurnesjum vom þau að hann tók að sér að sækja svokallað „premíumál" 1940 fyrir sjómenn í Keflavíkurhreppi. I samn- ingum við útvegsmenn var ákveðið að velja mætti um „premiu" afla- verðlaun, sem þá vom kr. 1.75 fyrir hvert skippund, eða hlutaskipti. I vertíðarbyijun var séð fram á mikl- ar hækkanir og þá ákvað verkalýðs- félagið að allir skyldu taka hlutaskipti. Þessu mótmæltu út- gerðarmenn og gerðu almennt baksamning við skipshafnir sínar um að vera upp á „premíu". Mál þetta vann Guðmundur frækilega og færði það sjómönnum í Keflavík og Njarðvík nær 80 þúsund krónur sem skipt var jafnt á alla. Þetta var mikið fé, því þá var krónan, króna. „Premía" á hæstu bátum náði tæpast 2000 krónum yfír ver- tíðina. Vorið 1942 þegar velja skyldi frambjóðanda fyrir Alþýðuflokkinn til alþingiskosninga í Gullbringu- og Kjósarsýslum var Guðmundur einróma valinn og komst á þing sem landskjörinn, fyrstur Alþýðuflokks- manna fyrir kjördæmið eins og það var þá. Þetta þótti mikill sigur því fram að þeim tíma þótti nánast guðlast að kjósa annan en Ólaf Thors hér um slóðir. Guðmundur var þingmaður okkar að undantekn- um ámnum 1949—53 til ársins 1965 þegar hann lét af þing- mennsku og gerðist sendiherra. Guðmundur varð utanríkisráðherra 24. júlí 1965 og gegndi því starfí til 31. ágúst 1965. Sýslumaður í Gullbcingu og Kjós og bæjarfógeti í Hafnarfirði varð Guðmundur árið 1945. Oft gustaði um Guðmund, eink- anlega þó í sambandi við vestræna samvinnu og varnarmál sem oft var deilt hart um. I þeim málum sem öðmm hafði Guðmundur hreinar og klárar skoðanir. Vegna þeirra varð hann oft fyrir óvægilegri gagnrýni og persónulegu níði sem óhjá- kvæmilega snertu hann og alla íjplskyldu hans djúpt á stundum, þótt ekki flíkaði hann því. Alla tíð stóð Guðmundur fast á íslenzkum málstað og með reisn sem aflaði honum virðingar víða um lönd. Það kom í hlut Guðmundar sem utanrík- isráðherra meira en nokkurs annars að marka störf og stefnu í barátt- unni fyrir útfærslu fiskiveiðilögsög- unnar. Sem þingmaður okkar kom hann fjölda mála í höfn. Hann út- vegaði fyrst peningana til þess að steypa ReyHjanesbrautina, hans verk var stofnun Keflavíkurverk- taka og svo mætti lengi telja, verk sem við njótum góðs af enn í dag. Það var gott að vinna með Guð- mundi, hann var fljótur til ákvarð- anatöku og fádæma framsýnn svo sem dæmin sanna. í einkalífínu var Guðmundur mikill gæfumaður, 19. september 1942 giftist hann eftírlifandi konu sinni Rósu Ingólfsdóttur. Heimili þeirra var einstaklega failegt og aðlaðandi, hlýjan geislaði á móti þeim, sem þar komu og ekki gat farið fram hjá manni hversu inni- legt samband þeirra var. Þau eignuðust fímm drengi, en einn lést ungur. Nú þegar leiðir skilja viljum við þakka Guðmundi órofa tryggð og vináttu frá því fyrst hann hóf störf fyrir Suðumesjamenn. Minningin um hreinskiptinn og góðan dreng mun lengi lifa. Rósu og afkomendum þeirra sendum við samúðarkveffjur. Guð geymi þau og styrki. Ólafur Bjömsson Ragnar Guðleifsson Hátíð ljóss og friðar var að ganga í garð þegar lífsljós Guðmundar í. Guðmundssonar slokknaði þann 19. desember sl._, eftir að hafa logað í rúm 78 áir. Ár sem mörg hver vom annasöm og viðburðarrík vegna starfa hans hér á landi sem og er- lendis, en síðustu æviár sín átti hann róleg og friðsæl hér heima. Góða og elskulega konu, Rósu Ingólfsdóttur, eignaðist hann fyrir 45 ámm og hefur hún verið honum tryggur lífsfömnautur á þeim áram sem síðan hafa liðið. Guðmundur og Rósa eignuðust fimm syni, fjórir þeirra era á lifí, þeir em: Guðmund- ur Ingólfur, Grétar, Öm og Ævar. Bamabömin em orðin 14 og heiiii- sóknir þeirra til afa og ömmu á „Sóló" vom tíðar, er söknuður þeirra því mikill núna þegar jólahá- tíðin er gengin í garð. Kynni mín af Guðmundi og Rósu hófust um jólin fyrir nokkram ámm, er ég tengdist þeim og þeirra fjöl- skyldu. Þau kynni em mér mjög kær og kveð ég því Guðmund með söknuði á sama tíma og ég kynnt- ist honum á hátíð ljóss og friðar. „Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engiþ svo ég sofi rótt“ (Ur þýzku - Sveinbj. Egilsson.) Blessuð sé minning hans. Rósa Steinunn Samferðamennimir hverfa er á ævina líður. Kynnin við suma þeirra em á þann veg, að maður kýs helst að loka augunum, láta þá hverfa sýnum, þótt þeir séu enn á lífi. Órafjarlægð getur orðið milli tveggja manna þótt ekki sé nema steinsnar á milli heimila þeirra. Flesta samferðarmenn missir mað- ur þó þannig, að þeir falla frá, dauðinn tekur þá og eftir það em þeir huldir mold og gleymsku. En í hugskoti flestra lifa svipir fáeinna fömnauta sem hafa orðið þeim samferða um langt eða skammt skeið ævinnar. Að sjálf- sögðu em þeir að miklum meirihluta til manni náskyldir eða mjög ná- komnir, en sumir þeirra kunna þó að hafa verið alveg óskyldir. Það er oft fyrst eftir að dauðann hefur borið að höndum að maður gerir sér grein fyrir hversu mikils virði það hefur verið að hafa mátt eiga samleið og kynnast þeim, sem horf- inn er af sjónarsviðinu. Þannig var honum farið sem þessar línur ritar, þegar hann frétti um andlát Guðmundar í. Guð- mundssonar. Hann verður mér án efa einn af minnisstæðustu stjóm- málamönnum minnar samtíðar sakir vitsmuna, stefnufestu og traustleika. Samskiptin urðu að vísu aldrei mjög náin eða margbrotin, en þau vom þannig að ekki gleym- ast. Fyrstu minningarnar um Guð- mund em frásagnir manna um vígfími og mælsku hans á fram- boðsfundum í Gullbringu- og Kjósarsýslu, þar sem hann átti m.a. Sjá nánar á bls. 43.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.