Morgunblaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1987 13 Frelsi og geðþóttalýðræði Um ríkisstyrki til dagblaða eftirÁrnaPál * Arnason Undanfarið hefur verið rætt um ríkisstyrki til dagblaða í framhaldi af umræðum og atkvæðagreiðslu á Alþingi um þá hlið fjárlaga. I Morgunblaðinu fimmtudaginn 17. desember sl. var svo frétt á síðu 2 er vakti athygli mtna. Þar var skýrt frá því hvemig ríkisstyrknum hafði verið skipt milli blaða og í undirfyrir- sögn er með nokkru stolti skýrt frá því að Morgunblaðið og DV taki ekki við slíkum greiðslum og hafi ekki gert það undanfarin ár. Nú er það svo, að almenningur hefur lengst af haldið að DV væri eitt án ríkis- styrks, en nú kemur semsagt fram að Morgunblaðið hefur bæst í þann hóp, en ekki kemur fram í fréttinni hvenær það gerðist. Þar sem nú má geta sér til um það að hér í Morgunblaðinu hefjist brátt allsherjar breiðsíða leiðara og Reykjavíkurbréfs í baráttunni gegn hinum ægilega og siðlausa blaða- styrk, þykir mér rétt að vera á undan og leggja orð í belg um blaðastyrk- inn, tilgang hans eða tilgangsleysi, áður en Morgunblaðið kemst að hinni einu réttu skoðun í því efni. Rökin fyrir styrknum Nú er ekkert fjær mér en það að agnúast út í DV og Morgunblaðið fýrir að búa við góða fjárhagsstöðu, hafa náð góðri útbreiðslu og hafa fundið hina beinu breiðu leið að hjört- um auglýsenda. En málið er bara ekki svo einfalt. Rökin fýrir blaða- styrknum eru önnur og miklu mikil- vægari en þau sem lúta að fjárhagslegri stöðu blaða. Rökin snú- ast að miklu leyti um þá staðreynd að blöðin eiga mikilvægu hlutverki að gegna í samfélaginu, ekki til að birta- fasteignaauglýsingar eða skrýtlur, heldur til að miðla skoðun- um og upplýsingum. Þrátt fýrir að Fijálshyggjutrúboðið hafi fyrir löngu ákveðið að allt sem lúti að samfélag- inu og samfélagslegri ábyrgð fólks- ins sem byggir það, sé ákaflega púkó og gamaldags, verður hér samt þijóskast við og reynt að benda á efnisrök fyrir blaðastyrknum. — Styrkurinn á að stuðla að út- gáfu blaða þrátt fyrir að efni þeirra kunni að verulegu leyti að snúast um annað en það sem auglýsingaæð- ið tekur gott og gilt. Það er kunnara en frá þurfi að segja að umræða sem gerir ráð fyrir efnislegri umfjöllun, vangaveltum og mati, er homreka í íslenskum fjöl- miðlum. — Stykurinn á að stuðla að því að ólík pólitísk viðhorf fái notið sín. Almenningur á skýlausa siðferðilega kröfur á því að eiga greiðan aðgang að ólíkum viðhorfum til samfélags- ins. — Styrkurinn á að stuðla að raun- verulegu frelsi fólks, frelsi til að kynna sér ýmsar skoðanir og frelsi frá því að þurfa að þola skoðanakúg- un; ofurvald og einokun einnar skoðunar. Nú kynni einhver að segja að það væri nú ekki upp á marga fiska þetta frelsi til að kynna sér þessi leiðinlegu blöð. Þar er ég ósammála, ekki vegna þess að mér finnst efni þessara blaða yfirleitt svo gott, síður en svo; oft er það drepleiðinlegt. Sú staðreynd á hinsvegar ekki að leiða til þess að þeim sé gert kleift að verða enn leið- inlegri, heldur á að verða til á hendur þeim miklu öflugri krafa um að þau sinni hlutverki sínu og uppfylli lýð- ræðislegar skyldur sínar, einmitt vegna þess styrks sem samfélagið veitir þeim. Þau þurfa líka að skilja að eilífar hártoganir og þrætur um dægurmál í flokkapólitík er ekki þeirra æðsta skylda, heldur hin, að fjörga og efla lifandi umræðu um mikilsverð málefni. í umræðu um frelsi hefur lengi gætt mikils skilningsleysis á frelsis- hugtakinu. Frjálshyggjutrúboðið hefur einblínt á þá hlið frelsisins sem lýtur að frelsi manna til ákveðinna athafna, en því hefur láðst að átta sig á að frelsið verður einnig að vera frelsi manna til að láta hluti ógerða. Það nægir ekki að veita okkur frelsi til að lesa Morgunblaðið, ef við höfum ekki jafnframt frelsi til að þurfa ekki að lesa Morgunblaðið, íangi okkur á annað borð að líta í blað. Það nægir heldur ekki að veita 'mér frelsi til að byggja mitt eigið hús ef ég hef ekki frelsi til að vera Arni Páll Árnason „í sjálfu sér er ekkert við það að athyga að Morgunblaðið og DV standi það vel að þau telji sig ekki þurfa á ríkisstyrk að halda, það er einungis ánægjulegt. En hitt er ólíðandi og lýsir miklum vanþroska og þekkingarskorti að ætla að hefja aðför að þeirri jákvæðu viðleitni til lýðræðis og skoðana- frelsis sem fram kemur í blaðastyrknum.“ laus undan þeirri kvöð og hef aðgang að mannsæmandi leiguhúsnæði gegn sanngjömu endurgjaldi. Þegar Sjálf- stæðisflokkurinn ákveður hins vegar að í húsnæðismálum skuli einvörð- ungu séreignastefna ríkja, þá ástundar hann það sem ég hef kosið að kalla geðþóttalýðræði; einungis sumir skulu vera ftjálsir að sumu. Frelsið og blöðin Frelsi er ekki réttnefnt nema það tákni frelsi til að vera, vera svona eða hinsegin, vera ríkur eða fátæk-- ur, heilbrigður eða fatlaður. Á Vesturlöndum hefur hins vegar hóp- ur háværra sérhyggjusinna ráðist fram á ofsafenginn hátt með rang- túlkanir á frelsishugtakinu. Lykilinn- tak þeirrar umræðu hefur verið að frelsið sé einvörðungu frelsi til tiltek- inna athafna, en ekki athafnaleys- is. í samræmi við þær kenningar er svo sú afstaða DV og Morgunblaðs- ins að taka ekki við ríkisstyrk, vegna þess að menn eigi að geta rekið blöð og komið skoðunum sínum á fram- færi án styrks frá ríkinu. í sjálfu sér er ekkert við það að athuga að Morgunblaðið og DV standi það vel að þau telji sig ekki þurfa á ríkisstyrk að halda, það er einungis ánægjulegt. En hitt er ólíð- andi og lýsir miklum vanþroska og þekkingarskorti að ætla að hefja aðför að þeirri jákvæðu viðleitni til lýðræðis og skoðanafrelsis sem fram kemur í blaðastyrknum. Blaðastyrk- urinn er nefnilega, þegar öllu er á botninn hvolft, til þess fallinn að auka frelsi okkar og þroska, til að lifa og starfa í lýðræðisþjóðfélagi. Höfundur stundar laganám við Háskóla íslands. „Sérhver þjóð á að geta skipað málum sínum að vild án utanaðkomandi afskipta.“ Mlkhaíl S. Gorbatsjov, 10. desember íWashington. „Sovétmenn eru að leita leiða til að komast út úr Afganistan með fullri reisn.“ Stemgnmur Hehmannsson, 17. október í Reykjavík. GLEYUUU EKKIAfGANISTAN! Ungt sjálfstæðisfólk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.