Morgunblaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1987 ÞEIR sem hæst vældu um snjóleysi fyrir jólahátíðina hér norðan- lands fengu óskir sínar uppfylltar á Þorláksmessu. Jólasnjórinn kom á siðustu stundu, dúnmjúkur að vanda, og hefur yngsta kynslóðin notið útiverunnar í góðu veðri. Ljósmyndari Morgun- blaðsins á Akureyri rakst á Ingunni Ævarsdóttur og Lappa að leik úti i Síðuhverfi í Glerárþorpi í gær og ekki er annað að sjá en að vel fari á með þeim. Að leik í jólasnjónum Óvenjulítið um atvinnuleysi ÓVENJULÍTIÐ hefur verið um atvinnuleysi á árinu á Akureyri. Þann 30. nóvember sl. voru 36 skráðir atvinnulausir í bænum, 13 konur og 23 karlar. Á sama tíma fyrir ári voru 56 á skrá, 41 karl og 14 konur. í októbermánuði voru skráðir atvinnulausir 34 talsins og í septem- ber var sú tala 39. í nóvember voru skráðir 564 heilir atvinnuleysis- dagar, 378 hjá körlum og 186 hjá konum. Fjöldi atvinnuleysisdaga svarar til þess að 27 hafí verið at: vinnulausir allan mánuðinn. I október var fjöldi atvinnuleysisdaga KA60ára Knattspyrnufélag Akur- eyrar verður 60 ára föstudag- inn 8. janúar næstkomandi og verður afmælisins minnst með margvislegum hætti. Stjóm félagsins býður alla KA-félaga yngri sem eldri vel- komna í KA-heimilið eftir kl. 16.00 á sjálfan afmæiisdaginn. Þar mun foreldrafélagið standa fyrir veitingum og sýndar verða gamlar og nýjar myndir úr leik og starfl. Þessu lýkur um kvöld- ið með flugeldasýningu á KA-vellinum. Afmælishátíð verður síðan haldin föstudaginn 29. janúar í Sjallanum og verður veislustjóri Sigbjöm Gunnarsson. Hátíðar- nefndin undir forystu'Jóns Amþórssonar lofar ljúfum kvöldverði og góðri skemmtun með ýmsum uppákomum, þar sem slegið verður á lauflétta strengi, segir í frétt frá nefnd- inni. 732 og í septembermánuði fór fjöldi þeirra upp í 835. I nágrannabyggðum Akureyrar hefur atvinnuleysi jafnframt verið lítið, til dæmis vom tveir á atvinnu- leysisskrá á Ólafsfirði í september, sjö á Húsavík og hreppum í Suður- Þingeyjarsýslu og tveir á Raufar- höfn. Enginn var skráður atvinnu- laus í mánuðinum á Dalvík, Árskógshreppi, Kópaskeri eða Þórshöfn. I október voru sex at- vinnulausir á Ólafsfirði, 21 á Húsavík og nærliggjandi hreppum, tveir á Kópaskeri og einn bæði í Árskógshreppi og á Raufarhöfn. Á Dalvík og á Þórshöfn var hinsvegar engin á atvinnuleysisskrá í október. Atvinnuástand í októbermánuði var nánast óbreytt frá mánuðinum á undan, segir í yfirliti frá vinnu- málaskrifstofu félagsmálaráðu- neytisins. í október voru skráðir 4.600 atvinnuleysisdagar á landinu öllu, sem samsvarar því að 214 manns hafí að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum en það jafngildir 0,2% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði sam- kvæmt spá Þjóðhagsstofnunar. Enda þótt atvinnustigið sé nánast óbreytt frá septembermánuði sl. hefur orðið veruleg breyting hvað snertir dreifingu skráðs atvinnu- leysis. Þannig féllu aðeins 14% af skráðu atvinnuleysi till á höfuð- borgarsvæðinu í október á móti 27% í september. Skráðum atvinnuleysisdögum fækkaði um 40% í október miðað við sama mánuð í fyrra og hafa aðeins einu sinni á þessum áratug skráðst færri atvinnuleysisdagar í októbermánuði, þ.e. árið 1981, en þá voru skráðir 4.500 dagar. Að meðaltali hafa skráðst í október- mánuði á tímabilinu 1981-1986 rösklega 11.000 atvinnuleysisdagar en síðustu þrjú árin er meðaltalið 14.000 dagar. Morgunblaðið Akureyri Vantar blaðbera í Dalsgerði og Grundargerði. Upplýsingar í síma 23905 og á afgreiðslu Morgun- blaðsins, Hafnarstræti 85, Akureyri. Tuttugu störf vantar enn - fyrir starfsmenn ullariðnaðardeildar SÍS ENN á eftir að útvega tuttugu fyrrverandi starfsmönnum ullar- iðnardeildar SÍS á Akureyri störf við hæfi, en alls var 76 starfsmönn- um sagt upp störfum hjá fyrirtækinu við sameiningu ullariðnaðar- deildar SÍS og Álafoss í Mosfellssveit sem formlega varð þann 1. desember sl. Forsvarsmenn hins nýja fyrirtækis settu á fót vinnum- iðlun i kjölfar uppsagnanna og bjuggust við að geta útvegað þeim starfsmönnum, sem sagt var upp, önnur störf fyrir áramót. Birgir Marinósson starfsmanna- stjóri hjá SÍS sagði f samtali við Morgunblaðið að líklega yrði gengið frá ráðningu þessara tuttugu manna strax í bytjun nýs árs. 61 starfsmanni úr röðum Iðju var sagt upp auk fímmtán starfsmanna úr röðum verslunar- og skrifstofu- fólks. Birgir sagði að ekki þyrftu allir þessir starfsmenn endurráðn- ingu annars staðar þar sem sumir væru að láta af störfum sökum ald- urs og aðrir hefðu aðeins verið ráðnir tímabundið til áramóta. Fólk- inu hefur verið komið fyrir í öðrum deildum fyrirtækisins, aðallega í skinnaiðnaðinum auk þess sem nokkrir hafa fengið störf innan nýja Álafoss-fyrirtækisins. „Aðal- vandinn hefur verið að fínna störf sem henta hveijum og einum. Þetta er mikið til fullorðið fólk sem fer ekki í hvað sem er. Okkur vantar eins og er einar fimmtán saumakon- ur, en konur sem eru komnar hátt á sextugsaldurinn treysta sér illa til að sitja við saumaskap á daginn. Þær kjósa heldur hliðarstörf sem saumaskapnum fylgja,“ sagði Birg- ir. Birgir sagði að lítið hefði verið um það að fólkið hefði farið í önnur fyrirtæki. „Menn hafa ef til vill rek- ið sig á það að hér í bænum er ekkert úrval af atvinnu sem er bet- ur borguð en hér hjá okkur þrátt fyrir gagnrýni ýmissa manna um það að Sambandið haldi svæðinu á lágum launum. Hér virðist fólk hafa það betra en gengur og gerist á almennum vinnumarkaði í bænum. Segja má að launakerfi okkar sé hliðstætt því sem er í frystihúsun- um,“ sagði Birgir. Starfsemi loðbandsdeildarinnar hættir um mánaðamótin febrúar- mars. Vélar fara að hluta til suður, aðrar verða seldar úr landi og þær sem elstar eru orðnar fara að öllum líkindum á haugana, að sögn Birg- is. Skrifstofur verða fluttar frá Glerárgötu 28 upp á verksmiðju- svæðið. Þar er fyrirhúgað að innrétta nýtt skrifstofuhúsnæði sem væntanlega verður flutt í um mitt næsta ár. Úr nýju rninja- og náttúrugripasafni á Dalvík. Morgunblaðið/Trausti Þorsteinsson Nýtt minja- o g náttúru- gripasafn á Dalvík Dalvík. STOFNAÐ hefur verið minja- og náttúrugripasafn á Dalvík. Safnið er til húsa í Hvoli, gömlu einbýlishúsi sem keypt var og breytt til þessara hluta. Minjasafnið samanstendur af gömlum munum frá Svarfaðardal og Dalvík sem Kristján Ólafsson hefur unnið við að safna undanfarin ár. í náttúrugripasafninu gefur að líta uppstoppuð dýr sem Steingrímur Þorsteinsson frá Dalvík hefur gert, auk steina-, plöntu- og eggjasafns. Þá er í safninu herbergi til minningar um Jóhann Svarfdæling Pétursson. Undanfarin ár hefur verið starf- andi nefnd á vegum bæjarins sem unnið hefur að stofnun og uppsetn- ingu safnsins. í nefndinni eiga sæti Kristján Ólafsson, Gylfi Björnsson og Júlíus Kristjánsson. Laugardag- inn 12. desember sl. opnaði Kristján Ólafsson formaður nefndarinnar safnið og gerði grein fyrir tilurð þess. Sagði hann að í ár væru tíma- mót í sögu Dalvíkur því að liðin væru 100 ár frá því að búseta hófst á Dalvík og því vel við hæfi að opna minjasafn í tilefni þess. Las hann upp gjafabréf þar sem hann og kona hans, Valgerður Guð- mundsdóttir, afhenda Dalvíkurbæ minjasafn sitt og veitti Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri því viðtöku. Safn þeirra er allmikið að vöxtum og er uppistaðan í minjasafninu að Hvoli. Kristján Ólafsson greindi frá náttúrugripum sem safnið hefði fengið að gjöf frá Dalvíkingum, steinasafni frá Frímanni Sigurðs- syni og Árnýju Þorleifsdóttúr, jurtasafni frá Aðalbjörgu Jóhanns- dóttur auk annarra muna svo sem eggjasafni og safni uppstoppaðra dýra. Sagði hann enn margt óunnið í safninu og ætti eftir að bæta við það og sjálfsagt myndi safnið sprengja húsnæðið utan af sér áður en mörg ár liðu. Einu herbergi í húsakynnunum er varið til minningar um Jóhann Pétursson Svarfdæling en hann var talinn um tíma einn hæsti maður heims. Ymsum munum úr fórum Jóhanns hefur verið komið fyrir í herberginu. Jóhann var fæddur í Svarfaðardal og ólst þar upp. Hann fór ungur að árum utan, en vegna hæðar sinnar átti hann erfítt með að fá vinnu við sitt hæfi hér á landi. Síðustu æviárum sínum eyddi Jóhann á Dalbæ, heimili aldraðra á Dalvík, og lést þar árið 1984. Við opnun safnsins afhentu ættingjar hans safninu 100.000 króna pen- ingagjöf til minningar um hann. Hinu nýja safni hafa borist fleiri góðar gjafír. Fulltrúi Svarfdælinga- samtakanna í Reykjavík afhenti formanni safnanefndar 100.000 króna gjöf til minningar um stofn- endur samtakanna þá Gísla Krist- jánsson, Snorra Sigfússon og Kristján Eldjárn Þórarinsson og þá afhenti fyrr í sumar stjóm Menn- ingarsjóðs Svarfdæla safninu 350.000 krónur til uppbyggingar. Safnið að Hvoli verður opið dag- lega nú fram að áramótum og er þess vænst að sem flestir sjái sér fært að koma og 'njóta þess sem þar er til sýnis, en eftir áramót verður opið um helgar og eftir sam- komulagi við safnvörð, Pálma Guðmundsson. Fréttaritari. Tveir togarar verða á sjó um áramót AÐEINS tveir af togurum Akur- eyringa verða úti um áramótin, Harðbakur EA og Þorsteinn EA sem er að fiska fyrir siglingu. Þrír togarar fóm út á annan dag jóla og eru væntanlegir í höfn aftur á gamlársdag, en þeir verða að vera komnir fyrir kl. 16.00 að sögn Áka Stefánssonar hafnarvarðar. Togaramir sem héldu til veiða milli jóla og nýárs em Sléttbakur, Sól- bakur og Akureyrin. Áki sagði að aflabrögð hefðu verið rysjótt síðustu vikumar, en eitthvað væri að glæðast á miðunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.