Morgunblaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1987
Gengið frá samvalsvélunum til útflutnings
Pólstækni selur
samvalsvélar utan
ÚTFLUTNINGUR samvalsvéla
fyrir fiskflök er nú hafinn hjá
Pólstækni hf. Þijár vélar hafa
þegar verið fluttar utan og
tvær hafa verið pantaðar. Eft-
irspurn innan lands er einnig
vaxandi í kjölfar aukinnar sér-
vinnslu frystihúsanna að sögn
Jónasar Ágústssonar, markaðs-
stjóra Pólstækni. Hann segir
að sala þessi sé í beinu fram-
haldi af sjávarútvegssýning-
unni í Reykjavík í haust.
Pólstækni sýndi eina samvals-
vél á sjávarútvegssýningunni og
var hún síðan seld beint til Græn-
Iands. Ein hefur farið til Færeyja
og önnur til Noregs. Vél þessi var
upphaflega hönnuð árið 1981, en
hefur nú verið endurbætt og kost-
ar um 1,3 milljónir króna
Jónas Ágústsson sagði í sam-
tali við Morgunblaðið, að fyrir-
spumir vegna ýmissa tækja, sem
Pólstækni hefði á boðstólum,
hefðu margfaldazt að lokinni sjáv-
arútvegssýningunni, sem greini-
lega hefði heppnazt vel og verið
góð kynning íslenzkum fyrirtækj-
um á sviði sjávarútvegs. Sala á
skipavogum til Noregs hefði
aukizt eftir sýninguna og mikið
af vogum væri selt um borð í
rækjutogara, sem kæmu inn til
ísafjarðar. Þá væri nú að ljúka
hönnun á sjálfvirkum fráfærslu-
búnaði við vélina og unnið væri
aðfærslukerfí fyrir hana líka.
Samvalsvélin vinnur þannig, að
vogarpallur er tengdur við ör-
tölvu, sem stjómar opnun og
lokun á 15 hólfíim. Flak eða ann-
að hráefíii er sett á vogina og
örtölvan les þyngd þess inn í
minni. Um leið kveikir hún ljós
fyrir ofan það hólf, sem hún vill
að flakið fari í. Þetta er endurtek-
ið þar til fiskur er kominn í öll
hólfín 15. Þá reiknar tölvan hvaða
flök passa saman í fyrirfram
ákveðinn heildarþunga, sem
pakka á hveiju sinni og skammtar
flökin á færiband undir vélinni.
Þaðan er þeim skilað í einn plast-
bakka í sjálfvirkum færslubúnaði.
Þegar vélin hefur valið ákveð-
inn skammt og skilað honum frá
sér í plastbakka í sjálfvirkan
bakkamatara, er hægt að láta
fráfærslu- og pökkunarbúnað
taka við. Samvalsvélin sendir þá
boð í búnaðinn, sem ýtir þá bakk-
anum inn á færiband á pökkun-
arlínu og til starfsmanna, sem
pakka skammtinum í þar til gerð-
ar umbúðir. Tómir bakkar eru
settir á færiband fyrir ofan hitt
og fara aftur í pakkaskammtar-
ann, en frágengnir pakkar fara
síðan á neðra bandinu út af
yinnslulínunni.
Nú er verið að ganga frá upp-
setningu fráfærslubúnaðar í
íshúsfélaginu, þar sem hann verð-
ur prufukeyrður.
Isafjörður:
Fj ór ðungssj úkra-
húsínu færðar gjafir
ísafirði.
ÍSFIRÐINGÁR hafa sýnt sjúkra-
húsbyggingunni hér mikinn
áhuga og allt frá því að notkun
einstakra hluta hússins hófst, en
síðan eru nokkur ár, hafa félaga-
samtök og einstaklingar komið
færandi hendi með ýmsan tækja-
búnað og peninga.
Nú fyrir nokkru boðaði stjóm
sjúkrahússins til fundar með blaða-
mönnum í tilefni þess að þrenn
félagasamtök voru að færa húsinu
mikilvægan tækjabúnað að gjöf.
Fylkir Ágústsson stjómafomaður
Fjórðungssjúkrahússins á ísafírði
stjómaði samkvæminu.
Guðmundur Þórðarson fráfar-
andi formaður Lionsklúbbs Isa-
Qarðar afhenti endurhæfingardeild
sjúkrahússins þrekþjálfunartæki
sem Sigurveig Gunnarsdóttir, for-
stöðumaður endurhæfíngardeildar,
veitti viðtöku. Þórlaug Ásgeirsdótt-
ir afkomandi Marzeilíusar Bem-
harðssonar og Albertu Albertsdótt-
ur færði að gjöf fyrir hönd
bamabarna og bamabamabarna
þeirra Marzellíusar og Albertu
ýmsa helgimuni til afnota fyrir kap-
elluna í sjúkrahúsinu.
Stærsta gjöfin að þessu sinni
kom frá Sambandi vestfírskra
kvenna og hafði Jóna Valgerður
Kristjánsdóttir, formaður félagsins,
orð fyrir þeim. Þama er um að
ræða svokallaðan fæðingarmonitor,
en hann er mjög mikilvægur til að
fylgjast með hjartslætti og síðan
öndun bamsins í fæðingunni. Tæk-
ið kostaði um hálfa milljón króna
eftir að aðflutningsgjöld höfðu verið
felld niður. Einar Hjaltason yfír-
læknir sjúkrahússins tók við gjöf-
inni og sagði í ávarpi, að það væri
mjög mikilvægt að fínna að íbúam-
ir i sveitarfélögunum sem afnot
hafa af sjúkrahúsinu skinji mikil-
vægi þess, og sýni það jafn augljós-
lega í verki og raun ber vitni. Hann
sagði að mikið skorti á að fullur
búnaður yrði í sjúkrahúsinu næstu
árin og því mikilvægt að þessi mikli
velvilji héldist áfram.
- Úlfar
Morgunblaðið/Gísli Úlfarsson
Fulltrúar gefenda ásamt yfirlækni og stjómarformanni fjórðungs-
sjúkrahússins á ísafirði.
Norskur lax ræktaður í
tankskipi við Frakkland
Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson
Starfsfólk Suðurvarar hf. að lokinni afhendingu skirteinanna ásamt
Þórði Ólafssyni, verkalýðsformanni, og Hallgrími Sigurðssyni, fram-
kvaemdastjóra Suðurvarar hf.
Þorlákshöfn:
180 sérhæfðir fiskvinnslu-
menn hafa útskrifast
# Þorlákshöfn.
Á VEGUM verkalýðs- og sjó-
mannafélagsins Boðans í Hvera-
gerði og Þorlákshöfn hafa nú
um 180 manns lokið námskeiði
sem veitir þeim rétt til að kalla
sig sérhæft fiskvinnslufólk.
Það var í febrúarsamningunum
1986 sem þessi námskeið voru
ákveðin og má segja að stöðugt
sfðan séu búin að vera námskeið í
gangi hér í Þorlákshöfn.
Þórður Ólafsson, formaður
verkalýðsfélagsins, sagði um leið
og hann afhenti fyrstu skírteinin
að hann væri ekki í nokkrum vafa
um að þessi námskeið hefðu nú
þegar skilað fískvinnslunni hæfara
og ánægðara starfsfólki, það ætti
eftir að sýna sig í auknum gæðum
framleiðslunnar.
Starfsfólkið er öruggara með sig
í vinnunni og því líður betur auk
þess sem það hækkar í launum um
1700 til 1800 krónur á mánuði. Það
var starfsfólk Suðurvarar hf. sem
fyrst fékk afhent skírteini sín að
loknu námskeiði.
- JHS
í VOR verður hafist handa um
að hrinda í framkvæmd þeirri
hugmynd Norðmanna að leggja
uppgerðu oliutankskipi í Mor-
laixflóa við Bretagne í Frakkl-
andi og rækta þar lax sem á að
geta tekið 10% af markaðinum i
Frakklandi. Frá þessu var nýlega
skýrt í franska blaðinu Liberati-
on. Ef allt fer sem horfir verður
starfsemin komin í fullan gang
árið 1989. Þá fæst nýr lax, sem
hlýtur að þrengja að markaðin-
um fyrir innfluttan lax. Það er
norska fyrirtækið Scanfarm,
sem er samsteypa fyrirtækja og
einstaklinga á Norðurlöndum, er
að þessu stendur með Bretónum,
sem eiga 51%. Norska fyrirtækið
á 49% í þessari 70 milljón franka
eða 4,6 milljarða króna fjárfest-
ingu. í fréttinni er nefndur
íslenskur lax eða seiði. Pólarlax
á Islandi er aðili að samsteyp-
unni Scanfarm, en ekkert liggur
fyrir um seiðaútflutning frá ís-
landi í þessu sambandi. Fréttarit-
ari blaðsins i Brest segir:
Frá maímánuði næstkomandi
munu fískimennimir við Morlaix-
flóa í Finisterehéraði hafa nýjan
gest á fiskimiðum sínum. Þetta er
„tilbúinn„ gestur, fljótandi verk-
smiðjuskip, þ.e. 270 metra langt
olíuskip, sem mun liggja við festar
5 km út af ströndinni, með lestarn-
ar iðandi af norsk- og íslensk
ættuðum laxi. I stað olíuskipanna,
sem hvað eftir annað hafa mengað
strönd Bretagne, er nú kominn tími
tankskipa með ræktaðan físk.
Þetta verður fyrsta fyrirtækið
sinnar tegundar í heiminum.
Norsku framleiðendumir í Scan-
farm fundu þetta heillaráð, þegar
of þröngt reyndist um þá í norsku
fjörðunum, þar sem stærð laxeldis-
stöðvanna takamarkast við 8000
kúbikmetra. Mánuðum saman vom
þeir að leita fyrir sér á írlandi og
í Frakklandi um stað undir laxeldi
og laxaiðnað. Og fundu að lokum
alveg kjörinn samstarfsaðila, SAS,„
Societe armoricaine de saumon,,.
Eftir tafsamar samningaumræður
í marga mánuði hafa Scanfarm og
franska fyrirtækið SAS nú náð
saman og stofnuðu í nóvembermán-
uði fyrirtækið Salmor. Eignarhlutur
Bretónanna er 51% og Norðmanna
49%. Stofnfé er 70 milljón frankar.
Olíuskipið mun því í maímánuði
njörvað á flóanum út af bænum
Morlaix, þar sem gjá er undir með
miklu dýpi. Brúin verður máluð svo
að hún falli að umhverfinu og
geymslurýmið hólfað í risabúr, þar
sem laxinn verður ræktaður. Dag-
lega munu 500 þ’usund kúbikmetr-
ar af vatni renna gegnum búrin og
sjálfvirkur rafeindabúnaður stöðugt
fylgjast með vatnsgæðum. Ekki
þarf að gera neinar stórbreytingar
á olíuskipinu og samkvæmt upplýs-
ingum Jaques Rouyers, eins af
aðstandendum þessa fyrirtækis,
gæti það jafnvel snúið aftur til fyrri
verkefna ef ekki gengur sem skyldi
á reynslutímanum.
Fyrstu seiðin, sem verða flutt inn
frá Noregi og íslandi, koma til
Bretagne í vor, en bíða verður fram
til 1989 til að geta skorið úr um
árangurinn. Ársframleiðslan mun
miðuð við 3000 tonn. Svo stórtæk
framleiðsla slær allt sem þekkist í
heiminum út, enda framleiðir
stærsta fiskeldisstöðin ekki nema
800 tonn á ári. Slíkt hefur vissa
áhættu í för með sér. Til að byrja
með mun tylft norskra tæknimanna
stjórna um 60 Bretónum, sem verða
ráðnir til Salmor. Um helmingur
starfsmanna mun vinna um borð í
verksmiðjuskipinu, aðrir vinna í
landi við frágang á fiskinum.
Ef allt gengur að óskum þá mun
þetta fyrirtæki anna 10% af mark-
aðinum. Fram að þessu hafa
Frakkar flutt inn 20 þúsund tonn,
þar af 12000 tonn frá Noregi.