Morgunblaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1987 Guðmundur í. Guðmunds- son fyrrv. ráðherra Guðmundur í. Guðmundsson var merkur maður og mikilhæfur stjómmálamaður. Hann lauk lög- fræðiprófi vorið 1934 með mjög hárri einkunn. Hann varð þegar að prófí loknu fulltrúi á lögfræðistofu Stefáns Jóh. Stefánssonar og Ás- geirs Guðmundssonar og nokkru síðar meðeigandi Stefáns að skrif- stofunni. Hann öðlaðist fljótt mikið álit sem skarpskyggn og dugmikill málflutningsmaður. Hæstaréttar- lögmaður varð hann 1939 og stundaði lögfræðistörf til ársins 1945, er hann var skipaður sýslu- maður í Gullbringu- og Kjósarsýslu og bæjarfógeti í Hafnarfirði. Jafnframt lögfræðistörfum gegndi hann ýmsum opinberum trúnaðarstörfum. Árið 1936 var hann skipaður formaður nefndar til þess að gera tillögur um vinnulög- gjöf, en engin slík löggjöf var þá til hér á landi. Má hiklaust telja hann aðalhöfund löggjafarinnar um stéttarfélög og vinnudeilur, sem sett var 1938, en þau lög mörkuðu tímamót á sinni tíð. Til marks um það, hversu mikið vandaverk þetta var, má geta þess, að þessi lög gilda enn, næsta lítið breytt, ekki vegna þess, að mörgum, ef ekki flestum, sé ekki orðið ljóst, að nýir tímar hafa kallað á nýja löggjöf á þessu sviði, heldur vegna hins, hversu torvelt reynist að ná samkomulagi um breytingar á þessum nær hálfr- ar aldar gömlu lögum. Á sínum tíma vann Guðmundur í. Guðmundsson stórvirki við samningu þeirra. Guðmundur hóf snemma afskipti af stjómmálum. Árið 1940 var hann kosinn í miðstjóm Alþýðuflokksins, átti þar sæti, þangað til hann hvarf að störfum erlendis, og var vara- formaður flokksins 1954—1965. Ég var kosinn í miðstjómina tveim árum síðar en hann eða 1942, og hófust þá kynni okkar. Á þessum ámm voru miklar væringar í Al- þýðuflokknum. Flokkurinn hafði klofnað 1938. Og aðild hans að Þjóðstjóminni svo nefndu, stjóm Framsóknarflokks, Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks, sem mynduð var ári eftir kloftiinginn eða 1939, hafði verið mjög umdeild, en hinn nýstofnaði flokkur, Sósíal- istaflokkurinn, varð þá einn í stjómarandstöðu. Guðmundur hafði verið stuðningsmaður þátttöku Al- þýðuflokksins í Þjóðstjóminni. Ég kom heim frá námi sumarið 1939 eða nokkrum mánuðum eftir að Þjóðstjómin var mynduð og skipaði mér í flokk þeirra í Alþýðuflokkn- um, sem verið höfðu andstæðir þeirri ákvörðun að eiga aðild að myndun Þjóðstjómarinnar. Þegar Guðmundur var kosinn í miðstjóm flokksins 1940, styrkti það aðstöðu þeirra, sem voru Þjóðstjóminni fylgjandi. Þegar ég var kosinn þangað 1942, var það beinlínis gert til þess að efla flokk andstæðinga flokksfoiystunnar í miðstjóminni. Við Guðmundur vorum. því ekki samheijar { flokknum á þeim árum. Margt var og ólíkt um okkur. Hann var mikils metinn lögfræðingur með margvíslega starfsreynslu. Ég var ungur hagfræðingur og háskóla- kennari. Hann var hógvær í mál- flutningi. Ég var hvassyrtur. Megináhugi hans beindist að af- mörkuðum málefnum. Fyrir mér voru hugsjónir aðalatriði. Að óreyndu mundu margir telja, að slíkum mönnum yrði ekki vel til vina. En reynslan varð önnur. Mið- stjóm Alþýðuflokksins skiptist þá og raunar í mörg næstu ár í tvær meginfylkingar. Guðmundur var í meirihlutanum, ég í minnihlutan- um. í Ijós kom að okkur reyndist auðvelt að ræðast við. Ég lærði fljótt að meta gáfur og mannkosti Guðmundar. Ymsum deilum í flokknum hefði á þessum árum eflaust lyktað öðru vísi en raun varð á, ef tengsl okkar Guðmundar hefðu ekki snemma orðið jafnnáin og þau urðu. Á þetta reyndi oft, í deilunum um Keflavíkursamninginn 1946 og aðildina að Atlantshafsbandalaginu 1949, í deilunum um myndun stjórnar Stefáns Jóh. Stefánssonar 1947 og þegar breytt var um for- ystu í Álþýðuflokknum 1953. í öllum þessum átókum vorum við Guðmundur hvor í sínum hópi í flokknum. En milli okkar hafði myndazt gagnkvæmt traust, við skildum alltaf nauðsyn þess að ræðast við og taka sanngjamt tillit til skoðana hvors annars. Milli okk- ar fór aldrei styggðaryrði. Við vorum samflokksmenn, sem báðir vildum málstað jafnaðarstefnunnar vel, þótt við væmm ekki sammála um, hvemig bezt mætti að því vinna. Þegar við síðar urðum vinir, stóð sú vinátta á gömlum og traust- um merg. Að afloknum kosningum sumarið 1956 tók Alþýðuflokkurinn í fjórða sklpti þátt í samsteypustjóm, stjóm Framsóknarflokks, Alþýðubanda- lags og Alþýðuflokks. Miðstjómin valdi okkur Guðmund sem ráðherra flokksins. Ýmsir söguritarar munu eflaust telja, að þá hafi hvor hinna gömlu arma í Alþýðuflokknum fengið sinn fulltrúa í ríkisstjómina. En sannleikurinn er sá, að við Guð- mundur vomm löngu hættir að líta á okkur sam andstæðinga innan Alþýðuflokksins. Guðmundur var kosinn á þing 1942 og sagt þar til 1949 og síðan aftur frá 1952. Ég var kosinn á þing 1946. Við urðum nánir samstarfsmenn í þingflokkn- um. Ég komst að því síðar, að hann átti þátt í þeirri breyttu afstöðu, sem Bjami Benediktsson, þáverandi utanríkisráðherra, hafði forgöngu um fljótlega eftir inngönguna í Atl- antshafsbandalagið gagnvart þeim okkar í Alþýðuflokknum, sem vor- um henni andvígir, og fólst í því að kynna okkur alla málavexti, í stað þess, að áður hafði okkur ver- ið sýnd fyllsta tortryggni, sem á hinn bóginn olli því, að sjálfir urðum við tortryggnir. En þetta varð und- irstaða þeirrar samstöðu Sjálfstæð- is-, Framsóknar- og Alþýðuflokks í utanríkismálum, sem síðan hefur haldizt. Guðmundur studdi tillög- una um endurskoðun vamarsamn- ingsins, sem samþykkt var á Alþingi um vorið 1956. Ég studdi ákvörðun ríkisstjómarinnar um frestun á framkvæmd hennar um haustið í kjölfar innrásar Sovétríkj- anna í Ungveijalandi. í ríkisstjóm Hermanns Jónassonar 1956—58 varð aldrei ágreiningur milli okkar Guðmundar og raunar ekki heldur milli okkar og ráðherra Framsókn- arflokksins. Sá ágreiningur við Alþýðubandalagið um landhelgis- málið, sem mikið bar á, var í raun og veru ekki um efni málsins, þ.e. nauðsyn stækkunar fískveiðilög- sögunnar, heldur um málsmeðferð- ina. Það urðu líka hvorki utanríkis- mál ná landhelgismál, sem urðu þessari ríkisstjóm að falli, heldur vanmáttur hennar til þess að stemma stigu við verðbólguöldu í samvinnu við Alþýðusambandið. Ásamt mörgu öðru átti það sinn þátt í, að við fjórir, sem sátum í bráðabirgðaráðuneyti Emils Jóns- sonar 1958—59, komumst að þeirri niðurstöðu, að taka yrði upp nýjar hagstjómaraðferðir, haftaskeiðinu yrði að ljúka. Viðreisnarstjómin svo neftida var mynduð. Og Guðmundur í. Guð- mundsson varð áfram utanríkisráð- herra. Það var hann til ársins 1965, er hann gerðist sendiherra, eða í níu ár samfleytt. Guðmundur fylgdi fast fram þeirri stefnu, er mótuð hafði verið með aðild íslands að vamarsamtökum vestrænna þjóða, og hann naut mikillar virðingar meðal starfsbræðra sinna, ekki að- eins innan Atlantshafsbandalags- ins, heldur meðal allra ríkja, sem áttu umtalsverð skipti við ísland. Afskipti Guðmundar í. Guðmunds- sonar að landhelgismálinu hafa enn ekki verið rakin svo sem vert væri og raunar ekki heldur þáttur helzta sérfræðings íslands á þessu sviði, Hans G. Andersen sendiherra, sem var alla tíð náinn samstarfsmaður hans. Heillarík og markviss störf Guðmundar að viðurkenningu ann- arra ríkja á hagsmunum og rétti Islendinga í hafréttarmálum birtist ekki fyrst og fremst í stjómmála- umræðum á Islandi, heldur í þrot- lausum viðræðum á erlendum vettvangi og við fulltrúa erlendra ríkja hér á landi. Allir þeir, sem aðstöðu höfðu til þess að fylgjast með málflutningi Guðmundar á slíkum ráðstefnum og fundum, gerðu _ sér ljóst, í hversu ríkum mæli íslendingar nutu þar hæfni hans og þekkingar sem gáfaðs og slyngs málflutningsmanns. Hann var ávallt hógvær, en fastur fyrir. Þannig náði hann miklum árangri. Guðmundur í. Guðmundsson er áreiðanlega í hópi hæfustu manna, sem fjallað hafa um íslenzk utanrík- ismál frá upphafí. Við hjónin höfðum ávallt náið samband við Guðmund og Rósu konu hans eftir að þau tóku við sendiherrastörfum erlendis og sömuleiðis eftir að þau fluttu heim. Það er mikils virði að hafa átt slíkt fólk að nánum vinum. Gylfi Þ. Gíslason Guðmundur í. Guðmundsson, fyrrv. varaformaður Alþýðuflokks- ins, alþingismaður og ráðherra, lést á heimili sínu aðfaranótt laugar- dags 19. desember sl., 78 ára að aldri. Guðmundur naut snemma viður- kenningar jafnt samheija sem andstæðinga fyrir góða greind, trausta lagaþekkingu, harða mála- fylgju og óvenjuleg pólitísk hygg- indi við að koma fram málum. Þessir kostir komu honum að góðu haldi á löngum starfsferli sem mál- flutningsmaður, alþingismaður og síðar ráðherra, allt frá kreppuárum fram undir miðbik viðreisnar. Guðmundur átti dijúgan hlut að því að byggja upp traust og vax- andi fylgi Alþýðuflokksins á Suðumesjum, þar sem Alþýðuflokk- urin hefiir löngum verið helsti keppinautur Sjálfstæðisflokksins um fylgi og mannaforráð. En það sem lengst mun halda nafni Guð- mundar á loft, vegna þeirra pólitísku verka sem hann vann, er höfundarréttur hans á vinnulög- gjöfinni, sem staðið hefur óhögguð í meira en hálfa öld. Seinasta hálfan annan áratug starfsferils síns gegndi Guðmundur sendiherraembættum í ýmsum þjóðlöndum, þ.á m. í Bretlandi, Bandaríkjunum og Svíþjóð og sein- ustu tvö starfsárin sem fastafulltrúi íslands hjá Atlantshafsbandalag- inu. Flestir munu hins vegar minnast hans sem utanríkisráð- herra viðreisnar, í ráðuneytum Ólafs Thors og Bjama Benedikts- sonar frá 1959 til 1965. Færri muna að hann gegndi embætti ljár- málaráðherra tæpt ár í ráðuneyti Emils Jónssonar 1958 til ársloka 1959, en minnihlutastjóm Emils Jónssonar greip einmitt til árang- ursríkra efnahagsaðgerða og lagði með því traustan gmndvöll að um- bótastarfí viðreisnarstjómarinnar næstu árin. Þeir eru trúlega fáir sem muna að Guðmundur hóf starfsferil sinn sem ungur lögfræðingur í þjónustu • verkalýðshreyfingarinnar. Það kom í hans hlut sem lögfræðings Al- þýðusámbandsins að annast for- mennsku milliþinganefndar sem samdi fmmvarp til laga um stéttar- félög og vinnudeilur á ámnum 1936—38. Þetta var í stjómartíð „ríkisstjómar hinna vinnandi stétta". Þessi löggjöf var mjög umdeild á sínum tíma. Kommúnist- ar þeirrar tíðar og jafnvel ýmsir málsvarar vinstri arms Alþýðu- flokksins börðust hatrammlega gegn fmmvarpinu og kenndu við „þrælalög". í reynd var þetta mannréttinda- skrá verkalýðshreyfíngarinnar, enda leitaði Guðmundur einkum fyrirmjmda í vinnulöggjöf annarra Norðurlandaþjóða þar sem verka- lýðshreyfíngin og jafnaðarmanna- flokkamir vom þegar orðin ráðandi stjómmálaöfl. Hálfri öld síðar stendur þessi löggjöf óhögguð. Þeir hinir sömu og harðast börðust gegn löggjöfínni í sinni tíð hafa áratugum saman beitt sér gegn öllum breyt- ingum á henni af alefli. Höfundur vinnulöggjafarinnar má vissulega vel við una, þótt trúlega hefði hann fyrstur manna játað nauðsyn breyt- inga nú svo mjög sem þjóðfélagið hefur tekið stakkaskiptum á liðnum áratugum. Annað mál sem Guðmundur I. átti stóran hlut að og varðar mjög kjör sjómannastéttarinnar á íslandi verðskuldar að því sé haldið til haga þegar Guðmundar er minnst. Hér er átt við lagalegar forsendur fyrir hlutaskiptasamningum sjómanna og útgerðarmanna í stað fasta- kaups eða „premíu" sem áður tíðkaðist. Náinn samstarfsmaður Guðmundar á Suðurnesjum, Ragn- ar Guðleifsson, fyrrv. formaður verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur riijaði upp þetta mál á sjötugsafmæli Guðmundar 1979. Á þjóðstjómarárunum voru sett lög um almennar efnahagsráðstafanir þ.á m. um breytta gengisskráningu. Lögfræðingur ASI kom mjög við sögu við undirbúning þeirrar lög- gjafar. Fyrir hans tilstilli voru sett ákvæði í lögin sem heimiluðu sjó- mönnum að taka hlut úr afla, ef þeir óskuðu og samningar um slík kjör tækjust. Á þessum tíma voru kjör sjó- manna, aðallega fastakaup eða „premía". Sjómenn sóttu mjög eftir hlutaskiptum en gekk treglega að ná fram samningum. í samningum Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur voru þó ákvæði um hlutaskipti en samþykki útgerðar- manna skorti. Fyrir vertíðina 1940 ákvað félagið að allir félagar þess, sem ráðnir yrðu á vélbáta frá Keflavík og Njarðvíkum þessa ver- tíðina skyldu taka hlut úr afla. Eftir gengisbreytinguna höfðu útgerðar- menn enn minni áhuga en áður á að láta sinn hlut og reyndu því að sniðganga lögin og samþykki fé- lagsins með því að semja sérstak- lega við háseta um sölu á aflanum upp úr sjó. Af þessu spratt alvarleg deila milli verkalýðsfélagsins og útgerð- armanna og kom til málshöfðunar. Guðmundur tók að sér mál sjó- manna og vann það með stuðningi áðumefnds ákvæðis í gengislögun- um og vinnulöggjafarinnar. Að mati Ragnars færði þetta sjómönn- um á Suðumesjum kjarabætur sem námu á annað hundrað milljónum króna miðað við verðgildi peninga nú. Upp úr þessu var réttur sjó- manna til hlutaskiptasamninga ekki vefengdur. Sigur Guðmundar í þessu deilu- máli mun hafa átt stóran þátt í því að Alþýðuflokksmenn á Suðumesj- um leituðu til hans um þingframboð 1942 og veittu honum síðan að málum í tæpan aldarfjórðung. Upp frá því gegndi Guðmundur fjölda annarra trúnaðarstarfa fyrir Al- þýðuflokkinn; hann átti sæti í miðstjóm flokksins frá 1940 og var varaformaður hans 1954 til 1965 þegar hann hætti afskiptum af stjómmálum. Þann 19. september 1942 gekk Guðmundur að eiga Rósu Ingólfs- dóttur, hina ágætustu konu, og varð þeim fímm bama auðið. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd Alþýðuflokksins færa Guðmundi í. Guðmundssyni þakkir fyrir störf hans í þágu Alþýðuflokksins og verkalýðshreyfíngarinnar um leið og ég flyt konu hans og niðjum þeirra samúðarkveðjur. Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins Guðmundur í. Guðmundsson var einn þeirra stjómmálamanna, sem mest áhrif höfðu hér á landi aldar- ijórðunginn frá upphafi heimsstytj- aldarinnar til 1965. Hann stóð ekki alveg í fremstu röð flokksleiðtog- anna, en var þar rétt fyrir aftan og þungur á metum sem ráðgjafi, er mótuð var sú stefna, sem þjóðin fylgdi. Störf hans gefa vísbendingu: lögfræðingur, sýslumaður, alþingis- maður, utanríkisráðherra. Loks var hann sendiherra íslands hátt á ann- an áratug. Eftir að Guðmundur tók lagapróf 1934, gerðist hann fulltrúi í mála- flutningsstofu Stefáns Jóhanns Stefánssonar, og munu kynni hans af Stefáni vafalaust hafa haft nokk- ur áhrif á, hvert hugur hins unga lögfræðings beindist. Aðeins tveim árum síðar var honum, 27 ára göml- um, falið það vandaverk að vera formaður í nefnd, sem samdi nýja vinnulöggjöf, er lengi dugði. Ér vart til erfíðari eða mikilvægari lög- gjöf, enda vinnu- og stéttafriður i veði. Guðmundur var lengi manna fróðastur um þau efni. í kosningunum 1942 var Guð- mundur í framboði í Gullbringu- og Kjósarsýslu og náði kjöri, liðlega þrítugur að aldri. Hann var raunar ættaður af Suðumesjum, en það var talið hafa greitt götu hans, að hann hafði unnið mikilvægt hags- munamál fyrir sjósóknara þar syðra fyrir rétti. Það var ekki eina skip- tið, sem sérkunnátta hans á lög- fræðilegri hlið hagsmunabarátt- unnar kom að gagni fyrir umbjóðendur Alþýðuflokksins. Veigamesta verkefni Guðmundar átti þó eftir að verða á sviði utanrík- ismála. Hann var sem þingmaður Suðumesja nákunnugur vamarmál- unum, og hafði setið í varnarmála- nefnd. Hann varð utanríkisráðherra í ríkisstjóm Hermanns Jónassonar 1956, hélt því verkefni og var fjár- málaráðherra að auki í hinni sögulegu minnihlutastjóm Emils Jónssonar, og síðan áfram í Við- reisnarstjóminni til 1965. Gegndi Guðmundur þessu ráðherraembætti í 9 ár, og átti hann mikinn þátt í að móta stefnu í öryggis- og ut- anríkismálum, sem lýðveldið hefur farsællega fylgt í 40 ár. Reyndi þar ekki aðeins á frábærar gáfur Guð- mundar og reynslu í stjómmálum, heldur og festu hans og málafylgju. Svo áttu þessi mál huga hans, að hann gerðist sendiherra Islands, er honum fannst rétt að draga sig út úr pólitíkinni. Sat hann sem slíkur í London, Washington, Stokkhólmi og Brussel og reyndist virðulegur og myndarlegur fulltrúi landsins í mörgum höfuðborgum og alþjóða stofnunum. Löng reynsla er fyrir þvf, að skarpgáfaðir lögfræðingar em sterkir liðsmenn á sviði stjóm- málanna, og er Guðmundur glöggt dæmi þess, Þeir kostir nutu sín einnig vel í frumskógi vamarmál- anna, meðferð utanríkismála almennt og síðast en ekki síst í land- helgisdeilunum. Það var mikill styrkur að slíkum félaga í þing- flokki, eins og félagar hans á 25 þingum geta best dæmt um. Alþýðuflokkurinn á Guðmundi mikla skuld að gjalda fyrir starf hans varðandi innviði flokksins og við að móta í lagaform ýmis hug- sjónamál, til dæmis á sviði vinnu- mála, verkamannabústaða, sjúkratrygginga og mörgum fleiri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.