Morgunblaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1987 Bylting Gorba Styttið dóminn yf- ir Mathiasi Rust tveimur stuðningsmönnum Sam- stöðu gefnar upp sakir en þeir voru á sínum tíma dæmdir í tíu og sjö ára fangelsi fyrir að verða lögreglu- manni að bana. Var sagt, að þeim hefði verið sleppt vegna góðrar hegðunar og með tilliti til þess, að þeir voru undir lögaldri þegar þeir frömdu glæpinn. Samt sem áður kom ákvörðunin öllum á óvart. Andófsmenn í Póllandi geta sér nú til, að þeir hafi verið látnir lausir til að draga úr viðbrögðum almenn- ings við þeirri ákvörðun að milda dómana yfir morðingjum Popiel- uszkos. við flugmálayfirvöld. Hann mun eiga fundi með sovéskum ráðamönnum næstu tvo daga. Mathias Rust situr nú í Lefortovo-fangelsinu í Moskvu þar sem hann bíður þess að vera flutt- ur í vinnubúðir. Náðunabeiðni hans var hafnað fyrir tveim vikum af For- sætisnefnd Æðstaráðsins. > * Atta Iranir í Júgóslavíu: Dregnir út í flugvél og sendir burt Dubai. Reuter. ÁTTA íranir, sem hótuðu að stytta sér aldur og voru dregnir æpandi um borð í flugvél í Belgrað, komu í gær til Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. íranimir, fiórir karlmenn, fjórar konur, þar af ein ófrísk, og eitt bam, komu með flugvél frá júgóslavneska ríkisflugfélaginu en um borð í hana vom þeir fluttir með lögregluvaldi og hrópuðu þá í sífellu, að þeir vildu ekki snúa aftur og ætluðu að fyrir- fara sér. Ekki er vitað hvað verður um íranina, hvort þeir fá að vera um kyrrt í Dubai eða verða sendir til írans. Tveir írananna, karlmaður og kona, reyndu að skera sig á púls áður en þau vom dregin út í flugvél- ina en lögreglumenn bmgðust skjótt við og komu í veg fyrir, að þeim tækist að skaða sig. íranimir komu til Júgóslavíu frá Dubai á laugardag og ætluðu að halda áfram ferðinni til Kanada og biðja þar um landvist. Talsmaður kanadíska sendiráðsins segir hins vegar, að komið hafi í ljós, að vegabréfsáritanir fólksins til Kanada hafi verið falsaðar. Svetin Frleta, fulltrúi Flóttamannastofnunar S.Þ.-í Belgrað, segir einnig, að kring- umstæður fólksins hafi ekki verið þannig, að það geti talist flóttamenn. Ungverjar auka útf lutningsfrelsi Búdapcst. Reuter. UNGVERSK fyrirtæki, sem ár- lega flytja út vöru fyrir miiljón dollara eða meira, mega frá og með nk. júlí flytja hana til Vest- urlanda án sérstakra útflutnings- leyfa. „Þessi ákvörðun mun fyrst og fremst koma sér vel fyrir vel rekin fyrirtæki og auðvelda þeim að bregðast skjótt við öllum hræring- um á heimsmarkaði," sagði MTI- fréttastofan ungverska en tekið var fram, að eftir sem áður þyrfti leyfi fyrir innflutningi. Strauss á fundi með Gorbatsjov: AP Frá réttarhöldunum yfir morðingjum séra Popieluszkos. í fremri röð eru þeir Gregorz Piotrowski og Leszek Pekala og í aftari röð Waldemar Chnielewski og Adam Pietruszka. Á milli þeirra eru lögreglu- menn. Pólland: Moskvu, Reuter. FRANZ Josef Strauss, forsætis- ráðherra Bæjaralands, fór þess á leit við Míkhaíl Gorbatsjov sovét- leiðtoga í gær að hann fengi dóminn yfir Mathiasi Rust styttan. Rust var dæmdur í fjögurra ára dvöl í vinnubúðum í Sovétríkjunum eftir að hann flaug lítilli flugvél í óleyfi til Sovétríkjanna og lenti henni á Rauða torginu í Moskvu. Strauss bar upp þessa ósk við Gorbatsjov á tveggja og hálfrar stundar löngum fundi sem þeir áttu í Kreml í gær. Að sögn talsmanns vestur-þýska sendiráðsins er ekki vit- að hver viðbrögð Gorbatsjovs voru við beiðni Strauss. Strauss fór að dæmi Mathiasar og flaug einkavél sinni til Moskvu, en í fullu samráði Dómarnir yfir morðingjum séra Popieluszkos mildaðir Lögum um uppgjöf saka beitt tvisvar um sama afbrotið hans í ánni Vislu og hafði hann verið bundinn á höndum og fótum og keflaður. Gregorz Piotrowski. lögregluforingi, sem var dæmdur í 25 ára fangelsi sem forsprakki morðingjanna, þarf nú aðeins að sitja inni í 15 ár og dómamir yfir hinum þremur voru nú mildaðir í annað sinn. Adam Pietruszka, ofursta í öryggislögreglunni, verður nú sleppt þegar hann hefur af- plánað 10 ár og hinum tveimur, Leszek Pekala og Waldemar Chmi- elewski, eftir að hafa setið inni í sex og hálft fimmta ár. Allir hafa þeir verið í fangelsi í þrjú ár. Eldward Wende, lögfræðingur- inn, sem fór með mál Popieluszko- fjölskyldunnar við réttarhöldin yfír morðingjunum, kvaðst ekki vita um neitt fordæmi fyrir því, að lög um uppgjöf saka væru látin taka til sama afbrotsins tvisvar sinnum. „Ég tel, að pólska þjóðin muni fyllast hneykslun og andstyggð á þessari ákvörðun, ekki síst þegar við höfum í huga afbrotið sjálft og þá fordæmingu, sem það olli," sagði Janusz Onyszkiewicz, talsmaður Samstöðu, hinna bönnuðu verka- lýðssamtaka, en séra Popieluszko var einarður stuðningsmaður þeirra. Sautjánda desember sl. voru Varsjá. Reuter. DÓMAR yfir fjórum pól&kum öryggislögreglumönnum, sem myrtu Samstöðuprestinn Jerzy Popieluszko árið 1984, hafa verið mildaðir. Skýrði talsmaður stjórnarinnar frá því í gær. Talsmaðurinn sagði, að hæsti- réttur Póllands hefði tekið þessa ákvörðun 17. desember sl. og væri hún í samræmi við lög frá fyrra ári um náðun pólitískra fanga og uppgjöf saka. Popieluszko hvarf í október árið 1984 en 11 dögum síðar fannst lík Reuter Frönsku systumar Marie-Laure og Virginie Valente, sem skæm- liðar segjast ætla að leysa úr haldi. Skæruliðasamtök Abus Nidal: Ætla að sleppa tveimur stúlkum Beirut. Reuter. Skæruliðasamtök, sem lúta forystu hryðjuverkamanns- ins Abus Nidal, kváðust í gær ætla að sleppa úr haldi tveimur frönskum stúlkum og sjá um að koma þeim til Frakklands. Voru þær og sex menn aðrir um borð í skipi, sem skæruliðasamtökin rændu í byijun nóvember sl. í yfirlýsingu frá skæruliða- að þeim líði sæmilega. Á jóladag samtökunum sagði, að Marie- Laure Valente, fimm ára gömul, og sex ára gömul systir hennar, Virginie, yrðu fluttar til höfuð- borgar í arabaríki og þaðan til Frakklands. Hafa samtökin birt mynd af þeim systrum og er ekki annað að sjá af henni en tilkynntu skæruliðamir, að móðir þeirra, Jacqueline Valente, hefði alið bam í fangavistinni og átt þriðju dótturina. Auk þeirra mæðgnanna er sambýlismaður Jacqueline í haldi hjá skæruliðun- um, bróðir hans og mágkona og tvö böm þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.