Morgunblaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1987 Astin á vaktinni Costner, Hackman og Patton í spennuniyndinni Öll sund lokuð. ÖLL SUND LOKUÐ Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Á vaktinni (Stakeout). Sýnd í Bíóborginni. Stjörnugjöf: ★ ★ ★ V2 Bandarísk. Leikstjóri: John Badham. Handrit: Jim Kouf. Framleiðendur: Jim Kouf og Cathleen Summers. Kvikmyndataka: John Seale. Helstu hlutverk: Richard Dreyf- uss, Ernilio Estevez, Madeleine Stowe og Aidan Quinn. Chris (Richard Dreyfuss) og Bill (Emilio Estevez) eru tvær löggur sem fá það verkefni að hafa eftir- lit með húsi fyrrverandi vinkonu morðingja. Morðinginn (Aidan Qu- inn) hefur brotist úr fangelsi og stefnir til konunnar (Madeleine Stowe) þar sem lögreglan vonast til að geta handtekið hann. Þetta er ósköp venjulegt verkefni og löggumar tvær eru ósköp venjuleg- ar löggur og gera það sem löggur venjulega gera sem hanga yfir leið- indarverkefni; rífa kjaft hvor við aðra í gríni og hrella löggumar á næstu vakt. Svo má líka drepa tímann með „Trivial Pursuit": Hver var sextándi forseti Banda- ríkjanna? Ég skal hjálpa þér aðeins, segir Chris og heldur uppi Playbo- y-opnunni. Þannig er lífíð á vaktinni. Hvemig getur maður orðið ást- fanginn í svona vinnu? Það er erfítt, en Chris tekst það samt. Hann lýg- ur sig inná konuna með því að þykjast vera símvirki til að koma hlerunartæki fyrir í síma hennar og ástin kviknar einhverstaðar á milli eldhússins og svefnherbergis- ins. Það er lítill neisti í fyrstu, en verður fljótt að stórbruna. Það reynist ótrúlega erfítt fyrir Chris að umgangast þessa nýju kærustu sína — og um leið ómótstæðilegt. Hann á að fylgjast með öllum mannaferðum í kringum húsið og það er hann sjálfur sem kemur þar manna mest. Ilann gæti misst vinnuna og það sem verra er hann gæti misst kærustuna ef hún kemst að hinu sanna. Fyrir Chris er morð- inginn sem stefnir á húsið minnsta vandamálið eins og á stendur. Þegar John Badham, leikstjóri spennumyndarinnar Á vaktinni (Stakeout), sem sýnd er í Bíóborg- inni, gerir afþreyingarmyndir, eru það sannarlega afþreyingarmyndir í þess orðs fyllstu og bestu merk- ingu. Stakeout er tvímælalaust hans besta hingað til, hún er mjög skemmtileg, fyndin og spennandi. Hún er það sem Badham gerir best; pottþétt skemmtun. Það þýðir að þú sest niður með gotteríið þitt og Badham sér um að þú fínnir aldrei bragðið af því. Það eru engar predikanir um gott og illt hjá Badham, engin svör við stóru spurningunum, sálartetrið fær frí frá öllum þenkingum um vandamál heimsins, en er boðið að gefa sig skemmtuninni á vald. Þessi er sannarlega 250 króna virði. Það er nóg af öllu hjá Badham. Stakeout byijar með fangauppþoti og endar í skotbardaga niðri við höfnina og í millitíðinni er bílaelt- ingaleikur og annað gamalt og gott úr spennumyndageiranum. En það er ekki það sem kitlar hlátur- og sjóntaugamar heldur stór- skemmtilegur rómansinn á milli Dreyfuss og Stowe, þar sem Dreyf- uss leikur við hvem sinn fíngur. Og það er ekki síður gaman að fylgjast með fjörugu sambandi lög- regluþjónanna á vaktinni, sérstak- lega Éstevez og Dreyfuss. Maður fær á tilfínninguna að helmingur- inn af því sem þeir segja hvor við annan sé spunninn á staðnum. Það er Dreyfuss sem enn stelur senunni, enda hefur hann bitastæð- asta hlutverkið. Hann er orðinn hinn mesti sjarmör síðan hann sneri sér aftur að kvikmyndaleik í mynd- inni Down and Out in Beverly Hills og hefur yndi af að leika góða gæjann hér. Hann er ansi ólíklegur riddari á hvítum hesti en þeim mun skeleggari þegar hann kemur stúlkunni sinni til bjargar. Estevez hefur lítið hlutverk, er varla í myndinni nema til að gefa Dreyf- uss tækifæri til að sýna á sér skemmtilegu hliðamar, en fer vel með það og Madeleine Stowe fer einstaklega vel að vera ástfangin. Kvikmyndir Arnaldur Indriðason ÖIl sund lokuð (No Way Out). Sýnd í Háskólabíói. Stjörnugjöf: ★ ★ ★ */2 Bandarísk. Leikstjórí: Roger Donaldson. Handrít: Robert Gar- land byggt á skáldsögunni „The Big Clock“ eftir Kenneth Fear- ing. Framleiðendur: Laura Ziskin og Robert Garland. Kvik- myndataka: John Alcot. Helstu hlutverk: Kevin Costner, Gene Hackman, Sean Young og Will Patton. Öll sund lokuð (No Way Out), sem sýnd er í Háskólabíói, er pólitfskur þriller eins og þeir gerast bestir. Myndin gerist að mestu inn- an veggja Pentagon í Washington, snertir einn valdamesta mann Bandaríkjanna, morð á vinkonu hans, hugsanlegan njósnara KGB innan Pentagon, umfangsmikla yfírhylmingu, fleiri morð, svik og lygar. Allt getur gerst, engum má treysta. Það er aðeins einn maður sem þekkir alla söguna til enda og hana fáum við ekki að vita fyrr en á síðustu mínútunni. Endírinn kemur talsvert á óvart ef ekki illilega. Allt sem á undan er gengið fær á sig annan svip. En svo er líka rómantík í mynd- inni og öllu villtari systir hennar, erótík, aðallega í atriði sem gerist um borð í sex til níu metra langri limósínu á næturferð um götur Washington. í faðmlögum eru Ke- vin Costner, hin nýbakaða ró- mantíska hetja kvikmyndanna, sem leikur sjóliðsforingjann Tom Far- rell, og Sean Young er leikur glæsilega hjákonu vamarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sem Gene Hackman leikur. Ástarþríhyming- urinn nær aldrei að þróast því ráðherrann myrðir hjákonuna í af- brýðisemiskasti og aðstoðarmaður hans, frábærlega leikinn af Will Patton, sem ég hef ekki séð áður, setur í gang umfangsmikla yfir- hylmingu til að forða ráðherranum frá hneyksli. Hann býr til þá sögu að morðinginn sé KGB-njósnari sem sést hafði með hjákonunni og hann verður að fínna eins og skot. Farrell er settur yfír rannsóknina. Hann veit sannleikann í málinu en vantar sannanir og maðurinn sem leitað er að, er raunar hann sjálfur því hann er sá eini sem verið hefur með hjákonunni. Aðstoðarmaður- inn hefiir tryggt að þegar maðurinn fínnist muni hann ekki vera til frá- sagnar um neitt. Tveir leigumorð- ingjar munu sjá til þess. Astralinn Roger Donaldson leik- stýrir öllu þessu mikla samsæri á toppnum með hraða og spennu í fyrirrúmi sem nær hámarki í rang- ölum Pentagon þar sem Farrell stjómar leitinni að sjálfum sér (leyfí fékkst ekki til kvikmyndunar inní Pentagon svo gera varð eft- irlíkingar af innviðum hússins í upptökusal). Rennileg kvikmynda- taka John Alcot, sem myndin er tileinkuð, en hann lést skömmu eftir gerð hennar, gefur myndinni hæfílega dulúðugan blæ sem fer henni sérstaklega vel og handritið gefur mönnum aldrei tækifæri til að slaka á þegar skriðan er farin af stað. Það þarf ekki nema fímm mfnútur til að sjá að hér er vandað til verka. Donaldson gefur leikurunum það rúm sem þeir þurfa og þeir launa honum með afbragðsleik. Kevin Costner sameinar hinn rómantíska elskhuga og harðjaxlinn með stjömuleik sínum (einhverstaðar var sagt að framleiðendur myndar- innar hafí beðið með að dreifa henni þar til Hinir vammlausu hefðu sleg- ið í gegn til að nýta vinsældir Costners). Gene Hackman er hér í einu af sfnum betri, harðneskju- legri hlutverkum og aðrir leikarar leika mjög vel. aðskilnaðurinn næstum óbærileg- ur þegar furðudýrið verður að halda til sinna upprunalegu heim- kynna. Allt er þetta býsna vel gert og myndin er oft fyndin og næstum alltaf skemmtileg. Það er auðvitað apinn stóri sem stelur senunni af mannfólkinu þótt John Lithgow veiti stundum harða samkeppni. Dear krefst þess hins vegar af honum að vera svo yfírmáta væm- inn þegar líður nær endalokunum að það er engu lagi líkt. Væmni er alltaf í Spielberghönnuðum myndum en þessi ofskammtur næstum drepur Stórfót — bók- staflega. Boðskapurinn er að sjálfsögðu sá að það skiptir ekki máli hvern- ig þú lítur út heldur hvað inní þér býr; í Hollywood verða gamlar vísur nýrri með aldrinum. Snjómaðurmn huggulegi ætt við ET; úr myndinni Stórfótur. Kvikmyndir Amaldur Indriðason Stórfótur (Harry and the Hend- ersons). Sýnd i Laugarásbíói. Stjömugjöf: ★ ★ */2 Bandarisk. Leikstjóri: William Dear. Handrít: William Dear, William E. Martin og Ezra D. Rappaport. Framleiðendur: William Dear og Richard Vane. Kvikmyndataka: Allen Daviau. „Harry“ hannaður af Rick Bak- er. Helstu hlutverk: John Lithgow, Melinda Dillon, Don Ameche og David Suchet. Snjómaðurinn hræðilegi eða Stórfótur er loksins fundinn og það var auðvitað Steven Spielberg sem fann hann. Og úr því það var Spielberg sem fann hann en ekki t.d. David Cronenberg er ekki lengur hægt að tala um Snjó- manninn hræðilega. Nær væri að tala um Stórfót hinn huggulega, indæla og skemmtilega, fjöl- skylduvininn góða, furðudýrið sem heillar alla í návist sinni. Ef þú ert þegar farinn að hugsa um ET ertu á réttri leið. Það er eins og Spielberg hafí tekið sögu leikstjórans og handritshöfundar- ins William Dear um fjölskyldu í Seattle sem fínnur Stórfót og tek- ur inná heimili sitt, keyrt hana í gegnum. ET-forritið sitt á skrif- stofutölvunni í Amblin Entertain- ments og fengið út Stórfót (Harry and the Hendersons), sem er jóla- mynd Laugarásbíós. Uppbygging- in er nauðalík sögunni um geimálfinn; það verður ást við fyrstu sýn á milli fjölskyldunnar og Stórfóts, vondir menn leita skepnunnar og vilja drepa hana, íjölskyldan felur hana og kemur henni undan og í lokin verður Brids Arnór Ragnarsson Bridsfélag- Akureyrar Ólafur Lárusson og Jakob Kristinsson sigruðu í jólamótinu sem fram fór í Vin við Hrafna- gil 27. desember sl. Hlutu þeir 743 stig eða 5 stigum meira en paríð sem varð í öðru sæti. 30 pör tóku þátt í mótinu víðs vegar að en flest þó af Norðurlandi. Spilað var eftir Mitchell-fyrir- komulagi í tveimur lotum, 26 spil í lotu. Verðlaunagripir voru fyrir 3 efstu sætin gefnir af Sparisjóði Glæsibæjarhrepps, einnig voru 10 bókaverðlaun frá Bókaútgáfunni Skjaldborg og bikar sem geymdur er í Blómaskálanum Vin en á hann eru skráð nöfn sigurvegara. Gef- andi er Blómaskálinn. Lokastaðan Ólafur Lárusson — Jakob Kristinsson, Rvík. 743 Hilmar Jakobsson — Jón Sverrisson, Ak. 738 Halldór Svanbergsson — Óli Már Guðmundsson, Ólf. 733 Karl Steingrímsson — Rafn Gunnarsson, Árskstr. 709 Anton Haraldsson — Ævar Ármannsson, Ak. 704 Frímann Frímannsson — Pétur Guðjónsson, Ak. 697 Þórarinn B. Jónsson — Páll Pálsson, Ak. 684 Arnar Einarsson — Þorsteinn Friðriksson, Hún./Ak. 668 Rögnvaldur Ólafsson — Gísli Pálsson, Skag./Ak. 668 Reynir Helgason — Tryggvi Gunnarsson, Ak. 666 Keppnisstjóri var Albert Sigurðs- son og reiknimeistari Margrét Þórðardóttir. Bikarkeppni Norðurlands stend- ur nú yfír. Fyrstu umferð er lokið og annarri umferð á að Ijúka í jan- úar. Undankeppni fyrir íslandsmót í sveitakeppni fer fram á Akureyri dagana 15,—17. janúar nk. og er spilað um tvö sæti en Norðurland á einnig fyrstu varasveit. Þátttökutilkynningar berist til Amar Einarssonar í síma 96-21058 eða Stefáns Ragnarssonar í síma 96-22175. Bridsfélag kvenna Sveitakeppni félagsins hefst 4. janúar nk. Væntanlegir þátttakend- ur eru beðnir að láta skrá sig hjá Aldísi (15043), Jenný (33778) eða Margréti (21865). Árleg keppni félagsins við Hafn- fírðinga fór fram fyrir nokkru og urðu konurnar að lúta í lægra haldi. Sigruðu Hafnfírðingar á 7 borðum, tvö jafntefli urðu og á einu borði sigmðu konumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.