Morgunblaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1987 55 rcíK; ■ ÞRÓTTUR varð Reykjavíkur- meistari í meistaraflokki karla í knattspyrnu innanhúss. Þróttur vann Fylki 11:10 eftir framleng- ingu og vítaspymukeppni. Að venjulegum leiktíma loknum var staðan 5:5, en 7:7 eftir framleng- ingu. Þessi félög hafa oft verið með mjög góð lið innanhúss, sem hafa staðið sig vel. KR vann ÍR 3:2 í úrslitaleik 5. flokks á sama móti. ■ ALOIS Raschhofer sigraði í karlaflokki á jólamóti Keilufélags Reykjavíkur, sem fram fór 26. og 27. desember. Halldór Ragnar Halldórsson varð í 2. sæti og Gunnlaugur Gunnlaugsson hafn- aði í 3. sæti. Birna Þórðardóttir sigraði í kvennaflokki, Ásdís Steingrímsdóttir varð önnur og Elín Oskarsdóttir þriðja. Alls tóku 43 keppendur þátt og voru leiknir þrír leikir hvom dag, en fímm efstu í hvorum flokki léku síðan til úrslita. ■ JÓN Erling Ragnarsson, FH, er að hugsa um að skipta yfír í Pram og leika í 1. deild í knatt- spymu á næsta keppnistímabili. Viðræður um skiptin hafa staðið yfir að undanfömu, en Jón Erling, sem stundar nám í Bandaríkjunum, er heima í jólafríi og kemur aftur í maí. ■ STJÓRN KSÍ og fulltrúar landsliðsmanna funduðu í gær um málefni, er snúa að leikmönnum. Leikmenn vilja koma ýmsum málum eins og búningamálum, vinnutapi, dagpeningum og öðrum hlunnind- um í fastari skorður og er KSÍ ánægt með framtak leikmannanna, en viðræður halda áfrarn eftir ára- mótin. ■ ÍSLENSKA landsliðið í hand- knattleik skipað leikmönnum 18 ára og yngri tekur þessa dagana þátt í móti í Danmörku. Liðið gerði 19:19 jafntefli í fyrsta leik gegn Sviss, tapaði síðan 34:23 fyrir Dönum, en vann Svisslendinga 19:16 f WíSLENSKA landsliðið f pflukasti fer til Englands í dag og tekur þátt í opna breska meistaramótinu í pflu- kasti, sem fram fer í London 1. og 2. janúar. Þetta er Qölmennasta mótið í greininni með um 1300 keppendur frá milli 20 og 30 þjóð- um. Ægir Agústsson, Pétur Hauksson og Guðjón Hauksso;. frá Grindavík og Tómas Bartlett og Emil Þór Emilsson úr Reykjavík, eru í íslenska liðinu, en með þeim fer William O’Connor, sem búsett- ur er hér á landi en keppir fyrir íra. ■ MALCOLM Allison, þjálfari Sebutal í Portúgal, vill fá Charlie Nicholas hjá Arsenal lánaðan f mánuð með hugsanleg kaup í huga. ■ LIVERPOOL hefur átt ótrú- lega góðu gengi að fagna mörg undanfarin ár og nú er svo komið að veðmangarar f Englandi eru hættir að veðja á hverjir verði meistarar að yfirstandandi tímabili loknu — ganga út frá því að Li- verpool sigri og líkumar hjá þeim eru 10:1 að liðið tapi ekki leik. Hins vegar er grimmt veðjað á hvaða lið hafni í öðm sæti. Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, segir réttilega að titillinn sé ekki í höfn, mótið sé aðeins hálfnað, og ekki megi af- skrifa Nottingham Forest, Ever- ton og Manchester United. ■ ENZO Francescoli frá Ur- uguay, sem leikur með Racing Paris, er óánægður í Frakklandi og vill leika á Spáni eða Ítalíu. Francescoli, sem fyrirliðar fyrstu deildar liðanna kusu besta erlenda leikmann ársins, segir að franska knattspyman sé á háu plani, en fólkið sé fráhrindandi og því vilji hann fara. ■ HORST Franz tók f gær við þjálfarastöðunni hjá Schalke. Franz bjargaði Arminia Bielefeld frá falli í bundesligunni árið 1981, Fortuna DUsseldorf árið 1985 og nú vona menn hjá Schalke að sag- an endurtaki sig í þriðja sinn. KNATTSPYRNA / U-18 LANDSLEIKUR Glæsilegur og öruggur sigur gegn Svisslendingum „ÞETTA er mikill gleðidagur hjá okkur eftir allt sem á undan er gengið, strákarnir náðu stór- leik gegn Sviss og sigur vannst 3:2, en þærtölur gefa ekki rétta mynd af gangi leiksins, sigur- inn var miklu mun öruggari en þær gefa til kynna,“ sagði Lár- us Loftsson þjálfari íslenska piltalandsliðsins í knattspyrnu sem sigraði Sviss 3:2 á fjöl- þjóðamótinu í ísrael í gær. Islenska liðið hafði tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu og misst fimm leikmenn slasaða af velli. Aðeins einn þeirra, Rúnar Kristinsson, gat leikið í dag og hann blómstraði ekki síður en aðrir leikmenn liðsins. „Þessar hrakfarir höfðu þau áhrif á strákana, að þeir þjöppuðu sér saman. Fjórir lykil- menn eru meiddir og ég hafði aðeins einn útileikmann á bekknum, en ég hefði mátt skipta þremur leikmönn- um inn á. Þannig er ástandið og gegn Sviss meiddist einn enn, Páll Gíslason úr Þór, “ sagði Lárus. Páll meiddist á hendi og fór í myndatökur, en hversu slæm meiðslin voru, lá ekki fyrir. Sviss byijaði betur, skoraði eftir 15 mínútur, en ísland jafnaði tveim- ur mínútum síðar. Bjami Benedikts- son, Stjömunni, var þá á ferðinni með mikið þmmuskot eftir að knötturinn barst til hans eftir hom- spymu. Fór knötturinn eins og flugeldur upp í þaknetið. Staðan í hálfleik 1:1. ísland komst yfir á 60. mínútu, Steinar Guðgeirsson Fram, skoraði þá laglegt mark eftir mjög skemmtilegan samleik strákanna. A 81. mínútu kom þriðja mark okkar manna, Haraldur Ingólfsson, ÍA, skoraði þá glæsilegt mark með þmmuskoti eftir að hafa fengið hámákvæma sendingu frá Steinari Birgissyni. 3:1. Svisslendingar klór- uðu í bakkann með marki á lokasek- úndunum og lokastaðan varð 3:2. íslenska liðið hafði umtalsverða yfirburði í leiknum, fékk t.d. mörg dauðafæri sem ekki nýttust. Sviss- neski markvörðurinn varði þrívegis stórkostlega og Haraldur Ingólfs- son átti hörkuskot í þverslá. Ótaldar em afbrennslumar. Láras þjálfari vildi ekki tína neinn leikmann úr öðmm fremur, allt lið- ið hefði leikið frábærlega vel. „Þeir ætluðu sér að snúa blaðinu við og sigra og gerðu það,“ sagði Láms. Næst á dagskrá er leikur gegn Kýpur í dag. Þeir virðast vera með sterkt lið, Pólland og Kýpur skildu jöfn í gær, 2:2. Haraldur Ingólfsson skoraði þriðja mark íslands og átti auk þess hörkuskot í þverslá. HANDKNATTLEIKUR / LANDSLEIKUR Morgunblaöið/Bjarni Þorgils Óttar Mathlasen, fyrirliði íslenska landsliðsins, var bestur I leikn- um í gærkvöldi og skoraði 10 mörk. Eins marks tap gegn Dönum ÍSLENSKA landsliöiö í hand- knattleik tapaöi 25:24 gegn Dönum í gærkvöldi og hafnaði því í öðru sæti á eftir gestgjöf- unum á fjögurra þjóöa mótinu. Danir vom yfir allan leikinn og náðu mest fimm marka for- skoti, 20:15, þegar seinni hálfleikur var rúmlega hálfnaður, en staðan í hléi var 15:12. „Vömin og markvarslan var frekar slök tii að byija með og eins vant- aði neista í sóknina," sagði Kjartan Steinbach, fararstjóri, við Morgun- blaðið. „Við eigum að vinna þetta lið og gemm það með alia okkar bestu menn, en Danimir em engu að síður sterkir," bætti hann við. íslenska liðið lék vel í loldn og átti skilið að jafna, þegar staðan var 24:23. Þá var brotið á Sigurði Sveinssyni, ekkert dæmt, Danir bmnuðu upp og skoraðu. Strákam- ir svömðu strax með marki, en tíminn rann út og Danir fögnuðu sigri. Þorgils Óttar Mathiesen, fyrirliði, var bestur íslensku leikmannanna, en Júlíus Jónasson kom inná í seinni hálfleik og var góður. _ Mörk Islands: Þorgils Óttar Mathiesen 10, Júlíus Jónasson 4, Sigurður Sveinsson 3, Sig- urður Gunnarsson 3/3, Valdimar Grfmsson 2 og Guðmundur Guðmundsson 2. HANDKNATTLEIKUR Danir koma til íslands Danska handknattleikssam- bandið hefur tiikynnt HSÍ að það hafi ákveðið að taka boði HSI og senda danska landsliðið til Reykjavíkur f byijun september 1988. HSÍ óskaði eftir því við Dani að þeir kæmu með Iandslið sitt til Reykjavíkur rétt áður en fslenska landsliðið héldi til Seoul. Danir leika tvo landsleiki við íslendinga. Áður en danska landsliðið kemur hingað til lands leikur það tvo landsleiki við Svía, sem keppa á Olympíuleikunum í Seoul eins og íslendingar. Hundraðasti leikur Lárusar Þegar íslenska drengja- landsliöið í knattspyrnu sigraði Sviss 3:2 f Israel í gær, gladdist enginn kannski jafn mikið og þjáif- ari liðsins, Lárus Loftsson. Þetta var 100. leikur hans sem þjálfari íslenskra lands- liða í drengja- og unglinga- flokkum. Þeir hefðu ekki getað fært mér betri gjöf í tilefni dags- ins strákamir," sagði Láms í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann hefur starfað sem lands- liðsþjálfari sleitulftið sfðan árið 1974 og hvað segir hann um lið sitt nú? „Þetta er eitt albesta unglingaiandslið sem ég hef sfjómað og Iofar góðu fyrir framtfðina f íslenskri knatt- spymu.“ m Lárus Loftsson. KNATTSPYRNA / 1 . DEILD Liðsaul KA hefur boríst liösauki fyrir komandi íslandsmót í knatt- spyrnu og er þaö Alexander Högnason, ungur og efnilegur framherji úr röðum Skaga- manna. Alexander fylgir sínum gamla þjálfara, Guöjóni Þórð- arsyni norður fýrír heiöar, en Guöjón þjálfaöi ÍA sem kunn- ugt er á sfðasta keppnistíma- bili. kitilKA uk þessa má nefna, að vel getur verið að KA fái enn meiri liðsstyrk að sunnan, því margt bendir til þess að Anthony Karl Gregory hjá Val skipti yfir í KA, en frá því hefur ekki verið gengið endanlega. Gregory var viðloðandi íslandsmeistaralið Vals síðasta tímabil, lék einn heilan leik og kom nokkmm sinnum inn á sem vara-' maður. HANDKNATTLEIKUR ZSKA Moskva tók ekki boði Víkings - Leikdagar ákveðnir heima og að heiman Víkingur leikur gegn Zska Moskva 21. febrúar í Hfillinni og viku síðar í Moskvu í átta liða úrslitum Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik. „Þeir þorðu ekki að taka áhættuna. Við buðum þeim greiðslu fyrir að leika báða leikina í Höllinni, en eftir að hafa hugleitt málið, vildu þeir fá sinn heimaleik," sagði Hallur Hallsson, formaður handknattleiksdeildar Víkings, við Morgunblaðið í gær, er skeyti barst frá IHF um leikdaga í átta liða úrslitunum. Þar sem HSÍ gerði ekki ráð fyrir að íslensku liðin kæmust í átta liða ' úrslit í Evrópumótunum, rekast leikimir á keppnina í 1. deild og að sögn Halls verður að breyta leik- dögum Víkings gegn Fram og KA. •»'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.