Morgunblaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1987 43 Guðnmndur I. Guðmunds son fyrrv. ráðherra við Olaf Thors að etja, annálaðan hörkukappa á slíkum fundum. Þótt við báðir værum fæddir Hafnfirðingar hefur aldursmunur sjálfsagt átt þátt í því að kynni hófust ekki fyrr en árið 1949, en þá var Guðmundur bæjarfógeti í Hafnarfirði. Allt til ársins 1956 voru samskiptin talsverð og ekki ætíð með þeim hætti að við værum sammála. Löggæsla í kaupstöðum var á þeim árum kostuð að verulegu leyti af bæjarsjóðum og mitt hlut- skipti sem bæjarstjóra að gæta bæjarkassans og reyna að halda útsvörum og öðrum álögum á bæj- arbúa í hófi. Hann aftur á móti stóð fast í kjaramálum með sínu fólki, lögreglumönnum og öðrum þeim sem laun áttu að sækja til bæjarsjóðs. Sú afstaða hans kom engum á óvart, sem til þekktu. Hann hafði sem starfandi lögmaður áður en hann varð bæjafógeti, verið lögfræðingur Alþýðusambandsins og verkalýðsfélaga og rekið mörg málin fyrir þá sem minna máttu sín í þjóðfélaginu. Hann naut trausts og virðingar undirmanna sinna og þess hversu vel hann stóð með þeim, einnig ef á þá var hallað að ósekju að hans dómi af utanaðkomandi öflum sem vill gerast eins og alkunnugt er þegar verðir laganna eru annars vegar. Þetta hafa mér sagt lög- reglumenn, sem undir hans stjórn störfuðu, og metið mikils og dáð hann fyrir. En tengslin milli embættis bæjar- fógeta og bæjarstjóra voru að sjálfsögðu á víðari grundvelli • en einungis á vettvangi kjaramála lög- reglumanna og annarra. Þar komu til ýmis konar samráð sem nauðsyn- legt var að hafa á fjölmörgum sviðum og brýnt að sinna ef vel átti að fara. Þessi tengsl, eins og raunar önnur viðskipti við bæjar- stjórn, voru rækt af hans hálfu þannig að ekki var á betra kosið. Þegar til hans var leitað um aðstoð og ráð til lausnar aðsteðjandi vandamálum var því jafnan tekið með jákvæðu hugarfari. Persónulegu samskiptin frá þess- um árum eru minnisstæð og í alla staði ánægjuleg. Eftirminnilegt er t.d. fundaferðalag okkar til Austur- lands til að styðja við bakið á framsóknarmönnunum Eysteini Jónssyni og Vilhjálmi Hjálmarssyni í Hræðslubandalagskosningunum 1956. Fundað var í fimm helstu byggðarlögum landsfjórðungsins en liði skipt þannig að Guðmundur og Eysteinn tóku að sér fundina á þremur stöðum en við Vilhjálmur á hinum. Fundirnir voru öllum opnir og það notfærðu Alþýðubandalags- menn sér út í ystu æsar. Þannig fylgdu Lúðvík Jósepsson og Bjarni Þórðarson frá Neskaupstað okkur Vilhjálmi eftir og aðrar Alþýðu- bandalagskempur Guðmundi og Eysteini og tóku óspart til máls. Við Guðmundur vorum lítt kunnug- ir á Austfjörðum og ákváðum því að fljúga austur fyrir helgi, tveim dögum áður en bráðnauðsynlegt var vegna fundanna. Sú helgardvöl með Guðmundi var skemmtileg og gleymist ekki. Eftir kosningarnar hvarf hann úr embætti bæjarfógeta í Hafnar- firði og sýslumanns í Gullbringu- og Kjósarsýslu og varð utanríkis- ráðherra í ráðuneyti Hermanns Jónssonar í júlí 1956. Við það urðu samfundirnir eðlilega strjálli. En leiðir áttu enn eftir að liggja saman með eftirminnilegum hætti, þegar hann hafði látið af ráðherra- embætti og orðinn sendiherra í Bretlandi. Það var í Nígeríu haustið 1970. Erindið var að reyna að fá innflutningsbanni á skreið aflétt jafnframt því sem hann afhenti trúnaðarbréf sitt forseta landsins sem nýskipaður sendiherra Islands í Nígeríu með aðsetri í London. Innflutningsbannið hafði staðið svo mánuðum skipti og allar fyrri tilraunir til að fá leyfi til sölu á skreið í Nígeríu árangurslausar. Hér verður ekki rakið hvernig vandamálið í þetta sinn var farsæl- lega til lykta leitt. En öll vinnubrögð sendiherrans voru svo til fyrirmynd- ar að aðdáun vakti. Útsjónarsemi, óbilandi dómgreind, æðruleysi og rósemi við erfiðar og andsnúnar kringumstæður og fyllsta tillitssemi gagnvart samstarfsmönnum var þannig að ekki gleymist. Með þessum orðum vil ég kveðja Guðmund í. Guðmundsson með virðingu og þökk fyrir samfylgdina. Eg vott frú Rósu, börnunum og fjölskyldunni allri samúð mína. Stefán Gunnlaugsson + Þökkum innilega hlýhug og samúö viö andlát og útför mannsins mins og föður okkar, HAFSTEINS EINARSSONAR húsasmíða- og múrarameistara, Borgarvegi 46, Y-Njarðvík. Valgerður Jónsdóttir, Katrin Hafsteinsdóttir, Ómar Hafsteinsson, Hörður Hafsteinsson, Hafdis Hafsteinsdóttir, Þorsteinn Hafsteinsson. Þökkum innilega hlýhug + og samúö viö andlát og útför konu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, INGUNNAR J. ÁSGEIRSDÓTTUR, Kirkjuteigl 13, Jón Egilsson, Sveinn Jónsson, Sigriöur Stefánsdóttir, Þorgeir Jónsson, Dröfn Björgvinsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Svavar Haraldsson og barnabörn. t Þökkum hjartanlega ölllum vinum okkar sem sýndu okkur samúö við andlát og jaröarför KARLOTTU KARLSDÓTTUR, Hvassaleiti 56, Reykjavik. Einar Ásgeirsson, börn, tengdabörn og barnabörn. AF ERLENDUM VETTVANGI EFTIR ÁGÚST ÁSGEIRSSON Frakkar og Sovétmenn rannsaka veðurfar síðustu 500.000 ára FRANSKIR og sovézkir vísindamenn eru nú langt komnir með að bora niður í gegnum íshelluna á Suðurskautslandinu, en með því að rannsaka borkjarnann, vonast þeir til að fá nákvæm- ar upplýsingar um veðurfar síðustu 500.000 árin og þar með leyst ráðgátuna um isaldirnar. Á þessu tímabili hafa orðið nokkrar ísaldir m'eð viðeigandi hlýindaskeiði á milli og vonast vísindamennirnir til að rannsóknir sínar leiði í ljós hvað olli skyndilegum hlýindum og mikilli aukningu á koltvíildi í and- rúmsloftinu við lok tveggja síðustu ísalda. Boranirnar eru gífurlega mælingum í rannsóknarstöðinni vandasamar og er unnið við mjög erfiðar aðstæður. Borað er í sovézku rannsóknarstöðinni Vostok, sem er á syðra segul- skautinu, um 600 kílómetra frá ísröndinni. Á þessum stað er úrkoma ekki mikil og því mestar upplýsinngar að finna á hvem boraðan metra. Þar er íshellan 12.210 feta eða 3.722 metra þykk. Stöðin er 11.510 fet, eða 3.508 metra, yfir sjávarmáli og er meðalhitinn þar um 55 stiga frost á Celcius. í hinu stöðuga vetrarmyrkri verður miklu kald- ara. Boranir hafa staðið yfir meira og minna óslitið árið um kring frá árinu 1980. Verkið hefur þó ekki gengið áfallalaust. Tólf sinnum hafa borunarmenn- imir rekist á fyrirstöðu og í flestum tilfellum hafa þeir þurft að færa borinn um set og byija upp á nýtt. Rafhitaður hringur á enda borsins bræðir honum leið í gegnum íshelluna og skilar um leið eftir ískjarna, sem hífður er upp á yfirborðið. dýpsta holan til þessa er 7.267 feta djúp og er talið að á botni hennar sé að fínna snjó (nú ís), sem féll fyrir 180.000 ámm, eða við upphaf næstsíðustu ísaldar. Áður hefur verið borað í jök- ulís í Byrd-stöðinni á Suður- skautslandinu og Dye-3 ratsjárstöðinni, sem er uppi á Grænlandsjökli, í þeim tilgangi að fá upplýsingar um veðurfar aftur í tímann. Borað var í gegn- um ísinn og vom holumar álíka djúpar og dýpstu holumar, sem boraðar hafa verið í Vostok- stöðinni. En þar sem úrkoma er miklu meiri á þessum stöðum en í Vostok vom árleg snjóalög miklu þykkari og því ekki hægt að komast þar jafnlangt aftur í tímann. Óvenju snögg hlýindi Borkjamar úr holunni em nú rannsakaðir í rannsóknarstöð frönsku kjamorkustofnunarinn- ar í Saclay og Grenoble í Frakklandi. Vísindamenn rann- saka sýni úr borkjömunum 24 stundir á sólarhring. Með hjálp fullkomnustu mælitækja er hlut- fall þungs og létts vetnis og súrefnis í þeim mælt. Þyí minna, sem er af þyngra formi þessara fmmefna því kaldara loftslag var er snjórinn féll. Aldur hvers kjama er ákvarðaður með út- reikningum á ætlaðri árlegri úrkomu og þynningu jökullaga, sem verður er jökulinn skríður til sjávar. Mælingamar hafa leitt í Ijós óvenju snögg hlýindi við lok tveggja síðustu kuldaskeiða. í Grenoble hefur einnig komið í ljós að óvenju mikil og hröð aukning varð á koltvíildi í and- rúmsloftinu samfara hlýindun- um. Búast mætti við að andrúmsloftið hlýnaði með skyndilegri aukningu tvíildis þar sem það virkar eins og skjöldur í gufuhvolfinu sem hindrar út- geislun. Kólnun í upphafi ísaldarskeiða var hins vegar miklu jafnari og af því draga frönsku og sovézku vísindamennirnir þá ályktun að allt annað þróunarferli leiddi til kólnunar en hlýinda. En þar sem maðurinn er sjálfur stöðugt að auka koltvíildi í andrúmsloftinu með eldsneytisnotkun sinni leik- ur vísindamönnunum mikil forvitni á því hvað olli hinum skyndilegu hlýindum. Keðjuverkun Veðurfarsfræðingar em ekki vissir um þáttaröð þróunarferils- ins; hvort hin skyndilega og hraða aukning á koltvíildi í and- rúmsloftinu hafi leitt til skyndi- legra hlýinda eða verið afleiðing þeirra. Ekki er útilokað að um keðjuverkun hafi verið að ræða. Fyrst hafi meðalhiti hækkað lítilsháttar með þeirri afleiðingu að koltvíildi hafi aukizt, sem síðar hafi leitt til enn frekari hlýinda og þar með enn meiri aukningar á koltvíildi. Rannsóknirnar á Suður- skautslandinu hafa skotið rótum undir ágiskanir, sem byggðar vom á rannsóknum á setlögum á sjávarbotni, um að hvert ísald- arskeið, þ.e. kulda- og hlýinda- skeið, hafi tekið um 110.000 ár og hafi fylgt breytingum á spor- braut jarðarinnar og halla og stefnu snúningsáss hénnar. Einnig hefur vísindamönnunum tekizt að merkja 21.000 ára breytingaskeið, þar sem hring- rásin er ógreinilegri. Á lengra breytingatímabilinu hafa aðeins orðið lítilsháttar breytingar á lofthita á heim- skautasvæðunum. Þær hafa hins vegar ýmist hleypt hverri ísöld- inni af annarri af stað eða haft hlýindaskeið í för með sér á síðustu tveimur milljónum ára. Tveimur gráðum hlýrra á síð- asta hlýindaskeiði Meðal þess, sem mælingamar á borkjörnunum frá Suður- skautslandinu hafa leitt í ljós, er að á hlýindaskeiðinu milli næstsíðustu og síðustu ísalda var að meðaltali tveimur gráðum á Celcius hlýrra en nú er. Almennt var gert ráð fyrir að hlýrra hafi verið á þessum tíma þar sem ýmislegt benti til þess að sjávar- mál hafi verið 10 metmm hærra þá en nú. Svo virðist* sem þessi hlýindakafli hafi staðið yfir í 5.000 ár. Ef meðalhitinn hækk- aði í dag um tvær gráður færu margar milljónaborgir og land- búnaðarhéruð undir vatn vegna bráðnunar heimskautaíssins. (Byggf á New York Times) Frá Suður- skauts- landinu. Jökullinn er kannski óbrúklegur en hefur samtað geyma upp- lýsingar um veðurfar síðustu 500.000 ár-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.