Morgunblaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1987 wowwlé Grafísk mynd frá Skálholti. Skálholtsskóli í og samtíð sögu eftir Sigurð Árna Þórðarson í Skálholti eru ævagömul göng. Sírakir steinarnir, óslétt gólflögnin, myrkrið og rotnunarfnykurinn segja einhvetja torráðna sögu, sem leitar á. Sérkennileg tilfínning sækir að þegar farið er af hlaði Skálholtsstað- ar og fetuð slóðin inn eftir þessum göngum. Það er sem að vera skyndi- lega slitinn úr samhengi, rifínn í annan heim og annan tíma. Þessi göng í Skálholti ásamt með kistu Páls biskups eru einhver órækasti votturinn um víðfeðmi tímans á þess- um stað. Göngin og steinamir þekkja langa sögu. Um þessi göng hafa gengið Hallgrímur Pétursson og Jón Vídalín, Ragnheiður Brynjólfsdóttir, Jón Arason og biskupar aldanna og einnig hinir, sem engin nöfn eiga lengur og engar sögur fara af. Ef steinamir gætu talað upphæfíst langur lestur um ástir, sorgir, hung- ur, hörmungar, gleði og iofsöng. Þessi göng lágu milli skólans, Skál- holtsskóia hins foma, og kirkjunnar, voru leið milli miðstöðvar menntunar annars vegar og miðstöðvar menns- kunnar, kirkjunnar, hins vegar. í Skálholti eru þau systkin, skólinn og kirkjan. Þannig hefur það alltaf verið, þegar rétt hefur verið lifað. Afangi að markmiði Á fyrri öldum hefur hún sjálfsagt verið sögð í Skálholtsskóla sagan af Píþagórasi og lærisveini hans. Afburðanemi hafði lokið námi, kunni góð skil fræðanna og var kominn að útskrift. Einn dag gekk hann hnugginn til meistara síns og tjáði honum áhyggjur sínar: „Ég hef lært allt, sem mér er ætlað að læra. Ég verð þó að játa að þrátt fyrir lærdóm- inn hef ég ekki getað fundið samhengi allra þessara viskubrota." Þá tók Pýþagóras nemann sér við hönd, leiddi hann inn í helgidóm fræðasetursins og sýndi honum allt samhengi tilvemnnar. Hvað það samhengi var skal ósagt látið en sagan er hrífandi í einfaldleika sínum. Er hér ekki samankominn í lítilli sögu vandi alirar mennsku, alls náms og alls brambolts lífs okkar. Erum við ekki sífellt að læra, brjóta til mergjar, öðlast fæmi og vinna smásigra hér og þar. En vantar okk- ur ekki samt sem áður samhengi, sem nefna má með öðrum orðum, lífsfyllingu, hamingju, sjálfssátt? Kannast þú ekki við úr eigin lífí að þig skortir oft að sjá strit þitt og starf í nýju ljósi, lífí sem gefur þér sátt. I Skálholti voru hin fomu göng leið samhengis, leið milli skólaborðs og altarisborðs. En kirkja ér eitt og skóli annað. Skólum er ekki ætlað að gegna hlutverki kirkju. Kirkjum- ar eru hús Guðs og veruleiki Guðs í lífí manna, samfélag. Svo virðing- arverða stöðu eiga skólar ekki. Skóli er fyrst og fremst áfangi á leið en ekki markmið í sjálfum sér. Skálholtsskóli hinn forni Skálholtsskóli hinn eldri var merk menntastofnun, prestaskóli, latínu- skóli, griðland og vamarland þeirra manna, sem þyrsti eftir fræðslu. Sem slík var stofnunin hjarta menn- ingar Islendinga um aldir, enda Skálholtsstaður höfuðstaður þjóðar- innar í 3A úr árþúsundi. Þar námu ýmsir helstu merkisberar menning- arlegrar reisnar og margir urðu bestu menn þjóðarinnar. Því er skól- inn einhver mesta og mikilvægasta stofnun menningar íslendinga. Hann á rætur allt til 11. aldar og stóð að mestu óslitið til loka 18. aldar, er hann var aflagður. Hann ól þó dæt- ur í Hólavallaskóla, Bessastaða- skóla, Mennstaskólanum í Reykjavík og síðan Háskóla Islands. „Nemendur, sem leita ytri þekkingar, eiga ekki erindi í lýðháskóla. Lýðháskóla er fyrst og fremst ætlað að vera vettvangur fyrir full- þroskað fólk, sem finnur sig knúið til að staldra við og spyrja sig ærlegra spurninga.“ Nýr Skálholtsskóli Þegar farið var að hyggja að endurbyggingu Skálholts um mið- bik þessarar aldar var ekki óeðlilegt að hugsað væri til endurreisnar skólahalds á staðnum. Skálholt skyldi verða auk kirkjumiðstöðvar mennta- og menningarsetur. Eftir ígrundun og ítarlega skoðun kom- ust þeir, sem málum stýrðu, að þeirri niðurstöðu að rétt myndi að innleiða skóla í Skálholti undir merki hinnar norrænu lýðháskóla- hreyfíngar. Skólastarf hófst árið 1972 undir stjóm sr. Heimis Steins- sonar. Átti skólinn því 15 ára starfsafmæli á þessu ári. I anda norrænnar lýðháskólastefnu hefur verið lögð áhersla á mannrækt, prófleysi, fullorðinsfræðslu og frelsi. Skálholtsskóli nútímans legg- ur sig ekki í líma við að uppfræða prestlinga. Skólinn er ekki heldur bundinn af ákvörðunum ráðuneytis um kennsluhætti og kennsluefni. Skólinn fer sínar eigin leiðir, gerir tilraunir, mótar stefnu eftir því hvemig vindar blása. Til stjórnar skólans er valið úr ólíkum hreyfing- um og stofnunum: Sambandi íslenskra sveitarfélaga, kirkjuráði, Kvenfélagasambandi íslands, UMFÍ, menntamálaráðuneyti og Skálholtsskólafélagi. Biskup ís- lands er formaður skólanefndar. Skólanum vom sett lög árið 1977, sem em einu lög um fullorðins- fræðslu á íslandi. Samkvæmt lögum hefur skólinn að markmiði að vera vettvangur til eflingar þroska og skilnings nemenda, vera þjóðleg en jafnframt kirkjuleg menntastofnun. Hvað er lýðháskóli? Lýðháskólahreyfingin á að baki flókna sögu. Skáldpresturinn Gmndtvig var höfundur fmm- hugmynda lýðháskólanna. í baráttu fyrir endurreisn þjóðmenningar Dana sem og norrænni menningu barðist Gmndtvig ákafur gegn latínuskólunum gömlu, sem ekki komu venjulegu fólki til hjálpar með latínustagli og fomlegum fræðum. Hann óskaði að bændumir og al- þýðufólk fengi notið gagnlegrar og upplýsandi menntunar. Gmndtvig taldi að skólar ættu fýrst og fremst að vera umhverfi, sem gerði ein- staklingum fært að vaxa. Hann hafnaði því aðferðum latínuskól- anna, vildi samvinnu frekar en stjómun, samræður fremur en ein- ræður kennara, sköpun fremur en heftingu. Þetta var róttæk skólaí- mynd á kyrrstæðri öld fyrri tíma. En þessi skólagerð var sem ástgjöf á umbrotatímum. Hvítárbakkaskóli og síðar íslensku héraðsskólamir eiga upphaf sitt í þessari sögu. Erlendis var þess gætt, að ríkisvald og aimenna skólakerfið yfírtækju ekki iýðháskóla svo sem gerðist á íslandi. Athvarf síspyrj- andi fólks Lýðháskólar leggja ekki upp úr réttindum, ekki upp úr því að veita prófgráður eða vera hlekkur í keðju skóla frá upphafí til loka skóla- göngu. Nemendur, sem leita ytri þekkingar, eiga ekki erindi í lýð- háskóla. Lýðháskóla er fyrst og fremst ætlað að vera vettvangur fyrir fullþroskað fólk, sem fínnur sig knúið til að staldra við og spyrja sig ærlegra spurninga. Þannig nám er engum auðvelt en getur hins vegar orðið móttækilegum einstakl- ingi bæði skemmtilegt og að ómetanlegu liði í lífsbaráttunni. Lýðháskólar ytra hafa gengið í gegnum mörg tímaskeið og eru með ýmsu móti nú. Eitt er sammerkt þeim flestum, að haldið er fast í hinn gamla arf, að skólamir eiga fyrst og fremst að vera umhverfí fyrir fólk með vonir og þrár. Lýð- háskóla er ætlað að vera skóli til samræðu og þroska. Ekkert er óbreytanlegt í lýðháskóla. Engin námsskrá er hin sama frá ári til árs. Allt er í deiglunni eins og tíðin sem við lifum í. Lýðháskóli er þá fyrst trúr köllun sinni, ef hann er ekki íhaldssöm stofnun, heldur síbreytilegt og skapandi umhverfi. Lýðháskóli er tilraunareitur um menningu og mennsku. Gildi lýðháskóla Er þörf á skóla sem lýðháskóla? Þessari spumingu verður að svara játandi fyrir margra hluta sakir. Þrátt fyrir að aðrir skólar hafí í síauknum mæli hagnýtt sér hið já- kvæða úr uppeldishugmyndum lýðháskóla, svo sem sjá má í menntaskólum og fjölbrautaskól- um, kemur aldrei neinn skóli algerlega í stað lýðháskólanna. Meginröksemd með mikilvægi lýð- háskóla í samtíðinni er hin augljósa kreppa, sem gengur yfír samfélag okkar hér á landi og í hinum vest- ræna heimi. Hér er ekki vísað til peningakreppu, stjómunarkreppu, né falls mikilvægra stofnana heldur mun fremur til kreppu gildakerfis samfélagsins. Harvard-kennarinn og mannfræðingurinn Clifford Geertz, sem er einhver skarp- skyggnasti rýnandi menningar- breytinga, bendir réttilega á, að þegar það gildakerfí, sem liggur til grundvallar samfélagi breytist, skapast djúptækt óöryggi meðaí fólks. Augljóst er flestum opineyg- um mönnum, að breytingar á íslandi hafa verið ótrúlega hraðar. Jafnvel við, sem nú erum liðlega þrítug, munum tvenna tíma. Á ör- fáum áratugum hefur íslensk þjóð þeyst sem vígahnöttur út úr miðöld- um og inn í heim tölvumenningar. Litla heimilissamfélagið með boðum og bönnum, skýrum hlutverkum og möguleikum er að baki. Hin gamla trú og gömlu gildi hafa sem glatað seltu sinni. í því er hin djúpsetta kreppa íslendinga fólgin að lífssvör og lausnir feðra og mæðra virðast ekki algild haldreipi. Einstaklingur- inn verður sjálfur að fínna sér gildi, sem duga til að lifa. Og það er engum áhlaupaverk að gerast upp- finningamaður á því sviði, og engan veginn auðvelt ævistarf. Margir lenda í einhveijum félagslegum, menningarlegum, vitsmunalegum eða tilfínningalegum ógöngum. Sumir kæfa rödd hamingjuleitar hið innra og „láta sig hafa það“. Aðrir flosna upp og_ æpa á hjálp. Skóla- kerfí okkar íslendinga er okkur ekki varanleg hjálp. Skólinn getur aldrei orðið raunverulegt heimili, heldur fremur vinnslustaður stað- reynda. Kennurum er ekki ætlað að hjálpa nemendum í leit að lífshamingju. Lífsgildi, þroska og vitsmuni finna uppvaxandi ungling- ar ekki við skólatöflu. Sem betur fer er stór hópur íslenskra nema svo Iánssamur að eiga fjölskyldu, vina- og frændgarð, sem vemdar og hlúir að. En þeir eru margir, sem ekki fylla sálarmal sinn, vegna þess að þörfin og þráin eftir einhveiju samhengi og lífsgildi knýr á. Slíkum er skóli sem Skálholtsskóli hrein nauðsyn. Brugðið á leik. Netnandi að störfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.