Morgunblaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 23
f MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1987 23 Grafarholt-Mosf ellsbær: Lýsing ekki komin á Vesturlandsveginn LÝSING á Vesturlandsvegi milli Grafarholts og Mosfellsbæjar kemur ekki fyrir áramót. Vegagerð ríkisins gerði samkomulag um verkið við Rafmagnsveitur Reykjavíkur á sínum tima og að sögn Helga Hallgrímssonar hjá Vegagerðinni fól það samkomu- lag í sér að verkinu skyldi verða lokið eigi síðar en um áramót. Að sögn Aðalsteins Guðjohnsen, rafmagnsveitustjóra, er ástæð- an fyrir töfinni sú að ljósastólpar þeir sem nota á til verksins eru enn ekki komnir til landsins, en hins vegar hafi það aldrei staðið til að hálfu Rafmagnsveitunnar að ljúka verkinu á ákveðnu tímabili og engin loforð hafi verið gefin þar að lútandi I máli Aðalsteins kom fram að Rafmagnsveita Reykjavíkur hafi aldrei samþykkt að ljúka verkinu fyrir áramót þar sem þeir teldu frá- leitt að gera skuldbindingar varð- andi verkefnisskil á þessum árstíma um verk utanhúss. „Okkur barst verkbeiðnin þann 22.september,“ sagði Aðalsteinn „og í henni var beðið um að verkinu skyldi lokið svo fljótt sem auðið væri. í þessari beiðni er hvergi minnst á það hven- ær verkinu skyldi lokið" Rafmagnsveitan hófst handa við undirbúning verksins snemma í haust. A vesturlandsvegi að Lága- felli eru tveir ólýstir kaflar, að sögn Aðalsteins. Annars vegar er um að ræða kaflann frá Golfvellinum við Grafarholt að Keldnaholti, en í þann kafla munu fara um 30 ljósastólp- ar, en hins vegar er um að ræða kaflann frá Keldnaholti að Lága- felli, þar sem koma þarf fyrir 80 ljósastólpum. „Fyrri kaflinn er langt kominn, “ sagði Aðalsteinn,“ljósa- stólpamir eru til og verða reistir í byijun janúar ef veður leyfir. Undir- búningur við seinni kaflann er aftur styttra á veg kominn. Það er enn óljóst hvenær stólpamir sem nota á til verksins munu berast til lands- ins“. Stólpamir sem beðið er eftir munu koma frá Frakklandi, en Rafmagnsveitan tók þann kost að taka tilboði fransks fyrirtækis sem að sögn Aðalsteins bauð mun lægra verð en hérlendir aðilar. Viðskiptin við franska fyrirtækið hafa gengið fremur stirðlega, m.a. vegna sérkr- afna íslendinga, en Aðalsteinn kvaðst vona að erfiðleikamir væru nú að baki, eftir að fulltrúi framleið- andans hafi komið hingað til viðræðna við hérlendis í síðustu viku. „Þegar við semjum við veitu- stofnanir um verk sem þessi væntum við þess að þau séu unnin svo fljótt sem kostur er,“ sagði Rögnvaldur Jónsson, yfírverkfræð- ingur hjá Vegagerðinni. „Þessi staða er óvenjuleg, því að öllu jöfnu em þessi verk unnin án tafar og við reiknuðum með að þetta verk yrði unnið í október. Þjónusta Raf- magnsveitu Reykjavíkur er að öllu jöfnu fljót og góð, og við reiknuðum með því að svo yrði einnig að þessu sinni. í ljósi góðrar reynslu má því vera að við höfum gefíð mönnum góðar vonir um að lýsing yrði kom- in á veginn fyrir áramót, með fororði um að skilyrði til vinnslu verksins yrðu góð og engar ófyrir- sjáanlegar ástæður tefðu verkið". Salóme Þorkelsdóttir, alþingis- maður, sagðist í samtali við Morgunhlaðið vera afskaplega vo_n- svikin yfir framþróun mála. „Ég var búin að heita umbjóðendum mínum því að ég skyldi éta hattinn minn ef ekki yrði komin upp lýsing fyrir áramótin, og ég sporðrenni honum eins og ekkert sé ef því er að skipta". Sagði Salóme þessar tafir vera óþolandi, það gremdist notendum Vesturlandsvegar mikið að þurfa að þola þessar tafir á meðan að lýsing á öðrum vegum í kjördæminu sem samið hefði verið um á sama tíma við Rafveitu Hafn- arfjarðar væri löngu komin upp. Grindavík: Fyrsta gisting í fanga- geymslu á jólanótt Gríndavik. LÖGREGLAN í Grindavík átti fremur annasöm jól vegna mikill- ar ölvunar yfir hátíðina. Að sögn Sigurðar Ágústssonar aðalvarðstjóra mun þetta vera í fyrsta skipti sem maður hefur gist fangageymslur lögreglunnar í Grindavík á jólanótt vegna ölvunar. Miklar annir voru svo í kringum dansleik sem haldinn var í félags- heimilinu Festi á annan í jólum. Á aðfangadag valt bfll á Grinda- víkurveginum og er bíllinn gjöró- nýtur. Ökumaður og farþegi meiddust lítilsháttar. Kr.Ben. Allar stærðir. Verð kr. 49.000, v' . V , i ^ Kirkjuhvoli-simi 20160 Gott tllboö MUNAR UM MINNA Bjóðum meðan birgðirendast bestu Bajone-skinku á aðeins kr. 465,- kg. Frí úrbeining Hangiiæri kr. 537,- kg. Frí úrbeining. Hangiframpartur kr. 370,- kg. Frí úrbeining. Stórkostlegt úrval af úrvals nautakjöti. Opiðtil kl. 20 í kvöld og kl.13gamlársdag. Laugalæk, s. 686511 og Hamraborg, s. 43888.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.