Morgunblaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 295. tbl. 75. árg.__________________________________MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1987__________________________________Prentsmiðja Morgiinblaðsins Frelsissveitir í Afganistan verjast liðsauka Sovétmanna og stjórnarhersins: Osamhljóða yfirlýsingar sov- éskra og afganskra talsmanna Islamabad, Moskvu, Reuter. Lækkun doll- arans veldur verðfalli á hlutabréfum London, New York, Reuter. ÓVISSA um stöðu dollarans eftir að hann hafði lækkað í gengi á mánudag leiddi til þess að hluta- bréf féllu snarlega í verði i London í gær. Verð þeirra lækkaði einnig í kauphöllinni í WaU Street i New York. Gengi dollarans gagnvart helstu gjaldmiðlum var i gær örlít- ið hærra en á mánudag. Kauphöllin í London var opnuð að nýju í gær en hún var lokuð yfír jóla- hátíðina. Hlutabréfavísitalan féll um 78,4 stig eða 4,3 prósent. Sérfræð- ingar sögðu skýringuna vera verðfall hlutabréfa í Wall Street á mánudag og óvissu um stöðu dollarans, sem féll í verði á mánudag þrátt fyrir til- raunir bandaríska seðlabankans til að styrkja stöðu hans. „Grípi Banda- ríkjamenn ekki til aðgerða til að styrkja stöðu dollarans má búast við áframhaldandi ólgu á flármálamörk- uðum á næsta ári,“ sagði einn sérfræðingurinn í kauphöllinni í Lon- don. í Wall Street í New York féll Dow Jones-hlutabréfavísitalan um rúm 16 stig niður í 1.926 stig. Bandaríkin: Skuldabyrði Mexíkó létt Washington, Reuter. Bandariska fjármálaráðuneytið tilkynnti í gær að snemma á næsta ári yrðu gefin út rikistryggð skuldabréf, sem gætu orðið til þess að iétta skuldabyrði Mexí- kana gagnvart erlendum við- skiptabönkum. Verðmæti bréfanna, sem gefin verða út, verður um 10 milljarðar Bandaríkjadala. Með þessu móti mun Mexíkó, sem skuldar um 100 millj- arða Bandaríkjadala í erlendum lánum, gefast tækifæri til að greiða niður hluta skuldanna með minni kostnaði en áður. Stjómvöld ( Mexíkó hafa ákveðið að leggja fram nýjar tryggingar fyr- ir erlendum skuldum landsmanna og er talið víst að skuldabréfin geti kom- ið að gagni í því efni þar sem erlendir viðskiptabankar munu fá veð fyrir hluta skuldanna, sem verða tryggð af ríkissjóði Bandaríkjanna. Lögregluyfirvöld á írlandi te\ja sig hafa heimildir fyrir þvi að hryðjuverkamenn í röðum írska lýðveldishersins (IRA) hafi komist yfir sovésk flugskeyti af gerðinni SAM-7 og hyggist beita þeim gegn breskum hersveitum á Norður- írlandi á næsta ári. írski lýðveldis- herinn hét því á mánudag að beijast af hörku á nýju ári en hermdarverkamennimir hafa orðið fyrir hveiju áfallinu á fætur öðru á þessu ári. Heimildarmenn innan lögreglunn- ar sögðu í gær að margt benti til TALSMENN frelsissveita Afg- ana skýrðu frá því í gær að stjórnarhermönnum, sem njóta liðsinnis sovéskra innrásarsveita, hefði ekki tekist að aflétta um- sátri skæruliða um landa- mærabæinn Khost. Kváðust skæruliðar enn ráða yfir hemað- arlega mikilvægum vegi miíli Khost og borgarinar Gardéz í þess að írski lýðveldisherinn réði nú yfir nýjum vopnabúnaði og tiltóku sovésk flugskeyti og nýjar öflugar vélbyssur. Sögðu þeir einnig að verið væri að þjálfa hryðjuverkamenn í meðferð þessara vopna. írski lýðveld- isherinn hefur lengi reynt að komast yfir SAM-7 flugskeyti því með þeim munu liðsmenn samtakanna getað grandað byrlum sem breskar her- sveitir á Norður-írlandi nota til liðsflutninga og eftirlits. f síðasta mánuði var gerð víðtæk leit að vopnabúrum hermdarverka- samtakanna. Fjórir liðsmenn írska austurhluta Afganistan, skammt frá landamærum Pakistans. Talsmönnum afganskra og sov- éskra stjórnvalda ber ekki saman um hvort umsátur frelsissveita um Khost hafi verið brotið á bak aftur. Bardagarnir í nágrenni Khost eru meðal hinna hörðustu í Afganistan í ár. lýðveldishersins, sem tekist hafði að flýja úr fangelsi á Norður-írlandi, voru handteknir, þijú vopnabúr fund- ust en vopn fundust engin. í október- mánuði fimdu franskir tollverðir hins vegar 20 SAM-7 flugskeyti um borð í skipi með írskri áhöfn og þótti full- sannað að vopnin hefðu verið ætluð írska lýðveldishemum. Á mánudag birti írski lýðveldis- herinn „áramótaávarp" samtakanna þar sem sagði að samtökin hygðust beita sér af „öryggi og alefii" á næsta ári. Þess var og getið að árið 1987 hefði verið samtökunum erfitt sovéslca utanríkisráðuneytisins, skýrði frá því í gær að afganskir stjómarhermenn og sovéskir hem- aðarráðgjafar hefðu unnið. að því undanfama daga að fjarlægja jarð- sprengjur sem skæruliðar hefðu komið fyrir á veginum milli Khost og Gardez og yrði unnt að heija flutninga á matvælum og hjálpar- gögnum til íbúa Khost á föstudag. og minnst sérstaklega á að fjöldi liðs- manna hefði fallið á árinu. írski lýðveldisherinn hefur sjaldan eða aldrei orðið fyrir jafnalvarlegum áföllum og nú ( ár. Átta liðsmenn IRA féllu í maimánuði er sérsveitir breska hersins fengu njósn af fyrir- hugaðri árás samtakanna á lögreglu- varðstöð og sátu fyrir hryðjuverka- mönnunum. Þjóðir heims fordæmdu samtökin ( síðasta mánuði er flugu- menn IRA komu fyrir sprengjú við minnismerki í bænum Enniskillen með þeim afieiðingum að ellefu manns biðu bana. Skæruliðar hafa setið um bæinn undanfama þijá mánuði og er mat- arskortur tekinn að hqá íbúana. Ummæli Gerasimovs voru hins vegar ( ósamræmi við yfirlýsingar afgansks ráðherra sem skýrði frá því á sunnudag að stjómarherinn hefði aflétt umsátri skæruliða og náð veginum á sitt vald og færi umferð fram eftir honum með eðli- legum hætti. Athygli vakti að afganska ríkisútvarpið endurtók ekki fullyrðingar þessar í fréttum í gær. Najibullah, forseti Afganist- an, lýsti því yfir í síðasta mánuði að íbúar Khost, sem em um 40.000, liðu skort og hét því að sigrast á umsátursmönnum. Fréttir af bardögunum nærri Khost em mjög ósamhljóða. Sov- éska fréttastofan Tass greindi frá því á mánudag að 1.500 liðsmenn frelsissveitanna hefðu verið felldir eða særðir. Þessu hafa skæmliðar vísað á bug og lýst yfir að mörg hundruð sovéskir og afganskir her- menn hafi ýmist verið felldir eða særðir í bardögunum, sem taldir em hinir hörðustu frá því í janúar á þessu ári. Gennadíj Gerasimov, talsmaður írski lýðveldisherinn: Beita samtökin sovéskum flugskeytum? __ O «7 Dublin, Reuter.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.