Morgunblaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1987 45 Þó mörgum reynist erfitt að hætta að reykja eru til ýmis ráð til að gera baráttuna auðveldari. Ertu að hugsa um að hætta að reykja? Markmið Skál- holtsskóla Skálholtsskóla er ætlað að vera valkostur, skýrt og klárlega öðru vísi en allir aðrir skólar í landinu, án klafa prófa, sveigjanlegur í allri málaskipan. I stað einræðu kennara er skólanum ætlað að vera sam- ræðuvettvangur með þátttöku allra. Ekki skiptir höfuðmáli hvort nám- skrá er fylgt út í ystu æsar. Meiru skiptir að tímanum hafí verið varið til að uppgötva einhver lífsins sann- indi, sem gætu snúið lífínu til hamingjuáttar. Skólinn er fyrst og fremst skóli einstaklingsþroska, frjáls og óháður öllu öðru en því að leyfa einstaklingum að ná áttum í moldviðri tímans. Skólinn er ekki hjálparskóli í grunnnámi, heldur athvarf þeim, sem þegar hafa aflað sér frummenntunar en þarfnast næðis til að efla færni til lífs, þarfn- ast nýs skilnings og nýrrar lífssýn- ar. Skólinn grundvallast á þjóðlegri menningararfleifð og kristnum átrúnaði. Vaxandi fjölbreytni í skólastarf i Undanfarið hefur Skálholtsskóli starfað á þremur ólíkum sviðumj sem tjáir fjölbreytileika hans. I fyrsta lagi er starfrækt heimavist- ardeild, sem verið hefur hinn eiginlegi lýðháskóli. Lögð hefur verið áhersla undanfarið á mynd- mennt. Hefur nemendum gefíst kostur á að njóta ýtarlegrar kennslu á myndlistarsviði, fá yfirlit og kynni af fjölmörgum greinum myndsköp- unar. Þá hefur verið hægt að afla sér menntunar í ljósmyndun. Skól- inn hefur og sinnt hefðbundnu hlutverki á sviði bóknáms, sem hef- ur ekki verið ítroðslunám heldur hefur fýrst og fremst þjónað mark- miði upplifunar og skilnings. í öðru lagi hefur skólinn hafíð fullorðins- fræðslu fyrir nærsveitunga, sem er í anda áherslu lýðháskóla á al- þýðumenntun. Mikill fjöldi fólks hefur undanfarið ár tekið þátt í misserislöngum kvöldnámskeiðum og mun skólinn reyna að sinna þessu verkefni eftir föngum. í þriðja lagi hefur Skálholtsskóli efnt til fjölda ráðstefna og stuttra nám- skeiða. Þessi þáttur er sívaxandi. Er og ljóst, að skólinn mun í fram- tíðinni leggja æ meiri áherslu á þennan þátt starfsemi sinnar, enda í anda þess sem nú er að gerast á Norðurlöndum. Fara nú fram um- ræður um hvernig best verði komið , þessum starfsþætti. Stefnt er að ráðstefnu á vormisseri um fram- tíðarstarfsemi skólans og mun þennan þátt ekki síst bera á góma. Framtíð skóla- starfs í Skálholti Skálholtsskóli á að baki 15 ára starf. Á þessum tímamótum hefur vinum skólans orðið litið til fortíðar og framtíðar. Öllum er ljóst að hlut- verk skólans er annað en við upphaf hans árið 1972. Skólakerfí þjóðar- innar hefur breyst gífurlega á þessum tíma. Skólar svo sem fjöl- brautaskólar hafa þegið margt í arf frá lýðháskólahreyfingunni og er það vel. Með starfsemi þessara skóla er þörfín ekki hin sama fyrir nám af þeirri gerð sem rekið hefur verið í Skálholti. Skólanum gefst því kostur á að svara öðrum beiðn- um sem berast. Ekki síst hefur gefist tími til að efna til námskeiða um nokkur af fjölmörgum málum, sem starfsmenn skólans hafa haft hug á ræða. Mun á komandi ári verða æ fleiri námskeiðum bætt við og sífellt er bryddað upp á nýjung- um. Tveir aðalmálaflokkar eru á dagskrá, sem er í anda laga um skólann. í fýrsta lagi eru það málefni, sem tengjast beinlínis starfi þjóðkirkj- unnar. Þjóðkirkjan mun á næstu árum stórefla fræðslustarfsemi sína. Ljóst er að fljótlega verður að ákvarða fræðslustefnu kirkjunn- ar. Skálholtsskóli mun eftir föngum þjóna kirkjunni bæði hvað varðar menntun starfsmanna sem og með námskeiðum og námsstefnum fyrir sem flesta um málefni daglegs lífs í ljósi kirkjulegrar trúar. Reynslan hefur sýnt að skólahúsnæðið er verulega ákjósanlegt fýrir slíka starfsemi. Hið eina sem hindrar er of lítið heimavistarrými. Mjög nauð- synlegt er að byggja seinni áfanga heimavistarálmu skólans, sem myndi gerbreyta allri aðstöðu. I öðru lagi ber skólanum að rækja þjóðlegt menningarhlutverk. Er eðlilegt að skólinn sinni námsstefn- um og námskeiðum fyrir almenning um þjóðleg málefni. Þeim, sem dval- ið hafa á Norðurlöndum, mun kunnugt um hvílíku hlutverki lýð- háskólar hafa gegnt í menningar- varðveislu. Ekki er aðeins átt við þjóðminjafræði, söfnun muna eða fræðslu um hlutverk slíkra heldur skapandi þjóðfræði, sem hefur að markmiði að veita fornri visku inn í deiglu samtíðar. Skólinn þarf að fá meira svigrúm til að sinna al- þýðuhlutverki sínu á þessu sviði, kalla karla og konur til samvinnu um að efla samtíðina í krafti fornra hefða. Er þetta hlutverk hið mikil- vægasta. Þjóð sem ekki sækir andlega spekt sína til hefðaróta sinna mun deyja. Sem betur fer eru margir sem þetta vita. En engin stofnun í landinu hefur beinlínis það hlutverk, annar en Skálholtsskóli, að vera vettvangur fyrir allan lands- lýð um uppfræðslu af þessu tagi. Þá hefur skólinn óneitanlega því hlutverki að gegna, að vera vett- vangur fyrir opinskáa umræðu um deiglumál samfélagsins. Af sam- ræðuþingum er bæði löng og góð reynsla í Skálholtsskóla. Sýnist ýmsum, að skólinn eigi að sinna hlutverki hvata til umræðu um menningarþróun samtíðar í stór- auknum mæli. Kirkjuþing 1987 samþykkti nýlega kraftmikla álykt- un um eflingu þessa þáttar í Skálholtsskóla. Lofa skal og þakka þeim hugmönnun, sem að stóðu. Hið fjórða hlutverk hefur skólinn. Honum er ætlað að taka við fræði- mönnum og öðrum sem sinna rannsóknum, veita aðstöðu og lið- sinna eftir megni. Er gleðilegt að allmargir hafa komið og setið við fræðiiðju í skólanum á liðnu ári. Er vel ef hægt væri að efla þennan starfsþátt, enda skýrt og greinilega um hann rætt í lögum um Skál- holtsskóla. Svo að hægt sé að sinna þessum starfsþætti þarf hin lang- þráða bókhlaða að rísa, til að hið dýrmæta og einstaka bókasafn Skálholtsstaðar verði almenningi aðgengilegt. Á leið til framtíðar Starfsemi Skálholtsskóla er ekki ólík fjölstofna tré. I upphafi skóla- starfs var fyrst og fremst rekinn heimavistarskóli vetrarlangt. Þessi var stofn þess, sem síðar hefur upp vaxið. Grundvöllur í hefð lýðhá- skóla hefur reynst farsæll og leiðsögn hinna fyrstu hugsjóna- manna og skólastjóra með besta móti. Inntak frelsis, sköpunar, sam- ræðu og fjölbreytileika hefur varðveist en starfshættir skójans hafa breyst og munu breytast. Ólíkt öðrum skólum landsbyggðar, sem eru bundnir af klafa miðstýringar hins opinbera skólakerfís, nýtur Skálholtsskóli þess að vera sveigj- anleg og frjáls stofnun, sem sífellt gerir tilraunir. Skýrt markmið skól- ans er að vera trúr köllun sinni um eflingu einstaklinga til þroska og skilnings í anda þjóðlegrar arfleifð- ar og kirkjulegrar grundvöllunar. Vaxtarmöguleikar skólans eru margir en ábyrgð vina skólans einn- ig stór; að slá vörð um stofnun sem er á vaxtar- og breytingaskeiði. Opinn og sveigjanlegur skóli á stöð- ugt á hættu að staðna og þekkja ekki vitjunartíma. Sífelldrar hvatn- ingar er þörf sem og nýrra og ferskra hugmynda. Þá er skólanum brýn nauðsyn á, að eiga að stóran stuðningsmannahóp, sem veitir það lið sem þarf til að hann verði sem flestum að gagni og á sem fjöl- breytilegastan hátt. Skólinn þarf að vera áfram athvarf fyrir sköpun og mannlega glímu, ekki hinsta höfn heldur áfangi á leið til dýpsta samhengis, til rótanna. Höfundur er rektor SkAlholts- akóla. eftir Asgeir R. Helgason Ef þú hefur hug á að reyna að hætta og vilt jafnframt komast hjá því að þjást af óþarfa löngun þegar á hólminn er komið, hafðu þá eftir- farandi hugfast. Löngnn Löngun í reyk má skýra með þremur meginþáttum: • Líkamlegri fíkn. • Geðrænum sveiflum. • Tengslamyndun í umhverfi. Likamleg fíkn: Fíkn í tóbak getur reynst erfíð viðureignar fyrir hluta reykingamanna á fyrstu vik- um reykleysis. Hægt er að virtna gegn þessum erfiðleikum með því að nota nikótíntyggigúmmí. Til eru ýmis próf til að mæla það hvort nikótíntyggigúmmí er æskilegur kostur fyrir þig. Eitt þeirra fylgir hér með. Leystu úr því og kannaðu hvort þú ert í hópi þeirra sem ættu að nota nikótíntyggjó í baráttunni við reykinn. Geðrænar sveiflur: Geðrænt ástand getur haft mikil áhrif á lang- anir. Mörgum gengur t.a.m. erfíð- lega að hætta þegar þeir eru undir álagi og mikil og langvinn löngun í reyk eftir margra vikna eða mán- aða bindindi tengist oftar en ekki geðrænu ástandi, t.a.m. streitu og vægu þunglyndi. Slíkar löngunar- kveisur geta í versta falli staðið í 7—10 daga en standa í flestum til- fellum mun skemur. í slíkum kveisum gætu sumir þurft að grípa aftur til nikótíntyggigúmmísins um tíma, en best er að reyna að standa þetta af sér með þá vitneskju í far- teskinu að þetta gengur yfir. Slökun og líkamsrækt stunduð á víxl eru afar góð hjálpartæki þegar þannig er ástatt. Munið að fyrsta kveisan er yfírleitt erfiðust og að þetta er ekki eilífðarvandamál þó að þú getir ekki sagt með fullri vissu að þú sért laus fyrr en 12—14 mánuð- um frá því að nikótínnotkun er hætt. Tengslamyndun í umhverfi: Reykingar tengjast Qölmörgu í umhverfi þínu sterkum böndum. Það er afar misjafnt hvað það er sem vekur upp reykingalöngun hjá hveijum og einum. Þannig getur t.d. kaffi vakið mikla löngun í reyk hjá einum en hjálpað öðrum til að yfirstíga löngun. Veltu því fyrir þér hvað það er sem öðru fremur vekur löngun í reyk hjá þér, bæði áður en og eftir að þú hættir að reykja. Reyndu síðan að sniðganga þessa skeinuhættu staði, persónur, að- stæður eða matar- og drykkjarteg- undir. Með þessu móti getur þú losnað við stóran hluta langananna. Reyndu jafnframt að gera meira af því sem ekki hefur tengst tóbaks- notkun þinni. U ndirbúningsráð Besti undirbúningurinn er fólg- inn í því að ijúfa kerfisbundið þau tengsl sem eru milli reykinga og umhverfis. Best er að bytja á þeim stöðum þar sem þú dvelur að öllu jöfnu lengst, því að eftir að þú hættir munu þetta verða helstu vígvellir baráttunnar. Gerðu því eftirfarandi ráðstafan- ir: Myndaðu reyklaus svæði. Hættu alfarið að reykja á þeim stöð- um þar sem þú dvelst að jafnaði lengst. í flestum tilvikum er þar um að ræða heimilið, vinnustaðinn og e.t.v. bílinn. Þegar þú hefur einu sinni ákveðið að tiltekinn staður skuli vera reyklaus máttu ekki hvika frá því hvað sem á dynur. Reyklaust svæði táknar ekki endi- lega að aðrir megi ekki reykja þar heldur á það fyrst og fremst við um þig. Það ert þú sem hefur ákveðið að hætta að reykja. Því fleiri svæði sem þú gerir reyklaus því auðveldari verður bar- áttan við löngunina eftir að þú hættir. Ef þú ert stödd (staddur) á reyk- lausu svæði, t.d. á heimili þínu, og löngunin er alveg að sliga þig, verð- ur þú annaðhvort að standast hana eða bregða þér út fyrir, t.d. út á svalir eða út á tröppur, til að fá þér reyk. Annað sem gott er að vita Krabbameinsfélagið hefur gefið út bæklinginn „Út úr kófinu" sem hefur reynst mörgum vel í barátt- unni við reykinn. Hann er væntan- legur í nýrri litprentaðri útgáfu eftir áramót, en eldri útgáfann á að liggja frammi á heilsugæslpstöðv- um og eins má nálgast bæklinginn hjá Krabbameinsfélaginu í Skóg- arhlíð 8, Reykjavík. Reynist þér erfítt að hætta á eig- in spýtur, þá býður Krabbameins- félagið upp á námskeið í reykbind- indi og hægt er að skrá sig á biðlista í síma 621414 á skrifstofutíma. Eins eru svipuð námskeið í gangi hjá Lungna- og berklavamardeild Heilsuvemdarstöðvar Reykjavíkur, sími 22400. Sérfræðingur Krabbameinsfé- lagsins í reykbindindi mun svara fyrirspurnum í síma 621414, mánu- daginn 4. og þriðjudaginn 5. janúar nk. frá kl. 13.00 til 15.00. Krabbameinsfélagið óskar lands- mönnum öllum gleðilegs nýárs og reyklausrar framtíðar. Höfundur er upplýsingafulltrúi hjá Krabbameinsfélaginu. Ert þú sólginn í sígarettur? 1. Hve margar sígarettur reykir Allt að 15 stk. 0 ( ) þú á dag? 16-24 stk. 1 ( ) 25 stk. eða fleiri 2 ( ) 2. Hve fljótt eftir að þú vaknar Innan hálftíma 1 ( ) reykir þú fyrstu sígarettuna? Síðar 0 ( ) 3. Er styttra milli sígaretta hjá þér Já 1 ( ) á morgnana en á öðmm tím- Nei 0 ( ) um dagsins? 4. Reykir þú veikar eða sterkar Veikar (0-0,8 mg nikótín) 0 ( ) sígarettur? Meðalsterkar (0,9—1,2 mg) 1 ( ) Sterkar (1,3 mg eða meira) 2 ( ) 5. Átt þú erfitt með að sleppa því Já 1 ( ) að reykja þar sem það tíðkast Nei 0 ( ) ekki (t. d. í bíói eða kirkju?) 6. Reykir þú jafn mikið og venju- Já 1 ( ) lega þegar þú ert veikur? Nei o ( ) 7. Hvaða sígarettu dagsins vildir Fyrstu 1 ( ) þú síst vera án? Einhverrar annarrar 0 ( ) 8. Dregur þú reykinn ofan í þig? Alltaf 2 ( ) Stundum 1 ( ) Aldrei 0 ( ) - Stigafjöldi alls: ( ) Ef þú færð sjö eða fleiri stig á þessu prófi er líklegt að nikótíntyggi- gúmmí geti komið að gagni, ef þú vilt hætta að reykja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.