Morgunblaðið - 30.12.1987, Page 20

Morgunblaðið - 30.12.1987, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1987 Leit að krabbameini í rístli og endaþarmi haldið áfram: Krabbamein fannst hjá þremur og forstig þess hjá 8 manns eftir frumkönnun Fyrr á þessu ári lauk fyrstu könnun á skipulegri leit að æxlum í ristli og endaþarmi á vegum Krabbameinsfélags íslands. Undanfarið hefur verið til umræðu hjá félaginu að halda slíkri leit áfram og er nú ákveðið að endurtaka leitina hjá sama hop og áður. Áform voru uppi um að fjölga þátttakendum en hætt við af fjárhagsástæðum. Anna Pálsdóttir meinatæknir og As- geir Theódórs læknir hafa stjórnað leitinni og greina þau frá helstu niðurstöðum og ástæðum þess að farið var út í þessa krabbameinsleit. Fyrst rekja þau forsögu málsins. mm Morgunblaðið/Bjami Ásgeir Theódórs og Anna Pálsdóttir hafa stjórnað frumkönnun Krabbameinsfélagsins við leit að krabbameini í ristli og enda- þarmi. Nú er ákveðið að halda þessari leit áfram. -Meginverkefni Krabbameins- félagsins er að standa fyrir leitar- starfsemi og hefur ieitin að krabbamieni í leghálsi og brjóst- um þegar sannað ágæti sitt og leitt til greiningar fyrr og betri lækningar. Árið 1981 var skipuð nefnd þriggja iækna til að kanna möguleika á nýrri krabbameins- leit. Meðal þess sem kom til greina var leit að krabbameini í lungum, blöðruhálskirtli og maga, en að vandlega athuguðu máli lagði nefndin til að leit að krabbameini í ristli og endaþarmi yrði vaiin, en það er þriðrja algengasta krabbameinið hér á landi hjá körl- um og konum. Stjóm Krabba- meinsfélagsins ákvað að fara að ráðum nefndarinnar og var skipuð sérfræðinganefnd sem skyldi ákveða fyrirkomulag könnunar- innar í stómm dráttum. Hvemig fór svo þessi könnun ffam? Náði til 6 þúsund manns -Ákveðið var að könnunin skyldi ná til 6 þúsund einstakl- inga, karla og kvenna á aldrinum 45 til 70 ára, jafnmargra úr hveij- um aldurshópi. Um leið og frumkönnunin hófst var skrifað til heimilis- og heilsugæslulækna og þeim skýrt frá tilgangi könnun- arinnar og þeir beðnir að sinna því fólki sem ekki átti þess kost að vera með og leitaði því til þeirra. Framlag Oddfellowstúk- unnar Þormóðs goða gerði það að verkum að hægt var að heíj'a frumkönnunina fyrr en ella. Gögn ásamt leiðbeiningum vom send til 5.800 einstaklinga á höf- uðborgarsvæðinu, 100 til fólks á Egilsstöðum og 100 til íbúa í Bolungarvík. Svömn var best á Egilsstöðum 66%, í Bolungarvík 51% og 39% á höfuðborgarsvæð- inu. Starfsfólk fyrrgreindra heilsugæslustöðva var afar hjálp- legt og lagði sig fram um að fá sem mesta svömn í könnuninni. Viðunandi svörun? Ásgeir og Anna segja að í sam- bærilegum könnunum erlendis hafi svömn verið allt frá 9% uppí 70% og ekki liggi ljóst fyrir hvað veldur þessum mun. Fólk er mis- munandi vel upplýst um þennan sjúkdóm og þau telja að auka megin svömn með meiri fræðslu. Þau segjast einnig hafa orðið vör nokkurrar feimni varðandi krabbamein í ristli og endaþarmi einkum hjá yngri karlmönnum. Hveijar em svo helstu niður- stöðumar að lokinni fmmkönnun? -Af þeim 2.357 manns sem sendu sýni reyndust 46 vera með blóð í hægðum. Krabbamein greindist hjá þremur þeirra og forstig þess, þ.e. góðkynja æxli hjá átta manns. Æxlin vom fjar- lægð með skurðaðgerð ef um krabbameinsæxli var að ræða en með speglunartæki ef þau vom góðkynja. Til öryggis er gerð hjá þessu fólki ristilspeglun með reglulegu millibili. Það er að okkar mati góður árangur að tekist hefur að koma í veg fyrir þróun illkynja æxlis- vaxtar, krabbameins, hjá þessu fólki. Hinu má þó ekki gleyma að um það bil 3.600 manns svör- uðu ekki könnuninni en í þeim hópi gætu leynst hlutfallslega jafiimargir með krabbamein og forstig þess. Óþekktar orsakir Ásgeir var spurður um orsakir og batahorfur: -Orsakir krabbameins í ristli og endaþarmi em ekki þekktar en ýmislegt bendir til þess að mataræði skipti máli. Mikil neysla dýrafitu, sykurs og trefjasnauðrar fæðu getur verið varasöm. Á síðari ámm hafa meðfæddir áhættuþættir orðið mönnum ljós- ari. Batahorfur fara eftir því á hvaða stigi sjúkdómurinn greinist. Ef hann er staðbundinn og æxlið lítið em batahorfur mjög góðar. Sé meinsemd stærri og útbreidd má beita geislum og lyfjameðferð eftir skurðaðgerð. Hvers vegna leit að blóði í hægðum? -Byijunareinkenni krabba- meins í ristli og endaþarmi em mjög óljós og er meinið því oft komið á alvarlegt stig þegar það finnst. Flestir fá við og við hægða- tregðu, niðurgang og svo fram- vegis, sem er yfírleitt merki um minniháttar meltingartmflanir. Ástæða er til að gefa eftirfarandi einkennum gaum séu þau lang- varandi eða gera vart við sig hvað eftir annað: Breytingu á hægðavenjum, blóði í hægðum, slappleika og megmn og vaxandi kviðverkjum. Ymsar aðferðir hafa verið reyndar til að finna þetta krabba- mein og forstig þess áður en það kemst á alvarlegt stig. Leit að blóði í hægðum, sem ekki sést bemm augum, er nú viðhöfð víðast hvar. Aðferðin er einföld og ekki mjög kostnaðarsöm. Að f inna krabbamein Nú er ákveðið að halda áfram, en af hveiju er sami hópurinn kallaður aftur? -Eins og áður segir er ekki hægt að stækka hópinn af fjár- hagsástæðum. Með því að leita aftur hjá sama hópnum emm við meðal annars að benda á það, að með reglulegu eftirliti megi finna krabbamein og forstig þess áður en það er komið á alvarlegt stig. Við emm reynslunni ríkari núna og leggjum enn meiri áherslu á að fólk svari sem fyrst eftir að hafa fengið gögn í hendur. Þetta er meðal annars gert til þess að halda kostnaði í lágmarki við framkvæmd könnunarinnar en niðurstöður eiga að liggja fyrir í árslok 1988. Að lokum væri fróðlegt að vita hver viðbrögð almennings vom við könnuninni? -Könnunin . vakti athygii margra og ýmsir leituðu frekari upplýsinga símleiðis eða komu til okkar. Samskipti við fólk vegna könnunarinnar vom í langflestum tilfellum mjög góð. Ánægjulegt er að minnast viðtals í Morgun- blaðinu við konu sem taldi sig ákaflega lánsama að hafa átt þess kost að vera með í könnuninni. Hjá henni fannst krabbamein á byijunarstigi sem var komist fyrir með speglunartæki án skurðað- gerðar. Þess skal getið að þessi kona hafði ekki kennt sér neins meins. Skyggða svæðið er ristillinn og neðst er endaþarmur. Sé æxli staðbundið eru bata- horfur allgóðar. Á svona spjald eru sett hægðasýni til þess að leita að blóði sem getur gefið vísbendingu um krabbamein á byrjunarstigi. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ: 23 stúdentar útskrifaðir í Fjölbrautaskólanum i Garðabæ voru útskrifaðir 23 stúd- entar laugardaginn 19. desember sl. Hátíðleg athöfn var haldin í skól- anum og fluttu ávörp Þorsteinn Þorsteinsson, skólameistari, sem af- henti prófskírteini, Pétur Stefánsson, formaður skólanefndar, sr. Bragi Friðriksson, sóknarprestur, og Hjört- ur Jónsson, nýstúdent. Gísli Ragn- arsson, aðstoðarskólameistari, veitti nemendum viðurkenningu fyrir góð- an námsárangur, m.a. bókagjafir frá þýska sendiráðinu og spænska kons- úlnum. Bestum námsárangri á stúdentsprófi náði Helga M. Berg- steinsdóttir á málabraut. Kór skólans söng við athöfiiina undir stjóm Guð- laugs Viktorssonar. Nemendur skólans vom 435 á haustönn. Tekið var I notkun í haust nýtt viðbótarhÚ8næði með 8 kennslu- stofum og mötuneyti fyrir nemendur. Kennarar skólans voru 36 á haust- önninni. Stúdentar sem útskrifuðust frá Fjölbrautaskólanum I Garðabæ. Sitjandi frá vinstri: Laufey Vilhjálmsdótt- ir, Linda B. Bragadóttir, Anna M. Guðjónsdóttir, Sóiveig B. Einarsdóttir, Margrét Sigurgeirsdóttir, Edda B. Jónsdóttir, Svana L. Hauksdóttir, Sesselja Magnúsdóttir, Maria Þ. Helgadóttir. Standandi frá vinstri: Þorsteinn Þorsteinsson, skólameistari, Hjörtur Jónsson, Edvin Árnason, Erlingur Bjamason, Hermann Leifs- son, Þröstur R. Kristinsson, Helga M. Bergsteinsdóttir, Tindur Hafsteinsson, Guðfinna K. Sigurðardóttir, Gunnhildur Jóhannsdóttir, Arnþór Ragnarson, Baldur Vilþjálmsson, Hreiðar I. Júliusson, Sigurður P. Sig- urðsson, Gisli Ragnarsson, aðstoðarskólameistari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.