Morgunblaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1987 Stiörnu- Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Ágæti þáttur. Ég hef mikinn áhuga á stjömuspeki og öllu því sem snertir manninn jrfir- leitt... Ég er fædd 12. október 1963, kl. 19.55 í Reykjavík. Ég veit að ég er Vog en mig grunar að ég-sé með aðrar plánetur í ólíkum merkjum ... Mig langar að biðja þig að lesa úr Tcorti mínu, skýra frá heildarmynd af persónuleikanum og lýsa þvf sem er mest áberandi í kortinu." Svar: Þú hefur Sól og Merkúr í Vog í 5. húsi, Tungl í Ljóni, Venus og Mars í Sporðdreka, Krabba Rísandi og Steingeit á Miðhimni. Skapandi kort Þegar kort þitt er skoðað sem ein heild koma fram tvö þemu. Annað bendir til sköp- unar, fegurðar og litadýrðar, þ.e. Vog, Ljón og 5. hús og hitt bendir til sterkra tilfinn- inga, næmleika og dulhyggju, þ.e. Krabbi og Sporðdreki. Nýdögun Þú hefur Sól í mótstöðu við Júpíter. Það táknar að þú ert sífellt að leita nýrra leiða og færð fljótt leið á því sem er vanabindandi eða gamal- kunnugt. Þú þarft því stöðugt að víkka lífssýn þína. Þar sem Júpíter er í 11. húsi og Sólin í Vog í 5. húsi þurfa þessar nýjungar að tengjast skap- andi sjálfstjáningu, fegurð og jafnvægi og mega gjaman hafa með félagslegt samstarf að gera. Það verður hins veg- ar að vera samstarf einstakl- inga, þ.e. Júpíter í Hrút, merki einstaklingshyggjunn- ar. Það má því segja að þú laðist að sjálfstæðum ein- staklingum sem vilja vera skapandi og á einhvem hátt draga sig útfyrir hópinn. Nótt og dagur Að hafa Tungl í Ljóni en Venus í Sporðdreka táknar að í þér búa tilfinningalegar andstæður. Annars vegar vilt þú vera skapandi, einlæg og áberandi, en hins vegar fellur þér illa yfirborðsmennska og sýndarmennska. Listir Ég tel að kort þitt bendi tvímælalaust til listrænna hæfileika. Myndlist á örugg- lega vel við þig, en einnig kemur til greina að skrifa og yrkja. Júpíter táknar hins vegar að þú þarft frelsi til að kynnast heiminum. Líf þitt þarf því að vera hreyfanlegt. Dýpt ogákveÖni Krabbi og Sporðdreki tákna síðan að þú þarft að ná ' ákveðinni tilfinningalegri dýpt í viðfangsefni þín, ekki síður en í félagslíf þitt. Þessi tvö merki loka á hina félags- legu hlið Vogarinnar en Ljón og Sporðdreki þýða að þú ert frekari og ákveðnari en gong- ur og gerist með Vogina. Stjórnunarstörf Satúmus á Miðhimni gefur til kynna að þú verðir ábyrg- ari og alvörugefnari eftir því sem.þú eldist og að þú komir til með að leita í það að stjóma og skipuleggja í um- hverfi þínu. MóÖgunargjörn Það sem þú helst þarft að varast er Mars í Sporðdreka í spennu við Tungl í Ljóni, eða tilhneigingu til að vera of viðkvæm tilfínningalega og útfrá því æst. Þú ert stolt og stórhuga, sem er í sjálfu sér ágætt, en þarft að varast að vera móðgunargjöm útaf smáatriðum og því sem engu máli skiptir. GARPUR TOMMI OG JENNI UÓSKA FERDINAND 5MAPPIN6 VOUK FIKI6ER5 15 VERV USEFUL WMEN S'OU'RE TALKING , TO 50ME0NE... Það er mjög gott að smella saman fingrum þegar maður er að tala við einhvem ... SMÁFÓLK Þú getur sagt, „Einmitt, þetta er auðvelt... þetta er smellur?" Umsjón: Guðm. Páll Amarson Norður var ekki hrifinn af spilum sínum, en taldi sig þó nauðbieygðan til að gera eitthvað eftir kröftugar sagnir makkers: Austur gefúr; allir á hættu. Norður ♦ G75 V 97643 ♦ D9 ♦ D82 Austur ... *K102 II * ÁKDG8 ♦ 853 ♦ 95 Suður ♦ ÁD3 V5 ♦ ÁKG106 ♦ ÁK74 Vestur Norður Austur Suður — — 1 hjarta Dobl Pass 1 spaði Pass 3 tiglar Pass 4 tíglar Pass 5 tíglar Pass Pass Pass Sennilega hefðu þtjú grönd unnist í norður, því austur þarf að spila út undan hjartablokk- inni til að ná þar fimm slögum. En norður taldi níuna fimmtu ekki nægilega góða fyrirstöðu og kaus því að styðja lit makk- ers. Hjartatían kom út, austur yfirdrap og spilaði aftur hjarta. Sagnhafi trompaði, fór inn á tíguldrottningu og svínaði spaðadrottningu. Tók svo öll trompin: Norður ♦ G7 ♦ 9 ♦ - + D82 Vestur Austur ♦ 98 ♦ KIO ¥- llllll *KD ♦ - ♦ - ♦ G1063 Suður ♦ Á3 ♦ - ♦ - ♦ ÁK74 ♦ 95 Nú voru þrír efstu teknir í laufi og endað í blindum. Austur varð að henda hjarta í síðasta laufið. En í þessari stöðu er hann algerlega upptalinn, svo honum er varpað inn á hjarta til að spila frá spaðakóngnum. Vestur ♦ 9864 ♦ 102 ♦ 742 ♦ G1063 Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlega mótinu í Moskvu í sumar kom þessi staða upp í skák heimsmeistara unglinga, Anand, Indlandi, og sovézka stór- meistarans Sveschnikov, sem hafði svart og átti leik. Hvítur skákaði síðast með riddara á e7 og hélt sig vinna skiptamun. 29. Kf2 - Hfl+, 30. Ke3 - Hel+, 31. Kd2 - Hxe7, 32. Kc2 - Hxg2+, 33. Bd2 (33. Kb3 hefði veitt meira viðnám) 33. - Hd7, 34. Hdl - Be2, 35. Hel - Bh5 og hvitur gafst upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.