Morgunblaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1987 Maðurinn minn, ALBERT JÓHANNESSON, Kleppsvegi 12, lést þann 24. desember á Landakotsspítala. Nellý Eva Jóhannesdóttir. t Eiginmaður minn og faðir okkar, EYÞÓR EINARSSON, Kambahrauni 8, Hveragerði, andaðist í sjúkrahúsi Suðurlands þann 23. desember. Jarðarförin fer fram frá Hrunakirkju laugardaginn 2. janúar kl. 14.00. Bílferð verður frá BSÍ í Reykjavík kl. 11.00 og frá Hótel Selfossi kl. 12.00. Guðborg Aðalsteinsdóttir, og börn. + Eiginmaður minn, GEIRG. BACHMANN fyrrum bifreiðaeftirlitsmaöur, Borgarnesi, er látinn. Jarðsett verður frá Borgarneskirkju þriöjudaginn 5. jan- úar 1988 kl. 2.00 eftir hádegi. Fyrir hönd aðstandenda, Jórunn Bachmann. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUNNLAUG THORARENSEN, lést í Kristnesspítala mánudaginn 28. desember. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 5. janúar kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Alma Þórarinsson, Lydfa Þorkellsson, Oddur Thorarensen. + Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, JÓN SIGURÐSSON, Fagrahvammi 8, Hafnarfirði, lést í Borgarspítalanum mánudaginn 28. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Auður Adolfsdóttir, Fjóla Björk Jónsdóttir, Adolf Jónsson. + Móðir okkar, RAGNHILDUR HELGADÓTTIR frá ísafirði, andaðist á heimili dóttur sinnar 26. desember. Selma Samúelsdóttir, Lára Samúelsdóttir, Brynjólfur Samúelsson, Friðgerður Samúelsdóttir, Samúel Samúelsson. + Móðir okkar og tengdamóðir, ÞÓRDÍS MAGNÚSDÓTTIR, Bollagötu 2, Reykjavik, er látin. Gunnar Runólfsson, Ingibjörg Eliasdóttir, Jón Hilmar Runólfsson, Ragnheiður Haraldsdóttir, Brynja Dis Runólfsdóttir, Vatnar Viðarsson. + Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi, TÓMAS ÓLASON, Stóragerði 6, Reykjavík, lést mánudaginn 28. desember. Maria Emilsdóttir, Ásthildur Tómasdóttir Gunnarsscn, Torfi Tómasson, Anna Ingvarsdóttir, Tómas Torfason, Sigríður Marfa Torfadóttir, Sturla Tómas Gunnarsson. Guðjón Hreggviður Jónsson - Minning Fæddur 11. ágúst 1909 Dáinn 22. desember 1987 Guðrjón Hreggviður Jónsson, en það hét hann fullu nafni, varð bráð- kvaddur á heimili sínu hinn 22. þ.m. Hreggviður fæddist að Hlíð í Vestmannaeyjum hinn 11. ágúst 1909, sonur hjónanna Jóns Jóns- sonar, sem jafnan var kenndur við Hlíð og Þórunnar Snorradóttur frá Sámsstöðum í Fljótshlíð. Hregg- viður var þriðji í röðinni af sjö systkinum, og lifir nú Guðrún ein þeirra, búsett í Danmörku. Auk þess tóku þau hjón þijú fóstur- böm, og komust tvö þeirra á legg. Árið 1930 giftist Hreggviður Þó- mnni Jensdóttur frá Amagerði í Fljótshlíð. Hana hafði áður átt Tómás Albertsson frá Teigi í Fljótshlíð, en hann fórst með togar- anum Robertson í Halaveðrinu 1925. Þórunn og Hreggviður fluttu til Reykjavíkur eftir að þau giftust og Hreggviður nam bifvélavirkjun hjá Jóhanni Ólafssyni og starfaði þar og hjá Strætisvögnum Reykjavíkur, þar til þau fluttu aft- ur til Vestmannaeyja, árið 1937. I Skeijafirði, við Baugsveg, býggðu þau hús, sem þau nefndu Teig og þar fæddust synir þeirra tveir, Tómás 1935 og Eyvindur 1936. Þeir námu báðir bifvélavirlqun hjá föður sínum, og hefur Tómás ýmist starfað sem bifvélavirki eða sjó- maður, en Eyvindur er verkstjóri á bifreiðaverkstæði Sveins Egils- sonar hf. I Vestmannaeyjum stofnaði + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, HERDÍS HJARTARDÓTTIR, Hvanneyrarbraut 40, Siglufirði, lést í sjúkrahúsi Siglufjarðar á annan dag jóla. Útför hennar verður gerð frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 2. janúar 1988 kl. 14.00. Hjörtur Karlsson, Margrét Björnsdóttir, Herdfs Karlsdóttir, Gunnar Sigurðsson, Guðlaugur H. Karlsson, Magðalena S. Hallsdóttir og barnabörn. + Hjartkær dóttir okkar og systir, ÞÓRUNN HJÖRDÍS GESTSDÓTTIR, Hjallabraut 50, Hafnarfirði, lést af slysförum 23. desember. Jarðarförin fer fram frá Þjóökirkjunni í Hafnarfirði þriöjudaginn 5. janúar kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Slysavarnafélag íslands. Þórunn Benjaminsdóttir, Gestur Guðjónsson og systkini. + ÞÓRODDUR INGIBER GUÐMUNDSSON frá Kröggólfsstöðum, verður jarðsunginn frá Kotstrandarkirkju i Ölfusi laugardaginn 2. janúar kl. 14.00. Hrafnhildur Ingibersdóttir, Guðmundur Þóroddsson. Lokað Skrifstofa mín verður lokuð e.h. í dag, miðvikudaginn 30. desember, vegna jarðarfarar GUÐMUNDAR í. GUÐMUNDSSONAR. Lögmannsstofan Síðumúla 9, Ævar Guðmundsson hdl. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. I minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar af- mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Áhersla lögð á að handrit séu vel frá gengin, vélrituð með tvö- földu línubili. Hreggviður bifreiðaverkstæði og rak það fyrst með öðrum en síðar með sonum sínum. Fyrst bjuggu þau hjónin í Hlíð, en byggðu síðar hús í Sólhlíð 10, og bjuggu þar, uns þau fluttu aftur til Reylqavíkur árið 1968. Eftir komuna til Reykjavíkur starfaði Hreggviður sem húsvörður hjá Agli Vilhjálmssyni hf. Þórunn lést í febrúar árið 1975 og bjó Hreggviður síðan lengst af með Tómási, syni sínum. Þegar ég lít aftur í blámóðu bemskunnar, eru Qölmargar minn- ingar tengdar Tótu frænku minni og Hreggviði. Það var hátíð í bæ, þegar Hreggviður kom keyrandi austur í Fljótshlíð og bauð okkur krökkunum í bíltúr. Ók hann þá stundum nokkuð hratt í lækina til að bleyta í okkur. Síðar þegar við fluttumst til Reykjavíkur líka, í Skeijafjörðinn, átti ég annað heim- ili í Teigi. Á því heimili voru líka til bækur, hinn æðsti munaður. Aldrei minnist ég þess, að amast hafí verið við ungum dreng, sem lá á stofugólfinu klukkustundum saman, ómeðvitaður um stað og stund, og las og las. Þeir þættir í fari Hreggviðs, sem ég held að verði mér minnisstæð- astir, voru hjálpsemi hans og nærfæmi við menn og málleys- ingja. Hvar sem hann var, hændust að honum böm og einstaklingar, sem vom svolítið utangátta. Með góðlátlegri kímni, var honum lagið að láta þá, sem öðmm þóttu skrítnir, finnast þeir vera einhvers virði. Fáa menn hef ég þekkt jafn bóngóða og Hreggvið. Aldrei var spurt um gjald fyrir greiða né held- ur stað eða stund, ef hjálpar var þörf. Hreggviður var mikill dýravinur og hafði mjög gott lag á að laða að sér dýr. Meðan hann bjó í Eyj- um, átti hann kindur, oftast var hundur á heimilinu og seinni árin höfðu feðgamir hesta, og héldu því áfram eftir að þeir fluttu til Reykjavíkur. Auk dýranna var tónlistin aðal- tómstundaiðja Hreggviðs. Á fyrri Reykjavíkurámnum lék Hreggvið- ur á horn með Lúðrasveitinni Svani. í Vestmannaeyjum lék hann með lúðrasveit Vestmannaeyja, undir stjórn Oddgeirs Kristjáns- sonar, og tók mjög virkan þátt í starfi sveitarinnar. Heima lék hann á orgel, og á góðri og glaðri stund, t.d. á þjóðhátíð, greip hann sögina og lék lög eftir Oddgeir og fleiri undir söng. Þannig átti Hreggviður marga strengi í hörpu sinni og nú er sá síðasti brostinn. Sjúkdómur, sem um árabil hefur sótt á, hefur loks borið sigurorð af kempunni. Það er gott að hafa átt Hregg- við að vini. Fyrir þá vináttu er ég þakklátur og fyrir tímann sem hann og Tóta fóstmðu bömin okk- ar, af svo mikilli ástúð, að sá tími verður þeim ógleymanlegur. Þreyttur öðlingur er lagstur til hinstu hvíldar, megi sú hvíld verða honum sæt. Árni Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.