Morgunblaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1987 25 Bandaríkin: Morðóður byssumaður drepur sex- tán manns Russellville í Arkansas, Reuter. ALLS hafa fundist 16 lík í smá- bænum Russellville í Arkansas í suðurríkjum Bandaríkjanna eftir að maður nokkur gekk þar ber- serksgang síðastliðinn mánudag. Talið er að hann hafist handa við ódæðin skömmu fyrir jól, en 14 fórnarlamba mannsins voru skyldmenni hans. Lögreglustjórinn í Russellville, Herbert Johnston, sagði að manns- ins hefði fyrst orðið vart þegar hann gekk um götur bæjarins, drap tvo og særði fjóra á innan við hálf- tíma að morgni mánudags. Lík Reuter Fjöldamorðinginn Gene Simmons leiddur á braut af lögreglunni. fimm annarra fórnarlamba manns- ins fundust síðar á heimili hans og við nánari aðgæslu fundust átta í viðbót grafin í grenndinni. Morðinginn reyndist vera 47 ára gamall verslunarþjónn að nafni Gene Simmons, en ekki er vitað hvað olli æði hans því hann hefur ekki fengist til þess að segja auka- tekið orð við yfirheyrslur. Arabaríkin við Persaflóa: Skora á Sameinuðu þjóð- irnar að skerast í leikinn og fylgja eftir ályktun um vopnahlé í Persaflóastríðinu Riyadh. Reuter. FJÖGURRA daga fundi ar- abaríkjanna við Persaflóa lauk i gær með því, að skorað var á Sameinuðu þjóðirnar að fylgja fast eftir ályktunmni um vopna- hlé í stríðinu milli íraka og írana. Samstarfsnefnd Persaflóaríkj- anna, sem sex arabaþjóðir eiga aðild að, hvatti „þjóðir heims og sérstaklega öryggisráðið til að axla ábyrgð sína og fylgja eftir í verki ályktun 598“ en í henni var kveðið á um vopnahlé í Persaflóastríðinu. í öryggisráðirtu er nú fyrir dyrum að ræða um bann við vopnasölu til írana vegna þess, að þeir hafa ekki viljað fallast á ályktunina. Gera þeir það að skilyrði, að írakar verði fyrst lýstir upphafsmenn að ófriðn- um. Persaflóaríkin, sem um ræðir, eru Saudi-Arabía, Kuwait, Qatar, Bahrain, Oman og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Standa þau öll með írökum og hafa dregist sífellt meir og meir inn í átökin. í lokayfirlýsingu fundarins sagði, að rætt hefði verið um „eldflaugaárás- ir írana og yfirgang þeirra við Kuwaita og hermdarverkin, sem íranir unnu skammt frá húsi Allah". Með því síðarnefnda er átt við at- burðina í Mekka í júlí sl. þegar íranskir pílagrímar gengu berserks- gang og nokkur hundruð manna létu lífið. Athygli vekur, að fundurinn forð- aðist stór orð í gagnrýni sinni á írani og því augljóst, að arabaríkin vilja halda dyrunum opnum fyrir hugsanlegum viðræðum við þá. Þá var lýst yfir eindregnum stuðningi við „uppreisn Palestínumanna" á hemámssvæðum ísraela og þeim heitin fjárhagsleg aðstoð. Utanrík- isríkisráðherrum ríkjanna var einnig veitt heimild til að vinna að samstarfssamningi við Evrópu- bandalagið og Japanir harðlega gagnrýndir fyrir að leggja skatt á hráolíu og olíuvörur. Reuter A úlfaveiðum í Frakklandi Um síðustu helgi var þessi úlfur felldur í Frönsku Ölpunum en að undanförnu hefur hann leikið bændur grátt og drepið fyrir þeim fjölda fjár. Var raunar búist við, að gaupur eða hundahópur ætti hlut að máli en það reyndist sem sagt vera úlfur. Em úlfar heldur sjald- séð sjón í Frakklandi nú orðið en þeir eru algengari á Ítalíu og koma stundum þaðan. Margnerite Yourcen- ar látin 84 ára að aldri Eina konan sem kjörin hefur verið í Frönsku akademíuna Bar Harbor. Main. AP. New York Times. enar, einn af Hr. ■: eina konan I sem hlotið Marguente hefur kjör í Yourcenar Frönsku akademiuna, lést á eyjunni Mount Desert úti fyrir Maine á aðfangadag jóla. Yo- urcenar hafði búið í Maine í 40 ár. Hún var 84 ára að aldri og iést af völdum heilablóðfalls. Bókmenntakona Marguerite Yourcenar var heimsborgari og ijölhæf bók- menntakona. Hún var þekktust fyrir sagnaskáldskap, einkum skáldsögu sína „Minningar Hadr- ians“, sem út kom 1951. Meðal annarra skrifa hennar má nefna ritgerðir, ævisögur og ieikrit. Yourcenar var af hollensku og frönsku bergi brotin, fæddist í Brussel og ólst upp í Frakklandi. Hún var einkabarn Michel de Crayencour og fyrri konu hans, Femande de Cartier de Marchi- enne. Nafnið Yourcenar, sem skáldkonan tók sjálf upp sem rit- höfundarnafn á þriðja áratug aldarinnar, er orðaleikur með nafnið Crayencour. Yourcenar var í heimsókn hjá vinum sínum í Bandaríkjunum, þegar síðari heimsstyijöldin skall á, og..ákvað að framlengja dvöl sína þar. Hún hóf að kenna sam- anburðarbókmenntir við Sarah Lawrence College og stundaði kennslustörf í áratug. Árið 1947 hlaut hún bandarískan ríkisborg- ararétt, en hélt áfram hinum franska. Kjör hennar í Frönsku aka- demíuna 1981 var heiður, sem ekki hafði hlotnast nafntoguðum kynsystrum hennar frönskum eins og de Staél, Colette og fleiri, í 400 ára sögu akademíunnar. í ávarpi, sem hún flutti við þetta tækifæri, sagði Yourcenar, að henni fyndist hún umkringd „ósýnilegum hópi kvenna, sem hefðu e.t.v. átt að hljóta þennan heiður fyrir löngu, svo að mér finnst hæfa að víkja til hliðar og hleypa skuggum þeirra að“. En hún álasaði akademíunni ekki fyrir að hafa ekki veitt kon- um rúm hjá sér áður. „Það er einfaldlega í samræmi við þá hefð að lofsyngja konuna, en leyfa henni ekki að taka þátt í leiknum," sagði hún. Yourcenar þýddi enn fremur bandarískan sálmakveðskap jafnt og verk James Baldwin, nútíma- verk gríska skáldsins Constantine Cavafy, Henry James, Thomasar Mann, Yukio Mishima og Virginiu Woolf. En skáldsaga hennar um róm- verska keisarann Hadrian bar af öðrum verkum hennar. Rithöfund- urinn Stephen Koch skrifaði í bókmenntatímarit The New York Times í september 1985, að sagan „er hrein náma hvejjum þeim, sem hefur áhuga á sögu, mannúðar- stefnu eða sálarfræði valdsins". Þegar sagan var fyrst gefin út, sagði hann, „var hún þegar í stað talin með sígildum verkum síns tíma“. Önnur verk hennar voru minna þekkt, þar til hún var kjör- in í akademíuna. Yourcenar var aðeins mánað- argömul, er hún missti móður sína, og lét faðir hennar einka- kennara svo til eingöngu sjá um að kenna henni. Átta ára gömul var hún farin að lesa Racine, og meðan hún var enn á unglings- aldri höfðu komið út eftir hana tvær litlar ljóðabækur. Hún menntaðist í klassískum fræðum og sagði seinna, að verk sín væru „sambland fræða og dulúðar“. Þegar Marguerite Yourcenar var orðin sjálfri sér ráðandi, var hún vel efnum búin ung kona. Hún ferðaðist vítt og breitt, skrif- aði ritgerðir, ljóð og skáldsögur, og hlaut góðar undirtektir gagn- rýnenda sem skáldsagnahöfund- ur. Eftir að hún settist að í Bandaríkjunum árið 1950, keypti hún hús á eyjunni Mount Desert undan ströndum Maine — ásamt vinkonu sinni Grace Frick. Frick, sem þýddi mörg verka Yourcenar á ensku, lést árið 1979. TRYGGÐU GÆÐIN -TAKTA KDDAK... I djörfum dansi hjá Heiðari w . mm * VWÍr ælÆVÆ 10viknanámskeiðhefjast í janúar. Innritun í alla dansa í öllum flokkum hefst 4. janúar. ahJjkcti HeiðatJ fljttalítJJcnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.