Morgunblaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1987 27 Bretland: Treysta ekki körlum fyrir „pillunni“ Lundúnum, Reuter. Fœstar breskar konur myndu treysta körlum til að muna eftir að taka getnaðarvamarpillur dag- lega ef þeir ættu þess kost að nota slíkar pillur. í niðurstöðum skoðanakönnunar sem gerð var í Bretlandi nýlega kem- ur fram að 7 af hverjum 10 konum myndu ekki trúa karlmanni sem segð- ist vera á „pillunni". Yfir 1.000 konur tóku þátt í þessari könnun sem gerð var af Schering-fyrirtækinu, sem er meðal stærstu lyfjafyrirtækja Bret- lands. Líbanon: Verð hefur sjö- faldast á árinu Beirút, Reuter. Verð á nauðsynjavörum í Líban- on hefur nær sjöfaldast á þessu ári, samkvæmt upplýsingum frá ijármálaráðuneytinu þar í landi. Í verðkönnun, sem birt var í dag- blaði í Líbanon í gær, þar sem athugað var verð á þrjátíu mismun- andi matvörum var meðalhækkun 624%. Ostur hafði hækkað um 463%, egg um 723%, sápa um 600%, hrísgijón um 805% og kjöt um 500%. Verð á matvöru hefur hækkað svo ört að stundum hafa kaupmenn orðið að hækka verð oftar en einu sinni í viku á einstaka vörum. Þessi mikla verðhækkun stafar af ótryggri stöðu líbanska pundsins, sem hefur fallið um 82% á árinu. Kína: 28 börn farast í troðningi Peking, Reuter. Tuttugu og átta skólaböm létu lífið í Shangjang-héraði í Kína er hópur bama svaraði kalli skólabjöll- unnar og ruddust inn í illa upplýstan stigagang. Gleymst hafði að opna dymar að skólanum og tróðust bömin, sem öll voru undir tíu ára aldri, inn í stigaganginn. Börnin sem létust hafa dottið og troðist undir. Sextíu böm voru send á sjúkrahús vegna meiðsla sem þau hlutu í troðningnum. Bangladesh: Talið að 150 hafi drukknað Dhaka, Reuter. Talið er að 150 manns hafi drukknað er feija sökk í suðurhluta Bangladesh, að sögn lögreglu í gær. Feijan sökk á mánudag í mynni Ganges-fljóts í grennd við Patuak- hali. Eldur kom upp í vélarrúmi hennar með þeim afleiðingum að hún sökk. Að sögn lögreglu komust 11 manns lífs af. Kína: 5 teknir af lífi Hong Kong, Reuter. Fimm menn vom líflátnir í Fuj- ian-héraði í Kína strax eftir að dauðadómur yfir þeim hafði verið kveðinn upp. Mennirnir voru dæmd- ir til dauða fyrir þjófnaði, nauðganir og morð. . Óvenju margar milljónir! Upplýsingasími: 685111 í\ «! PIOIXIEŒJ 3EISLASPILARAR R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.