Morgunblaðið - 30.12.1987, Page 27

Morgunblaðið - 30.12.1987, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1987 27 Bretland: Treysta ekki körlum fyrir „pillunni“ Lundúnum, Reuter. Fœstar breskar konur myndu treysta körlum til að muna eftir að taka getnaðarvamarpillur dag- lega ef þeir ættu þess kost að nota slíkar pillur. í niðurstöðum skoðanakönnunar sem gerð var í Bretlandi nýlega kem- ur fram að 7 af hverjum 10 konum myndu ekki trúa karlmanni sem segð- ist vera á „pillunni". Yfir 1.000 konur tóku þátt í þessari könnun sem gerð var af Schering-fyrirtækinu, sem er meðal stærstu lyfjafyrirtækja Bret- lands. Líbanon: Verð hefur sjö- faldast á árinu Beirút, Reuter. Verð á nauðsynjavörum í Líban- on hefur nær sjöfaldast á þessu ári, samkvæmt upplýsingum frá ijármálaráðuneytinu þar í landi. Í verðkönnun, sem birt var í dag- blaði í Líbanon í gær, þar sem athugað var verð á þrjátíu mismun- andi matvörum var meðalhækkun 624%. Ostur hafði hækkað um 463%, egg um 723%, sápa um 600%, hrísgijón um 805% og kjöt um 500%. Verð á matvöru hefur hækkað svo ört að stundum hafa kaupmenn orðið að hækka verð oftar en einu sinni í viku á einstaka vörum. Þessi mikla verðhækkun stafar af ótryggri stöðu líbanska pundsins, sem hefur fallið um 82% á árinu. Kína: 28 börn farast í troðningi Peking, Reuter. Tuttugu og átta skólaböm létu lífið í Shangjang-héraði í Kína er hópur bama svaraði kalli skólabjöll- unnar og ruddust inn í illa upplýstan stigagang. Gleymst hafði að opna dymar að skólanum og tróðust bömin, sem öll voru undir tíu ára aldri, inn í stigaganginn. Börnin sem létust hafa dottið og troðist undir. Sextíu böm voru send á sjúkrahús vegna meiðsla sem þau hlutu í troðningnum. Bangladesh: Talið að 150 hafi drukknað Dhaka, Reuter. Talið er að 150 manns hafi drukknað er feija sökk í suðurhluta Bangladesh, að sögn lögreglu í gær. Feijan sökk á mánudag í mynni Ganges-fljóts í grennd við Patuak- hali. Eldur kom upp í vélarrúmi hennar með þeim afleiðingum að hún sökk. Að sögn lögreglu komust 11 manns lífs af. Kína: 5 teknir af lífi Hong Kong, Reuter. Fimm menn vom líflátnir í Fuj- ian-héraði í Kína strax eftir að dauðadómur yfir þeim hafði verið kveðinn upp. Mennirnir voru dæmd- ir til dauða fyrir þjófnaði, nauðganir og morð. . Óvenju margar milljónir! Upplýsingasími: 685111 í\ «! PIOIXIEŒJ 3EISLASPILARAR R

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.