Morgunblaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1987 Skagafjörður: Samþykkt að sameina hreppana í Fljótum Hofsósi. í HAGANES- og Holtshreppi í Skagafirði fór fram um helgina kosning um hvort sameina ætti sveitarfélögin. Úrslitin voru skýr. Mikill meirihluti kjósenda er hlynntur sameiningu þessara sveitarfélaga. Stefnt er að því að sameiningin taki gildi frá og með næstu áramótum. Við hreppsnefndarkosningar 1982 fór fram skoðanakönnun í Haganes- og Holtshreppum um hvort sameina ætti sveitarfélögin. í framhaldi af þeirri könnun hafa sameiningarmál verið rædd ítarlega og síðastliðið sumar skipuðu hreppsnefndimar sameinginlega nefnd til að vinna að þessu máli. Ákveðið var að láta kjósa sér- staklega um sameiningu þessara sveitarfélaga og fór kosningin fram um síðustu helgi. Úrslitin urðu þannig: Haganeshreppur: Á kjörskrá vom 63. 37 vom meðmæltir sam- einingu en 5 andvígir. Holtshreppur: Á kjörskrá vom 66. 37 vom meðmæltir sameiningu, en andvígir 13. Þar vom tveir seðlar auðir og ógildir. Að sögn oddvitanna, Valbergs Hannessonar, Sólgörðum, Haga- neshreppi og Ríkharðs Jónssonar, Brúnastöðum, Holtshreppi, verður reynt að hraða sameiningu sveitar- félaganna. Þannig er gert ráð fyrir að kosning nýrrar hréppsnefndar fari fram fyrir janúarlok, en sam- einingin taki formlega gildi 1. janúar 1988. Að sögn þeirra er gert ráð fyrir því að fráfarandi hreppsnefndir leggi fram sameiginlegan lista vegna þeirrar kosningar, en kosn- ingar í þessum tveim nyrstu og austustu hreppum Skagafjarðar- sýslu hafa undanfarið verið per- sónukosningar, þ.e ekki lagðir fram flokkspólitískir listar eða listar hagsmunaaðila. I þessum sveitarfélögum eins og öðmm dreifbýlishreppum hefur orð- ið samdráttur í hefðbundnum landbúnaði, en loðdýrarækt vaxið nokkuð. Þá em fiskeldisstöðvar í báðum sveitarfélögunum. Að Sólgörðum í Haganeshreppi er gmnnskóli fyrir bæði sveitarfé- lögin og þau eiga aðild að Varma- hlíðarskóla fyrir eldri gmnnskóla- nemendur. Önnur sveitarstjómarmálefni em sameiginleg með öðmm sveitarfé- lögum í Skagafírði, utan heilsu- gæsla, en Haganes- og Holtshrepp- ur eiga hana með Siglfirðingum frá því lögin um hollustuhætti og heil- brigðiseftirlit tóku gildi 1981. Kaupfélag Skagfirðinga rekur útibú að Ketilási fyrir þetta svæði og þar er einnig félagsheimili hreppanna. Ófeigur. Eignir Grænmetisverslunar landbúnaðarins: Afsal ekki gefið út fyrir áramót FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur ekki gefið út afsal til Sambands islenskra matjurtaframleiðenda, sem rekur dreifingarfyrirtækið Ágæti, fyrir eignum Grænmetis- verslunar landbúnaðarins við Síðumúla og Ártúnshöfða. Ríkið seldi samtökunum eignirnar á síðasta ári samkvæmt kaupsamn- ingi sem gerður var með þeim fyrirvara að heimild fengist fyr- ir sölunni í fjárlögum. Heimildin er í fjárlögum þessa árs, sem renna út um áramót, en afsalið verður ekki gefið út fyrir ára- mót, samkvæmt upplýsingum sem fengust í fjármálaráðuneyt- inu. Samkvæmt upplýsingum ráðu- neytisins hefur ríkislögmaður nýlega skilað áliti um málið þar sem fram koma þeir kostir sem fjár- málaráðherra á völ á. Ekki fékkst uppgefið hveijir þeir væru. Fjárveit- inganefnd Alþingis gerði tillögu um að heimild til sölunnar yrði í fjárlög- um næsta árs, en dró hana til baka við atkvæðagreiðslu. Rætt var um að lagt yrði fram sérstakt frumvarp um málið þar sem skilyrði sölunnar yrðu nánar tilgreind. Aðalfundur Sambands íslenskra matjurtaframleiðenda fyrir árið 1986 var haldinn á mánudag. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar ISAL Til sölu Fjarritari (telextæki), tegund Philips Pact 220 árgerð 1982, með 16 k minni. Ofangreint tæki er í mjög góðu ásigkomu- lagi. Það er til sýnis á skrifstofu fyrirtækisins í Straumsvík. Upplýsingar veitir umsýslustjóri ISAL í síma 52365. íslenska álfélagið hf. Gjafavöruverslunin Tína Mína Af sérstökum ástæðum er til sölu verslunin „Tína Mína" við Laugaveg 21. Örugg og góð velta. Hagstætt verð ef samið er strax. Nánari upplýsingar hjá sölumönnum. |i|L 44 KAUPÞING HF\ 'TTWflWÍÍ íf HDR Músi verslunarinnar S6 8 60 88 | Solijm»;nn Sujuróur D.iqb|«irtsson, Inqvar GuófTUjndsson, P.-tur Ol.lfsson Hilm.ir B.ildursson hill Happdrætti Styrktarfé- lags vangefinna Vinningsnúmer: 1. vinningur, Audi 100CC, nr. 29380 2. vinningur, bifreið að eigin vali fyrir kr. 600.000, nr. 53063 3. -10. vinningur, bifreiðar að eigin vali hver að upphæð kr. 325.000, nr. 12157, 31241, 39229, 45083, 56718, 81279, 95490, 96180. Styrktarfélag vangefinna. Rafeindavirkjar Mjög fullkominn Leader pal pattern genera- tor. Composite video-colorbust með hljóði, RF úttak/stillanlegt L/H band. Scope trigger line/Field. Öll hugsanleg mynd- merki. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „R - 6155". Sjálfstæðisfólk Sauðárkróki - Jólafagnaður Fjölskyldufundur í Sæborg, sunnudaginn 3. janúar 1988 kl. 15.00. Dagskrá: „Hvai þaö veröur veit nú enginn". Kaffi og glaöningur fyrir börnin. Sjálfstæðiskvennafólag Sauðárkróks. Áramóta-spila- kvöld Varðar Landsmálafélagiö Vöröur heldur áramóta- spilakvöld sitt sunnudaginn 3. janúar 1988 i Súlnasal Hótel Sögu. Húsiö veröur opnað kl. 20.00. Glæsilegir vinningar: M.a. 2 far- miðar með Flugleiöum til Luxemborgar, bækur og matarkörfur. Friðrik Sophusson iðnaöarráðherra flytur ávarp. Sjálfstæöismenn fjölmennum. Landsmálafélagið Vörður. Fundir á Vesturlandi Unga fólkið og Sjálfstæðisflokkurinn Ámi Sigfússon og Sturla Böövarsson veröa á fundi á Hót- el Stykkishólmi laugardaginn 2. jan. kl. 15.00. Umræðuefni: Unga fólkiö og Sjálfstæð- isflokkurinn. Fund- j arstjóri: Eygló | Birgisdóttir. Félag ungra sjálfstæðismanna i Snæfellsness- og Hnappadalssýslu. v* Skipasala Hraunhamars Til sölu 140 og 235 tonna yfirbyggð stálskip. 12-13-17-18-20-26-40 og 64ra tonna eikar- bátar. 15 tonna plastbátur. Kvöld- og helgarsími 51119. Skipasala Hraunhamars, Reykjavíkurvegi 72, Hafnarfirði, sími 54511. fundir — mannfagnaöir | Skipstjóra- og stýri- mannafélagið Kári Aðalfundur verður haldinn í Góðtemplara- húsinu í Hafnarfirði miðvikudaginn 30. desember kl. 13.00. Fjölmennið. Stjórnin. Utboð Bæjarsjóður Grindavíkur óskar eftir tilboðum í að steypa upp Slökkvistöð Grindavíkurffull- í ganga frá þaki með einangrun og loftklæðn- ingu, ásamt gleri í glugga, hurðum, lögnum í grunni og jarðvinnu. Verkinu skal skila fyrir 1. október 1988. Út- boðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjar- tæknifræðings, Hafnargötu 7b, Grindavík, gegn 5000 kr. skilatryggingu frá og með 5. janúar 1988. Tilboð verða opnuð á sama stað mánudaginn 1. febrúar 1988 kl. 11.00. Bæjarstjóri. Egill F.U.S. Aöalfundur Egils F.U.S. veröur haldinn föstudaginn 1. janúar kl. 17.00. Dagskrá fundarins: Venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Fólagar eru hvattir til aö mæta. . Fundir á Vesturlandi Unga fólkið og Sjálfstæðisflokkurinn Árni Sigfússon og Sturla Böövarsson veröa á fundi á Hótel Borgar- nesi sunnudaginn 3. janúar kl. 15.00. Umræðuefni: Unga fólkiö og Sjálfstæöisflokkurinn. Fundarstjóri: Vilhjálmur Hjörleifsson. Egill, fólag ungra sjálfstæðismanna i Borgarnesi. Blaðió sem þú vakrnr við!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.