Morgunblaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.12.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1987 29 Morgunblaðið/RAX 3 á strandstað og Ljósafoss utan á \ haf- idstað Morgunblaðið/Þorkell Hvítanesinu yfír I Ljósafoss. Farm- igals. þegar búið er að létta það nóg. Hefur taugum verið komið í land bæði úr stefni og skut Hvítanessins og halda stórvirk tæki við skipið ef það kynni að losna skyndilega. Draga þarf skipið aftur á bak og í Morgunblaðið/RAX Morgunblaðið/RAX Guðmundur Ásgeirsson, forstjóri og útgerðarmaður Hvítanessins, grípur í farsímann um borð í gærdag. stjór til þess að koma því á rétta siglingaleið inn til Hornafjarðar. Einhverjar skemmdir hafa orðið á botni Hvítanessins undir miðju skipsins þar sem það hefur setið fastast og bendir allt til þess að botninn hafí eitthvað dældast, en enginn leki virðist vera kominn að skipinu þar sem það situr rétt á kili og því auðvelt fyrir uppskipun- armenn að athafna sig á lyfturum í lestum skipsins við umskipunina. Skipveijar reikna með því að Hvíta- nesið náist á flot í dag og er þá ætlunin að sigla því að bryggju í Höfn og kanna hvort skemmdir eru þess eðlis að þær tefji siglingu skipsins með farminn á nýjan leik. Tæplega tveggja metra hæðarmun- ur er á yfírborði sjávar í Ósnum á flóði og fjöru, en straumur getur verið allmikill í ósnum, oft um 7 mílur á föllunum. Þegar Hvítanesið sigldi inn í Homafjarðarós þurfti að taka mjög krappa beygju til hægri skömmu eftir að komið ér inn í ósinn, fyrir Austurfjörutangann, en skilyrði vom erfíð vegna aðfalls og skipið strandaði á grynningum á Suður- fjörutanga. Dýpi er þá nokkuð meira stjómborðsmegin við skipið og hallar þaðan út í innsiglingar- rennuna. AF INNLENDUM VETTVANGI HJÖRTUR GÍSLASON Veltur samþykkt kvóta- frumvarpsins á veiði- heimildum smábáta? VEIÐAR smábáta eru eitt helzta bitbein í umræðum um „kvóta- frumvarpið" á Alþingi nú. Fjöldi þessara báta er um 1.600 og afh þeirra er nálægt 5,7% af heildarbotnfiskafla þjóðarinnar og um 8,3% þorskaflans. Til þessa hefur veiðum bátanna að mestu verið stjórnað með takmörkunum á leyfilegum fjölda veiðidaga, en sérstakar takmarkanir hafa einnig verið á leyfilegum veiði- dagafjölda þeirra báta, sem stunda þorskveiðar í net svo og með ákveðnu hámarki þorskafla. í frumvarpinu, sem nú er fjallað um á Alþingi, er gert ráð fyrir frekari skerðingu á veiðiheimildum þessara báta og skorður settar við fjölgun þeirra. Skiptar skoðanir stjórnarliða Á ársþingum og aðalfundum flestra hagsmunaaðilja í sjávarút- vegi, sem haldnir voru í vetrarbyij- un, voru samþykktar ályktanir til stjómvalda þess efnis að stjómun á veiðum smábáta skyldi áfram vera með sama hætti og undanfar- in ár, en jafnframt að fjölgun bátanna yrði stöðvuð. Svo er einnig skoðun ýmissa andstæðinga kvóta- kerfísins á Alþingi nú og á það bæði við stjómarliða og stjómar- andstæðinga. Landssamband smábátaeigenda hefur einnig mót- mælt þessari grein fmmvarpsins harðlega. Heimilt er og ráðherra getur Tíunda grein fyrirliggjandi frumvarps hljóðar svo nú: „Botnfiskveiðar .báta minni en 10 brúttólestir skulu háðar sérstök- um takmörkunum. A. Bátum 6 brl. og stærri skal úthlutað sérstöku veiðileyfí með aflahámarki samkvæmt nánari ákvörðun ráðherra. Jafnframt get- ur ráðherra í reglugerð ákveðið mismunandi aflahámark með hlið- sjón af stærðum báta í þessum flokki og fyrri veiðireynslu. B. Bátum undir 6 brl. em bann- aðar allar botnfískveiðar í tíu daga um páskahelgi og verzlunarmanna- helgi og í júní- og októbermánuði samkvæmt nánari ákvörðun ráð- herra. Ennfremur frá og með 1. desember til og með 15. janúar. ' C. Bátum undir 6 brl. em bann- aðar allar þorskfísknetaveiðar. Þó er heimilt að veita þeim aðilum, sem leyfi fengu til þorskfískneta- veiða á bátum undir 6 brl. á ámnum 1986 eða 1987, leyfí til þorskfísk- netaveiða og em þeir bátar þá undanþegnir veiðibönnum sam- kvæmt B-lið og gilda þá um botnfiskveiðar þeirra ákvæði A- liðar þessarar greinar samkvæmt nánari ákvörðun ráðherra. D. Aflahámark samkvæmt A-lið og C-lið hér að ofan er óframseljan- legt. E. Heimilt er að setja sérstakar reglur um botnfískveiðar báta und- ir 10 brl., sem leyfí fá til skel eða rækjuveiða. F. Einungis er heimilt að úthluta bátum veiðileyfí með aflahámarki sbr. lið A og C sem em skráðir á skipaskrá hjá Siglingahiálastofnun ríkisins 31. desember 1987. Þó er heimilt að úthluta nýjum og ný- keyptum bátum veiðileyfí með aflamarki, komi þeir í stað sam- bærilegra báta, sem slík veiðileyfí hafa fengið og horfnir em varan- lega úr rekstri. Bátar, sem smíði er sannanlega hafín á fyrir gildis- töku þessara laga, eiga kost á veiðileyfí með aflamarki skv. regl- um hér að ofan, enda hafí verið gerður bindandi samningur um sölu þeirra fyrir sömu tímamörk." Um 1.600 bátar Fjöldi báta undir 10 brúttólest- um er alls um 1.600 og þar af eru dekkaðir bátar rúmlega 200. Á þessu ári er áætlaður afli þeirra af botnfíski 37.525 tonn, þar af 31.500 lestir af þorski. Heildar botnfískafli ársins er áætlaður 659.000 tonn, þar af 381.000 lest- ir af þorski. Botnfiskafli smábát- anna er því 5,7% af heildinni og 8,3% af þorskaflanum. Þama er því verið að ræða um lítinn hluta heildaraflans, svo lítinn að mati andstæðinga frumvarpsgreinarinn- ar, að ekki sé ástæða til að skerða veiðiheimildir frá því, sem nú er. Sjávarútvegsráðherra hefur hins vegar lýst yfir því, að ekki sé hægt að heimila einum bátaflokki nánast óheftar veiðar, meðan aðrir búi við strangar takmarkanir. Mikill þrýst- ingur er á ráðherrann að færa þessa grein til svipaðs horfs og er í núgildandi lögum. Svo mikill að samþykkt frumvarpsins getur oltið á því. Líklegt má telja að sú breyt- ing gæti greitt svo götu frum- varpsins í heild að mögulegt verði að samþykkja það fyrir áramót. Flest samtök hagsmunaaðila hafa lýst sig fylgjandi frumvarpinu í megin dráttum, öðrum en veiðum smábáta og álagi á afla sem fluttur er óveginn utan og seldur þar ferskur. Því virðist breyting á tíundu greininni geta verið mála- miðlun, sem flestir sætta sig við. Skyssa að hefta ekki fjölgnn bátanna? Veiðigeta smábátaflotans hefur vaxið verulega frá því kvótakerfíð var tekið upp. Fjölgun bátanna hefur verið óheft og afli því orðið mun meiri en ella. Margir telja það skyssu stjómvalda að hefta ekki fjölgun þessara báta þegar í upp- hafi eins og gert var við önnur skip. Sú leið að hafa veiðar að mestu fijálsar og fjölgun sömuleið- is hafí ekki gengið upp. Hefði þegar í upphafí verið gripið i taumana og flölgun smábáta eins og ann- arra veiðiskipa verið heft hefði fyöldi þeirra að sjálfsögðu orðið minni og sömuleiðis veiðigeta og afli. Þá hefði verið um að ræða mun minni hluta af heildaraflanum og menn því getað sætt sig við takmarkalitlar veiðar smábátanna umfram þær skorður, sem veiðum þeirra em settar af veðurguðunum. Aðrir em þeirrar skoðunar að afii bátanna sé hvort eð er það lítill, að veiðar þeirra hafi ekki áhrif á megin tilgang kvótakerfisins, það er fískvemdunina. Frelsi við þessar veiðar hafi komið fótunum undir byijendur í útgerð, enda sé nýjum mönnum heft leiðin í aðra útgerð. Ennfremur skipti veiðar smábát- anna megin máli fyrir smærri byggðarlög og nefna í því tilefni Bakka^örð og Grímsey svo dæmi séu tekin. Þá megi heldur ekki gleyma því að afli á handfæri og línu sé að jafnaði betri að gæðum en afli tekinn í önnur veiðarfæri. Loks benda menn á það, að í ljósi óheftrar fjölgunar bátanna hafí margir fjárfest í nýjum bátum, en géti ekki staðið við skuldbindingar sínar, verði aflaheimildir skertar. Slæleg vinnubrögð? Við umræður um kvótafrum- varpið hefur komið fram gagnrýni margra á það, hversu seint það er á ferðinni og mikil áherzla lögð á hraða afgreiðslu þess. Meira máli skipti að samstaða náist um það en að flýta afgreiðslu þess. Aðrir benda hins vegar á það að vinna að gerð frumvarpsins hafi staðið yfír frá þvf snemma í haust. Ráð- gjafamefndin hafí verið skipuð fulltrúum allra hagsmunaaðilja og fulltrúum þeirra stjómmálaflokka, sem fulltrúa eiga á Alþingi. Fýrir löngu hafí verið ljóst í megin drátt- um hvemig frumvarpið yrði. Á tímabilinu frá því þessi vinna hófst og þar til frumvarpið var fyrst lagt fram sem drög virðist sem and- stæðingar þess hafí lítið sem ekkert gert í þvi að móta stefnu sína eða reyna að koma hugmyndum sínum fram í ráðgjafamefndinni eða sjáv- arútvegsnefndum þingsins. Jafn- framt hafi andstæðingar frumvarpsins lagzt í málþóf til að tefja framgang þess í stað þess að rejma að ná samkomulagi um helztu ágreiningsefni þess. Enn aðrir segja að hvort sem frum- varpið sé gott eða vont að mati manna virðist vinnubrögðin vera slæleg af hálfu beggja aðila. Sjáv- arútvegsráðherra hafí gert hugmyndum sínum of hátt undir höfði í ráðgjafamefíidinni, ekki tekið nægilegt tillit til skoðana andstæðinga sinna og hagsmuna- aðilja og skilað frumvarpinu of seint frá sér. Auk þess sé af- greiðslu þess hraðað um of. Rýmri heimildir minni bátanna Samkomulag hefur náðst milli félaga innan LJÚ um stjómun fisk- veiðanna í nær öllum atriðum og tekur hún til veiða allra veiðiskipa, sem em 10 brúttólestir og stærri. Þar á bæ líkar mönnum illa við rúmar veiðiheimildir smábáta. Bát- ar af stærðinni 10 til 20 brúttólestir á sóknarmarki verða að vera 150 daga í landi og mega ekki veiða meira en 115 tonn. Minni bátamir verða að vera 86 daga í landi og mega físka ótakmarkað á línu og handfæri. Kvóti smábáta á netum getur mestur orðið um 135 tonn eða 20 tonnum meiri en báta 10 til 20 brúttólestir að stærð. Afla- hámark þeirra miðast við reynslu áranna 1986 og 1987, sem em góð aflaár, en afli hinna miðast enn við árin 1981 til 1983 með vemlegri skerðingu á meðaltal afla þeirra ára. Því segja andstæðingar rúmra veiðiheimilda smábáta að svo virð- ist, sem margir þingmenn vilji stuðla að allnokkurri mismunun milli þessara bátaflokka eða kannski hafí þeir ekki gert sér grein fyrir þessum staðreyndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.