Morgunblaðið - 30.12.1987, Page 1

Morgunblaðið - 30.12.1987, Page 1
80 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 295. tbl. 75. árg.__________________________________MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1987__________________________________Prentsmiðja Morgiinblaðsins Frelsissveitir í Afganistan verjast liðsauka Sovétmanna og stjórnarhersins: Osamhljóða yfirlýsingar sov- éskra og afganskra talsmanna Islamabad, Moskvu, Reuter. Lækkun doll- arans veldur verðfalli á hlutabréfum London, New York, Reuter. ÓVISSA um stöðu dollarans eftir að hann hafði lækkað í gengi á mánudag leiddi til þess að hluta- bréf féllu snarlega í verði i London í gær. Verð þeirra lækkaði einnig í kauphöllinni í WaU Street i New York. Gengi dollarans gagnvart helstu gjaldmiðlum var i gær örlít- ið hærra en á mánudag. Kauphöllin í London var opnuð að nýju í gær en hún var lokuð yfír jóla- hátíðina. Hlutabréfavísitalan féll um 78,4 stig eða 4,3 prósent. Sérfræð- ingar sögðu skýringuna vera verðfall hlutabréfa í Wall Street á mánudag og óvissu um stöðu dollarans, sem féll í verði á mánudag þrátt fyrir til- raunir bandaríska seðlabankans til að styrkja stöðu hans. „Grípi Banda- ríkjamenn ekki til aðgerða til að styrkja stöðu dollarans má búast við áframhaldandi ólgu á flármálamörk- uðum á næsta ári,“ sagði einn sérfræðingurinn í kauphöllinni í Lon- don. í Wall Street í New York féll Dow Jones-hlutabréfavísitalan um rúm 16 stig niður í 1.926 stig. Bandaríkin: Skuldabyrði Mexíkó létt Washington, Reuter. Bandariska fjármálaráðuneytið tilkynnti í gær að snemma á næsta ári yrðu gefin út rikistryggð skuldabréf, sem gætu orðið til þess að iétta skuldabyrði Mexí- kana gagnvart erlendum við- skiptabönkum. Verðmæti bréfanna, sem gefin verða út, verður um 10 milljarðar Bandaríkjadala. Með þessu móti mun Mexíkó, sem skuldar um 100 millj- arða Bandaríkjadala í erlendum lánum, gefast tækifæri til að greiða niður hluta skuldanna með minni kostnaði en áður. Stjómvöld ( Mexíkó hafa ákveðið að leggja fram nýjar tryggingar fyr- ir erlendum skuldum landsmanna og er talið víst að skuldabréfin geti kom- ið að gagni í því efni þar sem erlendir viðskiptabankar munu fá veð fyrir hluta skuldanna, sem verða tryggð af ríkissjóði Bandaríkjanna. Lögregluyfirvöld á írlandi te\ja sig hafa heimildir fyrir þvi að hryðjuverkamenn í röðum írska lýðveldishersins (IRA) hafi komist yfir sovésk flugskeyti af gerðinni SAM-7 og hyggist beita þeim gegn breskum hersveitum á Norður- írlandi á næsta ári. írski lýðveldis- herinn hét því á mánudag að beijast af hörku á nýju ári en hermdarverkamennimir hafa orðið fyrir hveiju áfallinu á fætur öðru á þessu ári. Heimildarmenn innan lögreglunn- ar sögðu í gær að margt benti til TALSMENN frelsissveita Afg- ana skýrðu frá því í gær að stjórnarhermönnum, sem njóta liðsinnis sovéskra innrásarsveita, hefði ekki tekist að aflétta um- sátri skæruliða um landa- mærabæinn Khost. Kváðust skæruliðar enn ráða yfir hemað- arlega mikilvægum vegi miíli Khost og borgarinar Gardéz í þess að írski lýðveldisherinn réði nú yfir nýjum vopnabúnaði og tiltóku sovésk flugskeyti og nýjar öflugar vélbyssur. Sögðu þeir einnig að verið væri að þjálfa hryðjuverkamenn í meðferð þessara vopna. írski lýðveld- isherinn hefur lengi reynt að komast yfir SAM-7 flugskeyti því með þeim munu liðsmenn samtakanna getað grandað byrlum sem breskar her- sveitir á Norður-írlandi nota til liðsflutninga og eftirlits. f síðasta mánuði var gerð víðtæk leit að vopnabúrum hermdarverka- samtakanna. Fjórir liðsmenn írska austurhluta Afganistan, skammt frá landamærum Pakistans. Talsmönnum afganskra og sov- éskra stjórnvalda ber ekki saman um hvort umsátur frelsissveita um Khost hafi verið brotið á bak aftur. Bardagarnir í nágrenni Khost eru meðal hinna hörðustu í Afganistan í ár. lýðveldishersins, sem tekist hafði að flýja úr fangelsi á Norður-írlandi, voru handteknir, þijú vopnabúr fund- ust en vopn fundust engin. í október- mánuði fimdu franskir tollverðir hins vegar 20 SAM-7 flugskeyti um borð í skipi með írskri áhöfn og þótti full- sannað að vopnin hefðu verið ætluð írska lýðveldishemum. Á mánudag birti írski lýðveldis- herinn „áramótaávarp" samtakanna þar sem sagði að samtökin hygðust beita sér af „öryggi og alefii" á næsta ári. Þess var og getið að árið 1987 hefði verið samtökunum erfitt sovéslca utanríkisráðuneytisins, skýrði frá því í gær að afganskir stjómarhermenn og sovéskir hem- aðarráðgjafar hefðu unnið. að því undanfama daga að fjarlægja jarð- sprengjur sem skæruliðar hefðu komið fyrir á veginum milli Khost og Gardez og yrði unnt að heija flutninga á matvælum og hjálpar- gögnum til íbúa Khost á föstudag. og minnst sérstaklega á að fjöldi liðs- manna hefði fallið á árinu. írski lýðveldisherinn hefur sjaldan eða aldrei orðið fyrir jafnalvarlegum áföllum og nú ( ár. Átta liðsmenn IRA féllu í maimánuði er sérsveitir breska hersins fengu njósn af fyrir- hugaðri árás samtakanna á lögreglu- varðstöð og sátu fyrir hryðjuverka- mönnunum. Þjóðir heims fordæmdu samtökin ( síðasta mánuði er flugu- menn IRA komu fyrir sprengjú við minnismerki í bænum Enniskillen með þeim afieiðingum að ellefu manns biðu bana. Skæruliðar hafa setið um bæinn undanfama þijá mánuði og er mat- arskortur tekinn að hqá íbúana. Ummæli Gerasimovs voru hins vegar ( ósamræmi við yfirlýsingar afgansks ráðherra sem skýrði frá því á sunnudag að stjómarherinn hefði aflétt umsátri skæruliða og náð veginum á sitt vald og færi umferð fram eftir honum með eðli- legum hætti. Athygli vakti að afganska ríkisútvarpið endurtók ekki fullyrðingar þessar í fréttum í gær. Najibullah, forseti Afganist- an, lýsti því yfir í síðasta mánuði að íbúar Khost, sem em um 40.000, liðu skort og hét því að sigrast á umsátursmönnum. Fréttir af bardögunum nærri Khost em mjög ósamhljóða. Sov- éska fréttastofan Tass greindi frá því á mánudag að 1.500 liðsmenn frelsissveitanna hefðu verið felldir eða særðir. Þessu hafa skæmliðar vísað á bug og lýst yfir að mörg hundruð sovéskir og afganskir her- menn hafi ýmist verið felldir eða særðir í bardögunum, sem taldir em hinir hörðustu frá því í janúar á þessu ári. Gennadíj Gerasimov, talsmaður írski lýðveldisherinn: Beita samtökin sovéskum flugskeytum? __ O «7 Dublin, Reuter.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.