Morgunblaðið - 13.01.1988, Side 1
64 SÍÐUR B
STOFNAÐ 1913
9. tbl. 76. árg.
MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1988
Prentsmiðja Morgnnblaðsins
Óeirðir á Gaza-svæðinu:
Israelar hefta för
sendimanns SÞ
Gaza, Reuter.
ÍSRAELSKIR hermenn skutu til bana einn mann og særðu tvo á
Gaza-svæðinu í gær. Það gerðist í þann inund er Marrack Gould-
ing, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, gerði
tilraun til að aka bifreið sinni inn i Jabalya-flóttamannabúðirnar
þar sem átökin áttu sér stað. Öryggisverðir meinuðu honum að-
gang að búðunum.
„Mér var ekki hleypt inn í búð-
imar, en hyggst kynna mér
ástandið í öðrum flóttamannabúð-
um,“ sagði Goulding í viðtali við
fréttamann Reuíers-fréttastof-
unnar. Jabalya-flóttamannabúð-
imar eru hinar stærstu á
Gaza-svæðinu og em þar um það
bil 60.000 flóttamenn. Sett hefur
verið útgöngubann á sjö af átta
flóttamannabúðum á Gaza-svæð-
Kanada:
DC-10 þotu
lent vegna
sprengju-
hótunar
Engan sakaði
Edmonton, Reuter.
DC-10 Þota Canadian Airlines á
leið frá Amsterdam tU Vancouv-
er í Kanada lenti í gærkvöldi á
flugveUi í Edmonton vegna
sprengjuhótunar að sögn
kanadísku fréttastofunnar
Canadian Press. Fyrstu fréttir
greindu frá þvi að vélinni hefði
verið rænt.
Allir farþegamir 268 að tölu og
13 manna áhöfn komst heil á húfí
út úr flugvélinni á flugvellinum í
Edmonton. Að sögn starfsmanna
flugfélagsins barst áhöfninni
„handskrifuð sprengjuhótun" á
meðan hún var í loftinu. Ekki var
vitað seint í gærkvöldi hveijir
hefðu staðið á bak við sprengjuhót-
unina. Lögregla fór um borð strax
og vélin hafði lent og leitaði að
sprengju með hjálp sérþjálfaðra
hunda.
inu. Fréttaflutningur af ástandinu
hefur verið takmarkaður og rit-
skoða stjómvöld nú allar fréttir
sem sendar em þaðan.
Yitzhak Shamir forsætisráð-
herra ísraels hefur lýst því yfír
að ísraeiar muni ekki greiða götu
sendinefndar á vegum Sameinðu
þjóðanna sem ætlað er að kynna
sér ástandið á herteknu svæðun-
um og leita leiða til að tryggja
öryggi hálfrar annarrar milljónar
Palestínumanna sem þar búa.
Samkvæmt óopinbemm tölum
hafa nú 35 Palestínumenn fallið
og 250 særst síðan óeirðir hófust
á herteknu svæðnum þann 9. des-
ember.
Reuter
Palestínskar konur hafa mótmæli I frammi vegna ástandsins á Gaza-svæðinu er Marrack Goulding sendi-
maður Sameinuðu þjóðanna kemur af fundi með Rashad Shawa fyrrum borgarstjóra í Gaza. Goulding
var í gær meinaður aðgangur að flóttamannabúðum á Gaza-svæðinu.
Svíar og Sovétmenn semja um umdeilt hafsvæði:
Besti samningur sem smá-
þióð hefur gert við stórveldi
- segir Ingvar Carlsson forsætisráðherra Svíþjóðar
Stokkhólmi, Reuter.
SVÍÞJÓÐ og Sovétríkin komust
í gær að samkomulagi um skipt-
ingu umdeilds hafsvæðis á
Eystrasalti. Ingvar Carlsson for-
sætisráðherra Svía fagnaði
samkomulaginu en í 19 ár hefur
verið deilt um hvar draga eigi
miðlínu milli landanna. Nikolaj
Ryzhkov, forsætisráðherra Sov-
étríkjanna, sagði að loknum
fjögurra stunda fundi með Carls-
son að samningurinn væri „enn
einn grundvöllur góðrar sambúð-
ar nágrannaríkjanna".
„Samkomulagið er ákjósanlegt,
eftiahagslega, herfræðilega og hvað
varðar öryggi okkar," sagði Carls-
son á blaðamannafundi. „Aldrei
hefur smáþjóð komið jafn vel út
úr samningaviðræðum við risa-
veldi.“ Deilt hafði verið um yfír-
ráðarétt yfír 8.500 fermflna svæði
milli eynnar Gotlands og Lettlands-
strandar, hinu svokallaða „Hvíta
svæði“. Samkvæmt samningnum fá
Svíar þijá íjórðu hluta svæðisins í
sinn hlut og Sovétmenn fjórðung
svæðisins. Aður höfðu Sovétmenn
krafist þess að miðlína yrði dregin
milli meginlands Svíþjóðar og Lett-
lands en þá hefði hið umdeilda
svæði, með gjöfulum fiskimiðum,
komist undir sovésk yfírráð.
Fiskveiðiflotar beggja ríkja munu
fá að veiða á svæðinu öllu og verða
settir kvótar á sfldveiðar og þorsk-
Yankee-kafbátur eftir lengingu
Reuter
Norska rikisstjórnin birti í gær þessa mynd af
sovéskum kjarnorkuknúnum Yankee-kafbáti.
Kafbáturinn hefur verið lengdur um tiu metra
til að koma megi fyrir í honum stýriflaugum
af gerðinni SS-N-21. Áður var slikum kafbátum
ætlað að bera langdrægar kjarnorkuflaugar en
þeir þurftu að sigla suður fyrir ísland til að
flaugar þeirra næðu til skotmarka í Bandaríkjun-
um. Sovétmenn hafa nú tekið nýrri og fullkomn-
ari eldflaugakafbáta í notkun og bera þeir
flaugar sem ná til Bandaríkjanna frá Barents-
hafi.
veiðar. Að sögn Carlsons er nú
ekkert því til fyrirstöðu að hafnar
verði rannsóknir á sjávarbotninum
en menn vonast til þess að þar
megi fínna olíulindir og önnur dýr
jarðefni.
Á mánudag lýsti Ryzhkov því
yfír að Sovétmenn hygðust fylgja
eftir yfírlýsingum Gorbatsjovs frá
því í haust um minnkandi hemaðar-
umsvif á norðurslóðum. Til að
undirstrika að hugur fylgdi máli
bauð hann fulltrúum Norðurland-
anna að fylgjast með flotaæfíngum
Sovétmanna í Barentshafí og er það
í fyrsta skipti sem Sovétmenn leyfa
öðrum þjóðum en Varsjárbanda-
lagsþjóðum slíkt.
Sjá „Barentshafið innifalið
. . .“ á bis. 24.
Hætta skapast verði
fallið frá umbótum
- segir Míkhaíl Gorbatsjov
Moskvu, Reuter.
MÍKHAÍL Gorbatsjov, aðalritari sovéska kommúnistaflokksins, sagði
á fundi með ritstjórum og menntamönnum að umbótaáætlanir sínar
mættu mótspyrnu bæði vinstri manna og afturhaldsafla í Sovétríkjun-
um, en ef fallið væri frá þeim nú hefði það hörmulegar afieiðingar
í för með sér.
Gorbatsjov sagði að ef umbótun-
um yrði hætt nú hefði það mjög
alvarlegar afleiðingar í for með sér,
því ekki myndi verða unnt að fá
fólk til að styðja svo viðamikið verk-
efni í annað sinn. Hann sagði
ennfremur að ríkisstjómin í Kreml
hefði komist að þeirri niðurstöðu
að einungis einstaka einstaklingar
og nokkrir smáhópar væm á móti
umbótunum.