Morgunblaðið - 13.01.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.01.1988, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B ftefguMfrlafeife 9.tbl.76.árg. Oeirðir á Gaza-svæðinu: Isrælar hefta för sendimanns SÞ Gaza, Reuter. ÍSRAELSKIR hermenn skutu til bana eínn mann og sœrðu tyo á Gaza-svæðinu í gær. Það gerðist f þann mund er Marrack Gould- ing, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, gerði tilraun tíl að aka bifreið sinni inn í Jabalya-flóttamaiuiabúðirnar þar sem átökin áttu sér stað. Öryggisverðir meinuðu honum að- gang að búðunum. STOFNAÐ 1913 MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsing „Mér var ekki hleypt inn í búð- irnar, en hyggst kynna mér ástandið í öðrum flóttamannabúð- um," sagði Goulding í viðtali við fréttamann iíeuters-fréttastof- unnar. Jabalya-flóttamannabúð- irnar eru hinar stærstu á Gaza-svæðinu og eru þar um það bil 60.000 flóttamenn. Sett hefur verið útgöngubann á sjö af átta flóttamannabúðum á Gaza-svæð- Kanada: DC-10þotu lent vegna sprengju- hótunar Engan sakaði Edmonton, Reuter. DC-10 Þota Canadian Airlines á leið f rá Amsterdam til Vancouv- er í Kanada lenti í gærkvöldi á flugvelli í Edmonton vegna sprengjuhótunar að sögn kanadisku fréttastofunnar Canadian Press. Fyrstu fréttir greindu frá því að vélinni hefði verið rænt. Allir farþegarnir 268 að tölu og 13 manna áhöfn komst heil á húfl út úr flugvélinni á flugvellinum í Edmonton. Að sögn starfsmanna flugfélagsins barst áhöfninni „handskrifuð sprengjuhótun" á meðan hún var í loftinu. Ekki var vitað seint í gærkvöldi hverjir hefðu staðið á bak við sprengjuhót- unina. Lögregla fór um borð strax og vélin hafði lent og leitaði að sprengju með hjálp sérþjálfaðra hunda. inu. Fréttaflutningur af ástandinu hefur verið takmarkaður og rit- skoða stjórnvöld nú allar fréttir sem sendar eru þaðan. Yitzhak Shamir forsætisráð- herra ísraels hefur lýst því yfir að ísraeíar muni ekki greiða götu sendinefhdar á vegum Sameinðu þjóðanna sem ætlað er að kynna sér ástandið á herteknu svæðun- um og leita leiða til að tryggja öryggi hálfrar annarrar milljónar Palestínumanna sem þar búa. Samkvæmt óopinberum tölum hafa nú 35 Palestínumenn fallið og 250 særst síðan óeirðir hófust á herteknu svæðnum þann 9. des- ember. Reuter Palestínskar konur hafa mótmælí I frammi vegna ástandsins á Gaza-svæðinu er Marrack Goulding sendi- maður Sameinuðu þjóðanna kemur af fundi með Rashad Shawa fyrrum borgarsrjóra í Gaza. Goulding var í gær meinaður aðgangur að flóttamannabúðum á Gaza-svæðinu. Svíar og Sovétmenn semja um umdeilt hafsvæði: Besti samningur sem smá- þjóð hefur gert við stórveldi - segir Ingvar Carlsson forsætisráðherra Svíþjóðar Stokkhólmi, Ueutcr. SVÍÞJÓÐ og Sovétrikin komust í gær að samkomulagi um skipt- ingu umdeilds hafsvæðis á Eystrasalti. Ingvar Carlsson for- sætisráðherra Svía fagnaði samkomulaginu en f 19 ár hefur verið deilt um hvar draga eigi miðlínu milli landanna. Nikolaj Ryzhkov, forsætisráðherra Sov- étríkjanna, sagði að loknum fjögurra stunda fundi með Carls- son að sanuúngurinn væri „enn einn grundvöllur góðrar sambúð- ar nágrannaríkjanna". „Samkomulagið er ákjósanlegt, efnahagslega, herfræðilega og hvað varðar öryggi okkar," sagði Carls- son á blaðamannafundi. „Aldrei hefur smáþjóð komið jafn vel út úr samningaviðræðum við risa- veldi." Deilt hafði verið um yfír- ráðarétt yfír 8.500 fermílna svæði milli eynnar Gotlands og Lettlands- strandar, hinu svokallaða „Hvíta svæði". Samkvæmt samningnum fá Svíar þrjá fjórðu hluta svæðisins í sinn hlut og Sovétmenn fjórðung svæðisins. Aður höfðu Sovétmenn krafíst þess að miðlína yrði dregin milli meginlands Svíþjóðar og Lett- lands en þá hefði hið umdeilda svæði, með gjöfulum fiskimiðum, komist undir sovésk yfírráð. Fiskveiðiflotar beggja ríkja munu fá að veiða á svæðinu öllu og verða settir kvótar á sfldveiðar og þorsk- 'Étk IÍÉ& Yankee-kafbátur eftir lengingu Rcutcr Norska rfkisstiórnin birti í gær þessa mynd af sovéskum kjarnorkuknúnum Yankee-kafbáti. Kafbáturinn hefur verið lengdur um tfu metra tíl að koma megi fyrir í honum stýriflaugum af gerðinni SS-N-21. Áður var slikum kafbátum ætlað að bera langdrægar kjarnorkuflaugar en þeir þurftu að sigla suður fyrir ísland tíl að flaugar þeirra næðu til skotmarka í Bandaríkjun- um. Sovétmenn hafa nú tekið nýrri og fullkomn- ari eldflaugakafbáta í notkun og bera þeir flaugar sem ná til Bandaríkjanna frá Barents- hafi. veiðar. Að sögn Carlsons er nú ekkert því til fyrirstöðu að hafnar verði rannsóknir á sjávarbotninum en menn vonast til þess að þar megi fínna olíulindir og önnur dýr jarðefni. Á mánudag lýsti Ryzhkov því yfír að Sovétmenn hygðust fylgja eftir yfirlýsingum Gorbatsjovs frá því í haust um minnkandi hernaðar- umsvif á norðurslóðum. Til að undirstrika að hugur fylgdi máli bauð hann fulltrúum Norðurland- anna að fylgjast með flotaæfingum Sovétmanna í Barentshafi og er það í fyrsta skipti sem Sovétmenn leyfa öðrum þjóðum en Varsjárbanda- lagsþjóðum slíkt. Sjá „Barentshafið innifalið . . ." á bls. 24. Hætta skapast verði fallið frá umbótum - segir Míkhaíl Gorbatsjov Moskvu. Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov, aðalritari sovéska kommúnistaflokksins, sagði á fundi með ritstiórum og menntamönnum að lunbótaáætlanir sínar mættu mótspyrnu bæði vinstri manna og afturhaldsafla í Sovétríkjun- um, en ef fallið værí frá þeim nú hefði það hörmulegar afleiðingar í för með sér. Gorbatsjov sagði að ef umbótun- um yrði hætt nú hefði það mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér, því ekki myndi verða unnt að fá fólk til að styðja svo viðamikið verk- efni í annað sinn. Hann sagði ennfremur að ríkisstjórnin í Kreml hefði komist að þeirri niðurstöðu að einungis einstaka einstaklingar og nokkrir smáhópar væru á móti umbótunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.