Morgunblaðið - 13.01.1988, Page 17

Morgunblaðið - 13.01.1988, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1988 17 Tæki til að bijóta þvagfærasteina Meðfylgjandi mynd var tekin þegar handlækningadeild Land- spítalans veitti móttöku gjöf frá kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða Kross íslands. Um er að ræða tæki til að bijóta þvagfæra- steina. Á myndinni er stjórn kvennadeildar Rauða Kross Is- lands með formanni, Karitas Bjargmundsdóttur, Margréti Magnúsdóttur hjúkrunarfræðingi, Agli Jacobsen þvagfæraskurð- lækni, Hjalta Þórarinssyni pró- fessor og Kristjáni Antonssyni innkaupastjóra Ríkisspítalanna. Tvær milljónir til hjálparstarfs Rauða krossins í Eþíópíu RAUÐI kross íslands hefur gefið tvær milljónir króna til hjálpar- starfs Alþjóðarauðakrossins i Eþíópíu. Þar af er ein milljón framlag frá ríkisstjórninni en ein milljón er framlag úr hjálparsjóði RKI. Fé þetta verður notað til kaupa á mjöli, sykri og olíu sem keypt er þar sem það er hag- kvæmast m.t.t. innkaupsverðs og flutningskostnaðar. Svo sem fram hefur komið í frétt- um er Ijóst að mikil hungursneyð er nú yfírvofandi í Eþíópíu, einkum í norðurhéruðunum þar sem erfítt hef- ur verið um vik fyrir hjálparstofnanir vegna átaka skæruliða og stjóm- valda. Alþjóðarauðikrossinn hefur þegar hafið matvæladreifingu til um einnar milljónar Eþíópíubúa en alls er áætlað að um 6 milljónir manna muni þurfa matvælaaðstoð á næstu mánuðum vegna uppskerubrests. í lok síðasta árs þegar ljóst var að hungursneyð var yfirvofandi sendi Alþjóðarauðikrossinn landsfélögum Rauða krossins um heim allan beiðni um aðstoð sem nemur nær 3.500 milljónum ísl. kr. til hjálparstarfsins í Eþíópíu. Álþjóðarauðikrossinn hefur nú um 30 manna erlent starfslið í Eþíópíu auk fjölda innlendra starfsmanna sem vinna í nánu samstarfi við eþíópíska Rauða krossinn sem er öflugt og vel skipulagt félag og hef- ur innan sinna vébanda starfsfólk og fjölda sjálfboðaliða með mikla reynslu af hjálparstarfí. Þessir aðilar hafa í sameiningu auk þjálfaðs fólks yfir að ráða birgðageymslum og flutningatækjum til geymslu og dreifingar á matvælum um gervallt landið og geta þannig tryggt að hjálpin berist fljótt og örugglega til þeirra sem hennar þurfa. (Fréttatilkynning) i¥’;'4p l lHflggg Hraðaðu þér til umboðsmannsins og tryggðu þér númer - < NÚNA! Risavaxnir vinningar í sjónmáii! 45 milljónir koma á þitt númer fara undraveróir hlutir að gerast! Happdrætti Háskólans hefur hæsta vinnings- hlutfall í heimi! 70% af veltunni fara til vinnings- hafa! Allir vinningar eru greiddir út í beinhörð- um peningum sem vinningshafar ráðstafa að eigin vild. Vinningarnir eru undanþegnir skatti! Vinningarnir 1988: 9 á 5.000.000 kr./ 108 á 1.000.000 kr./ 108 á 500.000 kr/ 324 á 100.000 kr./ 1.908 á 25.000 kr./ 10.071 á 15.000 ki./ 122.238 á 7.500 kr/ 234 aukavinningar á 25.000 kr./ Samtals 135.000 vinningar á 1.360.800.000 kr. m'M ** - " . í r. - dfc

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.