Morgunblaðið - 19.01.1988, Page 4

Morgunblaðið - 19.01.1988, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1988 Davíð Oddsson, Ástríður Thorarensen og Þorsteinn Davíðsson taka við heillaóskum Thors Ó. Thors, forstjóra. Afinæli borgarstjóra Davíð Oddsson borgarstjóri varð fertugur á sunnudag. Tóku hann og kona hans Ástríður Thor- arensen á móti gestum í Odd- fellowhúsinu við Vonarstræti. Nokkur hundruð manns sam- fögnuðu borgarstjórahjónunum og barst fjöldi gjafa og heillaóska- skeyta. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, óskar afmælisbarninu til hamingju. I/EÐURHORFUR í DAG, 19.01.88 YFIRLIT kl. 15.00 í gær: Hæg breytileg átt suöaustanlands en sunnan- og suövestankaldi i öörum landshlutum. Él um vestanvert landið, en úrkomulaust og víöa léttskýjað eystra. Mildast var á Vatnskarðshólum 3ja stiga hiti, en kaldast á Hveravöllum 6 stiga frost. SPÁ: Breytileg átt, gola eða kaldi og él á við og dreif um sunnan- og vestanvert landið í kvöld og nótt en þykknar upp með vaxandi austan- og suðaustanátt í fyrramálið. Sumstaðar allhvasst og snjó- koma við suðurströndina og norðvestanlands, annars kaldi og þurrt. Frost 0 til 5 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Austlæg átt og víðast vaegt frost. Snjó- koma eða éljagangur sunnanlands og austan, og einnig norðanlands þegar liður á daginn en úrkomulítið á Vesturlandi. HORFUR Á FIMMTUDAG: Norðan- eða norðaustanátt og snjókoma eða éljagangur norðanlands og austan en úrkomulítið suðvestan- lands. Frost um mestallt land. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * # ■» * * * * Snjókoma * » * -] 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius SJ Skórir * V El — Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld CO Mistur —|- Skafrenningur Þrumuveður VEÐURVÍÐA UMHEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tima Akureyrí Reykjavík hlti •i-1 +3 veður léttskýjaft Isnjóél Bergen Helsinki +2 skýjað snjókoma ian Mayen •r-2 skýjaft Kaupmannah. 3 skýjaft Narssarssuaq +6 alskýjað Nuuk #8 skýjaft Osló 3 rigning Stokkhólmur 1 alskýjaft Þórshöfn 3 snjóél Algarve 1B léttskýjaft Amsterdam 4 þokumóða Aþena 13 skýjaft Barcelona 12 rlgnlng Beríin 4 þokumóða Chicago 1 þokumóða Feneyjar 8 þokumóða Frankfurt 4 þokumóða Glasgow 0 reykur Hamborg 4 skýjað Las Palmas 18 skýjað London 7 skýjaft LosAngeles 10 lóttskýjaft Lúxemborg 1 þoka Madríd 11 skýjað Malaga 14 skýjaft Mallorca 18 skýjaft Montreal 2 rígning NewYork 3 rígning Paris 6 súld Róm 15 þokumófta Vín 5 mistur Washington 4 rígning Winnipeg +15 alskýjað Valencia 11 rígning * Sigui'ður Olason hæsta- réttarlögmaður látinn SIGURÐUR Ólason hæstarétt- arlögmaður lést í Borgarspítal- anum 18. janúar, á áttugasta og fyrsta aldursári. Sigurður var fæddur 19. janúar 1907 að Stakkhamri í Hnappa- dalssýslu, sonur hjónanna Óla J. Jónssonar bónda og oddvita og Þórunnar I. Sigurðardóttur. Stúdentsprófi iauk Sigurður frá Menntaskólanum í Reykjavík 1928 og embættisprófi í lögfræði frá Háskóla íslands 1933. Árin 1932- 1933 var Sigurður formað- ur Stúdentaráðs Háskólans. Að loknu námi starfaði Sigurður sem fulltrúi hjá ríkissféhirði og í fjár- málaráðuneytinu. Frá 1935 rak hann lögmannsstofu í Reykjavík. Hæstaréttarlögmaður varð Sig- urður Ólason árið 1941. Hann gegndi um dagana fjölmörgum opinberum trúnaðarstörfum, með- al annars var hann skipaður í landsnefnd lýðveldiskosninganna vorið 1944 og í nefnd til að vinna að endurheimt íslenskra handrita úr erlendum söfnum, árið 1961. Honum var veittur Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu 1945. Árið 1934 kvæntist Sigurður Sigurður Ólafsson. Ragnhildi I. Ásgeirsdóttur. Þau skildu. Seinni kona Sigurðar var Unnur Kolbeinsdóttir. Þau eignuð- ust 6 börn. Frímann A. Jónasson fyrrum skólastjóri látinn FRÍMANN Á. Jónasson fv. skólastjóri frá Fremri-Kotum í Skagafirði lést að morgni 16. janúar á gjörgæsludeild Land- akotspítala, 86 ára að aldri. Frímann fæddist að Fremri- Kotum 30. nóvember 1901. Hann lauk kennaraþrófi 1923. Hann varð skólastjóri heimavistarbama- skólans á Strönd á Rangárvöllum 1933-1949 og skólastjóri Kópa- vogsskóla var hann frá 1949-1964. Frímann samdi nokkr- ar bama- og kennslubækur og starfaði að ýmsum félagsmálum um langt árabil. Hann var heiðurs- félagi í Norræna félaginu í Kópavogi, Rotaryklúbbi Kópavogs og Sambandi íslenskra bamakenn- ara. Eiginkona Frímanns var Málfríður Björnsdóttir frá Innsta- Vogi á Akranesi. Frímann Á. Jónasson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.