Morgunblaðið - 19.01.1988, Síða 31

Morgunblaðið - 19.01.1988, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1988 31 Skákmótið í Wijk aan Zee: Andersson efstur Á SUNNUDAG var tefld 8. um- ferð á stórmótinu í Wijk aan Zee. Andersson heldur enn forys- tunni með 6 vinninga en Karpov kemur fast á hæla honum með 5'/2 vinning. í þriðja sæti er nú Farago með 4l/2 vinning. Úrslit J 8. umferð urðu þau að Farago vann Ljubojevic, Karpov vann Van der Wiel, og Piket lagði Van der Sterren. Jafntefli gerðu Hansen og Hubner, Andersson og Sosonko og Nikolic og Tal. Skák Agdesteins og Georgievs fór í bið. Gengi Bandaríkja- dollars enn stöðugt New York, London, Rcuter. GENGI Bandaríkjadollars hélst stöðugt í gær á Qármálamörkuð- um víða um heim og hlutabréf hækkuðu lítillega í verði i Lon- don og New York. Sérfræðingar Pakistan: 24 látast í árekstri Islamabad, Reuter. TVÆR rútur, önnur með eld- spýtnafarm, lentu i árekstri í Vestur-Pakistan, þar sem 24 manns létust, að sögn pakist- önsku fréttastofúnnar APP. Álíka margir slösuðust í árekstr- inum. sem varð á sunnudagskvöld nálægt Dalbadin, sem er 325 kíló- metrum suð-vestur af Quetta. Mörg fómarlambanna brunnu til dauða þegar eldur kom upp í annarri rút- unni eftir áreksturinn. sögðu að svo virtist sem hagtölur frá Bandaríkjunum sem birtar voru á föstudag hefðu orðið til þess að efla traust manna á bandarísku cihahagslifl en gengi doliars hækkaði á föstudag er tölur þessar voru birtar. í New York hélst gengi dollars svo til óbreytt frá því á föstudag er birtar voru hagtölur sem sýndu að verulega hefði dregið úr við- skiptahalla Bandaríkjanna í nóvembermánuði. í kjölfar þessa hækkaði gengi dollars og Dow Jon- es-hlutabréfavísitalan hækkaði um 39,60 stig. Er viðskipti hófust í Wall Streét í gær hækkuðu hluta- bréf um átta stig og var Dow Jones-hlutabréfavísitalan sam- kvæmt skráningu 1.964 stig. í gær var dollarinn skráður á 1,6845 vet- ur-þýsk mörk og 130,20 jen, og var gengi hans svo til óbreytt frá því að kauphallarviðskiptum lauk. á föstudag. Hlutabréf hækkuðu í London en gull lækkaði um sex dollara únsan frá því á föstudag og var verðið 475,85 dollarar. Reuter Kennslukonur taka þátt í undirbúningi sveitarstjórnarkosninganna á Filippseyjum. Halda þær á kjör- kössum, sem notaðir voru f einni kjördeild höfliðborgar landsins, Manila. Filippseyjar: Góð þátttaka í sveitar- stj ómarkosningum Manila. Reuter. „Þátttakan i kosningum stað- festir trú landsmanna á lýðræð- ið,“ sagði Corazon Áquino, forseti Filippseyja að afloknum sveiarstjórnarkosningum þar í landi í gær. Kjörsókn var milli 85 og 90% og fóru kosningarnar friðsamlega fram, að sögn út- lendra eftirlitsmanna. Eyjaskeggjar kusu í fyrsta sinn í 17 ár til bæjar- og sveitastjóma í fijálsum kosningum. Litið er á kosningamar sem lokaskref í til- raunum Aquino forseta, til að endurreisa lýðræði í landinu. Tvö ár em frá því hún tók við völdum af Ferdinand Marcos, sem hrökklaðist frá völdum. Ekki er búist við að úrslit kosn- inganna liggi fyrir fyrr en eftir nokkra daga. Spenna var í höfuðborginni f gær og tóku stjómarhermenn sér stöðu víðs vegar í borginni og í nágrenni hennar vegna hótana stjómarand- stæðinga um að láta til skarar skríða. Utanríkisráðherra Sovétríkjanna í Bonn: Austur-Evrópu þyrstir í vestræn- an tæknibúnað Bonn. Reuter. EDUARD Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, kom í gær í opinbera heimðókn til Vestur-Þýskalands. í við- ræðum hans við ráðamenn skömmu eftir komuna hvatti hann vestræn ríki til að draga úr hömlum á sölu háþróaðs tæknibúnaðar til Austur-Evrópuríkjanna. Reuter Síðastliðinn laugardag tóku forsetaframbjóðendur Repúblikanaflokksins þátt í kappræðum í New Hamps- hire og hér má sjá fjóra þeirra að kappræðunum loknum. Frá vinstri eru: Pete Du Pont, Bob Dole, Jack Kemp og síra Pat Robertson. Forkosningar í Bandaríkjunum: Bob Dole með for- skot á Bush í Iowa Shevardnadze og Hans-Dietrich Genscher, utanríkisráðherra Vest- ur-Þýskalands, ræddust við í 90 mínútur og kváðust að því loknu haft lagt áherslu á, að binda yrði enda á „skiptingu Evrópu". Er haft eftir heimildum, að She- vardnadze hafi einnig hvatt til, að Vesturlönd leyfðu útflutning full- komins tölvu- og tæknibúnaðar til Austur-Evrópuríkja. Frammá- menn í vestur-þýsku viðskiptalífi hafa mikinn áhuga á auknum við- skiptum við kommúnistalöndin og Bonn-stjómin vill, að slakað verði á þeim hömlum, sem Cocom, fjöl- þjóðleg samstarfsnefnd um eftirlit með útflutningi, hefur sett á út- flutning þangað. Að loknum viðræðunum við Genscher ræddi Shevardnadze af- vopnunarmál við Richard von Weizsácker, forseta Vestur-Þýska- lands, og er það haft eftir heimild- um, að hann hafi viðurkennt, að Varsjárbandalagið hefði umtals- verða yfirburði yfir Nato í hefð- bundnum herafla. Des Moines í Iowa, Reuter. Öldungadeildarþingmaðurínn Bob Dole nýtur nú talsverðra vinsælda umfrani George Bush meðal kjósenda á flokksþingi repúblikana í Iowa, ef marka má skoðanakönnun sem þar var gerð fyrir skömmu. Dole, sem er frá nágrannafylkinu Kansas, naut stuðnings um 41% þeirra sem spurðir voru, en Bush aðeins 26%. Dole hefur unnið töluvert á frá því síðasta könnun var gerð, en þá var munurinn á þeim Bush aðeins 4%, Dole í vil. Þegar litið er til þjóðarinnar allr- ar er Bush þó ennþá fremstur meðal jafningja, en Dole er sá keppinauta hans, sem harðast sækir fram. I Iowa reyndist síra Pat Robertson vera vera í þriðja sæti, en þar á eftir komu þeir Jack Kemp, Pete Du Pont og Alexander Haig. í könnuninni var ennfremur spurt að því hvort Bush bæri að skýra frá því hvaða ráð hann hefði gefið Reagan forseta vegna vopnasölu- málsins. 45% töldu að honum bæri að segja almenningi frá því hvað þeim hefði farið á millum, en 36% töldu að hann ætti ekki að ijúfa trúnað sinn við forsetann. Reuter Eduard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, ásamt Ric- hard von Weizsácker, forseta Vestur-Þýskalands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.