Morgunblaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1988 37 ^HT spurt og svarad I Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINSI Staðgreiðslu- kerfiskatta HÉR á eftir fara spurningar sem lesendur Morgunblaðsins hafa beint til þáttarins Spurt og svarað um staðgreiðslu- kerfi skatta og svör við þeim. Þjónusta þessi er i því fólgin að lesendur geta hringt í síma 691100, milli klukkan 10 til 12 virka daga og borið upp spurningar um skattamál. Morg- unblaðið leitar svara hjá starfsmönnum embættis ríkisskatt- stjóra og birtast þau síðan í þessum þætti. Námsmannakort eða aukaskattkort? Sigrún Vilhjálmsdóttir spyr: Hvort á námsmaður sem ekki er ákveðinn að halda áfram námi í haust að fá sér námsmannakort eða aukaskattkort? Svar: Þessi námsmaður hefur væntanlega nú í höndum almennt skattkort eins og aðrir launamenn. Noti hann einungis lítinn hluta per- sónuafsláttar á fyrri hluta árs getur hann fengið námsmannakort með uppsöfnuðum ónýttum persónuaf- slætti fyrir janúar—maí. Það námsmannakort gildir yfír sumarið, þ.e. í júní, júlí og ágúst. Ekki er um að ræða heimild til að bæta persónuafslætti vegna mánaðanna september — desember á náms- mannakortið. í öllu falli er rétt að námsmaðurinn nýti sér náms- mannakortið á móti útreiknuðum skatti nú í sumar. Húsnæðisreikningur Steinn Bjarnason spyr: Varð- andi húsnæðisreikninga. Gefa þeir einhvem afslátt á þessu ári? Hefur bindiskyldu þeirra eitthvað verið breytt eða er allt sem þá varðar runnið út í sandinn? Svar: Húsnæðissparnaðarreikn- ingar eru enn við lýði. Reglur um bindiskyldu o.þ.h. eru óbreyttar frá því sem var áður. Þeir auka per- sónuafslátt til tekjuskatts sem verður lagður á tekjur ársins 1987 nú í sumar. Innlegg á húsnæðis- spamaðarreikning hefur ekki áhrif á staðgreiðslu þess er sparar. Iðgjöld lífeyrissjóða Jón Björnsson spyr: Er leyfílegt að leggja skatt á iðgjöld úr lífeyris- sjóði? Svar: Fyrirspyrjandi á væntan- lega við iðgjöld launamanna til lífeyrissjóða. Ráðstöfun á hluta af launum launamanna til ákveðinna aðila, t.d. lífeyrissjóða, stéttarfélaga eða starfsmannafélaga, hefur ekki áhrif á skyldu manna til að standa skil á sköttum af þeim hluta launanna. Frádráttur vegna iðgjalds launa- manns til lífeyrissjóðs var afnuminn við upptöku staðgreiðslukerfis. Sá frádráttur nýttist sem slíkur ein- ungis litlum hluta launamanna. Stafaði það af hinum almenna 10% launamannafrádrætti er flestir nýttu sér og heimilaður var í fyrra skattkerfi. Frádráttarheimildin var felld nið- ur með breytingum á skattalögum. Sjálfstæður at vinnurekstur Steindór Steindórsson spyr: Hvemig eiga leigubílstjórar að gefa tekjur sínar upp og til að nýta best sinn persónuafslátt? Ég fæ ellilíf- eyri en ek líka leigubíl — þarf ég að sækja um aukaskattkort? Svar: Leigubílstjórar gera skil mánaðarlega eins og aðrir atvinnu- rekendur í samræmi við reglur um reiknað endurgjald. Nýting per- sónuafsláttar ræðst af reiknuðu endurgjaldi hvers og eins og er spumingunni um hámarksnýtingu vandsvarað. Ef fyrirspyijandi heim- ilaði ríkisskattstjóra að afhenda Tryggingastofnun ríkisins skatt- kortið og nýta hluta persónuafslátt- ar á móti lífeyri þarf hann ekki að sækja um aukaskattkort af þessum sökum, heldur fær hann það sent heim. Sj ómannafrádráttur Sigurður Jónsson spyr: Ég er sjómaður. Ef ég fer í launalaust frí má ég þá nota persónuafsláttinn til frádráttar að því loknu? Einnig langar mig að vita hvort ég eigi að fá greiddan sjómannafrádrátt þá daga sem ég er i fríi? Svar: 1. Já; Skilyrði er þó að skattkortið sé óslitið í vörslu sama launa- greiðanda fyrir og eftir þetta launalausa frí og meðan á því stendur. 2. Nei; Sjómannafrádráttur miðast almennt við lögskráningardaga og þá daga sem menn stunda sjómannsstörf. Leigutekjur — viðhalds- kostnaður Lilja Kristjánsdóttir spyr: Ég á gamalt hús og ég bý sjálf í hluta þess, hitt leigi ég út. Hvemig em húsaleigutekjumar skattlagðar? Verður tekjuskattur af þeim reikn- aður eftir skattframtali eins og áður og kemur þá til greiðslu síðari hluta árs. Ef svo er fæ ég þá skatt- seðil eða ekktf Gamalt hús þarf mikið viðhald. Árlega hef ég þurft að fá iðnaðarmenn til að lagfæra eitt og annað, bæði í útleigðum húshluta og þeim sem ég bý sjálf í. Stundum tekur meistari í iðn- greininni að sér verkið og hefur menn í vinnu, aðrir vinna verkið sjálfír. Hvemig ber mér að haga mér varðandi staðgreiðslu skatta af launatekjum þeirra? Þar er oft bæði um efni og vinnu að ræða. Svar: 1. Húsaleigutekjur koma ekki inn f staðgreiðsluna. Þær verða skattlagðar eftir lok stað- greiðsluárs. 2. í ár var ekki tekin fyrirfram- greiðsla sem svaraði til skatts af húsaleigutekjum, þannig að skattur verður allur innheimtur á tímabilinu júlí — desember. 3. Skattseðlar verða væntanlega sendir út eins og verið hefur. 4. Aðalreglan í þessum viðskiptum hlýtur að vera sú að líta beri á iðnaðarmenn sem sjálfstætt starfandi. Staðgreiðslu á því ekki að halda eftir af slíkum mönnum. Þeim ber að gera skil á henni sjálfri. Ef um hreina launþega er að ræða f þjónustu húseiganda ber honum að skila staðgreiðslu af launagreiðslum. til þeirra og geta þá launþegam- ir óskað eftir að tekið verði tillit til persónuafsláttar eftir atvik- um. Skylda húseigenda til að gefa upp slíkar greiðslur til skatts á launamiðum er sú sama hvort sem um greiðslur til verk- taka eða launþega er að ræða og er skilaskyldan miðuð við 20. janúar eftir lok greiðsluársins. Munur á sjálfstætt starfandi iðn- aðarmanni og launþega hjá verk- kaupa ætti að vera næsta augljós. SÖIUAÐILAR: GÚMMIVINNUSTOFAN Réttarhálsi 2 og umboðsmenn um allt land Skipholti 35 Mynstur 5. Hvítir hringir... Mynstur 6. Upphleyptir stafir... ÚRVALS HJÓLBARÐAR! - Einstök mýkt í akstri! ■ Hljöölátir! • Ótrúleg ending! • Frábært grip við allar aöstæður! Mynstur 1. Mynstur 2. Mynstur 3. Mynstur 4. 12.5R 15 X X X 11.5R15 X X X 10.5 R 15 X X X 9.5 R 15 X X 235/75 R 15 X X X X X 225/75 R 15 X X 215/75 R 15 X X 205/75 R 15 X X 205/65 R 15 X X 195/65 R 15 X X 185/65 R 15 X X 195/60 R 14 X X 185/60 R 14 X X 215 R 14 8 laga X X 205/75 R 14 X X 195/75 R 14 X X 185/75 R 13 X X 205/70 R 14 X X 195/70 R 14 X X 185/70 R 14 X X 185/70 R 13 X X 175/70 R 13 X X 165/70 R 13 X X
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.