Morgunblaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1988 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Heilsa Vatnsberans í dag ætla ég að fjalla um Vatnsberann (21. jan.—19. feb.) útfrá heilsufræðilegu sjónarmiði. Eins og áður er athygli vakin á því að þar sem hver einstaklingur á sér nokkur stjörnumerki geta önnur merki einnig haft sitt að segja þegar heilsufar er annars vegar. Ökklar Vatnsberinn er sagður hafa með blóðrásarkerfið að gera, en stjómar einnig kálfum og ökklum. Það er því svo að Vatnsberinn er yiðkvæmur í fótunum og slasast gjaman á ökklum, tognar eða brotn- ar, ef hann slasast á annað borð. Hann getur síðan átt í erfiðleikum með blóðrásina, sem á m.a. til að vera of hæg. Blóörás og œÖar Það er einnig sagt að Vatns- berinn eigi til að fá æða- hnúta. Það ásamt veikum ökklum gerir að fætumir verða stundum sérlega við- kvæmir. Aðrir mögulegir sjúkdómar tengjast óhreinu blóði. Mataræði sem hreinsar blóðið er því æskilegt. Hár blóðþrýstingur, æðakölkun, blógnir ökklar og vöðva- krampi era einnig meða! kvilla sem stundum hijá Vatnsberann. Likamsœfi ngar Æskilegt er að Vatnsberinn leggi stund á íþróttir sem hafa með útivera og hreint loft að gera, í þeim tilgangi að örva blóðrásina. Göngu- ferðir, hjólreiðar, sipp og skiðaferðir era t.d. meðal íþrótta sem era góðar fyrir Vatnsbera. Einnig er mikil- vægt að hann læri að anda rétt, því rétt öndun gefur blóðinu súrefni og örvar blóðrásina, en of hæg blóðrás og útfrá því þyngsli og þreyta eiga tíl að há Vatnsberanum. Hugarslökun Þar sem Vatnsberinn er merki hugsunar og er oft athafnasamur á þvi sviði get- ur einnig verið gott fyrir hann að leggja stund á hug- arleikfimi og tækni sem róar hugann og hjálpar honum að ná auknu valdi á hugsuninni. Hugleiðsla og aðrar róandi og styrlgandi andlegar æf- ingar era þvi æskilegar. Stundum þjáist Vatnsberi af svefnleysi og er honum þá ráðlagt að varast andlega æsandi viðfangsefiii að kvöldlagi. f slíkum tilvikum koma slökunaræfingar einn- ig að góðum notum. Félagslif Til að Vatnsberinn haldi fullri orku þarf hann síðan að fást við félagslega og hugmynda- lega lifandi viðfangsefni, þ.e. vera innan um fólk sem seg- ir sögur og er að fást við vitsmunaleg mál. Einnig er að sjálfsogðu æskilegt að hann sjálfur leggi stund á slíkt. Frelsi ogsvigrúm Ef Vatnsberinn er bundinn niður, þarf að lifa við þving- andi kringumstæður, getur hann fundið til andlegra þyngsla og orðið þunglyndur. Hann þarf því að skapa sér ákveðið frelsi og hafa svig- rúm í daglegu lífi til að vera hann sjálfur. Jafnframt þarf hann að læra að vera fijáls innan þeirra takmarka sem daglegt líf óhjákvæmilega setur ókkur. Hann þarf því ekki síst að finna og skapa sér innra frelsi, læra að vera fijáls með sjálfum sér þó ytri kringumstæður séu þving- andi. GARPUR GRETTIR wijjiiiMiiw;wf;:if:»;iiiinuiiii.im TOMMI OG JENNI UOSKA FERDINAND SMAFOLK Já, það er örugglega hann. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Sveit Samvinnuferða/Land- sýnar sigraði sveit Polaris í úrslitaleik um Reylq'avíkurbikar- inn, sem fram fór á Hótel Loftleiðum sl. sunnudag. Liðs- menn Samvinnuferða era: Helgi Jóhannsson, Bjöm Eysteinsson, Svavar Bjömsson, Hrannar Erl- ingsson, Ragnar Hermannsson og Matthías Þorvaldsson. Spil- aðar vora fjórar 16 spila lotur. Polaris var nokkuð yfir eftir fyrstu lotuna, en í annarri lotu stóð ekki steinn yfir steini hjá Polarismönnum og Samvinnu- ferðir náðu umtalsverðu for- skoti. Þriðja lotan var jöfn, en Samvinnuferðir unnu þá fjórðu sannfærandi og verðskuldaðan sigur. Hér er spil úr sfðustu lot- unni, þar sem dálkahöfundur og Símon Símonarson þvældust í vitlausa slemmu, sex tígla. Það kostaði sveitina 17 stig: Norður ♦ ÁK65 V9 ♦ ÁD8 ♦ Á7643 Suður ♦ DGIO ♦ ÁKDG ♦ G1097 ♦ K8 Sex grönd er rétti samningur- inn á spilin, en á sæmilegum dögum ættu sex spaðar og sex tíglar að vinnast. Tígulkóngur- inn var á vestur, svo spilið lá upp í sjö grönd. En kóngurinn var óvart við fimmta spil, þann- ig að sex tíglar vora dauða- dæmdir frá upphafi. Helgi og Bjöm í ‘•veit Samvinnuferða komust öragglega í sex grönd: Vegtur Norður Austur Suður Helgi Björn 1 lauf 1 hjarta 2 spaðar 3 tíglar 3 grönd 6 grör.d Pass Einfalt og árangursríkt. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlega mótinu í Wijk aan Zee í Hollandi, sem nú stendur yfir, kom þessi staða upp í skák þeirra Anatoly Karpovs, fyrrum heimsmeistara, sem hafði hvítt og átti leik og hins unga og stigaháa búlgarska stórmeistara Kiril Georgiev. I'* 11 m i 11 ÍAÉiÖi A & & ■ai fi a / \ A A A fc ^ 34. Hxg6! — Bxe3 (Auðvitað ekki 34. -r- Bxg6, 35. Rxg6+ og svart- ur er mát f næsta leik). 35. Hxg7 - Hxg7, 36. Hg3 - De7, 37. Hxg7 — Dxg7, 38. Dxg7+ — Kxg7, 39. c6 — Bxc6, 40. Rxc6 — Bxf4, 41. Rd7 og svartur gafst upp. Að loknum sex umferðum á mótinu var Andersson efstur með 4'/2 vinning, en Karpov næstur með 4 v.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.