Morgunblaðið - 23.01.1988, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988
15
arstjórasætið — það gerir kvóta-
kerfið.
Á það hefur verið bent að einn
vandaður og lærður hagfræðingur,
Ami Vilhjálmsson prófessor, hafi
borið Tryggva Pálsson sérstaklega
fyrir bijósti og því beri að taka til-
lit til þess. Þegar málið er betur
skoðað kemur í ljós að faðir Áma
Vilhjálmssonar og afí Tryggva
Pálssonar ráku á sínum tíma útgerð
saman og vom vinir. Em þama að
verki hin landsfrægu öfl vináttu-
tengslanna?
Þekking á útgerðar-
málum þýðingarmest
Hinu má ekki gleyma að auðvitað
em engar reglur til í þessu efni.
Það getur átt rétt á sér að menn
vinni sig gegnum bankastarfíð upp
í efstu stöðu, enda er einn af aðal-
bankastjómnum þannig kominn í
starfíð bæði vegna menntunar og
starfsreynslu. Samt er það svo að
bankamönnum hættir til að hafa
þrengra sjónarsvið en t.d. stjóm-
málamönnum að ekki sé talað um
alþingismenn, sem setið hafa á
þingi í nokkur ár. Því er það fjar-
stæða að alþingismenn ættu að
vera útilokaðir frá því að geta orð-
ið bankastjórar.
Þótt ég hafí verið embættismað-
ur í hartnær þijá áratugi en aðeins
fengist við stjómmál í hjáverkum
um skeið, þá ber ég yfírleitt meira
traust til stjómmálamannanna og
ekki síst alþingismanna en embætt-
ismanna, þar sem m.a. almennings-
álitið, sem vakir jrfír stjómmála-
mönnum, er afl aðhalds og þroska.
Niðurstaða mín hlýtur því að
vera, ef velja skal milli embættis-
manns og stjómmálamanns í stöðu
aðalbankastjóra Landsbankans, að
þar sé stjómmálamaðurinn æski-
legri að öðm jöfnu, en þekking á
útgerðarmálum þýðingarmest.
Höfundur er hæstaréttarlögmað-
ur og hefur tvisvar verið i
framboði fyrir Alþýðuflokkinn i
Vestfjörðum.
látin, eins og alþýða manna þurfí
ekki lengur að þrífa sig.
Matarskatturinn hefur kaffært
önnur rök í málinu og fyrir bragðið
standa öll spjót á Jóni Baldvin og
Þorsteini, sem nánast tveir einir
hafa orðið að beijast fyrir fram-
gangi söluskattsbreytinganna.
Framsóknarmenn em „stikk frí“
eins og oftast þegar um viðkvæm
og óvinsæl mál er að ræða. í stöð-
unni er heldur ekkert sniðugt fyrir
Steingrím að blanda sér í þessar
umræður, það gæti bara skaðað
prikastöðu hans á vinsældalistan-
um.
Dæmisagan sýnir okkur líka að
það var ekki að ástæðulausu að fjár-
málaráðherra varaði við þeirri
hættu að einhveijir aðilar kynnu
að misnota aðstöðu sína til að hagn-
ast á söluskattsbreytingunum.
Talsmenn kaupmanna hafá að von-
um mótmælt þessum aðdróttunum
ráðherrans og vissulega er hægt
að taka undir með þeim, að það sé
hæpið að dæma heila stétt manna
með þessum hætti. Hinu verður þó
ekki mótmælt að neikvæð umræða
um matarskattinn hefur plægt fijó-
saman jarðveg fyrir gróðabrask
manna, sem á annað borð eru á
þeim buxunum.
Að mínum dómi er nú tími til
kominn að snúa við blaðinu og beina
umræðunni í málefnalegri farveg.
Framgangur þessa mikilvæga máls
er undir því kominn að tryggt sé
að tollalækkanir skili sér í verðlagi
og að verðhækkanir fari hvergi
fram úr því sem tilefni gefst til. í
því sambandi er mikilvægt að al-
menningur fái sem gleggstar
upplýsingar um þær breytingar á
vöruverði sem orðið hafa og verða
nú á næstunni, og það er hlutverk
fjölmiðla, í samvinnu við Verðlags-
stofnun og Neytendasamtökin, að
koma þeim upplýsingum á fram-
færi. Mikilvægast er þó að neytend-
ur sjálfir efli verðskyn sitt, því
aðhald þeirra er virkasta verðlags-
eftirlitið.
Höfundur er blaðamaður við
Morgunblaðið.
Hrólfur Sveinsson:
Frelsi eða ótti
Miðvikudaginn 20. þ.m. birtist
í Morgunblaðinu einn af nöldurp-
istlum sveitunga míns og ferming-
arbróður, Helga Hálfdanarsonar.
Þar gat að líta kjamann í ofstæki
þess mæta manns og hans líka,
þegar íslenzkt mál er annars veg-
ar. Allt skal rígbundið í fomar
skorður og dauðar reglur, og hver
sá bannfærður sem út af þeim
víkur.
Ef hlýtt væri öllum boðum
þeirra og bönnum, stæði þjóðin
brátt klumsa frammi fyrir samtíð
sinni. Svo frekur er atgangur
þessara manna, að margur dirfíst
ekki lengur að opna munn af ótta
við að beygja læknirinn öðm vísi
en þessarí sjálfskipuðu mál-lög-
reglu þóknast, eða verða húð-
strýktur fyrir dáraskap af þeim
sem heimta að Búkolla sé kölluð
„bezta kýrin í íjósinu" en ekki
„bezta kúin".
Er ekki mál til komið, að frjáls-
huga íslendingar herði baráttuna
gegn þessu steinmnna reglu-
stagli, sem stendur allri umfjöllun
um vandamál dagsins fyrir þrif-
um? Er ekki tímabært að menn
átti sig á þvi, að málið þróast
ekki eðlilega nema það fái óátalið
að breytast eftir þeim lögmálum
sem það sjálft setur sér? Er ekki
kominn tími til að segja: Burt
með allt reglufargan! Burt með
málóttann! Burt með alla íhalds-
sama afskiptasemi af málfari
þjóðarinnar!
En afskiptasemin ríður ekki við
einteyming. Hún lætur sér ekki
nægja að þrúga móðurmálið; föð-
urlandið fær einnig á henni að
kenna svo um munar.
Árlega láta öfgamenn og sér-
vitringar ausa fé almennings í
„gróðurvemd", sem auðvitað er
sama meinlokan og svokölluð
„málvemd". Með æmum tilkostn-
aði hamast þeir við að hefta fok,
sá fræi, dreifa áburði og gróður-
setja tijáplöntur, en láta þó ekki
þar við sitja, heldur heimta friðun
lands, ekki aðeins fyrir búpen-
ingi, heldur einnig fyrir mann-
fólki, girða mikil lönd og banna
umferð um önnur. Enda er svo
komið, að ungir og tápmiklir
menn dirfast varla lengur að aka
á jeppum sínum og fjórhjólum
utan við dautt og reglubundið
vegakerfí sökum hjólótta.
Er ekki mál til komið, að menn
átti sig á því, að eðlileg sambúð
þjóðarinnar við sitt eigið land er
óhugsandi nema hvers konar
umgengni við það sé látin óátalin?
Er ekki tímabært að átta sig á
því, að gróður landsins verður að
fá að þróast á fijálsan og eðlileg-
an hátt, að hann hlýtur að
breytast, og á að breytast eftir
þeim lögmálum sem náttúran og
frjáls sambúð lands og þjóðar set-
ur?
Þegar öllu er á botninn hvolft;
þarf að vísu litlar áhyggjur að
hafa af famaði móðurmáls og
föðurlands. Málið streymir sína
leið út í hið engilsaxneska haf-
djúp, hvað sem Helgi Hálfdanar-
son og aðrir slíkir leggja til
málanna. Og gróðurmoldin fykur
út í veður og vind, hvað sem Sig-
urður Blöndal og hans nótar
kunna um það að tauta. Öllu
óhætt um það.
Bose
Acoustimass
Bose Acoustimass hátalarnir eru tækninýjúng í
hljómflutningi sem kveöur aö. Stæröin er 18.5 x 9 x
10 cm parið. Styrkurinn er 100 wött og þaö sem
Bose hefur fram yfir aöra hefðbundna hátalara er aö
þeir bjóða upp á sterio hvar sem er í herberginu.
Hljómburöurinn er sambærilegur viö þaö besta sem
þú hefur heyrt til þessa — ef ekki betri — Þetta er svo
ótrúlegt aö til þess að trúa verður aö heyra. Annars
trúir þú okkur ekki. Þiö eruð alltaf velkomin í
verslanir okkar.
VIDtítQ