Morgunblaðið - 23.01.1988, Page 20

Morgunblaðið - 23.01.1988, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988 Ríkisútvarpið sjón- varp - opið hús í tilefni af Norrænu tækniári 1988, verður Sjónvarpið með „Opið hús“ að Laugavegi 176 i Reykjavík, sunnudaginn 24. jan- úar, klukkan 13—17. Hinn 30. september árið 1976. hóf Ríkisútvarpið rekstur sjón- varpsstöðvar. Þegar á fyrsta ári Sjónvarpsins jókst fjöldi útsend- ingadaga úr tveimur upp í. sex á viku og sá sjöundi bættist við árið 1987. Fyrstu árin var ávallt gert hlé á starfsemi Sjónvarpsins í júlí- mánuði, er starfsmenn fóru í sumarleyfí. Þetta breyttist árið 1983 og nú sendir Sjónvarpið út alla daga ársins. Það heldur uppi dagskrá í samtals um 1600 klukku- stundir á ári, eða 4—5 tíma á dag. Eitt af hlutverkum Sjónvarpsins er að framleiða innlenda dagskrár- liði. Enn er það þó svo, að vegna fjárskorts hefur Sjónvarpið orðið Símar 35408 og 83033 AUSTURBÆR | VESTURBÆR Síðumúli Ármúli Stangarholt HLIÐAR Stigahlíð 49-97 (Einbýlishús) SKERJAFJ. Einarsnes Bauganes Birkimelur MIÐBÆR Tjamargata 3-40 Tjarnargata 39- Lindargata 39-63 o.fl. Hverfisgata 4-62 Laugavegur1-33o.fl. UTHVERFI Fannafold JRtnrgiittfifa&tö að byggja dagskrá sína að miklu leyti á innfluttu efni. Lætur nærri að um 35% af því efni sem birtist á skjánum sé framleitt innanlands, en 65% er innflutt. Efni til sýningar í Sjónvarpinu er keypt frá um 20 löndum. Mest er keypt frá Bretlandi, næst koma Bandaríkin, og síðan Norðurlönd, Þýskaland og Frakkland. Innflutt efni er ýmist sent út með íslenskum textum eða íslenskur þulur fenginn til að lesa með myndinni. í fyrstu þurfti Sjónvarpið að fá allar fféttamyndir og erlent dag- skrárefni með flugvélum til lands- ins. Það hafði í för með sér að íslendingar gátu ekki séð myndir af erlendum atburðum líðandi stundar fyrr en 2—3 dögum eftir að þeir áttu sér stað. Arið 1981 komst Ríkisútvarpið í gervihnattasamband við umheim- inn og fyrsta október 1987 varð Ríkisútvarpið fullgildur aðili að EBU, Evrópusambandi útvarps- og sjónvarpsstöðva. Þetta hvortveggja hefur þegar haft veruleg áhrif á fréttir Sjónvarpsins af erlendum málum, en Sjónvarpið fær nú dag- lega tvær 30 mínútna sendingar af völdu fréttaefni í gegnum gervi- hnött, en fréttanet EBU er víðtæk- asta fréttanet heims. Auk þess eru sérstakir dagskrárliðir sendir í gegnum hnöttinn þegar ástæða þykir til, t.d. sendingar af íþrótta- viðburðum á erlendri grund. Á næstunni mun þessi þjónusta auk- ast enn, og flest bendir til að hægt verði að sýna beint frá sumar- ólympíuleikunum í Seoul. Dreifð byggð og fjalllendi gerir það að verkum, að erfítt er að koma sjónvarpsefni til allra íbúa landsins. Dreifíkerfí Sjónvarpsins byggist á 9 aðalstöðvum og talsvert á annað hundrað endurvarpsstöðvum. Ríkisútvarpið kostar uppbyggingu dreifíkerfísins og á það, en kerfið er rekið af Póst- og símamálastofn- uninni. Aukin samkeppni hefur m.a. haft í för með sér að dregið hefur úr tekjum Ríkisútvarpsins og er fjár- hagsstaða þess erfíð um þessar mundir. Undanfarið hefur verið tek- ið verulega á í spamaðarátt, en þrátt fyrir það mun Sjónvarpið eft- ir sem áður kappkosta að bæta þjónustu sína við landsmenn. Verð- ur það gert með frekari uppbygg- ingu dreifíkerfisins, auknum tengslum við erlendar stöðvar í gegnum gervihnetti og aukinni framleiðslu á innlendu efni, sem nýtur mikilla vinsælda meðal al- mennings í landinu. Sú hagræðing sem unnið efur verið að, hefur eink- um haft það markmið að auka hlutdeild innlends efnis í dagskrá. Sjónvarpið annast framleiðslu og sölu á innlendu sjónvarpsefni á myndböndum og hefur frá 1987 rekið myndbandaverslun. Hjá Sjónvarpinu starfa nú liðlega 180 manns. Sjónvarpið hefur frá upphafí verið f eigin húsnæði að Laugavegi 176. Það húsnæði er löngu orðið of þröngt fyrir starf- semina og á næstu árum er fyrir- hugað að Sjónvarpið flytjist í nýja Útvarpshúsið að Efstaleiti 1 í Reykjavík. Með flutningnum er stefnt að aukinni samræmingu í rekstri útvarps og sjónvarps og samruna einstakra deilda, en þegar hafa nokkrar deildir verið samein- aðar, svo sem tæknideild, safna- deild og nú síðast íþróttadeild. Þrátt fyrir þröngan húsakost, býður Ríkisútvarpið — Sjónvarp fólki að koma og skoða stofnunina nú á sunnudaginn. Starfsmenn Sjónvarpsins munu vera þar og fræða fólk um starfsemina og tækjabúnað. Sjónvarpshúsið, Laugavegi 176. Útitökubifreið Sjónvarpsins. V eggspj aldasýn- ing í Kringlunni í tilefni af Norrænu tækniári, hófst, mánudaginn 18. janúar, sýning veggspjalda á efri hæð í verslunar- og þjónustumiðstöðinni Kringlunni í Reykjavík. Hér er um að ræða um það bil 50 vegg- spjöld, er kynna starfsemi svo- nefndra Rannsóknastofnana atvinnuveganna. Þessar stofnanir eru Hafrann- sóknastofnun, Iðntæknistofnun íslands, Orkustofnun, Rann- sóknastofnun byggingariðnaðar- ins, Rannsóknastofnun fískiðnað- arins, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Rannsóknaráð ríkisins, Tilraunastöð Háskólans í meinafræði að Keldum og Veiði- málastofnun. Kveikjan að veggspjaldasýn- ingunni er sú, að á síðastliðnu hausti voru 50 ár liðin síðan At- vinnudeild Háskólans hóf starf- semi sína. Enda þótt rannsóknir hafí verið stundaðar fyrir tíma Atvinnudeildarinnar, þá má líta svo á að með tilkomu hennar hafí skipuleg uppbygging rannsókna í þágu atvinnulífsins hafíst hér á landi. Atvinnudeildin tók formlega til starfa 18. september 1937 í ný- byggðu húsnæði, sem þá var fyrsta háskólabyggingin á núver- andi Háskólasvæði og stendur í dag austan við aðalbyggingu Há- skólans. í lögum var stofnunin reyndar upphaflega kölluð Rann- sóknastofnun Háskóla íslands, én Atvinnudeildamafnið festist fljótt við hana. í byijun var henni skipt í þijár deildir, Búnaðardeild, Iðn- aðardeild og Fiskideild. Út frá Atvinnudeildinni, sem lögð var niður árið 1965 og skipt upp í nokkrar sjálfstæðar stofnan- ir, eru allar fyrmefndar Rann- sóknastofnanir atvinnuveganna sprottnar, beint eða óbeint. Á þessum samtals 9 stofnunum er nú rúmlega 500 manna starfslið, og um þessar mundir er um þriðj- ungur allra rannsókna í landinu unnin þar. Ætlunin er að veggspjaldasýn- ingin verði opin í hálfan mánuð, og er fólk hvatt til að skoða hana. Síðar standa vonir til að hægt verði að senda sýninguna út á land.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.