Morgunblaðið - 23.01.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.01.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988 Mexíkó: Fundu 9.000 ára gaml- an loðfíl í garðinum Beinahrúgan veldur fjölskyldunni hugarangri Acuexcomac, Mexíkó, Reuter. BÆNDAFJÖLSKYLDA ein í smáþorpi í Mexíkó hefur fundið beinagrind af loðfíl (mammút), sem talin er vera 9.000 ára gömul. Vandinn er hins vegar sá að fólkið veit ekki hvað gera ber við beinahrúguna. „Synir mínir þrír voru að grafa holu hér í garðinum við húsið í síðustu viku og komu þá niður á þessi risastóru bein," sagði Caro- lina García í viðtali við fréttamann JZeuters-fréttastofunnaa á fímmtudag. Kvaðst hún þegar í stað hafa skýrt starfsmönnum Þjóðminjasafns Mexíkó frá fundin- um og spurt hvað gera ætti við beinin en þeirri spumingu væri enn ósvarað. „Við höfum ekki hugmynd um hvað við eigum að gera við þetta. Við vitum ekki heldur hvort beinin eru verðmæt eða hvort yfirvöld hafa áhuga á þeim,“ bætti hún við. Deildarstjóri Forsögudeildar II MIÐSTOÐVAR matvöruviðskiptanna eru opnar sem hér segir Laugalæk, sími 686511 Virka daga kl. 8-19 Föstudaga kl. 8-20 Laugardaga kl. 8-16 Hamraborg, Kópavogi, sími 41640 Alla daga frá kl. 8-20 KJÖTMIÐSTÖÐIN Garðatorgi, Garðabæ, sími 656400 Virka daga kl. 8-19 Föstudaga kl. 8-20 Laugardaga kl. 8-18 Verið ávallt velkomin Þjóðminjasafnins sagði flest benda til þess að loðfílinn, sem fjölskyld- an fann, hefði verið á léttasta skeiði fyrir um 8.000 til 10.000 árum. Kvað hann jarðneskar leifar um 40 loðfíla hafa fundist á þess- um slóðum en fjölskyldan býr tæpa 25 kílómetra frá Mexíkóborg og því benti flest til að hjarðir þeirra hefðu ráfað þar um í árdaga. Árið 1948 fundu fomleifafræð- ingar hauskúpu af manni sem talin er vera 9.000 ára gömul nærri bænum Tepexpan í Mexíkó og sagði talsmaður Þjóðminjasafns- ins sjálfsagt að hefja uppgröft í garði fjölskyldunnar fundvísu í þeirri von að þar leyndust einnig forsögulegar mannaleifar. Carolina Garcia heldur á jaxli úr loðfílnum sem synir hennar grófu upp við heimili fjölskyl- dunnar. ||igj Reuter Viðræður um frið í Kambódíu: Sihanouk prins sagður hafa styrkt stöðu sína Dnnffbnlr Qnnian Bangkok, Reuter. TVEGGJA daga fundi Norodoms Sihanouks prins, leiðtoga skæruliða i Kambódíu, og Huns Sens, forsætisráðherra landsins, lauk í Paris á fimmtudag. Viðræður þeirra um leiðir til að binda enda á átök í landinu, sem staðið hafa i níu ár, skiluðu engum áþreifanlegum ár- angri en stjóramálaskýrendur telja Sihanouk hafa styrkt nokkuð stöðu sina, ekki sist á alþjóðavettvangi. Áhrif skæruliðahreyfingar Rauðu khmeranna eru á hinn bóginn talin fara dvínandi. Vestrænir stjómarerindrekar sögðu viðræðumar hafa verið skref í átt að brottflutningi innrásarliðs Víetnama frá Kambódíu en mestu varðaði að áhrif hreyfíngar Rauðu khmeranna hefðu dvínað og svo virt- ist sem þeir myndu hvergi koma nærri í frekari friðarviðræðum. Ónefndur aðstoðarmaður Sihanouks sagði að prinsinn kynni að vera reiðubúin til viðræðna við Hun Sen forsætisráðherra • um myndun tveggja flokka samsteypustjómar, án þátttöku Rauðu Khmeranna, sem skæmliðar Sihanouks hafa átt óformlegt samstarf við á undanföm- um ámm, er Víetnamar hefðu kallað herlið sitt frá Kambódíu. í viðræðunum kom fram að Víet- namar, sem njóta stuðnings Sovét- manna, væm reiðubúnir til að flytja herlið sitt á brott innan tveggja ára frá undirritun friðarsáttmála. Talið er að 100.000 víetnamskir hermenn séu í Kambódíu til að treysta stjóm Huns Sens í sessi. Stjómmálaskýr- endur bentu hins vegar á að Víet- namar hefði áður lýst yfir því að þeir hygðust kalla herliðið heim, fyrir 1990 og því væm þessar upp- lýsingar ekki sérlega mikilvægar. Hreyfíng Rauðu khmeranna, sem er alræmd fyrir hin hroðalegustu glæpaverk, sem liðsmenn hennar frömdu í Kambódíu á ámnum 1975 til 1979 og kostuðu þúsundir manna lífíð, hefur heitið því að beijast áfram gegn víetnamska setuliðinu. Talið er að Rauðu khmeramir hafí 20.000 til 40.000 menn undir voþn- um, sem þeir fá mestmegnis frá Kína. „Á Filippseyjum beijast stjóm- völd gegn um 5.000 skæmliðum og njóta að auki ríkulegs stuðnings Bandaríkjamanna þannig að menn geta ímyndað sér þann vanda sem stjómvöld í Kambódíu standa frammi fyrir,“ sagði ónefndur vest- rænn embættismaður. Orðrómur hefur verið á • kreiki um að Rauðu khmeramir hafí vikið leiðtoga hreyf- ingarinnar, hinum illræmda Pol Pot, frá völdum en sérfræðingar kveðast ekki hafa fengið áreiðanlegar fréttir í þá vem. Sihanouk prins hefur einnig heitið að beijast allt þar til fallist hefur verið á kröfur hans um hlutdeild í stjóm landsins en ólíklegt er talið að sveitir hans geti komið stjóm Huns Sens frá völdum. Stjómvöld í Víetnam hafa hunds- að ályktanir Sameinuðu þjóðanna um tafarlausan brottflutning her- liðsins og segja víetnamskir ráða- menn að hemum verði .haldið í landinu þar til Rauðu khmeramir hafa verið upprættir. Stjómarerind- rekar kváðust almennt vera þeirrar skoðunar að Víetnamar teldu það ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir því að herliðið yrði kallað heim að stjóm þeim vinsamleg yrði áfram við völd í Kambódíu. í næstu viku heldur Sihanouk prins til Kína til viðræðna við ráða- menn þar, sem styðja baráttu skæruliða, og verða málefni Kambódíu að líkindum efst á baugi. Einnig er búist við Hun Sen skýri stjómvöldum í Víetnam og Sovétríkj- unum frá gangi viðræðnanna. Indland: Tíu myrtir í Punjabhéraði Chandigarh á Indlandi. Reuter. TÍU manns voru skotnir í Punjab- garðinum í borginni Barnala í Puiyab-héraði á Indlandi í gær. Talið er að aðskilnaðarsinnar úr hópi sikka hafi staðið að baki skotárásinni. Fjórir menn hófu skothríð í garð- inum þar sem fólk var samankomið til morgunæfínga. Fólkið sem lést var úr hópi hindúa. Hefur lögreglan varað hindúa í Punjab-héraði við hugsanlegum aðgerðum sikka, sem em í miklum meirihluta í héraðinu. Að sögn lögreglu á Indlandi var vara-formaður eins af stjórnmála- flokkum hindúa skotin ásamt tveim öðrum í borginni Ludhiana í gær. Hefur 91 maður látið lífíð í átökum milli hindúa og aðskilnaðarsinnaðra sikka í janúar. Telur lögregla ástæðu ofbeldisverkanna vera að aðskilnað- arsinnar vilja minna á málstað sinn vegna komandi þjóðhátíðardags Ind- lands sem er næstkomandi þriðju- dag. HARÐVIÐARVAL UM ir - innihurdir — innihurdir HARÐVIÐARVAL HF KROKHALSI 4, SIMI 671010.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.