Morgunblaðið - 23.01.1988, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988
27
Dimmalætting
Sovéskir togar í Færeyjum
Færeyingar hafa heimilað Sov-
étmönnum að stunda veiðar á
kolmunna í lögsögu sinni og
fengið leyfi til þorskveiða í so-
véskri lögsögu. Þá hafa tvær
af þremur skipasmíðastöðvum í
Færeyjum gert samninga um
viðgerðir og viðhald á sovéskum
togurum. Athygli beindist að
þessum ráðstöfunum nýlega
vegna frásagnar í breska viku-
ritinu The Economist og hefur
Morgunblaðið greint frá við-
brögðum Atla Dams lögmanns
við grein blaðsins. Telur hann
öryggi Færeyinga ekki ógnað,
þótt þar kunni að vera nokkur
hundruð sovéskir sjómenn
samtímis, jafnvel þótt einhveijir
þeirra séu úr leynisveitum
Rauða hersins.
Myndirnar eru frá skip-
asmíðastöðvunum tveimur, sem
hafa gert verksamninga við
Sovétmenn. Annars vegar sést
Dimmalætting
skipasmíðastöðin í Vogum. Á
hinni myndinni sést færeyskur
togari (tíl vinstri) og sovéskur
togari sem kominn er til við-
gerðar í skipasmíðastöðinni í
Skálum.
Bretland:
Sameinast fijáls-
lyndir og sósíal-
demókratar?
Lundúnum, Reuter.
FRJÁLSLYNDI flokkurinn í
Bretlandi heldur einn stærsta
og þýðingarmesta fund í sögu
flokksins í dag. Á fundinum
verður tekin ákvörðun um það
hvort flokkurinn muni mynda
nýjan flokk með Sósíaldemó-
krataflokknum.
Fijálslyndi flokkurinn sem var
sterkasta aflið í breskum stjóm-
málum frá því um 1860 fram til
1920, hefur verið í skugga ann-
arra flokka í meira en hálfa öld.
Miklar vonir eru bundffar við sam-
einingu þessara tveggja flokka.
Yfír 2.500 fulltrúar munu sitja
fund flokksins sem hefst í Black-
pool í dag. Eru það helmingi fleiri
en alla jafna sitja árleg flokks-
þing. Mun verða gengið til
atkvæða um hvort sameinast eigi
sósíaldemókrataflokknum. Verði
það samþykkt mun verða kosið
um það meðal allra flokksmeð-
lima, sem em yfír 90.000 talsins,
hvort af sameiningunni verði.
Sósíaldemókratar munu greiða
atkvæði um sameininguna í Shef-
fíeld í næstu viku.
Fmnland:
Koivisto tapar fylgi
Helsinki, Reuter.
SAMKVÆMT , skoðanakönnun
sem birt var í Finnlandi í gær
hefur fylgi Koivistos forseta
Finnlands fallið niður fyrir 50%
frá fjTri könnunum. Ef enginn
forsetaframbjóðenda fær yfir
50% fylgi í kosningum kjósa sér-
stakir kjörmenn forseta.
Skoðanakönnunin fór fram í
síðustu viku, en niðurstöður hennar
voru kynntar í fínnska útvarpinu í
gær. Samkvæmt skoðanakönnun-
inni styðja 48% Finna Koivisto í
komandi forsetakosningum. Er það
7% færri en sögðust styðja hann í
skoðanakönnun sem gerð var fyrir
mánuði.
Aðrir frambjóðendur hafa tölu-
vert minna fylgi en Koivisto.
Næstur honum að fylgi er fcrsætis-
ráðherra landsins Harri Holkeri sem
nýtur stuðnings 15% kjósenda og
hefur bætt við sig 1% frá síðustu
skoðanakönnun.
ALMENNUR
GEGNÁFORMUMUM
RAÐHUS I TJORIMIIMNI
HÓTEL B0RG SUNNUDAGINN 24. JANUAR KL. 15.00
KAFFIVEITINGAR Á B0ÐSTÓLUM